Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 35
MINNIIMGAR
BENEDIKT
GRÖNDAL
-4- Benedikt H.
' Gröndal var
fæddur í Reykjavík
28. maí 1946. Hann
lést í Reykjavík 10.
janúar 1997. For-
eldrar Benedikts
voru hjónin Sigríð-
ur Hafstein, f. 19.
apríl 1920 í Þórs-
höfn í Færeyjum,
d. 6. maí 1975, og
Haukur Gröndal,
framkvæmdastjóri,
f. 3. febrúar 1912 í
Reykjavík, d. 17.
september 1979.
Benedikt átti tvo albræður, þá
Gunnar Magnús og Hauk, og
tvö hálfsystkini samfeðra, þau
Pál og Guðfinnu Lilju.
Fyrri kona
Benedikts var Sig-
ríður Gísladóttir,
f. 5. júlí 1950. Þau
eignuðust eina
dóttur, Súsönnu
Liþ'u, f. 18.
september 1979,
25. september
1979. Eftirlifandi
eiginkona Bene-
dikts er Ólafía
Einarsdóttir, f. 8.
nóv. 1951.
Útför Benedikts
fór fram í kyrrþey
hinn 16. janúar sl.
Hann var hann lagður til
hinstu hvíldar í Fossvogs-
kirkjugarði við hlið foreldra
sinna og dóttur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn.
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur telja
í dauðans dimmum val.
Ur inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Vald. Briem)
Þegar ég sest niður til að skrifa
nokkrar línur í minningu mágs
míns Benedikts H. Gröndals eða
Benna eins og hann var kallaður,
dettur mér fyrst í hug hve örlög
mannanna eru misjöfn og stundum
ótrúlega grimm. Móðir náttúra
úthlutar okkur öllum einhveijum
gjöfum og hæfileikum þó í mis-
jöfnum mæli sé. Þannig hlýtur
einn „andans þrek, auð og völd“
en annar fæðist „örkumlaður og
snauður“ eins og segir í kvæðinu
„Örlög“ eftir afa Benedikts og
nafna, Benedikt Þorvaldsson
Gröndal (f. 1870).
Víst er að Benni hlaut sinn skerf
af góðum gáfum og hæfileikum
úr skaparans hendi. En það biðu
hans þau örlög að auðnast ekki
að þroska sínar náðargáfur þannig
að þær yrði honum til gæfu. Hann
mætti miklu mótlæti í lífinu. Allt
frá barnæsku átti hann í baráttu
við erfiða geðfötlun, sjúkdóm sem
átti eftir að setja mark sitt á allt
hans líf uns yflr lauk. Þessi and-
lega vanheilsa kom meðal annars
fram í því að geð hans sveiflaðist
milli þess að vera fullt af óraun-
hæfri bjartsýni og svartasta
myrkri. Dómgreind hans brenglað-
ist, hann ætlaði sér stóra hluti og
réðst í framkvæmdir sem hann sá
ekki fram úr. í kjölfarið fylgdi svo
yfirþyrmandi depurð og örvænting
ásamt sektarkennd yfír því að
hafa valdið samferðamönnum sín-
um erfiðleikum.
Þeir voru margir sem vildu
hjálpa honum, bæði læknar og
aðrir sem báru hag hans fyrir
brjósti, og eiga þeir miklar þakkir
skildar fyrir. Sjálfur vildi Benni
líka hjálpa öðrum þó oft væri það
meira af vilja en mætti. Hann
mátti aldrei neitt aumt sjá og því
sem honum áskotnaðist af þessa
heims gæðum deildi hann með
öðrum, einkum þeim sem áttu við
þjáningar og sjúkdóma að stríða
eins og hann sjálfur.
En nú er þrautagöngu hans í
þessu lífi lokið. Við sem þekktum
hann og stóðum honum næst biðj-
um þess að hann megi fínna frið
hjá algóðum guði. Ég votta öllum
aðstandendum innilega samúð
mína og bið guð um að styrkja
þá og gefa þeim góða heilsu.
Nú legg ég augun aftur,
ó guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
Blessuð sé minning Benna.
Oddný H. Björgvinsdóttir.
Á unglingsárum okkar Bene-
dikts, þegar við kynntumst, stóð
heimili foreldra hans á Miklubraut
18 okkur skólafélögunum alltaf
opið. Þar á bæ var mikill menning-
arbragur á öllum hlutum. Þegar inn
kom mátti jafnan heyra sígilda tón-
list berast innan úr stofu í bland
við vindlalykt, en þá var húsbónd-
inn, sem var einn af „postulum"
Tónlistarfélagsins, ásamt vinum að
hlusta á tónlist, sem var sérstök
athöfn út af fyrir sig. Við piltamir
vomm hinsvegar flestir á línu Fats
Dominos á þeim ámm og músíkin
frekar bakgmnnur undir skegg-
ræðum og áætlunum okkar. Á
þessum ámm var herbergi Benna
nánast félagsmiðstöð okkar. Þar
mátti auk hans ævinlega vænta
einhvers af skólabræðrunum.
Þannig varð Benni ein'skonar sam-
einingartákn okkar félaganna og
var það kannski alla tíð.
Benedikt var maður með stóran
karakter og dró alla tíð dám af
góðu uppeldi sínu. Hann var há-
vaxinn og stæðilegur. Á góðri
stundu hafði hann yfír sér djarft
og höfðinglegt fas, eins og hann
átti kyn til, en jafnframt afar kurt-
eislegt. Hann var greiðvikinn svo
af bar. Ég minnist þess að eitt
sinn taldi hann ekki eftir sér að
aka veglausu en nær ókunnugu
fólki upp á Akranes seint um kvöld
í vondu veðri. Við gerðum stundum
hvor öðrum greiða eftir efnum og
ástæðum. Eitt sinn taldi Benedikt
að á sinn kvóta hallaði og færði
mér þá allt safn bóka Halldórs
Laxness, sem hann hafði erft eftir
foreldra sína og vissi að ég dáði
mikið verk hans. Ég hef alla tíð
síðan litið á hallann mín megin,
því þetta var svo höfðinglega gert.
„Grand“.
Samskipti okkar urðu nokkuð
kaflaskipt eftir því hvemig örlögin
höguðu lífshlaupi okkar hveiju
sinni, þannig að á stundum hitt-
umst við varla ámm saman, en í
annan tíma nær daglega. Oft bar
fundum okkar saman þegar eitt-
hvað bjátaði á hjá öðmm hvomm.
Mér er og verður til dæmis alltaf
minnisstætt kvöld eitt þegar mjög
syrti í álinn hjá Benedikt fyárhags-
lega og morguninn eftir stóðu til
erfíðar aðgerðir. Ég sat hjá honum
um kvöldið og við ræddum
áhyggjufullir gang mála. En allt í
einu ljómar Benedikt allur og segir
að dregið hafí verið í happdrættinu
fyrr um kvöldið og hann sé nú allt
í einu viss um að hann fái vinning
og málum verði borgið! Síðan varð
hann áhyggjulaus með öllu og tók
til að púrra mig upp, en ég varð
nú hálfu áhyggjufyllri fyrir hans
hönd. Ég vissi vel að hann átti til
að fyllast óraunhæfri bjartsýni. Um
hádegið daginn eftir hringdi Benni.
Hann hafði mætt á fundinn með
happdrættismiðann og nýprentaða
vinningaskrána, þar sem stóð svart
á hvítu að hann hefði unnið
nægjanlegan vinning til að ljúka
málinu. Síðan þá koma mér önnur
„kraftaverk" aldrei á óvart.
Benedikt átti lengstum við veik-
indi að stríða eftir að við kynnt-
umst. Lífíð varð honum strangur
skóli. Alltaf gat hann rætt af hrein-
skilni og ótrúlegu raunsæi um þau
viðkvæmu mál, enda var hann vel
greindur. Margar voru þó ánægju-
stundirnar og oft naut hann lífsins
í lengri eða skemmri tíma án þess
að skugga bæri á. Þá var hann
bæði skemmtilegur, hugmyndarík-
ur og áræðinn. Þær góðu minning-
ar mun ég geyma meðan ég lifí.
Síðustu árin urðu veikindi Bene-
dikts meiri og alvarlegri en fyrr.
En þrátt fyrir allan þann ólgusjó,
sem hann sigldi undir það síðasta,
mátti samt greina þetta sanna í
fari hans; heiðursmanninn, eitt-
hvað sem aldrei týndist en varð-
veittist alltaf, þrátt fyrir allt.
Megi minning um góðan dreng
styrkja og blessa eftirlifandi.
Kjartan Jónsson.
t
Elskuleg tengdamóðir mín, amma okkar
og langamma,
MAGNHILDUR VILBORG
JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Vesturgötu 93,
Akranesi,
sem lést miðvikudaginn 15. janúar,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
föstudaginn 24. janúar kl. 14.00.
Elfsabet Karlsdóttir.
Hulda Björk Ragnarsdóttir, Magnús Ólafur Kristjánsson,
Sigurður Karl Ragnarsson,
Magni Ragnarsson,
Vignir Ragnarsson,
Ragnheiður, Ólöf Lilja, Jóhann Bjarki
og Hildur Sólveig.
t
Jarðarför elskulegrar móður okkar og
tengdamóður,
VILBORGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Blöndubakka 1,
Reykjavík,
áðurtil heimilis
á Gilsbakkavegi 5,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
24. janúar kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hinn-
ar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess.
Rósa Pálsdóttir, Eirikur Eiríksson,
Margrét Pálsdóttir, Helgi Þórðarson,
Sigríður G. Pálsdóttir, Svanur Karlsson,
Álfhildur Pálsdóttir, Bárður Halldórsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis i Njörvasundi 11,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu-
daginn 20. janúar. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 28. janúar
kl. 13.30.
Örn Ingólfsson,
Guðmundur Ingólfsson,
Sigþór Ingólfsson,
Jósef G. Ingólfsson,
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir,
Gerður Baldursdóttir,
Kristfn Júliusdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir,
Snorri Steindórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkaer eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR
fyrrum Ijósmóðir
frá Krossdal,
er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 19. janúar síðastliðinn, verður jarð-
sungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
25. janúar kl. 15.00.
Gunnar Valdimarsson,
Gunnþórunn Guðný Sigurðardóttir, Viðar Eiríksson,
Koibrún Kúld Pétursdóttir, Guðmundur Valdimarsson,
Aðalsteinn Rúnar Gunnarsson, Rannveig Jónsdóttir,
Þórhildur Gunnarsdóttir, Jón Ingi Björnsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Haukur Þór Hallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SIGURÐSSON
húsasmiður,
sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 18. janúar sl., verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfiröi föstudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Karólfna Kristinsdóttir, Þórður Ben Sveinsson,
Sigrfður Kristinsdóttir, Sæmundur Gunnarsson,
Kolbrún Kristinsdóttir, Engilbert Ó.H. Snorrason,
Birgir Kristinsson, Katrfn Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnbarnabörn.
+
Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁLFHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Borgarsíðu 33,
Akureyri.
Einnig eru kærar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar á Akureyri
og lyfjadeildar FSA fyrir góða umönnun.
Margrét Jóhannsdóttir, Gunnar Guðbrandsson,
Guðmundur Guðmundsson, Kristín Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og vináttu við andlát og
útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1a.
Valgerður Björnsdóttir, Ágúst Þorgeirsson,
Kristbjörg Ágústsdóttir, Hafsteinn Þór Pétursson,
Björn Ágústsson,
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir,
Laufey Lilja Hafsteinsdóttir,
Finnbogi Guðmundsson.
*e