Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Falskur höfuðstóll-
SJÁÐU bara kvótaamraa, Yestfjarðartrölli er að blása á spilaborgina okkar . .
Eftirlit með EES-borgurum á Keflavíkurflugvelli
Spumingar stangast á við
úrskurð Evrópudómstóls
ÚTLENDINGAR frá aðildarlöndum
EES-samningsins eru spurðir um
erindi sitt og áætlaðan dvalartíma
við vegabréfaskoðun á Keflavíkur-
flugvelli. Samkvæmt dómi Evrópu-
dómstólsins er slíkt eftirlit á landa-
mærum óleyfilegt.
Námsmenn og launþegar frá
Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu og
Spáni, sem Morgunblaðið hefur haft
samband við og dveljast hér á landi
og komið hafa til landsins undan-
fama mánuði, segjast allir hafa ver-
ið spurðir um áætlaðan dvalartíma
og erindi við komuna til landsins.
Gildir þá einu hvort þeir voru með
vegabréf eða annars konar skilríki.
Þurftu að fylla út
skráningarkort
Nokkrir þeirra voru einnig látnir
fylla út svonefnt skráningarkort fyr-
ir útlendinga. Á því eru upplýsingar
um nafn, vegabréfsnúmer og fæðing-
ardag. Kortið er einungis ætlað út-
lendingum utan Evrópska efnahags-
svæðisins og þá aðeins ef þeir dvelja
lengur en þrjá mánuði. Því er skilað
aftur til vegabréfsskoðunar við brott-
för frá landinu. Einn útlendinganna
var einnig beðinn um að framvísa
dvalarleyfi við komuna.
„Sú vegabréfaskoðun sem fer fram
gagnvart EES-borgurum í dag er
fyrst og fremst skilríkjaskoðun," seg-
ir Jóhann Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Útlendingaeftirlitsins. „Ef upp
koma grunsemdir um að skilríki við-
komandi séu ekki eins og þau eiga
að vera, kallar það á frekari könnun,
en að öðru leyti á það ekki að eiga
sér stað. Um þetta er til fordæmisgef-
andi dómur Evrópudómstólsins, svo-
nefndur Umberto-dómur. Grunnrök-
semdin er fijáls för innan svæðisins
og dómurinn er orðinn að minnsta
kosti tveggja ára gamall, og reyndar
held ég að í huga flestra hafi þetta
verið orðið ljóst strax eftir að EES-
samningurinn gekk í gildi. Þetta á
vegabréfaskoðunin á Keflavíkurflug-
velli að vita, en fyrir hana svara ég
ekki, enda eru starfsmenn hennar
ekki starfsmenn okkar. “
Gottskálk Ólafsson, aðaldeildar-
stjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflug-
velli, segist ekki kannast við að bann-
að sé að spyija EES-borgara spum-
inga við landamærin.
„Það er ákveðinn réttur sem hver
og einn farþegi á þegar hann er bú-
inn að sýna og sanna að hann sé
EES-borgari. Hitt er annað mál að
það geta komið upp aðstæður sem
gefa okkur leyfi til að spyija spum-
inga. Sem dæmi get ég nefnt að ferða-
maður sem ætlar að dvelja hér iengur
en í þijá mánuði á ekki að ferðast á
ferðaskilríkjum Evrópusambandsins
heldur vegabréfi. í slíkum tilvikum
teljum við ekki óeðlilegt að spyija
farþegann að einhveiju, hann hefur
kannski misskilið eitthvað, eða ekki
fengið réttar upplýsingar í heimaiandi
sínu. Þá er ekkert athugavert við að
uppfræða hann um hvað hann eigi
að gera.
Eg kannast ekki við að maður á
fullgildu vegabréfi sé spurður að því
hvað hann ætli að dvelja lengi eða
þar fram eftir götunum. Um hvort
það sé bannað, vil ég ekki tjá mig,
en við gerum það að jafnaði ekki,“
segir Gottskálk.
Menntamálaráðherra og borgarstjóri skipa
bráðabirgðasljórn Listaháskóla
Verði miðstöð listamenntunar
MENNTAMÁLARÁÐHERRA og
borgarstjóri hafa ákveðið að skipa
bráðabirgðastjórn Listaháskóla Is-
lands og var yfirlýsing þess efnis
kynnt borgarráði á þriðjudag. Skipar
hvor aðili um sig einn fulltrúa til
setu í bráðabirgðastjóminni og Félag
um stofnun Listaháskóla Islands
hinn þriðja. Fulltrúi menntamála-
ráðuneytisins verður formaður
bráðabirgðastjórnarinnar.
Bráðabirgðastjóminni er ætlað að
vinna að stofnun Listaháskóla ís-
lands, sem verða á miðstöð listrænn-
ar menntunar á háskólastigi, þ.m.t.
leiklistar, myndlistar, tónlistar og
annarra listgreina. Yfirlýsinguna
undirrita Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri en þar segir
einnig að Reykjavíkurborg árétti þá
grundvallarafstöðu sína að þátttaka
í kostnaði vegna kennslu á háskóla-
stigi sé ekki á verksviði sveitarfélaga.
„Jafnframt áréttar Reykjavíkur-
borg að af borgarinnar hálfu hafí
hvorki verið tekin afstaða til draga
að skipulagsskrá Listaháskóla Is-
lands né til þess hvort Reykjavíkur-
borg tæki þátt í rekstrarkostnaði
vegna Listaháskóla íslands, enda
ræðst hvort tveggja af niðurstöðum
af starfi bráðabirgðastjórnarinnar."
Menntamálaráðuneytið ber kostn-
að af starfí bráðabirgðastjómarinnar
að öðru leyti en því að Reykjavíkur-
borg greiðir launakostnað síns full-
trúa. Em ráðuneyti og borgaryfír-
völd ásátt um að fram fari viðræður
milli ráðuneytisins og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um fram-
kvæmd tónlistarfræðslu og listnám
á öllum skólastigum.
Samdrykkja um mannréttindi
Efling grund-
vallarumræðu
Ágúst Hjörtur
Ingþórsson
Félag áhugamanna um
heimspeki stendur í
kvöld fyrir málfundi,
svokallaðri samdrykkju, um
mannréttindi._ Formaður fé-
lagsins er Ágúst Hjörtur
Ingþórsson og var hann
fenginn til að skýra frá því
hvað þama væri á seyði.
„Félag áhugamanna um
heimspeki var stofnað
haustið 1976, í kjölfar þess
að kennsla hófst í heimspeki
á háskólastigi hér á landi
og farið var að „skapa“
heimspekilega umræðu á
íslandi.
Þegar við ákváðum í
tengslum við 20 ára afmæl-
ið að halda þessa sam-
drykkju leituðum við til
áhugamanna í félaginu til
að hafa framsögu. I félag-
inu eru um 200 félagsmenn,
bæði áhugamenn og „at-
vinnuheimspekingar". Þeir sem
verða með framsögu í kvöld em
báðir áhugamenn, annars vegar
Hjördís Hákonardóttir, sem er
kunn fyrir lögfræði- og dómara-
störf en er eirinig menntuð í heim-
speki, og Ágúst Þór Árnason,
framkvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu íslands."
- Hvað gerir félagið armars?
„Félagið gerir fyrst og fremst
þrennt. I fyrsta lagi er það vett-
vangur fyrir faglega fyrirlestra.
Menn koma gjarnan og kynna
rannsóknarverkefni sem þeir hafa
verið að sinna, s.s. masters- eða
doktorsverkefni. í öðru lagi stend-
ur félagið fyrir ráðstefnum eða
samdrykkjum eins og þeirri sem
verður á Kornhlöðuloftinu í kvöld.
Við höfum reynt að halda tvær
slíkar á hveiju ári. í þriðja lagi
er það útgáfustarfsemi. Félagið
hefur gefið út tímaritið Hug frá
því 1988. Það er eina tímaritið sem
gefíð er út á íslenzku, sem fjallar
einvörðungu um heimspeki."
- Hver var aðdragandi þessarar
samdrykkju um mannréttindi?
„Val okkar á umræðuefni sam-
diykkjunnar að þessu sinni má
rekja til umræðu um mannréttindi
sem var i gangi fyrir nokkru og
tengdist breytingum á stjóm-
arskránni. Hún var á býsna póli-
tískum nótum. Þegar fengin hafði
verið niðurstaða í því hvemig
gengið skyldi frá þessum breyting-
um á mannréttindakafla stjómar-
skrárinnar var eins og umræðan
lognaðist út af. Það lagðist yfír
einhver doði. Það vantar að okkar
mati umræðu' um forsendur, um
grundvöll mannréttinda hér á
landi. Umræðan sem
fram fór snerist meira
um útfærslu. Það vant-
aði alveg umræðu um
forsendurnar. Hvað eru
mannréttindi? Þegar
slíka grundvallarumræðu vantar
lendir hin praktíska umræða á
villigötum. Þess vegna fannst okk-
ur ástæða til að ýta við þessu
umræðuefni og fá fólk sem hefur
verið að velta þessu fyrir sér til
að deila því með okkur.
Framsögumennimir tveir munu
tala um þetta hvor frá sínu sjónar-
hominu. Það skýrist af því að til
eru þijár grundvallarskoðanir á
því hvað mannréttindi séu. Sú
fyrsta er sú að þau séu hreinlega
ekki til. Það eru fáir sem eru til-
búnir að veija þessa skoðun opin-
berlega að minnsta kosti. Síðan
eru tvær meginkenningamar.
Önnur er sú að til sé nokkurs kon-
ar náttúmréttur. Samkvæmt þess-
ari túlkun byggjast mannréttindi
á því að menn njóti sérstaks réttar
► Ágúst Hjörtur Ingþórsson
er fæddur í Reykjavík 22. ágúst
1961. Hann varð stúdent frá
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti árið 1983 og lagði síðan
stund á heimspekinám í Há-
skóla Islands. Þaðan lauk hann
B.A.-prófi í því fagi 1986, siðan
M.A.-prófi frá háskólanum í
Ottawa í Kanada tveimur árum
síðar. Til ársins 1990 lagði hann
stund á framhaldsnám í heim-
speki í Ottawa. Frá árinu 1991
hefur Ágúst starfað hjá Rann-
sóknaþjónustu HI, nú síðast sem
aðstoðarframkvæmdastjóri, en
tekur við stöðu framkvæmda-
stjóra um komandi mánaðamót.
Ágúst er kvæntur Guðrúnu
Hjartardóttur fjölmiðlafræð-
ingi og eiga þau tvö börn.
í krafti þess að vera menn. Segja
má að Hjördís sé málsvari þessar-
ar línu.
Hin túlkunin er sú sem hægt
er að kalla sáttmála- eða sam-
félagskenningu, þ.e.a.s. að mann-
réttindi séu eitthvað sem þróist í
samfélagi mannanna; eitthvað sem
menn gera með sér sáttmála um,
þau séu ekki frá guði komin eða
á einhvern slíkan máta. Þess vegna
þróist þau samhliða þróun samfé-
lagsins, og séu þannig mismunandi
eftir þróunarstigi þess. Þannig
getur samfélagskenningin verið
notuð til að skýra, og um leið að
afsaka mismunandi stöðu mann-
réttinda í heiminum."
- Hvaða ávinningur
telur þú að geti orðið
af þessari samdrykkju?
„Markmiðið með öllu
starfi félagsins er að
efla heimspekilega umræðu um
málefni sem varða okkur og mann-
réttindi varða okkur mjög. Við
vonumst því til að okkur takist að
ýta við grundvallarumræðu um
þau, sem er mjög þarft, því við
teljum okkur Islendinga ekki enn
hafa komið mannréttindamálum
okkar í þann stjórnarfarslega far-
veg sem æskilegt væri. Þær breyt-
ingar sem hafa orðið á mannrétt-
indastöðu einstaklinga á íslandi
hafa fyrst og fremst orðið fyrir
ytri þrýsting með því að við höfum
þurft að tileinka okkur alþjóðlegar
samþykktir og tilskipanir, frekar
en að við hefðum verið tilbúnir að
setjast niður og ræða til hlítar
hvemig við viljum haga þessari
skipan á grundvelli eigin ígrund-
uðu hugmynda."
3 grunntúlk-
anir á mann-
réttindum