Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 57
_______BRÉF TIL BLAÐSINS_
Athugasemd við bóka-
gagnrýni og hugleiðing
Bónusdagar á Hótel Örk
Þrír ævintýradagar meðan húsrúm leyfir
Innifalið:
Gisting í 3 nætur og morgunverður af hlaðborði alla dagana
og einn þríréttaður kvöldverður.
Frá Össuri Snorrasyni:
í BÓKMENNTAGAGNRÝNI Ing-
unnar Ásdísardóttur um nýjustu
skáldsögu Bjarna Bjamasonar, End-
urkoma Maríu, í Víðsjárþætti Rásar
1, fimmtudaginn 9. janúar, kl. 17.53,
var fullyrt að sagan sú væri fyrsta
skáldsaga höfundarins. Með mottó
Ara Þorgilssonar hins fróða (1068-
1148) að leiðarljósi, að hafa ber það
sem sannara reynist, þykir mér rétt
að benda á, að Endurkoma Maríu
getur að minnsta kosti talist þriðja
í röð skáldsagna Bjama. Hinar fyrri
era Til minningar um dauðann frá
árinu 1992 og Vísland frá árinu
1994 sem höfundurinn gaf út sjálf-
ur, báðar miklar að vöxtum, einkum
þó Vísland. Á hinn bóginn er það
rétt að Endurkoma Maríu sem óvænt
hefur verið útnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna er fyrsta
skáldsaga höfundarins sem gefin er
út af forlagi. Á þessu þurfa menn
að gera greinarmun. Bjami Bjarna-
Gæjar, píur,
^ Fiðlarinnog
ínúk eiga metið
Frá Leikhúsritara Þjóðleikhússins:
AÐ GEFNU tilefni. í viðtölum, aug-
lýsingum og fréttatilkynningum frá
aðstandendum sýningarinnar Stone
Free, hafa átt sér stað síendurteknar
rangfærslur um aðsóknarmet og
önnur afrek. Þykur okkur orðið tíma-
bært að eftirfarandi komi fram:
Fyrir tíð Magnúsar Geirs Þórðar-
sonar og félaga hans í ísiensku leik-
húslífi hafa ófáar sýningar náð sam-
bærilegum fjölda sýninga og áhorf-
enda. I Þjóðleikhúsinu einu má telja
a.m.k. 10 sýningar sem eru fyllilega
sambærilegar. Sömu sögu er eflaust
að segja um Leikfélag Reykjavíkur.
Fyrsta má telja nokkra söngleiki
sem hlotið hafa umtalsvert meiri
aðsókn og fleiri sýningar, Fiðlarinn
á þakinu (um 53 þús. áhorfendur),
Gæjar og píur (um 47 þús.), My
Fair Lady (um 42 þús.) og Vesaling-
arnir (um 35 þús.).
íslensk leikrit hafa einnig skákað
Stone Free verulega; Stundarfriður
(um 38 þús.), ínúk (um 52 þús.),
farandsýningin Næturgalinn (um 43
þús.) og Gauragangur (um 35 þús.)
Kardemommubærinn hefur einnig
slegið metið oftar en einu sinni, nú
síðast urðu áhorfendur um 34 þúsund.
Þá skal nefnt að Þjóðleikhúsið tók
á sínum tíma einnig þátt í sviðsetn-
ingu Flugfélagsins Lofts á Hárinu,
þar sem áhorfendur urðu um 40
þúsund talsins.
Síðast en ekki síst má geta þess
að leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar
Þrek og tár hefur nú verið sýnt 78
sinnum í Þjóðleikhúsinu fyrir um 33
þúsund áhorfendur og virðist ekkert
lát á vinsældunum. Á liðnu ári hlaut
sýningin meiri aðsókn en nokkur
önnur leiksýning.
Fyrir hönd Þjóðleikhússins,
Guðrún Bachmann.
Inniskór frá 490
kuldaskór frá 1990
smáskór
í bláu húsi
v/Fákafen
Gœðavara
Gjafavara — matar- og kafFistell.
Allir verðflokkar. ^
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægir hönnuöir
m.a. Gianni Versace.
ÚTSALAN
HEFSTí DAG
SKÓVERSLUNIN
KRINQLUNNI SÍMI 568 9345
SKóEMm
REVKJAVÍKURVEGI 50 SÍMI 565 4275
son er í senn afkastamikið og
kraftmikið skáld en verk hans hafa
hingað til hlotið litla athygli. Viður-
kenning bókmenntastofnunarinnar
virðist bæta úr því en hún býr ekki
til höfund í einni svipan.
Fullyrðing Ingunnar minnir á
aðra og eldri staðhæfingu sem fínna
má víða í kennslubókum í íslenskri
bókmenntasögu, að Piltur og stúlka
eftir Jón Thoroddsen (1818-1868)
sé fyrsta íslenska skáldsagan. Á lík-
an hátt og í tilviki Bjarna væri rétt-
ara að segja að Piltur og stúlka sé
fyrsta íslenska skáldsagan sem
prentuð var og gefín út á íslenskan
bókamarkað.
JÓN ÖZUR SNORRASON,
bókmenntagagnrýnandi við
Morgunblaðið,
Útgörðum, Reykholti.
Verð kr.
4.950
Upplýsingar og bókanir ú Hótel Örk, Hveragerði.
Fyrstur kemur - fyrstur fær.
LYKIL
HÓTEL
Lykillinn að íslenskri gestrisni.
Hveragerði - Sími 483-4700 - Bréfsími 483-4775.
HERRAFATNAÐUR
LAUGAVEGI 61 • SÍMI: 551-8001
VIÐ HLIÐINA Á JÓN OG ÓSKAR