Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 21 LISTIR HJÓN í sveit; gróf pensilför og lítil tilfinning fyrir ljósi og skugg- um einkenna pilsið á kjól konunnar. Kona undir kjólnum BRESKUR listfræðingur, sem þótti sitthvað athugavert við kjól konu á mynd eftir Thomas Gainsboro- ugh, hefur komist að því að undir myndinni af „Hjónum í sveit“ leyn- ist áður óþekkt andlitsmynd af konu. Þykir þetta hin merkasta uppgötvun enda Gainsborough, fæddur 1727, látinn 1788, á meðal þekktustu málara Bretlands, en hann málaði fjölmargar andlits- myndir af breska aðlinum. Listfræðingurinn hafði um ára- bil virt fyrir sér myndina af hjón- unum og þótt kjóll konunnar ólíkur öðru því sem Gainsborough mál- aði. Taldi hann greinilegt að kast- að hefði verið til höndum við þann hluta verksins. Ákveðið var að taka röntgen-mynd af því og kom þá í ljós mynd af konu með hatt. Varir konunnar komu aðeins í gegn og mynduðu skugga i kjól hinnar kon- unnar. Segir listfræðingurinn, sem starfar við National Gallery i Lond- on, engan vafa leika á að myndin sé eftir Gainsborough og að verkið RÖNTGENMYND af sama málverki; í ljós kom andlits- mynd af óþekktri konu. undir sé frá fyrstu árum ferils hans en fáar myndir eru til frá þeim tima. Líklega hafi fjárhagur hans ráðið því að hann ákvað að nota strigann aftur en ekki er vit- að hver konan er á myndinni. Poemi Hafliða frum- flutt í Bandaríkjunum Á TÓNLEIKUM Riverside Symphony sem haldnir verða í Merkin Concert Hall í New York í dag verður meðal annars frumflutt verk Hafliða Hallgrímssonar, Poemi, en fyrir það hlaut hann Norrænu tónlistarverðlaunin. Er þetta í fyrsta skipti sem verkið er flutt í Bandaríkjunum og verður Hafliði viðstaddur. Auk verks Hafliða verða flutt verk eftir Mendelssohn og Bartók. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður George Rothman og einleikari á fiðlu verður Norðmaðurinn Atle Spon- berg. Tvö í einumlíkama - og það á Islandi DANSKI rithöfundurinn Svend Áge Madsen hefur fyrir löngu getið sér gott orð fyrir hugmynda- ríkar og skemmtilegar skáldsögur. Nýjasta bókin hans, „Kvinden ud- en krop (106 bls.) gerist í náinni framtíð og leikurinn berst til íslands. Svend Áge Madsen hefur oft kom- ið til íslands og þá einnig heim- sótt ísafjörð og Bolungarvík, þar sem sagan gerist að hluta. En upphaflega kom sagan til hans í draumi. Á endamörkum heimsins og hins andlega Gary er vísindamaður og hefur náð tökum á glænýrri tækni, sem gerir kleift að flytja anda einnar persónu yfir í aðra. Þegar Thelma kona hans fær krabbamein, sem er á góðri leið með að draga hana til dauða, afber hann ekki tilhugs- unina um að missa hana og telur hana á að flytja í líkama sinn. „Sagt er að undir húðinni sé sér- hver maður einsamall. Það er ekki lengur satt.“ Þannig byijar bókin og um leið er tónninn gef- inn fyrir þær hugsanir, sem leita á höfundinn. Þau Gary og Thelma eru fjarska náin og samrýnd, en það horfir öðruvísi við að geta í orðsins fyllstu merkingu lesið hugsanir hvors annars og geta engu leynt. Þau þola heldur ekki að vera innan um annað fólk eftir þessi umskipti og þar sem Gary hefur nýlega verið á íslandi verður ís- landsferð ofan á, þar sem þau fara síðan bara eitthvað út í bláinn með innanlandsfluginu og lenda á ísafirði. En Gary þolir ekki við þar vegna lýsisþefsins, svo þau halda til Bolungarvíkur. Þau hrekjast áfram til Sahara, þar sem þau þola heldur ekki við og flýja á endanum aftur til Bolungarvíkur. Þessar tvær andstæður, Sahara og Bolungarvík, eru líka tákn fyr- ir þau ystu mörk, sem Gary og Thelma kanna með nýju lífi sínu. En Gary hefur áður verið vís- indamaður og Thelma unnið við að hanna og slípa linsur. Nú leggja þau saman krafta sína og hanna linsu, sem gerir öðrum mögulegt að sjá hið sama og þau sjá hvort í öðru, að sjá allt, sem hrærist í huga þess, sem horft er á. Vísindamaður yfírfærír huga dauðsjúkrar konu sinnar í eigin líkama og þau flýja * frá lífí sínu og halda til Islands. Sigrún Davíðsdóttir segir frá bókinni og ræddi við danska rithöfundinn Svend Áge Madsen um bók hans. Sagan sem birtist í andvöku Svend Áge Madsen segir söguna hafa komið til sín eitt sinn, þegar hann var and- vaka. Fyrst kom fyrsta setningin og svo áframhald sög- unnar, sem þyrluðust um í huga hans, svo hann tók til við að skrifa hana niður. Síð- an lagði hann sig aft- ur, en hálftíma síðar fór allt af stað aftur í huga hans og hann hélt skriftunum áfram og lauk þeim, svo hann svaf ekki mikið þá nótt. Sagan skilaði því sér nokkuð snarlega á skömmum tíma. Madsen segist alltaf hafa öfund- að rithöfundinn Robert Louis Stev- enson, sem var vakinn eina nótt af konu sinni, því hann hljóðaði af martröð. í huga hans var þá sagan af doktor Jekyll og herra Hyde. „Þar varð ein persóna að tveimur. í minni sögu verða tvær persónur að einni, svo smásnerti- flötur er þar á milli,“ segir hann sposkur í bragði. En sagan kom þó ekki til hans alveg upp úr engu, því Madsen segist fylgjast af áhuga með umræðum um hvort maðurinn sé eins og tölvuforrit, sem hugsanlega verði hægt að lesa, eða hvort meira liggi í því að vera maður. Efnið hefur því lengi verið honum hugleikið, þótt það hafi tekið á sig mynd eina andvökunótt. ísland varð fyrir valinu, segir Madsen, af því að hann þekkir sig þar og þá líka ísafjörð og Bolung- arvík. Hann gerði eins og persónur hans, fór niður á Reykjavíkurflug- völl og tók bara fyrstu vélina, án þess að vita hvert væri verið að fara. Þá reyndist áfangastaður vera ísafjörður, en þar var ekki mikið að sjá svo hann tók rútuna til Bolungarvíkur og gekk svo til baka. „Ég leitaðist við að lýsa persónunum, sem könnuðu ystu mörk sín og afmarkanir og kom það af sjálfu sér að velja tvær algjörar andstæður eins og Sahara og Bolungar- vík eru. Og persónurn- ar eru líka í leit að einsemd og hana er að hafa á þessum stöðum.“ Sagan sem innri samræður höfundar í sögu Madsens eru Gary og Thelma mjög náin og samrýnd, en þegar þau eru komin í einn lík- ama kemur þó í ljós að sú nánd var ekki sambærileg því að geta rýnt í hveija minnstu hugsun og minningu. Hún er nánast óbæri- leg. „Þar með eru þau afhjúpuð fyrir hvort öðru á allt annan hátt en áður,“ segir Madsen. „Við höf- um öll þörf fyrir að eiga okkur einhver leyndarmál, halda ein- hveiju fyrir okkur sjálf og eiga okkur einkalíf. Það leiðir til feimni og viðkvæmni að þekkja aðra per- sónu svona alveg niður í kjölinn.“ í sögunni kemur fyrir rithöfund- ur, sem er faðir Thelmu. „Kannski má þekkja í honum einhveija drætti úr mér,“ segir Madsen, „en ég er líka að ýmsu leyti samsinna Thelmu og þekki vel drætti í Gary. Kannski má segja að samskipti þeirra séu mínar innri samræður, sem ég deili niður á þijár persónur." Svend Áge Madsen I Tveir söngfuglar á sömu grein Morgunblaðið/Jón Svavarsson KRISTÍN R. Sigurðardóttir, Arnar Gunnar Hjálmtýsson og Iwona Jagla í lok tónleikanna. TÓNLIST Víðistaðakirkju EINSÖNGSTÓNLEIKAR Kristín R. Sigurðardóttir og Arnar Gunnar Hjálmtýsson. Píanóleikur Iwona Jagla. 1. febrúar kl. 17. HÚN sópran, hann tenór, hún kynnt sem hún hafi lokið námi, hann rétt ólokið. Afar eru þau þó á mi- sjöfnu stigi tónlistarlega séð, en sem betur fer er tónlistarnámi ekki lokið með skólagöngunni einni, einnig gjarnan svo að skólar virðasc gera mjög misjafnar kröfur varðandi sín lokapróf. Kristín á vonandi eftir að læra meira, en ekki kæmi mér á óvart að þar sé efni í ljóðrænan drama- tiskan sópran síðar meir. Margt er mjög fallegt í röddinni, dálítið sár á stundum og ekki alltaf stöðug í farveginum, þar af leiðandi á hún til að syngja í rokum, sem hvergi eiga stoð í þeim verkefnum sem hún valdi sér til flutnings á laugardag- inn, t.d. í Mozart-aríunni Deh vieni non tardar. Slapp þó nokkuð vel frá 0, mio babino caro. í síðari aríunni eftir Puccini sýndi hún að Mimi er ekki langj; undan, aftur á móti á hún eftir að ná tökum á Rossini, enda valdi hún ekki það auðveld- asta eftir hann - Una voce poco fa - úr Rakaranum, sem var dálítið þunglamaleg, er að hluta til gat verið píanóleikaranum að kenna. Eitthvað vantaði eðlilega á að Ave Maria úr Otello næði fluginu, kannski fyrst og fremst umhverfið. Arían úr Adriana Lecouvreur var best sungið á tónleikunum. La danza hef ég ekki áður heyrt sungið af kvenmanni og þar náði Kristín ekki að sannfæra mann. En hvað sem þessu líður sýnist mér að þarna bætist enn ein vonin við allar hinar efnilegu söngkonurnar. Arnar Gunnar Hjálmtýsson er ten- órlega vaxinn enda og tenór sem úr barka hans kom og kannske ekki að undra þegar ættfræðin er skoðuð. Sigurður Demetz talar stundum um hvítan tenór og ekki veit ég hvort staðsetja má rödd Arnars í þann flokk, en langt í frá er það ekki. Arnar tók að sér íslenska hluta söng- skrárinnar og veit ég ekki hvort það var gáfulegt, íslensku lögin eru ótrú- lega erfið og viðkvæm og leyndar hættur í hveiju spori. Rödd er eitt, lyþmi og einhver skilningur á tón- smíðinni annað. Hvort tveggja þarf að fara saman í flutningi og þó er ryþminn og skilningurinn nauðsyn- legri. Því miður verður að segjast að það síðarnefnda vantaði í flutninginn. Hvergi var um nákvæman takt að ræða í flutningnum og þótt tónskáld- ið skrifaði punkteraðan ryþma, jafnar nótur eða hvað eina annað, var því ekki fylgt í flutningnum. Hér vantaði semsagt grundvallaratriðin til þess að lag verði áheyrilegt. Arnar mun enn vera í námi og mundi ég ráð- leggja honum að taka þessi atriði föstum tökum, án þeirra verður lag afmyndað. Margt má kenna píanó- ieikarnum Iwonu Jagla, sem akkomp- aneraði þessa tvo söngfugla afleit- lega. Mikið af skakkt leiknum hljóm- um getur alveg farið með söngvarann og var ég reyndar undrandi á að þeir skyldu koma með rétta nótu eft- ir hana skakkt leikna, hljóma á und- an. Hvers konar gráðu Jagla hefur sem píanóleikari, veit ég ekki, en meðleikur með söngvurum hentar henni ekki. Ragnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.