Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tveir menn yfirheyrðir vegna morðsins á Ennis Cosby Reynt að kúga 40 milljónir dollara af Bill Cosby LÖGREGLAN í Los Angeles yfir- heyrði á mánudag tvo menn, sem gætu hafa verið vitni að því þegar Ennis William Cosby, sonur banda- ríska leikarans Bills Cosbys, var skotinn til bana við hraðbraut á fimmtudag. Eduardo Funes, talsmaður lög- reglunnar í Los Angeles, sagði að „tveir einstaklingar" hefðu verið yfirheyrðir í nokkrar klukkustundir, en lagði áherslu á að þeir hefðu ekki verið handteknir. Lögreglan í New York greindi frá því á mánudag að kona frá Los Angeles og vitorðsmaður hennar hefðu verið handtekin fyrir tilraun til að kúga 40 milljónir dollara (um 2,6 milljarða króna) af Bill Cosby. Kvaðst hún annars mundu segja bandarískum slúðurblöðum að hún væri laundóttir leikarans. Fréttastofur sjónvarpsstöðvanna ABC og CBS sögðu í gær að tals- maður Cosbys hefði neitað því að konan, sem heitir Autumn Jackson og er 22 ára, væri dóttir hans. Ekkert er talið benda til þess að fjárkúgunartilraunin tengist morð- inu á syni Cosbys, sagði í yfirlýs- ingu frá saksóknara í New York- ríki. Ginnt í hendur FBI Jackson hefur krafíst peninga af Cosby í nokkrar vikur. 16. janúar, daginn sem Ennis Cosby var skot- inn, sendi hún símbréf og kvað sig „vanta peningana núna“. Hún var boðuð á skrifstofu lögfræðinga Cosbys á Manhattan á laugardag ásamt vitorðsmanni sínum, Jose Medina, og henni lofað 24 milljón- um dollara. Þegar þau komu á skrif- stofuna beið þeirra hins vegar bandaríska Alríkislögreglan (FBI) og voru þau handtekin. Bill Cosby, sem er kvæntur og fimm bama faðir, kvaðst ekki vera faðir konunnar og gæti sannað það með fæðingarvottorði. Cosby-fjöl- skyldan hefur lagt fram ótilgreinda upphæð til að borga skólagjöld Jackson, en í kærunni á hendur Jackson og Medina kemur fram að Cosby hafi hjálpað „mörgum ung- mennum, sem þurftu aðstoð til að greiða skólagjöld". Ekki er vitað ENNIS Cosby ásamt systur sinni, Eriku, t.v. og foreldrar þeirra, bandariski ieikarinn Bill Cosby og Camille. hvert samband Cosbys við Jackson er, ef nokkuð, en vitað er að um skeið gaf hún upp heimilisfang í sama húsi og lögfræðingar Cosbys eru með skrifstofur. Jarðsunginn í kyrrþey Ennis Cosby var jarðsunginn í kyrrþey á stórri landareign Cosby- fjölskyldunnar í Shelburne í Massachusetts-ríki á sunnudag. Fjölskyldunni hafa borist slík ógrynni af blómum að Bill Cosby hefur látið senda þau á sjúkrahús. Þar á meðal voru 600 rósir, sem þurfti sex menn til að bera, frá körfuknattleiksmanninum Shaqu- ille O’Neal. Fjölskyldan hefur farið fram á að í stað þess að senda blóm gefi þeir, sem vilja, fé til sjóðs, sem hefur verið stofnaður í nafni Ennis Cosbys. Lögreglan í Los Angeles hefur vart haft við að taka á móti vís- bendingum frá almenningi eftir að tvær teikningar, önnur af mannin- um, sem grunaður er um að hafa myrt Cosby, hin af manni, sem gæti hafa verið vitni, voru birtar opinberlega. Lýsingin á morðingjanum kom frá Stephanie Crane kvikmynda- handritshöfundi, sem hafði boðið Cosby í mat að kvöldi miðvikudags fyrir viku. Crane kvaðst hafa kynnst Cosby í samkvæmi helgina þar á undan og boðið honum heim til sín í mat. Að því er fram kom i dagblaðinu The New York Daily News sagði hún lögreglu að Cosby hefði viljað fá nautasteik í matinn, en hún hefði ekki átt hana til. Hefði Cosby því ákveðið að elda sér sjálfur nautasteik áður en hann héldi heim til Crane í San Fernando-dal. Komið er í ljós að Cosby fór í líkamsræktarstöð í West Los Angel- es milli klukkan átta og tíu á mið- vikudagskvöld ásamt vini sínum og fór síðan í hús í eigu fjölskyldu sinn- ar til að borða. Skyndilega bankað á glugga Crane kvað Cosby hafa hringt í sig og sagt að sprungið hefði dekk á bíl sínum, grænum Mercedes Benz SL-600. Hún kvaðst hafa far- ið til hans og hefði það verið um tíu mínútna akstur frá heimili sínu. Hún hefði talað við Cosby og farið því næst inn í bifreið sína vegna þess að kalt hefði verið í veðri. Skömmu síðar birtist hvítur karl- maður skyndilega og bankaði á hlið- arrúðuna ökumannsmegin á Jagú- ar-bifreið hennar. Crane sagði að sér hefði orðið svo hverft við að hún hefði ekið brott með hraði. Skömmu síðar hefði hún snúið aftur og þá hefði Cosby legið í vegarkantinum með skotsár á höfði. Crane sá bifreið ekið hratt á brott, en gat ekki lýst henni. Grunsamleg bifreið Ennis Cosby var myrtur þegar klukkan var gengin 15 mínútur í tvö aðfaranótt fímmtudags. Um hálftíma áður vakti akstur bifreiðar nokkurrar grunsemdir varðmanns i eftirlitsbif- reið og skrifaði hann niður númer hennar. Að því er heimildir herma gaf vörðurinn lögreglu lýsingu á manninum í bílnum og er hún frá- brugðin lýsingu Crane af manninum, sem grunaður er um morðið. Hefur sú kenning verið sett fram að tveir menn hafí verið að verki og annar þeirra hafí ekki verið í bifreiðinni þegar vörðinn bar að. Sá maður hafí hins vegar bankað á gluggann hjá Stephanie Crane. Crane er 47 ára og skráð sem handritshöfundur, en ekki er vitað til þess að gerðar hafí verið kvik- myndir eftir handritum hennar. Fjöl- skylda Crane hefur verið viðloðandi skemmtanaiðnaðinn. Faðir hennar, Harry Crane, átti þátt í að búa til sjónvarpsþáttinn vinsæla „The Hon- eymooners" með Jackie Gleason og Art Camey í aðalhlutverkum. Móðir hennar, Julia, er fyrrverandi fegurð- ardrottning. Systir Crane, Barbara, er móðir leikaranna Melissu Gilbert og Jonathans Gilberts, sem léku í þáttaröðinni um „Húsið á sléttunni" og Söru Gilbert, sem leikið hefur Darlene í þættinum „Roseanne". Crane giftist tvisvar sama mann- inum, Alex Hirsh, 83 ára auðkýf- ingi. í fyrra skiptið, árið 1989, ent- ist hjónabandið í viku, en síðara hjónabandið stóð í tvö ár, frá 1991 til 1993. Hirsh talaði híýlega um Crane í samtali við The New York Daily News, en virtist aðeins muna eftir fyrra hjónabandinu. Slúðurblöð heita launum Tvö slúðurblöð hafa að áeggjan Bills Cosbys heitið verðlaunum fyr- ir upplýsingar, sem leitt geti til handtöku morðingjans. Blaðið The Globe heitir 200 þúsund dollara (rúmlega 13 milljóna króna) launum og The National Enquirer 100 þús- und dollurum (rúmlega sex milljón- um króna). Heimildir: The Washington Post, New York Daily News og Reuter. Viðvör- unarskot í Lima Lima. Reuter. SKÆRULIÐAR sem halda 73 gísl- um í bústað sendiherra Japans, skutu viðvörunarskotum frá hús- inu í gærmorgun, vegna aukinna umsvifa lögreglu umhverfis það, að sögn þeirra síðarnefndu. Engrar hreyfíngar varð vart eftir að skot- unum var hleyt af en lögreglumenn komu sér óðar fyrir í viðbragðs- stöðu. Að sögn vitna færði lögreglan sig nær sendiherrabústaðnum í gær, lögreglumenn kíktu inn um hlið á lóðinni og nokkrir þeirra köstuðu steinum inn í innkeyrsl- una. Ekki er vitað hvers vegna þeir gerðu það. Skæruliðarnir skutu viðvörunarskotum úr AKM- rifflum, að talið er. Umsátrið hefur nú staðið í 73 daga og virðist eng- in lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að skæruliðarnir hafi ítrekað að þeir myndu ekki vinna gíslunum mein. Dýrahald á bak við lás og slá Róm. Reuter. FANGAR á Ítalíu hafa fengið leyfi yfírvalda til að hafa gæludýr hjá sér í fangelsi. Dæmi um dýr sem halda má á bak við lás og slá eru kett- ir, fískar og fuglar í búri, en með þessu á að reyna að draga úr leiða og einmanaleika af- brotamanna, að því er tals- menn dómsmálaráðuneytisins ítalska segja. Það var Athos de Luca, þingmaður Græningja, sem lagði fram þessa tillögu svo að gera mætti fangelsin mannlegri, og hún hefur nú verið samþykkt í dómsmála- ráðuneytinu. Henni hefur ver- ið tekið fagnandi, talsmaður Ítalíudeildar náttúruverndar- samtakanna World Wildlife Fund sagði fanga hafa mikla þörf fyrir að tengjast náttúr- unni og dýrahald í fangelsum myndi flýta félagslegum bata þeirra. I I > > i > \ I I I Ný aðildarríki ekki tekin inn fyrr en 2002 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins telur að ný aðildarríki verði ekki tekin inn í sambandið fyrr en árið 2002. Þetta kemur fram í minnisblaði um stækkun ESB, sem gert var opinbert í gær. Skoðun framkvæmdastjórnarinnar er í ósamræmi við fyrirheit t.d. franskra og þýzkra forystumanna, sem hafa gefíð í skyn að einhver ríki ættu möguleika á aðild árið 2000. I minnisblaði framkvæmda- stjórnarinnar, sem er sett fram í formi spuminga og svara um stækkun sambandsins, segir að framkvæmdastjómin muni skila skýrslum um aðildammsóknir ein- stakra ríkja, ásamt tillögum um hvernig með þær skuli farið, strax að lokinni ríkjaráðstefnu ESB. Framkvæmdastjórnin vinnur nú úr svörum Austur- og Mið-Evrópu- ríkja, sem sótt hafa um aðild, við spurningalistum sem sendir voru EVRÓPA^ út á síðasta ári. Svörin em samtals um 30.000 síður, auk þykkra bunka af viðaukum. Embættismenn fram- kvæmdastjórnarinnar hafa því ær- inn starfa af að fara yfír svörin. _ Ekki öll á sama tíma Framkvæmdastjórnin segir sennilegt að mislangan tíma taki að ljúka aðildarviðræðum við ein- stök ríki. Viðræður muni í öllum tilvikum taka nokkur ár. „Að teknu tilliti til mögulegrar lengdar samn- ingaviðræðnanna og þess tíma, sem þarf til að fullgilda aðild, er ekki raunsætt að ný aðildarríki bætist í hópinn fyrr en árið 2002,“ segir í minnisblaðinu. „Þar sem lengd við- ræðna við sérhvert ríki ákvarðast af því hversu flókin mál eru til úr- lausnar, virðist ólíklegt að öll ríkin, sem ráðherraráðið ákveður að hefja viðræður við, verði í aðstöðu til að ganga í ESB á sama tíma.“ Framkvæmdastjórnin leggur áherzlu á að virðing fyrir lýðræði og mannréttindum skipti miklu máli fyrir möguleika ríkja á að öðl- ast aðild að ESB. „Það er rétt að rifja upp að lýðræði, virðing fyrir mannréttindum og vernd minni- hlutahópa eru undirstöður stofn- sáttmála Evrópusambandsins. Ef ríki, sem sækir um aðild, uppfyllir ekki slík skilyrði, ætti ekki að gera ráð fyrir inngöngu þess í samband- ið og ekki ætti einu sinni að hefja viðræður við það,“ segir í plaggi framkvæmdastjórnarinnar. Hans van den Broek um stækkun ESB Hafnar tengingu við stækkun NATO Brussel. Reuter. HANS van den Broek, sem hefur yfirumsjón með viðræðum Evrópu- sambandsins við væntanleg að- ildarríki í Austur-Evrópu, sagði á ráðstefnu í Brussel á þriðjudag að ríki, sem ekki yrðu með í næstu stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, gætu ekki treyst á að fá aðild að Evrópusambandinu í sárabætur. „Þau geta ekki búizt við því að við hjálpum NATO með því að við bætum þeim ríkjum, sem verða ekki með í fyrstu lotu stækkunar NATO, það sjálfkrafa upp,“ sagði van den Broek. Að sögn van den Broeks, sem er varaforseti framkvæmdastjórn- ar ESB, mun framkvæmdastjómin byggja ráðgjöf sína til aðildarríkj- anna um stækkun til austurs á eigin forsendum. Ráðstefnan í Brussel fjallaði um stækkunarferli NATO annars veg- ar og ESB hins vegar. Robert Hunter, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, sagði að jafnvel þótt ekki yrði öllum ríkjum Austur-Evr- ópu, sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, veitt aðild þegar í stað, yrðu dyrnar áfram opnar. Hann varaði þau ríki, sem yrðu fyrst til að fá aðild að NATO, við því að reyna að beita neitunar- valdi gegn aðild annarra Austur- Evrópuríkja, sem kynnu að koma síðar. „Ef þau ætla að beita neit- unarvaldi gegn einhveijum öðrum geta þau eins sleppt því að sækja um aðild,“ sagði Hunter. Hann sagði að eitt af inntöku- skilyrðunum væri að viðkomandi ríki gæti tekið fullan þátt í störfum bandalagsins og verið „veitandi" öryggis í Evrópu, ekki síður en „neytandi". s í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.