Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Skólanesti - Hver g'ætir skólamáltíð heilsu landsmanna? Á FYRSTU 18 árum ævinnar tekur fólk út sinn vöxt og líkamsþroska. Á þess- um árum margfaldast stærð og þyngd. Manneskjan þroskast frá barni í fullvaxinn einstakling. Arfleifð og umhverfi ráða hvernig til tekst. Ætt- armót erfist en efni og hvatar koma frá umhverfí. Vaxtarlag erfist að hluta. Arf- gengir þættir draga mörk um vaxtar- og þroskamöguleika ein- staklingsins en ráða hvernig hinir arfgengu eigin- leikar nýtast á þroskaskeiðinu. Meðal hinna mörgu umhverfis- þátta er matarræði einn sá mikil- Hollt, alhliða matar- æði er sérstaklega mikilvægt, segir Stefán Yngvi Finnbogason, á vaxtarskeiði þegar uppbygging líkamans er hröðust. vægasti. Úr matnum kemur efnið í bein og tennur, vöðva, sinar, æðar og taugar, húð og blóð, alla vefi líkamans, fasta og fljótandi. Úr mat og drykk koma öll hin nauðsynlegu efni fyrir vöxt og við- hald fruma og vefja líkamans. Skortur á næringarefnum tefur vöxt og þroska, dregur úr mót- stöðu líkamans og getur jafnvel valdið varanlegum vanþroska. Hollt, alhliða mataræði er sérstkalega mikilvægt á vaxtarskeiði þegar uppbygging líkamans er hröðust. Skólaárin eru höf- uðmótunartímabil á þroskaskeiðinu. Þjóð- félagið er skyldugt til að veita þegnum sínum kennslu á skólaskyldualdri og þannig búa þá undir að verða sjálfstæðir einstaklingar. Þeim er kennt að lesa, skrifa og reikna. Þeim eru kennd saga og náttúru- fræði. Þeim er kennt að tjá sig á móðurmálinu og einnig á öðrum tungumálum. Þeim er kennt að afla sér þekkingar og heimilda með nýjustu samskiptatækni. Þeim er kennt um mannslíkamann, þarfir hans og þroska, um holla lifnaðarhætti og heilbrigt líf. Þeim er kennt um nauðsynlega hreyf- ingu og áreynslu og hollt matar- æði, söng og dans og aðrar listir. Nemendum grunnskólanna tekst misjafnlega vel að hagnýta sér þessa fræðslu. Áhuginn er dreifður og kennsla og kennsluað- staða misjöfn. Þekkingin er fyrir hendi til að búa hvern einstakling undir lífíð eins vel og hans hæfi- leikar leyfa og flestir skólar gjör- nýta sína getu til að koma sínum fróðleik í gagnið. Komið hefir fram í ýmsum könnunum að mataræði grunn- skólanema er ekki alls staðar eins Stefán Yngvi Finnbogason umhverfisþættir glerungseyðingu. En glerungseyð- og það ætti að vera. Þó að þeir sem hlut eiga að máli hafi næga þekkingu til að gera betur. Þar ber mest á óhóflegri sykurneyslu og gosdrykkjaþambi. Sykur er nær hrein orka. Hann eyðir eðli- legri matarlyst og stjakar því til hliðar hollum mat, veldur offítu og hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir tennur. Gos- drykkir eru sætir, en auk þess innihalda þeir sýru sem veldur v SKEMMIR / TENNUR ing er vaxandi vandamál meðal unglinga. Um tíundi hver 15 ára unglingur í Reykjavík er með gler- ungseyðingu. Þá eyðist glerungur- inn af innflötum tannanna einkum í efri gómi. Þegar tannbeinið er orðið bert er mótstaðan lítil og verður ekki bætt nema með dýrum viðgerðum. Skólarnir búa nemendur sína undir lífið. Yngri nemendur læra líka af eldri nemendum. Það sem fram fer í skólunum, bæði í kennslustundum og utan þeirra, hefir mótandi áhrif á nemendur. í einstöku skólum hafa eldri nemendur fengið leyfi til að selja gosdrykki og sælgæti í fjáröfl- unarskyni vegna ferðalaga eða annarra hluta, vafalaust í góðum tilgangi. Gosdrykkir og sælgæti ætti ekki að sjást í skólum og það er bjarnargreiði við nemendur að leyfa sölu á því þar. Það eru gnægðir annarra neysluvara á markaðnum sem bæði eru hollar og vinsælar. Ég bendi sérstaklega á hinar fjölmörgu ávaxtategundir, mjólkurvörur og vatn, sem fæst í handhægum umbúðum auk þess að fást ókeypis beint úr krananum í sínu besta formi. Þessar vörur gætu eldri nemendur tilreitt á aðlaðandi hátt og ■jgj/ selt í frímínútum bekk sínum til ábata, sjálfum ^ sér til ánægju og öllum til gagns. Enn verður bið á að máltíðir fáist keyptar í öllum skólum vægu verði eins og þó er stefnt að. Börnin koma því með skólanesti enn um sinn. En skólanestið er misjafnt og ætti ekki að vera eft- irlitslaust. Auðvelt er að útbúa gott skólanesti. Óteljandi tegund- ir af úrvals brauðum fást, frábær- ir ostar og ósætt álegg margskon- ar. Ávextir eru áður nefndir og ekki má gleyma tómötum og gúrkum sem flest börn eru sólgin í. Ósætir drykkir ættu að vera sjálfsagðir í skólanestið. Nýmjólk og léttmjólk fást í handhægum umbúðum. í fréttabréfí sem skólarnir senda út á haustin gæti verið leiðbeining um skólanesti. Foreldrafélög gætu líka lagt hér ýmislegt til málanna. En síðast en ekki síst. Hollt nesti er ódýrara en óhollt nesti, bæði í innkaupi og til lengri tíma litið. Prófið bara sjálf. Höfundur er barnatannlæknir og yfirkólatannlæknir í Reykjavík. í DESEMBER sl. var frétt í sjónvarpi þess efnis að þeir sem meira hefðu umleikis lifðu lengur. Frétta- maðurinn talaði sér- staklega um að þeir sem meira bæru úr býtum í brauðstritinu hefðu efni á að kaupa grænmeti en neysla þess stuðlaði m.a. að auknu heilbrigði og lífslíkum. Það er af sem áður var þegar mikill meiri- hluti almennings hér á landi hafði óbeit á grænmeti en í dag er hollusta þess óumdeild og margir vilja meina að neysla grænmetis og ávaxta sé lífsnauðsynleg fyrir mannskepnuna. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og landlæknisembætti ýmissa vest- rænna landa hafa löngum hvatt til aukinnar neyslu grænmetis, þótt hún sé yfirleitt margfalt meiri en hér á landi. Aukin neysla grænmet- is er talin áhrifamikil leið til að koma í veg fyrir sjúkdóma og þann- ig bæta heilsu almennings. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þeir sem neyta ávaxta og grænmet- is í miklum mæli eiga síður á hættu að fá ýmsar tegundir krabbameins, s.s. í maga, ristii, vélinda og blöðru- hálskirtil svo eitthvað sé nefnt. Sömu sögu er að segja um hjarta- og æðasjúkdóma. En hvernig stendur á því að al- menningur í þessu landi borðar ekki meira af þessu hollustufæði en raun ber vitni? Svari hver fyrir sig en sá sem þetta skrifar telur einsýnt að þar skipti verðlagning mestu og þá sérstaklega svokallaðir „vemdar- tollar“ þó erfítt sé að fá vitrænt samhengi í þá nafngift, því ekki vernda þessir tollar almenning nema síður sé enda bitna þeir harðast á þeim sem minnst mega sín. Stjórnvöld hafa lengi legið undir ámæli hvað varðar innflutningstolla á grænmeti og virðist sem þessir „verndartollar“ haldi almenningi frá þessari lífsnauðsynlegu fæðu og hafa sumir kallað hana auðmanns- fæði og er þar m.a. vísað til áður- nefndrar umíjöllunar í fréttatíma sjónvarps í síðasta mánuði. Á ársgrundvelli er verð á græn- meti og ávöxtum margfalt hærra hér á landi en víðast í nágrannalönd- um okkar, ekki síst þegar miðað er við ráðstöfunartekjur heimilanna. Þetta gerir það að verkum, að marg- ir telja sig ekki hafa ráð á, að kaupa hollustuvöruna í þeim mæli sem þeir annars myndu gera. Afleiðing þessa verðlagskerfis virðist m.a. vera sú að við borðum Iakara grænmeti, enda kemur þetta kerfi harðast niður á vandaðri græn- metisframleiðslu, og minna af grænmeti en aðrar þjóðir á Vestur- löndum. Staðreyndim- ar sýna jafnframt, að við erum lengst þessara þjóða frá því að ná þeirri hlutdeild græn- metis, sem mælt er með af hálfu alþjóðlegra heilbrigðisstofnana. En hver eða hveijir gæta hagsmuna al- mennings í þessum málum? Margir vilja meina að flestir þing- menn hafi meiri áhuga á staðbundnum kjör- dæmahagsmunum en því að beita sér fyrir varanlegri lækkun á grænmetisverði og þannig stuðla að auknu heilbrigði kjósenda sinna og bama þeirra. Sorglegt ef satt er en verkin tala. Það er lítt vitrænt, segir Gunnlaugur K. Jóns- son, að tala um lögmál framboðs og eftirspum- ar, þegar framboð að utan er hindrað með „verndartollum“. Þá heyrast þær raddir æði oft, að almenningur sjálfur eigi hér tölu- verða sök þar sem við látum nánast bjóða okkur hvað sem er í þessum efnum og það vita ráðamenn. Stund- um heyrist að vísu ámátlegt væl í „fulltrúum" neytenda en það dugir varla sólarhringinn. Upp úr stendur þó, og það vita ráðamenn, að al- menningur kaus ekki þessa „vemd- artolla“ yfir sig. Þá skýtur skökku við, að flestar pólitískar ákvarðanir sem koma landsmönnum til góða hvað varðar verðlagningu á grænmeti og öðrum matvælum, eru teknar samkvæmt skuldbindingum íslendinga í erlend- um fjölþjóðastofnunum þó yfírleitt sé þráast við. Én upp úr stendur að það er lítt vitrænt að tala um lögmál framboðs og eftirspurnar þegar framboðið að utan er hindrað mað „vemdartoll- um“ þannig að raunveruleg sam- keppni er ekki til staðar, a.m.k. hvað grænmeti áhrærir. í allri þeirri umræðu sem átt hef- ur sér stað um þessi mál á síðustu misserum hafa margir saknað raun- hæfra aðgerða Neytendasamtak- anna, stærstu hagsmunasamtaka almennings hér á landi. Talað er um innbyrðis vandamál og deilur innan samtakanna en vonast er til þess að Eyjólfur hressist. Gunnlaugur K. Jónsson Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipliolti 50b__sími 561 0244/898 0244__fnx 561 0240 Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur ogfyrirtækja og ráðgjöf oguppgjör RBS______________________Gunnar Haraldsson hagfræðingur Nú í seinni tíð hafa bæði lærðir og leikir velt fyrir sér sambandi mataræðis annars vegar og náms- árangurs og ofbeldishneigðar hins vegar. Sífellt fleiri, m.a. vísinda- menn, telja ekki nokkurn vafa á orsakasamhengi þarna á milli. Nátt- úrulækningamenn hafa í áratugi bent á þetta samhengi en oftast talað fyrir daufum eyrum. Náttúrulækningastefnan er mjög gömul enda þótt þetta heiti sé til- tölulega nýtilkomið. Faðir þessarar stefnu er gríski læknirinn Hippó- krates en hann er jafnframt talinn faðir læknisfræðinnar en hann var uppi á 5. öld fyrir Krists burð. Hippókrates lagði megináherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma með réttu mataræði og réttum lifnaðar- háttum en hann taldi sjúkdóma stafa af röngum líísvenjum og synd- um gegn lögmálum náttúrunnar. Samkvæmt kenningum Hippókrat- esar eigum við því ekki í höggi við sjúkdóma heldur ranga lífshætti. Margir halda að náttúrulækn- ingastefnan og jurtaneyslustefnan séu eitt og hið sama og að aðal- markmið náttúrulækningastefnunn- ar sé að útrýma kjöti og físki af matborðum almennings. Þetta er hinn mesti misskilningur. Jurta- neyslustefnan er mjög gömul og byggist á trúfræðilegum og sið- fræðilegum forsendum aðallega. Jurtaneytendur hafa ekki talið sér heimilt að deyða dýr sé^ til matar en borða mjólkurmat og egg. Sumir ganga þó svo langt að nota engar dýraafurðir, hvorki mjólk, egg, ull né húðir. Þeir kalla sig „vegana" en aðrir jurtaneytendur eru kallaðir „vegetarinar". Jurtaneytendur hafa til skamms tíma ekki afneitað kaffí, hvítu hveiti og sykri, sem eru í augum náttúru- lækningamanna skæðustu heilsu- spillar menningarþjóðanna auk reykinga. En nú munu samtök jurta- neytenda almennt hafa tekið upp alhliða heilsuvemdarstefnu á svip- aðan hátt og formælendur náttúru- lækningastefnunnar. Vonandi vakna ráðamenn fljót- lega af værum blundi og taka til óspilltra málanna í þá veru að stuðla að bættri heilsu landsmanna í stað þess að spilla henni. Veruleg lækkun á grænmetis- verði er sannarlega fjárfesting til framtíðar fyrir íbúa þessa lands. Sífellt er verið að tala um fyrir- byggjandi aðgerðir í heilbrigðismál- um þjóðarinnar. Hér er stóra tæki- færið fyrir ráðamenn til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar, þjóðinni til heilla! Höfundur er stjórnarformaður Náttúrulækningafélags íslands. HAFNFIRÐINGAR OG NÁGRANNAR! )LUNNI LÝKUR XRDAGINN 8. FEBRUAR /o AFSLÁTTUR un
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.