Morgunblaðið - 23.01.1997, Side 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Jón Arnar
fær 25 millj.
fram að ÓL
í Sydney
JÓN Arnar Magnússon tugþrautar-
maður fær rúmar sex milljónir
króna á ári í styrk næstu fjögur
árin, eða samtals 25,3 milljónir
króna, til undirbúnings fyrir Ólymp-
íuleikana í Sydney í Ástralíu árið
2000 samkvæmt styrktarsamningi
sem undirritaður var á Sauðárkróki
í gær. Þetta er stærsti samningur
sem gerður hefur verið við íslenskan
íþróttamann.
„Þetta er stór dagur í mínu
íþróttalífi. Samningurinn gerir mér
kleift að einbeita mér alfarið að
æfingum og keppni næstu fjögur
árin án þess að fjölskyldan þurfi
að hafa af því fjárhagsáhyggjur,"
sagði Jón Arnar.
Fijálsíþróttadeild Tindastóls
beitti sér fyrir því að koma þessum
samningi á. Sauðárkróksbær og
fyrirtæki á Sauðárkróki greiða
stærsta hluta samningsins eða um
40% kostnaðar. Afreksmannasjóður
ÍSÍ greiðir ríflega 30% og önnur
fyrirtæki og stofnanir á landsvísu
sjá um afganginn eða 25-30%
kostnaðar.
■ Rúmar 25 millj./Cl
------♦--------
Of mikil
loðna
MIKIÐ magn loðnu hefur fundist
á miðunum suðaustur af Papa-
grunni og hafa mörg skip rifið
nætur sínar illa og þurft að sigla
í land til að sækja nýjar. Lárus
Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH,
segir að loðnan hafi komið sjó-
mönnum í opna skjöldu því hún
þétti sig 10-12 dögum fyrr miðað
við síðustu ár. Leiðindaveður var
á miðunum í gær og mikill straum-
ur sem gerir veiðarnar erfiðari en
ella.
■ Loðnan rífur nætur/16
Úrskurður um töku barnsins kærður til Hæstaréttar
Móðirin sækir dóttur
sína til yfirvalda hér
MÓÐIR Zenith Helton, fjögurra ára
telpu sem íslensk yfirvöld tóku úr
höndum móðurömmu sinnar á
þriðjudag að beiðni bandarískra yfir-
valda, var væntanleg til íslands
snemma í morgun. Með móðurinni,
Kelly Helton, eru kvikmyndatöku-
menn sjónvarpsþáttarins Unsolved
Mysteries. Lögmaður ömmunnar og
eiginmanns hennar hyggst kæra til
Hæstaréttar úrskurðinn sem heimil-
aði aðgerðir íslenskra yfirvalda og
segir lögmaðurinn að taka þurfi til
athugunar hvort það hafi verið barn-
inu fyrir bestu að taka það úr um-
sjá hjónanna.
Stefán Eiríksson, lögmaður í
dómsmálaráðuneytinu, segir sér-
fræðinga ráðuneytisins á þeirri skoð-
un að hér á landi séu engir aðilar
sem hafi lögmæta forsjá barnsins.
Barnið sé bandarískur ríkisborgari,
sem hafí komið ólöglega til landsins
og þar af leiðandi sé líklegast að
bandarísk yfirvöld taki við því.
Vegabréf Connie Jean Hanes,
ömmu telpunnar, og Donald Hanes
eiginmanns hennar eru í vörslu
bandaríska sendiráðsins. Dvalar- og
atvinnuleyfi hjónanna hér á landi
runnu út í síðustu viku og hafa ekki
verið endurnýjuð, þrátt fyrir umsókn
þeirra þar um, að sögn Jóhanns Jó-
hannssonar, yfirmanns útlendinga-
eftirlitsins. Jóhann segir að ferill
hjónanna hafi ekki verið kannaður
þegar þau fengu dvalarleyfi, enda
slíkt ógjörningur vegna fjölda þeirra
dvalarleyfa sem veitt séu á hveiju
ári.
í þættinum Unsolved Mysteries
þar sem íjallað var um málið, kom
fram að Donald Hanes hefði hlotið
dóm í Bandaríkjunum. „Ég er á
sakaskrá af því að ég ók ölvaður
og lenti í óhappi árið 1984. Hins
vegar er ekki rétt að ég sé á skil-
orði því að ég hef tekið út mína
refsingu og á ekkert sökótt við lög-
in,“ segir Donald í viðtali við Morg-
unblaðið í dag.
Connie Jean segir í viðtali við
Morgunblaðið að hún ætli að fasta
þar til litla telpan verði komin til
hennar á ný.
Taka barnsins/10
Fasta þar til/10
Aðstoða/10
Spyrða
þorsk á
trönur í
Skagafirði
STARFSMENN Fiskiðjunnar
Skagfirðings hf. voru önnum
kafnir við að hengja þorsk-
spyrður á trönur þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins átti
leið um Sauðárkrók í gær.
Skreiðin á örugglega eftir að
kæta einhveija, en reynt er að
koma í veg fyrir að það verði
fuglar himinsins með því að
strengja net yfir trönurnar.
Þá voru þorskhausar einnig á
kippum á trönunum. Mikil
kúnst þykir að rífa herta
þorskhausa í sig og geta nefnt
hvert stykki réttu nafni og
þeim fer sjálfsagt fækkandi
sem þá list kunna til hlítar.
Morgunblaðið/Golli
Smygl
fyrir vel
unnið starf
LÖGREGLAN á Akureyri
hefur nú undir höndum^enn
eina flöskuna af Jenkins
vodka, en upplýst hefur verið
um smygl á 24 þúsund flösk-
um þessarar tegundar til
landsins. Þessi flaska komst
í hendur lögreglu eftir að árs-
hátíðarnefnd vélsleðamanna
fékk hana afhenta fyrir vel
unnið starf.
Árshátíðin var haldin á
Akureyri. Þegar flaskan var
afhent lagði einn í árshátíðar-
nefnd hald á hana. Sá var
Þorsteinn Pétursson, eftirlits-
maður veitingahúsa á Akur-
eyri. Daníel Snorrason, lög-
reglufulltrúi sagði ekki ljóst
hvort þessi uppákoma hefði
einhvern eftirmála.
■ Árshátíðarnefnd/13
Forseti Alþýðusambandsins segir kjaraviðræðurnar í sjálfheldu
YSI og stjómvöld stefna
að óbreyttu í átök
„EINS og staðan er í dag telja fæst-
ir tilefni til bjartsýni. Mér fínnst
reyndar með ólíkindum ef Vinnuveit-
endasambandið mætir til leiks með
óbreytt viðhorf þegar sáttasemjari
tekur upp þráðinn á ný. Þá horfir í
óefni. Vinnuveitendasambandið held-
ur því fram að verkalýðsfélögin innan
Alþýðusambandsins stefni í vinnu-
deilur. Ég segi þvert á móti að það
séu Vinnuveitendasambandið og
stjómvöld, ef þau fara ekki að taka
til hendinni í málum sem að þeim
snúa, sem eru að stefna hér í átök,“
segir Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, í viðtali um stöðuna í kjaramál-
unum, í Morgunblaðinu í dag.
Gæti stefnt í farveg sem erfitt
yrði að komast úr
Grétar segir að kjaraviðræðurnar
séu í sjálfheldu en kveðst gera ráð
fyrir að ríkissáttasemjari hefji yrði
formlegar viðræður í kringum næstu
helgi. Þá reyni á hvort viðhorf vinnu-
veitenda hafi eitthvað breyst.
„Eftir það sem á undan er gengið
er ekki mikil þolinmæði hjá okkar
fólki,“ segir Grétar. „Það hafa ekki
enn fengist neinar efnislegar viðræð-
ur við okkar helstu viðsemjendur um
kröfugerð. Tíminn styttist óðfluga,“
segir hann ennfremur í viðtalinu.
Grétar segist ekkert vilja fullyrða
um hvenær hugsanleg verkföll kynnu
að skella á. Ef ekki fari að miða
verulega á fyrstu tveimur vikunum
eftir að viðræður komast í gang hjá
sáttasemjara óttist hann um fram-
haldið og þá sé verið að stefna mál-
um í farveg sem erfitt yrði að kom-
ast úr.
Fella yfirborganir og
viðbótarálög inn í taxtana
„Kannski er það óhjákvæmilegt
ef það er staðfastur ásetningur við-
semjenda að spila engu meiru út og
vera ekki til viðræðna um nokkurn
skapaðan hlut umfram einhver 2%
eða 3% í kauphækkun, þá er auðvit-
að verið að stefna þráðbeint í átök,
sem viðsemjendur okkar bera fyrst
og síðast ábyrgð á.“
Grétar segir að langflestir innan
ASI vilji færa umsamda taxta sem
næst raunverulega greiddu kaupi.
„Það sem við viljum gera með því
að færa kauptaxta að greiddu kaupi
er að auka verulega vægi umsa-
minna kauptaxta í launamyndun-
inni með því að fella bæði yfirborg-
anir atvinnurekenda og í ýmsum
tilfellum umsamin viðbótarálög inn
í taxtana," segir hann m.a. í viðtal-
inu.
■ Stefnir í/28