Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
ÍDAG
Athugasemd við rit-
stjórnargrein um Þingeyri
Frá Katrínu Gunnarsdóttur:
ÞEGAR ritstjóri Morgunblaðsins
heldur því fram í leiðara þann 7.
janúar að Þingeyringar geti sótt
vinnu til ísafjarðar án erfiðleika vil
ég leyfa mér að segja að ritstjórinn
gerir sér ekki grein fyrir aðstæðum
á leiðinni eða vegalengdum.
Það vill svo til að á milli Þingeyr-
ar og ísafjarðar eru um það bil 48
kílómetrar og Gemlufallsheiði, sem
getur verið verulegur farartálmi
með hálku og snjó gerir að verkum
að 40-45 mínútna akstur er á þess-
ari leið að vetrarlagi.
Leikskólar og skólar opna rétt
fyrir kl. 8. Hvað á að gera við börn-
in ef foreldrar þurfa að leggja af
stað í vinnu kl. 7? Og þar fyrir utan
byijar vinna í sumum frystihúsum
kl. 7 að morgni. Síðan þarf að kom-
ast heim aftur og leikskólinn á Þing-
eyri lokar kl. 17:15. Þetta eru algjör-
lega óraunhæfar bollaleggingar
jafnvel þótt jarðgöngin hafi komið
til. _
Ég bið ritstjóra Morgunblaðsins
að endurmeta skoðanir sínar og
gera sér grein fyrir aðstæðum, helst
að koma vestur og skoða sig um
áður en hann leggur okkur ráð.
Þjóðvegurinn er opinn um þessar
mundir.
Með þökk fyrir birtingu.
KATRÍN GUNNARSDÓTTIR,
Aðalstræti 39, Þingeyri.
0$
VC^
ö'
Músik' -í
og Sport
Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555-2887 og 555-4487
-yi
*
X
RANNÍS
Rannsóknarráð íslands
auglýsir styrki
Norrænt samstarf vísindaráða NOS
NOS-nefndir
Rannsóknarráð á Norðurlöndum hafa með sér samstarf á fjórum
helstu fagsviðum grunnvísinda í svokölluðum NOS-nefndum
(Nordisk samarbejdsnævn). Nefndirnar eru fjórar. Samstarfsnefnd
í félagsvísindum (NOS-S), hugvísindum (NOS-H), náttúruvísindum
(NOS-N) og læknavísindum (NOS-M). Rannsóknarráð Islands á
fulltrúa í öllum nefndunum fjórum og eru þeir próf. Þórólfur
Þórlindsson í NOS-S, próf. Vésteinn Olason í NOS-H, dr. Halldór
Þorgeirsson í NOS-N og próf. Helgi Valdimarsson í NOS-M.
Nefndirnar koma saman tvisvar á ári, vor og haust. Þær ræða stöðu
og þróun vísindamála á Norðulöndum og samstarfsmöguleika hver
á sínu sviði. Eitt helsta verkefni þeirra er einnig að úthluta styrkjum
til norrænna samstarfsverkefna.
Styrkir frá NOS-H og NOS-S
Umsækjendur þurfa að vera frá minnst tveimur Norðurlandanna.
Umsóknir eru metnar út frá vísindalegu gildi verkefnisins og hæfni
umsækjenda,(líkt og tíðkast með umsóknir til annarra vísindasjóða).
Styrkir eru veittir til þrenns konar verkefna:
a) Forverkefni til könnunar á hugmyndum um ný
samstarfsverkefni. Upphæðirnar eru oftast á bilinu 100-500
þús. ísl. kr. til hvers verkefnis. Umsóknarfrestur er til
15. febrúar í NOS-H og 1. júní í NOS-S.
b) Samnorræn rannsóknarverkefni. Upphæðir til þessara verkefna
geta verið frá 100-5.000 þús. ísl. kr. Umsóknarfrestur er til
1. júní hjá NOS-H og NOS-S.
c) Útgáfustyrkir. Bæði NOS-H og NOS-S veita styrki til útgáfu
á niðurstöðum NOS-verkefna. Umsóknir skulu berast
NOS-H og NOS-S fyrir 1. júní 1997.
Styrkir frá NOS-M og NOS-N
NOS-M mun standa íyrir 4 ráðstefnum á árinu 1997, sem sérstaklega
eru ætlaðar til að styrkja samstarf milli yngri vísindamanna og þá
er lengra eru komnir. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Efni
ráðstefnanna er: 1) „Nordiske Tvillinge Registre"; 2) „Moleky lære
Smertamekanismer"; 3) „Genoverförsel og Genterapi"; 4)
„Glykolyseringens rolle for immunitet".
NOS-N veitir ekki hefðbundna styrki til vísindamanna, en styrkir
norrænar vísindastofnanir og fjölþjóða rannsóknarverkefni.
Frekari upplýsingar um NOS-nefndimar og um ofangreinda stgrki
fdst hjd skrifstofu Rannsóknarrdðs fslands, Laugavegi 13,
sími 5621320, þar sem viðeigandi umsóknareyðublöð fdst.
SKÁK
llmsjón Margeir
Pctursson
STAÐAN kom upp á rúss-
neska meistaramótinu í
Elista í Kalmykíu í haust.
Ungi rússneski stór-
meistarinn og landsliðs-
maðurinn Sergei
Rúblevskí (2.645), 22ja
ára, hafði hvítt og átti leik,
en tvítugi meistarinn An-
drei Shaijazdanov (2.470)
var með svart og átti leik.
34. - Hhl+! 35. Kxg2 (í
þessari flóknu stöðu missti
svartur þráðinn. Hann gat
mátað í þremur leikjum
með 35. - Dxe4+! 36. Kf2
- Del+ 37. Kg2 - Dfl
mát. í staðinn lék hann) 35.
- Hgl+?? 36. Kxgl -
Dxg3+ 37. Dg2 - De3+
38. Kh2 - Bf6 39. Dc2 -
De2+ 40. Dxe2 — Bxe2.
Hvítur hefur nú bjargað
sér út í endatafl og hann
vann meira að segja skák-
ina um síðir.
SVARTUR leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
JÚ, þetta er mjög áhrif- ÞAÐ er ótrúlegt að mað-
amikið, en áttu svona bíl ur skuli þurfa að horfa
án líknarbelgsins? upp á svona lagað.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 llOOfrá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Aldamót
VÍKVERJI skrifar 11.
janúar sl. og ofbýður
fjölmiðlafárið fyrr í vik-
unni.
Hann skrifar um árið
2000 og segir að það sé
síðasta ár 20. aldarinn-
ar, sem er ekki rétt. Það
er heldur ekki rétt sem
stendur í Orðabók menn-
ingarsjóðs að aldamót
séu 1900-1901. Á
fyrsta ári er ekki komið
eitt ár.
Ef barn fæðist þá
byijum við að telja frá 0
og það er 1 árs eftir 365
daga, eigum við ekki að
telja það ár með? Svo
við teljum að tugur sé
kominn þegar barnið er
10 ára, s.s. á 11. ári.
Þetta hélt ég að allir
vissu.
Þess vegna tei ég að
sama gildi um 1000 og
2000. Aldamót vara ekki
í heilt ár, heldur eitt
andartak kl. 12 á mið-
nætti frá 31. desember
til 1. janúar 2000, þá
rennur fyrsta ár næstu
aldar upp. Er þetta tor-
skilið?
Pálína Magnúsdóttir
af Pálsætt.
Tapað/fundið
Hringur
tapaðist
GULLHRINGUR með
fjólubláum steini tapaðist
á Hótel íslandi laugar-
daginn 11. janúar. Skilvís
finnandi vinsamlegast
hringið í síma 554-2475.
Fundarlaun.
Skíði
glatast
KESTLER-skíði með
svörtum bindingum voru
tekin í misgripum í Blá-
fjöllum sl. sunnudag 12.
janúar og skilin voru eft-
ir samskonar skíði en
aðeins minni. Þeir sem
kannast við þetta eru
vinsamlegast beðnir að
hafa samband í síma
557-7799.
Hanskar
í óskilum
Á þjóðhagsstofnun, 3.
hæð, eru brúnir hanskar
í óskilum. Viðkomandi
getur vitjað þeirra þang-
að.
Gæludýr
Læða
í óskilum
SJO mánaða læða hefur
verið í óskilum frá því
rétt fyrir jól í Hlíðar-
hvammi 12, Kópavogi.
Hún er grábröndótt á
baki og hliðum, hvít á
trýni, um munn, á
bringu, fótum og aftur
eftir kvið. Eigandinn er
beðinn að vitja hennar í
síma 554-0194.
HEYRÐU! Þú gleymdir
byssunni þinni.
HÉR er gjafalisti, ef þig
langar að koma mér á
óvart öðru hvoru.
Yíkveiji skrifar...
Kunningi Víkverja safnar upp-
tökum af laginu Helga nótt
eða Ó, helga nótt, eins og það er
stundum nefnt. Viðkomandi telur
þetta fallegasta jólaiag sem hann
hefur nokkru sinni heyrt og á það
í nokkrum útgáfum. Hann heyrði
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur syngja
umrætt lag í fimmtugsafmæli Her-
manns Gunnarssonar á Hótel ís-
landi fyrir skemmstu og telur kunn-
inginn flutning Diddúar hafa verið
stórkostlegan. En við spurningu
sem á honum brennur hefur hann
ekki fengið svar: hefur Sigrún
sungið þetta lag inn á plötu?
XXX
Víkveiji var staddur á Akureyri
á dögunum og skellti sér í
Renniverkstæðið svokallaða, nýtt
húsnæði sem Leikfélagi Akureyrar
áskotnaðist við Strandgötu, og sá
þar leikritið Undir berum himni.
Þráinn Karlsson og Arnar Jónsson
fara þar á kostum, að mati Vík-
veija, sem mælir hiklaust með þessu
óvenjulegu verki. Þráinn fagnar 40
ára leikafmæli sínu um þessar
mundir og gerir það sannarlega
með glæsilegum og eftirminnileg-
um hætti.
XXX
Kunningja Víkveija, sem er mik-
ill andstæðingur reykinga,
líkaði vel grein eftir Þorstein Njáls-
son, lækni og formann tóbasksvarn-
arnefndar sem birtist hér í blaðinu
á þriðjudaginn. Þar minnir Þor-
steinn á að framundan séu kjara-
samningar og segir að mörgu að
hyggja. Hann segir m.a.: „Vitið þið
t.d. að reykingahlé starfsmanns,
sem reykir, samsvarar vikufríi frá
vinnu á ári? Það væri dágóð búbót
fyrir okkur sem reykja ekki að fá
á ári.“ Sannarlega athyglisverðar
upplýsingar, ekki síður en næsta
setning í grein Þorsteins: „Þetta er
þjóðfélagslegur kostnaðar vegna
minnkaðrar framleiðslugetu upp á
einn milljarð á ári.“ Einn milljarð
króna!
xxx
Grein Þorsteins er stutt en
hnitmiðuð og hittir í mark.
Hann segir: „Til eru reyklausir
vinnustaðir sem umbuna starfs-
mönnum sínum með aukalegu fríi
kringum stórhátíðir. Þetta ættu
fleiri að taka upp. Atvinnurekend-
ur, þið ættuð að íhuga að umbuna
þeim starfsmönnum sem ekki
reykja og fjárfesta síðan í nám-
skeiðum fyrir hina til að hætta að
reykja. Þetta eru arðsamar fjárfest-
ingar.“ Víkveiji getur ekki annað
en tekið undir þetta.
xxx
Allir vita að reykingar geta ver-
ið stórhættulegar. Fólk getur
vitaskuld reykt án þess að verða
verulega meint af því, en líkurnar
á ýmsum sjúkdómum eru mun
meiri hjá reykingafólki en þeim
sem ekki ánetjast nikótíni. Um-
ræddur kunningi segist því ekki
skilja í fólki sem reykir - þó svo
að erfitt geti verið að hætta - og
alls ekki í ungu fólki sem byrjar
að reykja í dag. Hvers vegna í
ósköpunum tekur fólk upp á þess-
um ósóma? Þykir það virkilega
fínt?
x x x
Réttur þeirra sem ekki reykja
er ótvíræður, eftir því sem
Víkveiji kemst næst. Reykingar eru
nefnilega ekki leyfðar á opinberum
stöðum eða eiga ekki að vera það.
Víkveiji hefur því oft furðað sig á
því hvernig staðið er að málum á
Reykjavíkurflugvelli. Þar eru reyk-
ingar leyfðar á svæði veitingasölu
hússins, við hlið innritunarborða
Flugleiða þar sem oft bíður fjöldi
fólks og kemst ekki hjá því að anda
að sér eitrinu. Er ekki eitthvað bog-
ið við þetta fyrirkomulag?
XXX
• •
rstutt ábending til þeirra
mörgu, ekki síst hinna títt-
nefndu „aðila vinnumarkaðarins",
sem iðulega segja í ljósvakamiðlun-
um að þetta eða hitt sé ásættanlegt
eða óásættanlegt. í guðs bænum
eyðið skrípinu úr orðaforða ykkar
og talið frekar um að eitthvað sé
viðunandi eða óviðunandi.