Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ÚRVERINU
Lesendur spyrja
Skráning íslenskra kaupskipa erlendis
Má safna hafra-
mjölspökkum í
endurvinnslu?
LESANDI hringdi og vildi fá vitn-
eskju um hvort safna mætti pökkum
utan af haframjöli og t.d. graut-
arfemum og senda í endurvinnslu
með mjólkur- og djúsfemum.
Svar: Ragna Halldórsdóttir um-
hverfisfræðingur hjá Sorpu segir
að hægt sé að safna saman fernum
undan mjólkurvörum, ávaxtasafa
og grautum. Fernurnar mega vera
plasthúðaðar eða með álfilmu og
gildir einu frá hvaða fyrirtæki þær
eru.
Hún segir að ekki sé unnt að
hafa með fernunum kornflex-
pakka, haframjölskassa, kexkassa
eða slikar
umbúðir.
„Ástæðan
er einfald-
lega sú að
trefjarnar í
pappanum
sem notað-
ur er í
þessar um-
búðir eru
svo lélegar að Sorpa fær ekki
nægilegt verð fyrir þær í Svíþjóð
til að geta kostað innsöfnun á
þeim hér svo og útflutninginn."
Allur pappir nema fernur fer til
Svíþjóðar í endurvinnslu. Ragna
segir að það sem gerist við endur-
vinnslu pappírs er að í hvert sinn
sem hann er endurunninn minnka
gæði pappírstrefjanna. „Fernur
verða því ekki að nýjum fernum
heldur að umslögum og prentpapp-
ír sem verða síðan að dagblaða-
pappír sem verða að eggjabakka
eða kornflexpakka. Gæðin í pappír
lækka um eitt stig við endur-
vinnslu.“
Fernur í
lokaða plast-
poka - blöð
og tímarit
fara laus
ígáma
Morgunblaðið/Kristinn
SAFAFERNUR af öllum
stærðum henta til endur-
vinnslu svo og fernur utan af
mjólk, ab-mjólk, kókómjólk,
grautum og svo framvegis.
Þegar Ragna er spurð hvernig
eigi að bera sig að við söfnunina
segir hún að nauðsynlegt sé að
grófskola fernumar með vatni,
hrista úr þeim vatnið og fletja þær
út. „Þeim er síðan safnað saman í
bunka og gott er að hafa ílát til
að safna þeim í og setja þungan
hlut ofan á til að pressa þær nið-
ur. Búntinu má halda saman með
sterkri teygju. Þær eru síðan settar
í plastpoka og er æskilegt að hafa
60-80 fernur saman. Pokanum er
lokað vel og hann settur í sama
gám og dagblöð og tímarit. Þá er
einnig hægt að fara með fernurnar
á endurvinnslustöðvar Sorpu.
Morgunblaðið/Þorkell
GUNNAR Örn að leggja lokahönd á sjóinn.
Islandsmeistara-
keppni í kökuskreyt-
ingrim um helgina
UM helgina verður haldin Islands-
meistarakeppni í kökuskreytingum.
Keppnin, sem fer fram í Perlunni,
verður opnuð föstudaginn 24. jan-
úar klukkan 13 og henni lýkur á
sunnudagskvöld. Sjö einstaklingar
taka þátt í þetta sinn en skilyrði
fyrir þátttöku er sveinspróf í
brauð-, og kökugerð.
Þema keppninnar nú er ísland
og Gunnar Orn Gunnarsson sér um
að baka auglýsingakökuna sem er
ísland.
Um er að ræða kransaköku með
súkkulaðidýrum. Sjóinn í kringum
landið býr Gunnar til úr hlaupi.
Súkkulaðidýrin eru margs konar,
ísbjörn stendur á Grímsey, fálki
trónir í Suður-Þingeyjarsýslu, naut
skýtur upp kolli á Suðurlandi og
síðan eru sjávardýr á sveimi í kring-
um landið.
Dómarar í keppninni eru allir
íslenskir að þessu sinni.
Það kemur síðan í ljós síðdegis á
laugardag hver verður valinn ís-
landsmeistari í kökuskreytingum
þetta árið. Á sunnudag standa kepp-
endur við verkin sín, sýna þau gest-
um og svara fyrirspumum. Ymis
fyrirtæki, sem tengjast bakaríum,
verða með kynningar á sýningunni.
Ríkíð verður af
220 milljónum
ÁÆTLA má að ríkissjóður verði af
allt að 220 milljónum króna vegna
skráningar íslenskra kaupskipa er-
lendis. Skráningargjöld kaupskipa
eru reiknuð út frá andvirði þeirra
en gera má ráð fyrir því að skráning-
argjöld skips sem siglir undir ís-
lenskum fána séu að meðaltali í
kringum tíu milljónir króna.
Af þeim 26 kaupskipum sem nú
eru í rekstri íslenskra útgerða eru
aðeins fjögur sem sigla undir ís-
lenskum fána, þar af eru tvö skip í
eigu olíufélaganna. Alls eru 18 skip
í eigu útgerðanna en átta eru leigu-
skip. Andvirði skipanna er mjög
mismunandi og eru verðminnstu
skipin um 100 milljón króna virði
en það verðmesta um 1.500 milljón
króna virði. Þegar reiknuð eru gjöld
vegna skráningar skipa hér á landi
er tekið mið af verðmæti þeirra og
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins væru skráningargjöld af hveiju
skipi um tíu milljónir króna.
Samkvæmt reglum um nýskrán-
ingar skipa ber að greiða 0.26% af
andvirði skips við skráningu þess.
Ef skipið er í flokkunarfélagi, viður-
kenndu af íslenskum stjórnvöldum,
greiðir útgerð skipsins 60% af skrán-
ingargjaldinu. Árlegt gjald til Sigl-
ingamálastofnunnar eru 170 þúsund
krónur á skip.
Verulegur hluti kostnaðar við
skráningu skipa hér á landi felst
hinsvegar í stimpilgjöldum. í lögum
um skráningu skipa segir að fyrir
skip sem kemur til nýskráningar
undan erlendum fána skuli greiða
stimpilgjald af afsali, 0.4% af heild-
arverði skipsins. Sé skipið selt úr
landi er útgerð þess einnig skylt að
greiða sömu upphæð í stimpilgjald
af afsali.
Einnig ber að taka tillit til þess
að í flestum tilvikum þurfa viðkom-
andi aðilar á verulegum lánafyrir-
greiðslum að halda til kaupa á eign-
um af þessari stærðargráðu. Ef um
nýbyggingu er að ræða má áætla
að um 80% af verði skipsins séu
tekin að láni. Af þeirri upphæð þarf
lántakandinn að borga 1.5% i stimp-
ilgjöld.
20 milljónir í gjöld
Allt byggir þetta á kaupverði
skipsins. Sé tekið dæmi af nýju skipi
Eimskipa, Brúarfossi, sem kom til
landsins í sumar, þá kostaði það um
1.5 milljarð króna og er dýrasta
kaupskip í eigu íslendinga. Þá má
gera ráð fyrir að skráningarkostnað-
ur skipsins hafí numið 2.3 milljónum
króna. Ef miðað er við 80% lánsijár-
mögnun skipsins þarf útgerðin að
greiða um 18 milljónir króna í stimp-
ilgjöld. Kostnaðurinn við að hafa
skipið á skrá á íslandi væri því rúm-
ar 20 milljónir króna miðað við gefn-
ar forsendur. Þá er ekki meðtalið
stimpilgjald af afsali skipsins verði
það selt úr landi sem verður að telj-
ast líklegur kostar þar sem eftir-
spurn eftir kaupskipum hér á landi
er lítil sem engin.
Refsað fyrir að eiga skip
í nágrannalöndunum eru skrán-
ingargjöld af þessu tagi mun lægri
og í Noregi greiða útgerðir því sem
nemur sex þúsund íslenskum krón-
um í gjald fyrir hvert skip, óháð
stærð þess eða andvirði. Einar Her-
mannsson, hjá Sambandi íslenskra
kaupskipaútgerða, segir þessi háu
gjöld meðal annars hafa ýtt undir
þá þróun að kaupskip hætti að sigla
undir íslenskum fána. Hann segir
að ef gjöldin væru lægri og væn-
legra væri að gera út kaupskip hér
á landi, myndu útgerðir nota eigin
skip í hærra hlutfalli í stað leigu-
skipa. „Það má segja að mönnum
sé beinlínis refsað fyrir að vera með
skip undir íslenskum fána. Svokall-
aður skráningarkostnaður er marg-
þættur en það er ekki hægt að segja
að siglingamálayfirvöld séu að inn-
heimta óeðlilega háar upphæðir.
Kostnaðurinn liggur fyrst og fremst
í stimpilgjöldunum sem er í raun
skattur sem innheimtur er af fjár-
málaráðuneytinu. Við höfum ítrek-
að leitað til ráðuneytisins um niður-
fellingu á þessum gjöldum í sam-
ræmi við það sem gerist í nágranna-
löndunum. Það hefur hinsvegar
ekki fengið mikið hljómgrunn,“ seg-
ir Einar.
Loðnan mjög þétt
o g rífur nætur
MJÖG þéttar loðnutorfur fundust
suðaustur af Papagrunni í gær. Þó
að skip hafi verið að fá upp í 500
tonna köst gekk veiðin brösuglega
og um hádegisbilið í gær höfðu fjög-
ur skip farið í land með rifnar nætur.
„Þetta er alltof þéttar loðningar
og stóru næturnar þola ekki álagið,“
sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á
Júpíter ÞH, í samtali við Morgunblað-
ið í gær. „Nótin hjá okkur rifnaði
illa og við verið í netavinnu í íjóra
tíma hér í morgun. Næturnar hafa
farið í hengla hjá mörgum en hjá
þeim sem ekki lenda í þessum vand-
ræðum gengur veiðin vel. Það er
komið að þessum skiptum þegar
menn skipta úr sumar- og haustnót-
um yfír í hefðbundnar vetrarvertíðar-
nætur sem eru grynnri og sterkari,“
sagði Lárus.
8-9 gráðu heitur sjór
„Þetta kom okkur alveg í opna
skjöldu og menn voru yfírleitt ekki
tilbúnir með nætur fyrir svona þéttar
torfur því janúarveiðin hefur gengið
rólega. Það er þekkt að torfurnar
verði mjög öflugar um þetta leiti þó
segja megi að það gerist óvenju
snemma miðað við síðustu sex ár.
Það er hinsvegar eftirtektarvert er
að loðnan liggur í mjög heitum poll-
um. Það er óvenjulega heitur sjór
héma, allt að 8-9 gráður á litlu svæði
en dettur ofan í tvær gráður hér rétt
norðan við okkur,“ sagði Lárus.
Eðlileg hrognafylling
Lárus telur þó ekki að hrognafyll-
ing loðnunnar nái tilsettum mörkum
fyrr en venjulega, þó að þessar að-
stæður séu fyrr á ferðinni miðað við
síðustu ár. „Það var tekið hrognasýni
hjá okkur í síðasta túr og þá var
hrognafyllingin 7-8% sem er eðlilegt
miðað við árstíma."
Leiðindaveður var á miðunum í
gær og spáin slæm og segir Lárus
því erfítt að eiga við veiðarnar í
augnablikinu. „Það eru um sex vind-
stig hér núna og mikill straumur.
Það má því segja að það sé ailt á
móti okkur í augnablikinu nema hvað
það er gott að vita af allri þessari
loðnu,“ sagði Lárus.
Engey RE komin
til Falklandseyja
Töf vegna
viðgerða
NOKKURRA daga töf hefur orðið á
því að Engey RE geti hafíð veiðar
við Falklandseyjar þar sem gera þurfti
við gat á loftröri frá olíutanki sem
uppgötvaðist á siglingunni frá íslandi
til Falklandseyja. Engeyjan kom til
Falklandseyja þann 16. janúar sl. og
er gert ráð fyrir því að skipið fari í
sína fyrstu veiðiferð frá Falklandseyj-
um síðari hluta þessarar viku, að sögn
Stefáns Þórarinssonar, framkvæmda-
stjóra Sæblóms ehf., sem tekið hefur
að sér alla stjómun á Island Fisheries
Holdings Ltd, sem er útgerðarfélag á
Falklandseyjum.
„Þegar skipið var í breytingum úti
í Póllandi í fyrra, hefur óviljandi ver-
ið gert gat á loftrör í einum olíutank-
inum sem leiddi til þess að smávegis
af olíu lak út um þetta gat og inn í
lestina þegar hann var fylltur. Þetta
var bara smámál og búið er að gera
við þetta," sagði Stefán, sem staddur
er á Falklandseyjum, í samtali við
Verið.
Meirihluti áhafnar
er íslendingar
Tjaldurinn, sem nú heitir Island
Queen og er einnig gerður út frá
Falklandseyjum, er nú í sinni þriðju
veiðiferð. „Veiðamar ganga mjög vel
hjá honum og landaði hann rúmlega
20 milljóna króna túr um miðjan jan-
úar. Skipstjóri í þeim túr var Krist-
geir Ólafsson. Tuttugu manna áhöfn
er á Island Queen og er skipstjóri nú
Hafsteinn Aðalsteinsson. Hver veiði-
ferð hefur staðið yfír í tæpan mánuð.
Skipstjóri á Engey verður Guðmundur
Bjömsson. i áhöfn beggja skipanna
eru íslendingar í meirihluta. Við erum
bara nokkuð sáttir svona í byijun
enda hefur gengið vel það sem af
er,“ sagði Stefán.
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
„Vegna viðtals við Hauk Þorvalds-
son hjá Netagerðinni Ingólfí í Verinu
í gær, þar sem fram kemur að Neta-
gerðin Ingólfur hafi séð um uppsetn-
ingu á flottrollinu sem Beitir NK og
Þorsteinn EA hafa notað við loðnu-
veiðar, vil ég taka fram eftirfarandi:
Beitir NK hefur á yfírstandandi ver-
tíð notað flottroll frá Brödrene Sel-
stad A/F í Noregi. Trollið er keypt
í gegnum Netagerð Friðriks Vil-
hjálmssonar hf. á Neskaupstað, sem
er í samstarfi við og selur flottroll
frá Brödrene Selsatad A/F. Flottroll-
ið var keypt síðastliðið sumar og
hefur Beitir NK notað það við síld-
og loðnuveiðar með góðum árangri.
í ljósi góðs árangurs Beitis NK á
yfirstandandi loðnuvertíð, pantaði
Samheiji hf. í desember sl. flottroll
frá Brödrene Selstad A/F fyrir Þor-
stein EA og var trollið tekið um borð
12. janúar sl. Á síðustu vertíð notaði
Beitir NK troll sem keypt var í gegn-
um Netagerðina Ingólf.
F.h. Brödrene Selstad A/S og
Netagerðar Friðriks Ingólfssonar hf.,
Jón Einar Marteinsson."