Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4-
JltagtiiiÞIftfrifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SÆTTIR TIL
FRAMTÍÐAR
SÁTTAYFIRLÝSING Tékklands og Þýzkalands, sem undir-
rituð var í Prag í fyrradag, mætti verða fleiri Evrópuríkj-
um fyrirmynd. Þjóðverjar lýsa hryggð sinni vegna hersetu
nazista í Tékkóslóvakíu á fjórða og fimmta áratugnum, en
þá voru framin ótrúleg grimmdarverk, ekki sízt gagnvart
gyðingum í landinu. Þá lýsa Tékkar eftirsjá vegna þeirrar
hörku, sem tvær og hálf milljón þýzkra íbúa Tékkóslóvakíu
var beitt í stríðslok, en þá var þetta fólk flæmt frá heimilum
sínum og eignir þess gerðar upptækar. Ásamt brottrekstri
Þjóðveija frá austurhéruðum Þýzkalands, sem voru innlimuð
í Pólland og Sovétríkin, var þessi aðgerð einhver víðtækasta
„þjóðernishreinsun“ sögunnar.
Margir eru enn beizkir vegna þessara atburða og yfirlýsing-
in hefur verið gagnrýnd í báðum löndum af fólki, sem vill fá
bætur fyrir eignamissi og fjárhagstjón eða einfaldlega ná fram
hefndum. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, hitti hins vegar
naglann á höfuðið er hann sagði við undirritun yfirlýsingarinn-
ar: „Ef við höldum okkur í fortíðinni sigrar fortíðin að lokum.“
Um alla Austur-Evrópu er að finna sögulegar hliðstæður
við fornan fjandskap Tékka og Þjóðverja. Innrásir og stríð,
fjöldamorð og þjóðernishreinsanir hafa skilið eftir djúp sár í
sálarlífi einstaklinga og þjóða. Nýjasta dæmið er gegndarlaus
grimmd stríðsins á Balkanskaga. Það stríð brauzt hins vegar
út meðal annars vegna þess að menn höfðu augun á fortíð-
inni og töldu sig eiga harma að hefna.
Sagan er hins vegar til að læra af henni — einkum af mis-
tökunum. Það hafa Tékkar og Þjóðveijar gert. Friðmæli þeirra
og fyrirheit um gagnkvæman stuðning og samstarf mættu
verða mörgum fornum fjendum til fyrirmyndar, til dæmis
Slóvakíu og Ungverjalandi, Ungveijalandi og Rúmeníu, að
ekki sé talað um Tyrkland og Grikkland og suður-slavnesku
þjóðirnar. Það er vænlegra til árangurs að horfa til framtíðar
og treysta í verki samstarf og frið í Evrópu en að velta sér
um of upp úr misgerðum sögunnar.
ÍSLENZKAR VÍSINÐA-
RANNSÓKNIR EFLAST
VEGUR ÍSLENZKRA vísinda og vísindamanna hefur farið
mjög vaxandi undanfarin misseri. Nýjasta dæmið um
það er 37 milljón króna styrkur frá Bandaríkjaher til rannsókn-
arhóps hjá Krabbameinsfélagi íslands. Styrkurinn er ætlaður
til rannsókna á áhættuþáttum bijóstakrabbameins og hugsan-
legum tengslum þeirra við stökkbreytingar í erfðaefnum.
Fjöldi vísindamanna hjá Krabbameinsfélaginu og utan þess
vinnur að þessum rannsóknum.
Að þessu sinni voru umsækjendur um styrki úr rannsóknar-
sjóði Bandaríkjahers um fjögur þúsund talsins og innan við
tíu prósent hlutu styrki. Það er því mikil viðurkenning fyrir
íslenzku vísindamennina og Rannsóknarstofu Krabbameinsfé-
lagsins að hljóta styrkinn og ekki sízt vegna þess, að sjald-
gæft er að styrkirnir séu veittir útlendingum. Féð dugar fyr-
ir tækjabúnaði, launum og efniskostnaði í þau fjögur ár, sem
rannsóknirnar standa yfir.
ísland er talið kjörland fyrir rannsóknir sem þessar, enda
eru til góðar faraldsfræðilegar upplýsingar í landinu. Auðvelt
er að rekja ættir manna langt aftur í tímann, sjúkraskrár
hafa verið færðar hér lengur en víða annars staðar, menntun-
arstig er hátt og færni íslenzkra vísindamanna viðurkennd.
Styrkurinn til rannsóknarhóps Krabbameinsfélagsins nú er
nýjasta dæmið um stöðu íslenzkra vísinda, en í ágústlok var
skýrt frá því, að Bandaríska heilbrigðisstofnunin hefði veitt
150 milljónir króna til rannsókna á flogaveiki á Islandi í sam-
starfi íslenzkra lækna og lækna við Columbia-háskólann í
New York. í september hófust rannsóknir á augndeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur á Landakoti, í samstarfi við japanska vís-
indamenn, á áhrifum útfjólublárrar geislunar á augu. Um
1.100 íslendingar yfir fimmtugu voru skoðaðir. Kostnaður
var að mestum hluta greiddur af Japönum.
Síðast en ekki sízt má minna á, að rannsóknarfyrirtækið
„íslenzk erfðagreining" tók til starfa í Reykjavík nokkru fyr-
ir jól. Tugir íslenzkra vísindamanna munu fá störf þar við
erfðarannsóknir, en tilgangur þeirra er að finna stökkbreyting-
ar í erfðavísum, sem geti leitt til þróunar lyfja til að koma í
veg fyrir og lækna sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, gigt og
asma. Bandarískir fjárfestar hafa lagt 800 milljónir króna í
fyrirtækið.
Þetta er að sjálfsögðu gleðileg þróun, sem vonandi mun
halda áfram í vaxandi mæli í næstu framtíð, íslenzkum vísind-
um og þjóðfélaginu í heild til framdráttar.
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambanc
KJARAVIÐRÆÐUR aðila
vinnumarkaðarins eru í
sjálfheldu þessa dagana,
að mati Grétars Þorsteins-
sonar, forseta Alþýðusambands ís-
lands, en kjarasamningar hafa nú
verið lausir í þijár vikur.
Grétar segir að þó haldnir hafi
verið örfáir samningafundir að und-
anfömu séu kjaraviðræðumar í raun-
inni ekki ennþá komnar í gang eftir
að gert var hlé á viðræðunum í des-
ember og hann gerir ráð fyrir að um
næstu helgi hafi nær öll verkalýðsfé-
lög vísað deilum sínum til ríkissátta-
semjara.
„Mér skilst að sáttasemjari geri
ráð fyrir því að þessi vika verði not-
uð til viðræðna við aðila og hann
ætli síðan að hefja formlegar viðræð-
ur í kringum næstu helgi. Þá reynir
á hvort viðhorf Vinnuveitendasam-
bandsins hefur eitthvað breyst. Ef
svo er ekki þá horfir mjög illa varð-
andi framhaldið," segir Grétar. Eftir
það sem er undan gengið er ekki
mikil þolinmæði hjá okkar fólki.
Menn ætla ekki að hanga yfir samn-
ingum vikum og mánuðum saman
heldur ýta duglega á,“ segir hann.
- Stefnir í uppgjör á milli launa-
fólks, vinnuveitenda og rikisvaidsins?
„Ef viðhorf viðsemjendanna breyt-
ast ekki þá erum við að stefna í átök
á vinnumarkaðnum," svarar Grétar.
Viljum færa kauptaxta sem
næst greiddu kaupi
Grétar segir að allar helstu áhersl-
ur í kröfugerð verkalýðsfélaga og
landssambanda séu svipaðar. Megin-
krafa verkalýðshreyfingarinnar sé
hækkun kauptaxta og veruleg aukn-
ing kaupmáttar á næstu árum og
fyrir því standi full rök. „Hver heldur
því fram að efnahagsástandið og af-
koma fyrirtækja sé ekki betri í dag
en árið 1995 og nýlega heyrði ég í
fréttum að við værum að setja enn
eitt heimsmetið, að þessu sinni í gengi
hlutabréfa í fyrirtækjum. Vinnuveit-
endasambandið hefur hins vegar
mætt þessum kröfum allar götur síð-
an í haust með því að tala um kaup-
hækkun upp á tvö til þrjú prósent,“
segir Grétar.
- VSÍ hefur haldið því fram að
kröfur verkalýðsfélaganna hljóði upp
á 30-150% hækkun launataxta.
Hvetju svararðu þessu og hversu
langt er hægt að ganga í hækkun
launa án þess að raska stöðugleikan-
um?
„Auðvitað er ekki svo. Stefna okk-
ar er að viðhalda stöðugleika í verð-
lagi og fjölga atvinnutækifærum.
Langflestir innan Alþýðusambandsins
vilja nálgast lausn á viðfangsefninu
með því að færa umsamda kauptaxta
sem næst raunverulega greiddu
kaupi. Nú er það svo, að raunverulega
greitt kaup á hinum almenna vinnu-
markaði samanstendur af þremur
meginþáttum, það er umsömdum
kauptöxtum stéttarfélaganna, ýmsum
umsömdum ‘viðbótarálögum vegna
kaupaukakerfa eða vinnutímafyrir-
komulags og að síðustu beinum yfir-
borgunum atvinnurekenda. Það sem
við viljum gera með því að færa kaup-
taxta að greiddu kaupi er að auka
verulega vægi umsaminna kauptaxta
í launamynduninni með því að fella
bæði yfirborganir atvinnurekenda og
í ýmsum tilfellum umsamin viðbótar-
álög inn í taxtana. Þetta er mjög
mikilvæg aðgerð því með henni vinnst
þrennt; við hækkum það öryggisnet
sem kjarasamningar eru launafólki,
laun hinna lægst launuðu hækka
meira en annarra og jafnframt drög-
um við úr launamun kynjanna, því
þessi launamunur er ekki sjst til kom-
inn vegna yfirborgana. Ég fullyrði
að öll landssamböndin innan ASÍ
hafa lýst sig reiðubúin til þess að
nálgast viðfangsefnið með þessum
hætti. Það er því fráleitt að halda
því fram að hækkun kauptaxta með
þessum hætti, til dæmis krafa VMSÍ
um hækkun lágmarkslauna úr 50
þúsund krónum á mánuði í 70 þús-
und leiði til þess að launakostnaður
atvinnurekenda hækki um tugi pró-
senta.“ Grétar segir ljóst að þessi
krafa muni hafa einhvern kostnaðar-
auka í för með sér hjá fyrirtækjun-
um, en hann sé óverulegur. Hann
gagnrýnir hins vegar harðlega við-
brögð atvinnurekenda og ummæli
þeirra um miklar prósentuhækkanir
verði orðið við kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Umræðan þessa dagana er dæmi
um hvað Þórbergur hafði mikið til
síns máls forðum þegar hann sagði
að prósentureikningur væri uppfínn-
ing andskotans. En það er fleira sem
samböndin hafa lagt áherslu á. Ég
nefni sem dæmi styttingu vinnutím-
ans. Menn gera sér grein fyrir því
að það gerist ekki í einu vetfangi en
náist árangur vilja menn sjá að
minnsta kosti samsvarandi hækkun
á dagvinnulaunum. Auðvitað mun
standa eftir eitthvað bil sem þarf að
brúa og ég ætla ekki á þessari stundu
að kveða upp úr um hvað það er
stórt en það verður að sjálfsögðu að
brúa það með hækkun launa, sém
leiðir til aukins kaupmáttar," segir
Grétar.
„Fjöldi fyrirtækja í flestum at-
vinnugreinum greiðir starfsmönnum
mun hærri laun en taxtalaun. Vinnu-
veitei^asambandið hefur hins vegar
ekki léð máls á að skoða þetta. í
okkar herbúðum orðaði einhver það
svo að Vinnuveitendasambandið væri
að slá skjaldborg um skussana í at-
vinnurekstri. Það þarf virkilega að
skoða stöðu þess atvinnurekstrar
sem ekki getur staðið undir meiri
launagreiðslum en í kringum 50 þús-
und krónur á mánuði fyrir dagvinnu."
Tiltölulega lítill kostnaðarauki
fyrir atvinnulífið í heild
Mikil umræða hefur orðið um kröf-
ur pagsbrúnar og Framsóknar sem
VSÍ staðhæfir í nýlegri greinargerð
að feli í sér 41,3% hækkun launa.
Grétar gagnrýnir þessa framsetningu
VSÍ og segir að þar sé gengið út frá
því að slík hækkun kæmi ekki aðeins
á lægstu kauptaxta heldur á laun
upp eftir öllu launakerfinu. „Það
hefur enginn innan Alþýðusam-
bandsins sett fram slíka kröfu,“ seg-
ir hann.
Grétar bendir á að um sé að ræða
hækkun kauptaxta sem í dag séu á
bilinu frá tæplega 50 þúsund og upp
í 64 þúsund. „Það er sjálfstætt við-
fangsefni að velta því fyrir sér hvort
slík 20 þúsund króna hækkun á allra
lægstu launin myndi setja allt á ann-
an endann. Krafan er hins vegar
ekki sett fram með þessum hætti.
Dagsbrún og Framsókn hafa lagt
áherslu á að ná árangri í sérkjaravið-
ræðum en engin niðurstaða hefur
orðið úr viðræðum við vinnuveitendur
um sérkröfurnar. Þess vegna setja
félögin kröfuna fram með þessum
hætti. Það hefur alltaf legið fyrir að
ef eitthvað næðist í höfn varðandi
sérkröfur þá myndu þau líta á það
varðandi meginkröfurnar. Dagsbrún
og Framsókn hafa heldur ekki hafn-
að því að skoða þá leið að færa taxta
að greiddu kaupi. Fjöldi fyrirtækja á
sviði þessara félaga er að greiða
snöggtum meira heldur en umsamdir
kauptaxtar kveða á um. Reyndar
greiða mörg fyrirtæki hærri laun en
70 þúsund króna lágmarkskrafan
hljóðar upp á. Það er afar sérkenni-
legt að vinnuveitendur séu ekki til-
búnir að fást við þessa hluti, en þeir
verða að gera sér grein fyrir því að
almenningur í landinu vill fá þessa
lægstu kauptaxta í burtu,“ segir
Grétar.
- Hvaða kostnaðarauka gæti það
að ykkar mati valdið hjá fyrirtækjum
ef ykkar leið verður farin?
„Það er sýnilegt að þó að menn
gangi nokkuð langt í að
færa taxta að greiddu
kaupi þá hefur það ekki í
för með sér nema tiltölu-
lega lítinn kostnaðarauka
fyrir atvinnulífið í heild.
En þetta er eitt af því sem
við viljum gjarnan ræða,
en spurningin snýr að gagnaðilanum,
sem hefur einfaldlega hafnað þessu
eins og staðan er í dag.“
- Getur launþegahreyfmgin veitt
einhvetja tryggingu fyrir því að þess-
ar launabreytingar yrðu ekki um-
reiknaðar í prósentuhækkanir og not-
aðar til að knýja fram samsvarandi
hækkanir upp allan launastigann?
„Ég efast ekki um að einhveijir
„Eins og staðan er í dag telja
með óbr
munu grípa á lofti prósentutölumar
án tillits til þess hvernig að þessu
yrði staðið en við getum auðvitað
ekki hætt við að fara út í aðgerðir
sem við teljum skynsamlegar vegna
þess eins að einhveijir úti í samfélag-
inu muni notfæra sér það sem við
erum að gera. Niðurstaðan ræðst af
því hvort almenn samstaða næst um
að hækka þá tekjulægstu umfram
aðra. Ef við gefumst upp fyrir þessu
verkefni værum við að fallast á að
launamunur í landinu sé náttúrulög-
mál. Á það mun verkalýðshreyfingin
aldrei fallast," svarar Grétar.
Stytting vinnutíma með
vinnustaðasamningum
Grétar segir að verkalýðshreyfing-
in sé reiðubúin að ræða gerð vinnu-
staðasamninga. Ef samkomulag
næst um þátttöku félaganna í slíkum
samningum þá megi í mörgum tilvik-
um ná umtalsverðum ár-
angri í styttingu vinnutíma
í fyrirtækjasamningum.
Hann bendir á að á sein-
asta Alþýðusambandsþingi
hafi verið lögð áhersla á
að vinnustaðasamningar
og samningar í einstökum
atvinnugreinum yrðu hluti af næstu
samningsgerð. Hins vegar strandi á
andstöðu Vinnuveitendasambandsins
sem ekki hafi léð máls á að verkalýðs-
félögin hefðu aðkomu að slíkum
samningum.
„Til langs tíma hafa verkalýðsfé-
lög gert vinnustaðasamninga í mis-
jafnlega ríkum mæli. Ég geri til
dæmis ráð fyrir að Dagsbrún sé með
Færa taxta að
greiddu kaupi
og stytta
vinnutíma