Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 39 HESTAR______________ Fyrsta sameignar- félagið um gelding SIGGGI Matt. sem náði frábærum árangri á Hugin frá Kjartans- stöðum á síðasta HM hugleiðir nú hvort hann nýti rétt sinn og mæti með klárinn á næsta HM til að veija titlana. Siggi Matt. með Hugin á næsta HM? Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUNNAR og Jóhann Þór hafa selt helminginn í Hauki frá Vorsabæ fyrir 125 þúsund krónur og binda þeir vonir við að í honum leynist gæðingur góður þannig að þeir og aðrir meðeig- endur muni hagnast á eignaraðildinni. LANDSLIÐSMAÐURINN kunni Sigurður V. Matthíasson hugleiðir nú þessa dagana að fara með Hugin frá Kjartansstöðum á ið sem haldið verður í Seljord í Noregi í sumar. Sem kunnnugt er hlutu þeir Sig- urður og Huginn tvo HM-titla á mótinu í Sviss fyrir einu og hálfu ári. Allir heimsmeistarar eiga rétt á að mæta með þá hesta sem þeir unnu afrekin á til að veija titlana. í samtali við Morgunblaðið sagðist Sigurður vera að hugleiða hvort hann mætti með Hugin eða tæki þátt í Móta- skráin seint á ferðinni MÓTASKRÁ Landsambands hestamannafélaga og HÍS er seint á ferðinni að þessu sinni. Að sögn Sigurðar Þórhalls- sonar framkvæmdastjóra LH er fyrst og fremst um að kenna hversu illa gengur að fá dagsetningar mótanna frá aðildarfélögum samtakanna. Sagði hann að þrátt fyrir nokkurn eftirrekstur gengi illa að fá þetta hjá sumum félaganna í tíma. Þá hefðu dagsetningar í einu tilviki rekist á; íslands- mótsins, sem verður haldið á Vindheimamelum að þessu sinni, og svo mót Sleipnis og Smára, sem haldið er að Murneyri. Sagði Sigurður að það mál væri að leysast og yrði skráin tilbúin von bráðar eða um leið og búið yrði að greiða úr þessu máli. Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur sagði að skrá yfir kynbótasýningar yrði tilbúin um miðjan febr- úar. Reynslan væri sú að ef skráin væri gerð mikið fyrr kæmu margar óskir um breytingar og því færi best á að gera hana þegar mótaskrá hestmanna lægi fyrir. Hann sagðist hinsvegar gera ráð fyrir að allar helstu sýningar ársins yrðu á svipuðum tíma og verið hefur. úrtökunni með nýjan hest. Agust Beyer eigandi Hugins hefur boðið Sigurði að fá hestinn og mun hann fara utan og prófa hann og leggja á ráðin um þjálfun hans ákveði hann að mæta með hann í Seljord. Sigurbjörn Bárðarson sem vann í gæðingaskeiði á Höfða frá Húsavík í Sviss á sömuleiðis rétt á að mæta með hann til leiks í Seljord. Ekki þykir líklegt að hann nýti rétt sinn að mæta með Höfða sem heimsmeist- ari því þeir fengju einungis að keppa í gæðingaskeiði. SAMEIGNARFÉLÖG um stóðhesta njóta vaxandi vinsælda eins og fram kom í hestaþætti Morgunblaðsins fyrir skömmu. Nú hefur hinsvegar fyrsta sameignarfélagið verið stofn- að um fjögurra vetra ótaminn geld- ing og er verðmæti hans komið í 250 þúsund krónur að talið er. Upphafsmenn að félaginu eru þeir Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Þór Jóhannesson hestamenn í Mos- fellsbæ, en hugmyndin varð til eftir að stofnað var hlutfélag um stóðhest- inn Hjálmar frá Vatnsleysu sem sagt var frá í síðustu viku. Úpphaf máls- ins er það að Gunnar fékk fola þenn- an, sem er brúnblesóttur og sokkótt- ur á þremur fótum, í hestakaupum í fyrra. Hann segist hafa látið fyrir hann brúnan taminn hest sem fór á ágætu tölti þegar hann vildi það við hafa sem var reyndar mjög sjaldan en kom þó fyrir, eins og Gunnar orðar það. Þegar Jóhann Þór félagi hans varð tuttugu og fimm ára í sumar gaf Gunnar honum helming- inn í folanum í afmælisgjöf en hug- myndin um sameignarfélagið varð ekki til fyrr en folinn var tekinn á hús nýlega. Greitt með peningum, heyi eða skófatnaði Fimmtíu hlutir eru í folanum og eiga þeir félagar 25 þeirra en hafa selt hina hlutina fyrir fimm þúsund hvem. Er því með réttu hægt að segja að hesturinn sé metinn á 250 þúsund krónur sem er býsna hátt verð fyrir ótaminn ættlítinn fola. Ýmist hefur verið greitt með pening- um, heyi, skótaui eða fatnaði ýmis- konar fyrir hlutina. Folinn hefur hlotið nafnið Haukur en hann var nefndur í höfuðið á Hauki Níelssyni dýragæslumanni í Mosfellsbæ, en hann elti nafna sinn í þijár klukkustundir í sumar þegar hann hafði stokkið út úr girðingu í Mosfellsdal. Þegar þeim ferfætta fór að leiðast þófið stökk hann aftur inn í girðinguna og lauk þar með leiknum að sögn Gunnars og Jóhanns Þórs. Fyrir skömmu gáfu þeir félagar Hauki dýragæslumanni einn hlut með þeim orðum að hann ætti það skilið því hann væri sá maður sem mesta vinnu hefði lagt í Hauk það sem komið væri. Margir kunnir hestamenn eru meðeigendur í Hauki og má þar nefna Sigurð V. Matthíasson, Hinrik Bragason, Daníel Jónsson og Gunnar Bogason. Haukur verður frumtaminn í vetur og mun Gunnar sjá sjálfur um það. Þeir Gunnar og Jóhann Þór vonast til að Haukur verði góður hestur þannig að hægt verði að sýna hann í keppni og sýningum á næstu árum. Telja þeir víst að fáir hestar muni eiga jafn marga dygga stuðn- ingsmenn í brekkunni þegar hann mun koma fram. Fróðlegt verður að fylgjast með hvemig verðmæti hlut- anna í Hauki munu þróast á næstu árum. Kynbóta- dómar í febrúar FYRSTU kynbótadómar ársins verða 21. febrúar nk. þar sem öllum verður gefinn kostur á að koma með hross til dóms hryssur, geldinga og stóð- hesta. Kristinn Hugason hrossarækt- arráðunautur sagði þetta vera tilraun til að jafna álagi yfir árið. Skráning á þessa sýningu verður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og skal skráningu vera lokið fyrir 19. febrúar. Sagði Kristinn þetta góðan valkost fyrir til dæmis þá sem væru með geldinga í góðri þjálfun sem ætti að selja en væri gott að fá dóm vegna kynbótamatsins. Samsvarandi sýning mun verða 21.-22. mars og kvaðst Kristinn gera ráð fyrir meiri þátttöku þá. Þá kom fram hjá Kristni að dómar vegna árlegri vorsýningu í Gunnarsholti hæfust 29. apríl en yfírlitssýning yrði 1. maí og verðlaun afhent 3. maí. Hér væri fyrst og fremst um að ræða dóma fyrir stóð- hesta. Þá væri í ráði að halda stóðhesta- sýningu Norðurlands 10. til 11. maí og vonaðist hann eftir að hún yrði haldin að Hólum en réðst af vallarað- stæðum. Að síðustu sagði Kristinn að haldin yrði alþjóðlegt námskeið fyrir kynbótadómara 5.-9. maí nk. en það væri framhald af ákvörðun aðalfundar Alþjóðasambands eig- enda íslenskra hestaeigenda (FEIF) sem haldinn var í haust. Er hér um að ræða námskeið sem veitir réttindi til þátttöku í dómsstörfum á alþjóð- legum vettvangi og mun það vera fyrsta sinnar tegundar sem haldið er. Víkingur Gunnarsson, ræktunar- fulltrúi í stjóm FEIF og kennari á Hólum, hefur yfirumsjón með nám- skeiðinu en Hólaskóli og Bændasam- tökin standa sameiginlega að fram- kvæmd þess. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hægfara framfarir TÆKNIFRAMFARIR í járn- ingum hafa verið heldur hæg- fara miðað við margt annað gegnum aldirnar. Þó kemur fyrir að ný verkfæri líti dags- ins ljós til að létta mönnum starfið og hér prófar Anna Björg Níelsdóttir sérstakan þrífót sem heldur fæti hestsins sem léttir mjög starf járninga- mannsins. Anna Björg var á járninganámskeiði í Ilestamið- stöðinni í Hindisvík uin síðustu helgi þar sem hún þreytti próf í járningum sem er hluti af inngönguprófi í Félag tamn- ingamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.