Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 45 I I DAG BRIPS llmsjón Guómundur Páll Arnarsun LEIKUR Dana og Indónesa í undanúrslitum ÓL var sögulegur í ýmsum skiln- ingi. Þegar síðasta spilið var að hefjast í opna saln- um leit út fyrir öruggan sigur Dana. Það var búta- spil, sem gat ekki skapað stóra sveiflu, en samkvæmt útreikningi í sýningarsaln- um höfðu Danir þá 11 IMPa forystu. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal dönsku stuðningsmannanna — svo mikil að þau heyrðust inn í opna salinn þar sem kepp- endur voru hálfnaðir með lokaspilið. Ályktunin var augljós: leiknum var raun- verulega lokið með dönsk- um sigri. í gleðivímu missti danski sagnhafinn einbeit- inguna og fór óþarflega marga niður í bút. Sem hefði engu máli skipt, ef forskot Dana hefði verið 11 IMPar. En svo var ekki, þegar betur var að gáð. Töflustjórar höfðu fært eina tölu ranglega og for- skotið var aðeins 6 stig. Bútaspilið kostaði Dani 6 IMPa, og því voru liðin jöfn að stigum eftir 96 spila viðureign. Þá var framlengt um 8 spil. Eftir sjö spil í framlengingunni leiddu Danir með 7 IMPum. En þá dundi ógæfan yfir þá, enn eina ferðina: Austur gefur; allir hættu. Norður ♦ G9852 ¥ Á943 ♦ DG ♦ 62 Vestur Austur ♦ 3 ♦ D106 ¥ KG102 llllll * 1)8765 ♦ 106 111111 ♦ 93 ♦ ÁDG1073 * 954 Suður ♦ ÁK74 ¥ - ♦ ÁK87542 ♦ K8 Á öðru borðinu spiluðu Indónesar fjóra spaða í NS og unnu slétt. Á hinu borð- inu fóru Danir í slemmu: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 2 lauf Dobl * Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass Pass 5 lauf 6 spaðar Pass Allir pass 5 tíglar Slemman er í réttri hendi, en það dugði ekki til, því vörnin fékk slag á laufás og tromp. Einn nið- ur og 13 IMPar til Indó- nesa. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 eða sent á net- fangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla p'/AÁRA afmæli. í dag, Ol/miðvikudaginn 5. febrúar, er fimmtugur Björn Sigurðsson, útibús- stjóri Búnaðarbanka Is- lands, Hellu. Hann og eig- inkona hans Vilborg Sig- urðardóttir taka á móti gestum laugardaginn 8. febrúar í veitingahúsinu Laufafelli, Hellu, frá kl. 18 til 21. pT/AÁRA afmæli. í dag, V/miðvikudaginn 5. febrúar, er fimmtugur Karl Sigurbjörnsson, sóknar- prestur í Hallgríms- prestakaili, til heimilis á Þórsgötu 18A, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Guðjónsdóttir, bankarit- ari. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. SILFURBRÚÐKAUP. í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, eiga tuttugu og fímm ára hjúskaparafmæli hjónin Lísa Kjartansdóttir og Hallur Hallsson. Farsi ,/ ókrltib qB ÖLL t/i<ísk/f>óa£amb(y\c{ þtfí' óbcUL ve-rrx, cb /VlaM&rhck, " COSPER ÉG skil ekki það sem hann er að tala um, hann segir að kistan sé tilbúin. STJÖRNUSPA * VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur, fróð- leiksfús og kærleiksríkur. Hrútur (21. mars - 19. april) Þú ert ekki í skapi til að erfiða í dag en reyndu að gera það sem ætlast er til af þér. Iðjusemi borgar sig. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Vinur þinn er dularfullur, stjórnsamur og ætti skilið að falla fyrir eigin bragði. Þú hefur ekki tíma fyrir flfla- gang í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú talar meira og fram- kvæmir minna. Láttu ekki reka á reiðanum í vinnunni. Kvöldið verður rómantískt í góðra vina hópi. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >"$0 Þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og ættir að hlusta á skoðanir annarra. Vertu umhyggjusamur við aðra. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Það er auðvelt að vinna með þér svo framarlega sem þú ert ekki of kröfuharður. Það er bjart framundan í áhuga- málunum. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Vertu ekki of afskiptasamur við þína nánustu. Njóttu þín í góðra vina hópi. Fjárhagur- inn er á uppleið. Vog (23. sept. - 22. október) Vegna anna getur þú ekki gefið fjölskyldunni þann tíma sem þú hefðir viljað. Vertu á verði í fjármálum. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) 9K0 Láttu það ekki fara í taug- arnar á þér þig þó eitthvað gangi á afturfótunum í dag. Það gengur bara betur næst. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) éO Tímanum er betur varið með góðum vinum, fremur en metnaðarfullum viðskiptafé- lögum, því sumir eru ekki í skapi til að hlusta á þig. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Þér gengur vel í viðskiptum í dag. Taktu mark á góðum ráðum sem þú færð. Þeir sem ferðast í dag ættu að passa að eyða ekki um of. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú gætir lent í ósætti vegna fjármála í dag, en þrátt fyrir það ertu sammála ástvini þínum og þið njótið góðra samvista. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þetta er góður dagur til að gera góð viðskipti, en vertu ekki of kröfuharður við sjálf- an þig og hvíldu þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ektí á traustum grunni. XVÖFALDUR POTTUR i Vt1ci«g«lott<ÍÍMu! Hvad mundir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir á midvikudaginn? K I IV G A æss^ ■ mmáUSk Til mikils að vinna! AUa miðvikudaga fyrir kl. 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.