Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL SVEINSSON
frá Hvammi,
Laugarnesvegi 106,
Reykjavík,
lést í Hátúni 10b, Reykjavík, miðvikudaginn 15. janúar. Jarðsett
verður frá Bústaðakirkju, föstudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Hákonía Gísladóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
GUÐRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Smyrlahrauni 5,
Hafnarfirði,
lést að kvöldi 20. janúar.
Gunnar Guðjónsson,
Einar Jónsson, Þóra Valdimarsdóttir,
Þórður Rafnar Jónsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir,
Hjördís Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Faðir minn, afi og langafi,
PÁLL EINAR ÁSMUNDSSON,
elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
áður Grundarstíg 11,
er lést mánudaginn 20. janúarsl., verð-
ur jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Pálsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns og föður okkar,
SIGURSTEINS ÓSKARS
JÓHANNSSONAR
frá Galtarvík,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness
14. janúar sl., verður gerð frá Innra-
Hólmskirkju laugardaginn 25. janúar kl.
14.00.
Þuríður Katarínusardóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá ísafirði,
andaðist á Öldrunardeild Land-
spítalans, Hátúni 10b, þriðjudaginn
21. janúar.
Geirlaug Karlsdóttir,
Guðjón B. Karlsson,
Dagný Karlsdóttir,
Auðunn Karlsson,
Sigurður Karlsson,
Anna Karlsdóttir,
Hörður Sofusson,
Erling Bang,
Fríður Jónsdóttír,
Hallfriöur Jónsdóttir,
Erlendur Erlendsson.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
ADÓLF ÞÓR GUÐMANNSSON,
Sandprýði,
Vestmannaeyjum,
er lést 15. janúar sl., verður jarðsunginn
frá Landakirkju laugardaginn 25. janúar
kl. 11.00.
Guðmann A. Guðmundsson,
Fjóla Guðmannsdóttir,
Guðfinnur Guðmannsson.
GUÐRÚN
ÞORGEIRSDÓTTIR
+ Guðrún Þor-
geirsdóttir fædd-
ist að Lambastöðum
í Garði 28. júni 1918.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Víðihlíð
í Grindavík 15. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar Guðrúnar
voru Þorgeir Magn-
ússon, f. 17. nóv-
ember 1875, d. 9.
september 1956, út-
vegsbóndi á Lamba-
stöðum, Garði, og
kona hans Helga
Þorsteinsdóttir, f.
21. nóvember 1891, d. 9. desem-
ber 1957. Systkini Guðrúnar
eru; Helga, f. 27. mars 1911,
iátin, Þorsteinn, f. 4. desember
1913, Magnea, f. 10. nóvember
1916, Guðmundur, f. 3. mars
1921, Simon, f. 14. ágúst 1922,
látinn, Gróa, f. 13. september
1923, Þorgeir, f. 6. janúar 1925,
látinn, Rannveig, f. 9. mai 1926,
Guðmunda, f. 11. september
1929, Valgerður, f. 20. janúar
1931, og Einar, f. 14. desember
1934, látinn.
Árið 1942 giftist
Guðrún Lúðvik
Valdemarssyni, f.
19. september 1920,
d. 31. ágúst 1990,
rakarameistara,
hann var sonur
hjónanna Olavíu
Magnúsdóttir og
Valdemars Lofts-
sonar rakarameist-
ara og hófu þau
Guðrún og Lúðvík
búskap á Lauga-
vegi 65, en fluttu
síðar að Hvassaleiti
28. Börn þeirra eru;
Edda Hólmfríður, f. 29. mars
1941, maki Sigurður Vignir
Sigurðsson, Valdemar Loftur,
f. 9. nóvember 1946, maki
Helga Sveinsdóttir, Þórir, f. 3.
ágúst 1950, maki Anna Mar-
geirsdóttir og Ólavía Stefanía,
f. 13. janúar 1954, maki Gunn-
laugur Þór Hauksson. Barna-
börnin eru tíu og barnabarna-
börnin þrjú.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma. Mig langar til að
kveðja þig með þessum línum:
Að liðnum ævidegi er þreyttum hvíldin kær.
Komin stund á hinstu kveðju mína.
Móðurfaðminn hlýja, á meðan hjartað slær
í minningunni geymi, og dýra leiðsögn þína.
Sá kærleikur var sannur, er tengdi okkur
tvær,
trúnaður og umhyggja jafnt í sorg og gleði.
Þitt traust, og elsku þína ég átti móðir kær,
frá æskutíð, að hinsta hvílubeði.
Syni minum yndisieg amma í gleði og þraut,
þitt ástrikt hjarta skildi bros og tárin.
þín elsku minning lifir, sem ljós á minni
braut,
í ljúfri þökk og blessa liðnu árin.
(Höf: Ingibjörg)
Guð veri með þér.
Lóa.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Guðrúnar Þorgeirs-
dóttur, með örfáum orðum. Það var
fyrir u.þ.b. 30 árum sem ég kynnt-
ist Guðrúnu og Lúlla tengdaföður
mínum, sem lést 31. ágúst 1990.
Kom ég fyrst á heimili þeirra 16 ára
gömul, feimin og hálfhrædd við verð-
andi tengdaforeldra. Strax fannst
mér yndislegt að koma til þeirra því
þau kunnu að láta manni líða vel í
návist sinni og öll feimni og hræðsla
hurfu fljótlega eins og dögg fyrir
sólu. Þar ríkti mikil hlýja og gest-
risni. Guðrún var mikið fyrir heimil-
ið sitt. Snyrtimennskan í hávegum
höfð og allt hreint og fínt. Sama var
að segja um hana sjálfa. Guðrún var
afar glæsileg kona. Virtist vera
sama hvort hún klæddist .jogging-
“galla eða fallegri dragt, alltaf bar
Guðrún af hvar sem hún kom. Guð-
rún var brosmild kona og hafði hlýtt
viðmót. Þegar ég var 18 ára eignuð-
umst við elsta son okkar, Lúlla, sem
hún var mikið með. Langar mig að
þakka henni alla þá hjálp og allan
þann stuðning sem hún veitti mér
þegar ég þurfti á að halda. Fjölskyld-
an skipti Guðrúnu miklu máli. Á
jólunum héldu þau stórt og mikið
jólaboð í Hvassaleiti. Lúlli, Maggi
og Bima hlakkaði alltaf mikið til að
koma til ömmu og afa, en ekki að-
eins á jólunum. Oft var glatt á hjalla
JÓN
ARNGRÍMSSON
+ Jón Eggert Rík-
arður Arn-
grímsson fæddist í
Bolungarvík 4. jan-
úar 1925. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
14. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Arngrímur Fr.
Bjarnason, stór-
kaupmaður og rit-
stjóri og Ásta
Fjeldsted. Jón átti
18 systkini, átta
börn átti Arngrím-
ur með fyrri konu
sinni Ríkey, en 11 með seinni
konu sinni Ástu.
Útför Jóns fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Jón Arngrímsson var sterkur og
litríkur persónuleiki og eftirminni-
legur öllum þeim sem honum kynnt-
ust. Hann var ekki maður lítilla
sanda né sæva, heldur stór í sniðum
og batt ekki ávallt sína bagga sömu
hnútum og samferðamenn.
Aldursmunur okkar var það mik-
ill að ég minnist hans ekki frá árun-
um í Menntaskólanum á Akureyri
en hið besta vinfengi tókst skjótt
með okkur þegar við urðum svilar
alllöngu síðar. Þá hafði
hann um skeið unnið á
Rannsóknastofu fisk-
iðnaðarins en var um
þær mundir orðinn einn
helsti yfirmaður stór-
verslunar vamarliðsins
á Keflavíkurflugvelli.
Það starf átti vel við
Jón því hann var forkur
til vinnu, skjótráður og
hugumstór í allri fram-
göngu.
Þar var honum held-
ur aldeilis ekki í ætt
skotið. Faðir hans,
Arngrímur Fr. Bjarna-
son, var í sinni tíð einn helsti af-
hafnamaður á Vestfjörðum, kaup-
maður, bókaútgefandi, útgerðar-
maður og stofnandi Vesturlands,
blaðs sjálfstæðismanna, sem hann
ritstýrði lengi. Arngrímur var hinn
mesti höfðingi og sóttu margir til
hans ráð og efnalega aðstoð.
Jón var um margt líkur föður sín-
um, einn af 19 systkinum og næ-
stelstur barna seinni konu Am-
gríms, Ástu Fjeldsted. Hún var kona
óvílráð og athafnasöm með afbrigð-
um ekki síður en maður hennar.
Til beggja foreldra sinna sótti Jón
þá eðliskosti sem vinir hans og sam-
ferðamenn kunnu svo vel að meta.
hjá Gunnu og Lúlla á jóladag og svo
lengi sem heilsan leyfði voru boðin
haldin. Nú síðastliðin ár saknar
maður jólaboðanna hjá þeim ásamt
öðmm stundum sem við áttum sam-
an. Ég á margar góðar og ljúfar
minningar um Guðrúnu en þær verða
ekki allar taldar upp hér.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sipr sá er fengin,
fýrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.
(Vald. Briem.)
Nú trúi ég því að Guðrún og Lúlli
séu saman á ný. Hafðu þökk fyrir
allt, elsku Guðrún mín.
Guð blessi þig.
Anna.
Það em rétt rúmlega 26 ár síðan
ég kynntist þeim sæmdarhjónum
Guðrúnu og Lúðvík í Hvassaleitinu,
er ég kom til að heimsækja dóttur
þeirra, sem ég hafði kynnst nokkru
áður, og átti eftir að verða konan
mín. Þau tóku þessum síðhærða
unga manni með varúð í fyrstu en
það var fljótt að breytast og nynd-
aðist náin vinátta milli okkar.
Guðrún og Lúðvík gengu í hjóna-
band árið 1942 og bjuggu fyrstu
árin á Laugavegi 65, en fluttu síðar
að Hvassaleiti 28. Þau eignuðust
fjögur börn og nú eru barnabörnin
orðin tíu og barnabarnabörnin þijú.
Þau hjónin voru mjög samhent og
skemmtileg heim að sækja og það
var oft margt um manninn og glatt
á hjalla á fallega heimilinu þeirra.
Guðrún var mörgum kostum
prýdd, myndarleg, forkur dugleg og
hafði unun af að prýða og hlúa að
heimilinu. Hún var hvers manns
hugljúfi, létt og skemmtileg, og
minnist ég margra ánægjustunda
með þeim hjónum.
Síðustu ár hafa verið Guðrúnu
erfið vegna ólæknandi sjúkdóms,
sem hún átti við að stríða.
Að leiðarlokum, þegar ég kveð
vinkonu mína og tengdamóður vil
ég þakka henni vináttuna og tryggð-
ina, sem hún hefur sýnt okkur Lóu
og Davíð í gegnum árin.
Þá vil ég senda þeim, sem henni
stóðu næst, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gunnlaugur Þór Hauksson.
Hann var skarpgreindur með stál-
minni, en þvi fylgdi að hann var
náma fróðleiks um fortíð sem nútíð.
En þeim mikla fróðleik sem hann bjó
yfír fylgdi ekki það hlutleysi og skoð-
unarfátækt sem oft drepur ágæta
fræðimenn í dróma. Jón sagði hik-
laust álit sitt á mönnum og málefnum
og var lítt gefið um alla vinstri villu
um dagana. En einþykkni og fordóma
hafði skaparinn sparlega skammtað
honum. Samræður hans einkenndust
jafnan af léttu gamni, ekki síst þegar
þjóðmál voru á dagskrá, og oft sá
hann sérkennileg og spaugileg sjón-
arhom á tilverunni sem okkur hinum
voru hulin. En þótt Jón væri fylginn
sér og fastur fyrir var hann ætíð
glaðsinna og hvarvetna aufúsugest-
ur. Sá mannkostur fylgdi honum allt
til hinsta dags og voru þó síðustu
árin honum erfíð vegna líkamlegrar
kramar. Fátt segir meir um skap-
lyndi þessa góða vinar en að þegar
hann fann að farið var að halla und-
an fæti og verkefnum að fækka inn-
ritaðist hann í stjórnmálafræði hér í
Háskóla íslands, tæplega sjötugur.
Þannig endumýjaði hann sinn and-
lega kraft með nýrri og miklu yngri
kynslóð og lauk öllum þeim prófum
sem hann tók með miklum ágætum.
Það var ekki hans máti að gefast
upp fyrir Elli kerlingu!
Nú er Jón horfínn frá augastein-
um sínum, Ástu Eddu dóttur sinni,
og öðrum ástvinum. En eftir stendur
minningin um litríkan mann, kátan
og glaðbeittan, sem ætíð var vinur
vina sinna.
Gunnar G. Schram.