Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
RAÐAUGÍ YSINGAR
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Veitingahúsið
Caruso
óskar eftir að ráða vanan pizzugerðarmann
til starfa sem fyrst.
Upplýsingar á staðnum.
Sölumaður
Hörkuduglegur sölumaður óskast
á fasteignasölu.
Þarf að vera vanur eða með góð sambönd.
Miklir tekjumöguleikar fyrir réttan mann.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 24. janúar,
merkt: „K - 895“.
Kennarar - kennarar
Vegna forfalla vantar nú þegar kennara að
Hamarsskóla í Vestmannaeyjum.
Aðalkennslugreinar eru íslenska og danska
á unglingastigi (8.-10. bekk).
Upplýsingar veitir Halldóra, skólastjóri, í síma
481 2644 eða 481 2265 (heima).
Skólamála fulltrúi.
Loðnufrysting
Starfsfólk vantar til loðnufrystingar ífebrúar.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 550 1006.
Grandi hf.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
B 0 Ð »>
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. fjármála-
ráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í end-
urbætur á Lindargötu 9.
Helstu verkþættir eru rif veggja og upp-
steypa og frágangur nýs lyftustokks,
, smíði nýrra veggja, ný kerfisloft, málun,
endurnýjun gólfefna og nýjar hurðir auk
annars frágangs.
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en
30. apríl 1997. Frágangi 1. hæðar skal
vera lokið 17. mars 1997.
Bjóðendum er boðið að kynna sér aðstæð-
ur á verkstað þriðjudaginn 21. febrúar
kl. 13.00 í fylgd fulltrúa verkkaupa.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr.
6.225 frákl. 13.00fimmtudaginn 16. janú-
ar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 150
Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama
stað þann 4. febrúar 1997 kl. 14.00.
BORCARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844,
B r é f o s I m i 562-6739-Nelfong: rikiskoup@rikiskoup.is
RÍKISKAUP
U t b o b s k i I a árangri!
Heildverslun - húsnæði
Umbjóðandi okkar, heildverslun í Reykjavík,
hefur falið okkur að auglýsa eftir húsnæði
fyrir starfsemi sína til kaups eða leigu. Um
er að ræða ca 300-400 m2 húsnæði í Reykja-
vík með góðri aðkomu og bílastæðum. Þarf
að vera laust í júní til ágúst nk. eða fyrr.
Upplýsingar sendist skrifstofu okkar fyrir
31. janúar nk.
Endurskoðendur ehf.,
Þórsgötu 26, 101 Reykjavík.
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endur-
skoðenda fyrir næsta kjörtímabil.
Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 19. grein-
ar í lögum félagsins.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað full-
gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu
félagsins, Skipholti 50c, eigi síðar en kl. 11.00
fyrir hádegi föstudaginn 24. janúar 1997.
Kjörstjórn Iðju.
Menntamálaráðuneytið
Auglýsing
Stuðningur
við listastarfsemi
í fjárlögum 1997 er, eins og undanfarin ár,
fjárveitingarliður sem ber yfirskriftina „Listir,
framlög". Að því leyti sem skipting liðarins
er ekki ákveðin ífjárlögum, ráðstafar mennta-
málaráðuneytið honum á grundvelli umsókna
til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar
menningarstarfssemi.
Árið 1997 er gert ráð fyrir, að ákvörðun um
framlög af þessum lið verði tekin í febrúar,
maí og október með hliðsjón af umsóknum,
sem fyrir liggja hverju sinni við upphaf þess-
ara mánaða.
Þetta er hér með tilkynnt til leiðbeiningar
þeim, sem hyggjast sækja um styrk af fram-
angreindum fjárlagalið.
Menntamálaráðuneytið,
14. janúar 1997.
IHafnarfjarðarbær
Orðsending
H-^Íur til hafnfirskra ellilífeyris- og
örorkuþega f Hafnarfirði
Fasteignaskattur verður eins og undanfarin
ár lækkaður eða felldur niður af íbúðum elli-
lífeyris- og örorkuþega í Hafnarfirði, séu
þeir innan þeirra tekjumarka sem bæjar-
stjórn hefur sett.
Tekjuviðmiðunin er:
a) Einstaklingar:
Brúttótekjur 1996 allt að 742.000
100% niðurfelling.
Brúttótekjur 1996 allt að 886.000
70% niðurfelling.
Brúttótekjur 1996 allt að 1.136.000
30% niðurfelling.
b) Hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
Brúttótekjur 1996 allt að 1.162.000
100% niðurfelling.
Brúttótekjur 1996 allt að 1.389.000
70% niðurfelling.
Brúttótekjur 1996 allt að 1.574.000
30% niðurfelling.
Skila þarf staðfestu endurriti af skattskýrslu
á bæjarskrifstofurnar, Strandgötu 6.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Nordsol 97
Tónlistarkeppni Norðurlanda 1997
Nordsol 97, Tónlistarkeppni ungra norrænna
einleikara og einsöngvara, verður haldin í
Þrándheimi dagana 9.-13. júní 1997.
Forkeppnin hér á landi verður haldin sunnu-
daginn 23. mars 1997, en fresturtil að senda
inn umsóknir er til 31. janúar 1997.
Keppnin er haldin á vegum Norræna tónlist-
arháskólaráðsins, en hér á landi mun Tónlist-
arskólinn í Reykjavík sjá um forkeppnina, en
hann er aðili að ráðinu.
Keppnin er opin öllum hljóðfæraleikurum,
sem fæddir eru 1. janúar 1972 eða síðar, og
öllum söngvurum, sem fæddir eru 1. janúar
1967 eða síðar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Tónlistarskól-
ans í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík,
sími 553 0625, fax 553 9240.
Auglýsing þessi birtist áður í Morgunblaðinu
5. nóvember 1996
Tónlistarskólinn í Reykjavík.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
ili
Sólarkaffi
ísfirðinga
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir
sínu árlega Sólarkaffi á Hótel íslandi laugar-
dagskvöldið 25. janúar nk.
Húsið opnað kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst
hefðbundin dagskrá með kaffi og rjómapönnu-
kökum.
Halldór Hermannsson flytur hátíðarræðuna og
lætur gamminn geysa. Harmóníkuleikari og
heljarfjör. Aðeins ísfirskir skemmtikraftar.
Gömlu og nýju dansarnir til kl. 03.00 e.m.
Nú verður stuð.
Aðgangseyrir kr. 2.000, með fordrykk kr. 2.300.
Forsala aðgöngumiða á Hótel íslandi laugar-
daginn 18. janúar kl. 14.00-16.00.
Borð tekin frá á sama tíma.
Miða- og borðapantanir auk þess í síma
568 7111 dagana 21.-25. janúar kl. 13.00-
17.00. Greiðslukortaþjónusta.
Stjórnin.
KENNSLA
Leiksmiðja Kramhússins
Leiklistarnámskeið fyrir 18 ára og eldri hefst
20. janúar. Kennarar: Anna E. Borg og Árni
Pétur. Innritun stenduryfir í síma 551 5103.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélagsins I Hóla- og Fellahverfi verður haldinn i Álfa-
bakka 14a fimmtudaginn 23. janúar nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Skólamál í Hafnarfirði
Landsmálafélagið Fram heldur opinn fund um skólamál, þar sem
rætt verður um uppbyggingu grunnskólans og leiöir til einsetningar
í Hafnarfirði. Fundurinn verður fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.00 í
Gaflinum.
Dagskrá:
1. Framsöguerindi: Siguröur Einarsson, fulltrúi í skipulagsnenfnd,
Þóroddur S. Skaptason, formaður foreldraráðs,
Þorgils Óttar Mathiesen, formaöur skólanefndar.
2. Fyrirspurnir og umræöur.
Fundarstjóri: Mjöll Flosadóttir, formaður Fram.
Allt áhugafólk um skólamál í Hafnarfirði er hvatt til að mæta.
Landsmálafélagið Fram.