Morgunblaðið - 23.01.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 23.01.1997, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Víti til vamaðar Elst við dreka (Chasing the Dragon) D r a m a *' A Leikstjóri: Ian Sander. Handrit: Phil Penningroth. Kvikmyndataka: Thomas Del Ruth. Tónlist: Wendy Blackstone. Aðalhlutverk: Markie Post, Dennis Boutsikaris, Noah Fleiss og Deirdre O’Connel. 98 mín. Bandarikin. ABC/Stjöraubíó 1996. Bönnuð innan 12 ára. GWEN Kessler er einstæð móðir. Hún er einmana, á í peningavandræðum og í vinnunni fær hún ekki að njóta sín. Allt hjálpast að við að stressa hana upp og þreyta. Vin- ur hennar býður henni heróín til að slappa af. Hún neit- ar því og stingur þá vinurinn smá- skammti í töskuna hennar. Þegar Gwenn á stefnumót og langar helst til að hætta við vegna þreytu, fínnur hún skammtinn og heljarför hennar í vítahring eiturlyf- janna er hafin. í þessari sjónvarps- mynd er ekkert sem kemur okkur á óvart og flestir hafa séð svipaða mynd áður. Hér er þó tekið á málun- um af raunsæi og er það helsti kost- ur myndarinnar. Allar aðstæður og persónur myndarinnar gætu verið úr okkar nánasta umhverfi og ætti því myndin að geta orðið áhorfendum víti til vamaðar. Engin atriði í mynd- inni eru það óhugnanleg að 10 ára einstaklingar hafí ekki séð annað eins. Myndin ætti ekki að vera bönnuð inn- an tólf því aldrei er of snemma hafist handa við forvamimar. AÐALLEIKKONA Elst við dreka., Markie Post, leikur hina stressuðu Gwenn sem lendir i Hildur Loftsdóttir vítahring eiturlyQanna. Alger plága (The Cable Guy) k * Á vaktinni (Dog Watch) k Hattadeildin (Mulholland Falls) k 'k'ti Flipper (Flipper) k Fargo (Fargo) kkk Tungllöggan (Lunar Cop) 'h Fresh (Fresh) k k'h Af hundum og köttum (The Truth About Cats and Dogs) kk Stepford eiginmennimir (The Stepford Husbands) 'h Vinsælt en þreytulegt grín frægum kvikmyndum, sem einungis var hluti af húmor títtnefndra Zuc- ker-bræðra og Abraham. Þannig fá margar myndir fyrir ferðina í Njósn- að mikið, en auk Bond-myndanna ber m.a. að nefna In the Line of Fire, Butch Cassidy & the Sundance Kid, Speed og True Lies. Það er mikið reynt til þess að kreista fram hlátur en oftast án árangurs. Þó eru í myndinni einstaka fyndin atriði eins og hið Bond-skotna kynningar- atriði, þar sem ,Weird Al“ Yankovic fer á kostum og meðferðin sem bamastjaman Macaullay Culkin fær, — man einhver eftir honum? Það verður að segjast að kominn er tími á húmor sem þennan og ekki væri úr vegi að grínhöfundar í Hollywood tækju sig til róttækrar endurskoðunar ef þeim dettur ekki neitt frumlegra í hug. Þó má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að myndin var ein sú vinsælasta í bíó- húsunum á síðasta ári og kunna því greinilega margir að meta það sem hún hefur upp á að bjóða. Er þeim eindregið bent á að kynna sér áður- nefndar fyrirmyndir. Skarphéðinn Guðmundsson myndunum. Hann leikui njósnarann Dick Steel sen fær það verkefni að hafc upp á illmenninu Rancoi (Andy Griffíth). í raur skiptir söguþráðurinn litlu máíi, því hann miðar fyrst og fremst að því að koma Steel í aðstæður þar sem hægt er að gera grín að í Njósnað mikið er gert mikið grín að njósnaranum James Bond. Hér sést Aðalleikari myndarinnar, Leslie Niels- en, í kunnuglegri Bond - stellingu. NJÓSNAÐ MIKIÐ (Spy Hard) Gamanmynd Leikstjóri: Rick Friedberg. Handrit: Rick Friedberg, Dick Chudnow, Jason Friedberg og Aar- on Seltzer. Tónlist: BiU Conti. Aðal- hlutverk: Leslie Nielsen, Marcia Gay Harden, Andy Griffith. 78 mín. Bandarisk. Hollywood Pictures/ Sam myndbönd. 1996. Leyfð fyrir alla aldurshópa. ENN á ný er boðið upp á þynnta útfærslu á bröndurum sem þeir Zucker-bræður og Abraham ^^^ sögðu fyrstir í myndum sínum Kentucky Fried Movie, Airplane og Top Secret og sjón- varpsþáttunum Police Squad, sem síðar urðu að myndaröðinni Naked Gun. Hátt- ur þeirra félaga var að taka fyrir í hverri mynd ákveðna tegund mynda og gera óspart gys að. Njósn■ að mikið fylgir hefð þessarí og tekur fyrir hasarmynda- hetjuna, einkum þó gamla, góða James Bond, en öll umgjörð myndarinnar er i Bond-myndastíl. Gamli sjónvarpsþátta- og B-myndaleikarinr Leslie Nielsen, sem endur- lífgaður var af Zucker- bræðrum og Abraham endurtekur hér enn hlut- verk sitt úr Naked Gun StangaveiðiféCags ReyCgavíkui 8. feórúar 1997 íf. 19.00 á HóteCSögu I VeisCustjóri (juðCaugur (Bergmann JÁ dagskrá fyöfdsins m.a. (.EmiCíana Œbrrini (RadíusSrœður Dansarar Sigursteinn Stefánsson og cEttsa6et Sif ECaraCcCscCóttir EgiCCÓCafsson og CiCjómsveit CeiRgfyrir cCansi CMatseðiCC jArbaífgvermir Laxg og Lúðusveifta með steibtu grcenmeti, reyktum (axi og kgriandersósu Tært rifsberjakryddað hreindýraseyði með gráðostastöngum Jdunangsgíjáð andaóringa og sveppafyíft færi með steyttum grænum pipar, hgrtöffuböfu og syfurbrúnuðum shgffottufauj Lrótíshir ávegtir með ‘Mangóísfrapa Borðapcintanir á skrifstofu félagsins sími 5686050 Pantanir óskast sóttar laugaráaginn 25. febrúar milli kl. 13.00 og 15.00 Mióaverð kr, 7.900 ÚR teiknimyndinni Mjallhvit og dverg- arnir sjö. Mjallhvít látin ► ADRIANA Caselotti, sem ávann sér sess í sögu teikni- myndanna sem rödd Mjall- hvítar í mynd Disney kvik- myndafyrirtækisins, er látin 80 ára að aldri. Caselotti fékk hlutverk Mjallhvítar eftir að umsjón- armaður leikaravals í myndina hringdi í föður hennar, sem var eftirsóttur raddþjálfari, þegar hún var ung kona. Hún stóð við sím- ann á meðan á samtalinu stóð og sagði svo við föður sinn, „heldurðu að ég gæti ekki bara talað fyrir Mjall- hvíti?“. Það gekk eftir en þá þegar höfðu um 150 ung- ar konur reynt sig við hlut- verkið en engin þótti hafa hinn rétta aldurslausa, vin- gjarnlega, eðlilega og sak- Iausa hljóm í röddinni sem leitað var eftir. Eftir frumsýningu mynd- arinnar var hún áberandi í samkvæmislífinu og kom reglulega fram á skemmtun- um og söng lög úr myndinni eins og til dæmis, „Some Day My Prince WUI Come“ og „Whistle While You Work“. Gríma Zorros ► SPÆNSKI leikarinn An- tonio Banderas gaf leikkon- unni Catharine Zeta Jones rós á fréttamannafundi þeg- ar tilkynnt var að tökur væru að hefjast á myndinni Grima Zorros. Anthony Hopkins fylgdist með og lét sér hvergi bregða. Kvik- myndinni var þannig lýst að hún snerist um ástir, sæmd, sorgir og sigur og ætti sér stað í Mexíkó á 19. öld þeg- ar þjóðin barðist fyrir sjálf- stæði undan Spánverjum. Leiksljóri er Martin Camp- bell og fara tökur fram víðs- vegar um Mexíkó. Óljóst hvort Monroe lék í klámmyndinni ► KVIKMYNDASTOFNUN Bandaríkjanna hefur gefið út tilkynningu um að hún hafi aldrei staðfest að klám- fengin stuttmynd, sem sögð hefur verið með Marilyn Monroe í aðalhlutverki, væri ósvikin. Það kom í Ijós að starfsmaður notaði vistar- verur stofnunarinnar til að tjá persónulega skoðun sína á málinu. Stuttmyndin sem er sex og hálfrar mínútu löng verður engu að síður frumsýnd á Kvikmyndahá- tiðinni í Madrid sem hefst 1. febrúar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.