Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 27 AÐSEIMDAR GREINAR Stefnubreyting í ís- lensku menntakerfi Hér á landi voru lög um barnaskóla fyrst sett fyrir réttum 90 árum, eða árið 1907. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og menntakerfið hefur ekki verið ósnortið af tískubylgjum frekar en aðrir þættir samfé- lagsins. Akveðin vatnaskil urðu í fræðslumálum hér undir lok sjöunda áratugsins og við upp- haf þess áttunda. Þeir, sem hafa skilgreint stefnubreytingu á þessum árum með gagnrýnum hætti, segja, að alls engin þörf hafí verið á henni. Hvorki foreldrar né kennarar hafi krafist breytinga. Þessari breytingu á skólakerf- inu hefur meðal annars verið lýst á þann veg, að kennarar hafi hætt að mennta kennara í kenna- raskólum og þess í stað hafi sér- fræðingar í uppeldis- og sálar- fræðum tekið kennara í fóstur. Ekki nóg með það, heldur hafi kennisetningar í þessum fræðum ekki reynst haldgóð vísindi. Þann- ig hafi kenningar um þroskastig barna eftir aldri þeirra beinlínis stuðlað að metnaðarleysi í kennslu og námsframboði. Mig skortir forsendur til að fella dóma um réttmæti þessarar gagn- rýni. Á hinn bóginn tel ég, að heilbrigð skynsemi ætti að segja öllum, að agalaus skóli sé lítils virði, að skóli, sem hafnar samkeppni og prófum, skili ekki miklum árangri. Þá er það ekki sannfærandi, þegar því er haldið fram, að starf innan veggja skóla sé svo sérhæft og sérstakt, að foreldrum komi það ekki við, af því að þeir skilji það ekki. Pjölmörg framfaraskref íslenska skólakerfið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum miss- erum. Þær breytingar hafa orðið til að færa skólakerfið fjær þeirri stefnu sem sett var á sjöunda ára- tugnum. Miðstýring hefur minnk- að, fjárhagslegt sjálfstæði skóla er að aukast og kröfur um aukinn aga og betra eftiriit með gæðum náms hafa náð fram að ganga. Grunnskólinn er nú alfarið í höndum sveitarfélaganna, þegar litið er til rekstrar hans. Námskrá er hins vegar sett af ríkisvaldinu og menntamálaráðuneytið hefur eftirlit með innra starfi í grunn- skólum, á þess vegum er efnt til samræmdra prófa auk þess sem ríkisvaldinu ber að sjá skólunum fyrir námsefni. Framhaldsskólastigið er einnig að taka miklum breytingum í kjöl- far nýrra laga. Er það markmið íslenska skólakerfið hefur tekið miklum breytingum á undan- förnum árum, segir Björn Bjarnason, en þær hafa orðið til að færa skólakerfíð fjær stefnunni sem sett var á sjöunda áratugnum. mitt, að framhaldsskólarnir verði jafnt í orði sem á borði sjálfstæðar stofnanir, sem geri áætlanir um eigin starfsemi og fái til hennar fé á grundvelli samninga við menntamálaráðuneytið og eftir ákvörðunum Alþingis. Skólarnir skulu að sjálfsögðu starfa í sam- ræmi við námskrár undir fjárhags- legu og faglegu eftirliti ráðuneyt- isins, sem meðal annars byggist á samræmdum prófum. Um þessar mundir er endur- skoðun á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla að komast á fullan skrið. Ég hef grun um, að fáir leiði í raun hugann að því, hve hér er um mikilvægt verkefni að ræða, því að með aðalnám- skránni er innra starf skólanna mótað. Til dæmis var það í al- mennum hluta aðalnámskrár frá Björn Bjarnason 1976, sem gefín voru fyrirmæli um, að ekki ætti að skipta nem- endum í bekkjardeildir eftir náms- getu og námsárangri. Er ætlunin að virkja kennara, foreldra, aðila atvinnulífsins og alla, sem áhuga hafa á menntamálum til þátttöku í þessu mikla verkefni. Undanfarnar vikur hefur verið lögð töluverð vinna í það á vegum menntamálaráðuneytisins að smíða nýja löggjöf fyrir háskóla- stigið. Er hér um svonefnda ram- malöggjöf að ræða, það er hún spannar háskólastigið í heild án tillits til einstakra skóla. Nú er talið, að í raun séu hér á landi 13 skólar, sem með einum eða öðrum hætti veiti háskólamenntun. Af þessu stutta yfirliti sést, að það ríkir síður en svo nokkur kyrr- staða á þessum þremur megin- skólastigum. Á hinu fjórða, leik- skólastiginu, hefur einnig verið unnið að breytingum á grundvelli nýrra laga. Þar er að hefjast vinna við að endurskoða það, sem má kalla námskrá leikskólanna. Innra starfið Umræður um skólastarf að und- anförnu hafa mjög beinst að innri málum skólanna. Ljóst er, að al- menningur lætur sig þann þátt fræðslumála meiru skipta en áður. Upplýsingum er miðlað með nýjum hætti bæði með þátttöku í alþjóð- legum könnunum og birtingu upp- lýsinga um stöðu einstakra grunn- skóla. Þessar nýju upplýsingar leiða til allt annars konar umræðna en áður og skólamenn spyija sig nýrra spurninga eins og þeirra, hvaða námsefni sé í boði í grunn- skólum í Singapore. Svör við þeim leiða síðan athyglina að því, sem við bjóðum í okkar skólum. Hug- myndum um, að menn komist fyr- irhafnarlaust í gegnum skólakerfið hefur verið ýtt til hliðar. Lengi hefur blasað við, að hafa þyrfti sérstaka aðgát til að beina Islendingum í raungreinanám. Hinn 1. júní 1989 birtist til dæm- is grein eftir Sigríði Theodórsdótt- ur, þáverandi kennara í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, þar sem hún lýsti nákvæmlega þeim víta- hring, sem við höfum búið okkur til í raungreinum. Fáir kennarar leggja stund á þær í námi sínu, raungreinafræðslu er því ekki miðlað sem skyldi í grunnskólum, áhugi á raungreinanámi minnkar í framhaldsskólum og enn minnkar þá áhuginn í Kennaraháskólanum. Háskólinn útskrifar sárafáa stærðfræðinga og nú er nemend- askortur áhyggjuefni í verkfræði- deild. Sérhver þjóð hefur sín sér- kenni, sem fylgja henni mann fram af manni án tillits til þess, sem í skólum er boðið. Að sjálfsögðu á skólinn ekki að hafa það sem markmið að uppræta slík sérkenni heldur leggja rækt við þau, um leið og kennd eru vinnubrögð til að takast á við ný viðfangsefni. Óeigingjarnt skólastarf Gott og óeigingjarnt starf er unnið í skólum landsins. Hvar sem ég hef komið í skóla blasir við mikill metnaður og vilji skóla- stjórnenda, kennara og nemenda til að leggja mikið af mörkum. Þó er ljóst að margt má betur fara til að menntun verði búið það umhverfi að íslensk börn standi ekki að baki jafnöldrum sínum í öðrum löndum. Höfundur er m enn tumáhirá ðh erra. NÚ UNDANFARIÐ hafa nokkrir menn mótmælt byggingu álvers á Grundartanga og hafa sumir farið mikinn. Það fyrsta sem vekur athygli er að þau flest hafa ekki kveikt á útvarpi eða sjón- varpi, hvað þá litið í blöð nú und- anfarin ár. Kom þeim því alveg á óvart að það stæði til að byggja álver við Hvalfjörð. Að þau skyldu ekki vita þetta er að sjálfsögðu öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum. Þannig er málflutningur þeirra í stórum dráttum. Vondir menn alls staðar, sem reyna að fela allt fyrir þeim og ef þeir geta það ekki Ijúga þeir öllu sem þeir segja. Hjá Hollustuvernd ríkisins sitja menn á morgnana og bíða eftir að ráðherra hringi og láti þá vita hvað þeir eigi að setja í skýrsl- ur sínar þann daginn. Hann (ráð- herrann) segir að sjálfsögðu aldrei satt orð. Prófessor nokkur úr Reykjavík er að byggja sér sum- arhús í sunnanverðum Hvalfirði og finnst ljótt að horfa á ljóta verksmiðju handan fjarðarins. Hann grípur til þess ráðs, til að fegra sinn málstað að fá alla mögulega mengun frá járnblendi- verksmiðjunni yfir fjörðinn, mót veðri og vindum, yfir skal meng- unin og þegar búið er að ná þess- um ósköpum yfir dettur á dúna- logn og þessi andsk. liggur dögum saman í lautum og lægðum. Járn- blendimenn skulu ekki voga sér að halda fram einhverri notkun á hreinsibúnaði eða einhverri þvælu um vindátt. Menn ljúga ekki í sunnanverðum Hvalfirði, það gera þeir bara norðanverðu við fjörðinn. Nokkru fyrir innan prófessorinn búa bændur á bænum Hálsi. Þar rignir brennisteinssýru í stórum stíl, en hún virðist hafa þau áhrif á þá Hálsarbændur að þeir fá ofur- heyrn. Heyra þegar kranar eru opnaðir eða þeim lokað í 7-8 km fjarlægð. Einn íbúi hér ofan fjarðar hefur haft sig mikið í frammi og hefur mái- flutningur hennar ver- ið af sama toga. Tómt eitur og svartnætti, allir ljúga, (sem eru ekki sammála henni), börn fæðast vansköp- uð. Meira að segja dómarar þessa lands eru á mála hjá þessum vondu ráðamönnum. Til að halda athyglinni var ákveðið að fara á stórum flota í ökuferð fyrir Hvalfjörð á fund ráðherra. Þrátt fyrir stanslausar auglýsingar og mikla fjölmiðlaum- ræðu varð stóri flotinn fimmtán til sautján bílar frá norðanverðum Hvalfirði (4 bílar úr sömu fjöl- skyldu), annað eins bættist við að sunnanverðu og í allt tókst að smala saman um hundrað manns sem fór á fund ráðherra. Þar var sjónvarpið mætt og menn gátu baðað sig í sviðsljósinu, urðu stór- ir kallar og settu ofan í við ráð- herra og bauluðu svo röksemdar- lega ef hann reyndi að segja eitt- hvað. Að skoða verksmiðjur er- lendis vildu menn ekki, þeir hefðu ekkert með staðreyndir að gera. Svona hefur málflutningur verið ef undan er skilinn bóndinn í Hækingsdal, sem komið hefur sjónarmiðum sínum á framfæri á heilbrigðari hátt og komið með góðar tillögur um fjölgun sýna- tökustaða og fleira. Sannleikurinn er sá að þessi mótmælahópur er nánast búinn að eyðileggja heil- brigða umræðu um mengunarmál, sem alltaf á að vera í gangi. Við mennirnir mengum alls staðar, hvar sem við erum. Bændur menga eins og aðrir. Þegar þeir hræra upp í haughúsum sínum og bera á myndast gas og lyktarmengun. Ekki er minni mengun í hænsnaskít. Ætli bændur mengi ekki meira en járnblendi- verksmiðjan þessar vikur á vorin þegar þeir brenna sinu. Það er mengun af gömlum vélum, sem liggja víða, jekandi olíu og skít. Ég held að sumir ættu að líta í kringum sig heima. Við meng- um ár og vötn þegar við berum tilbúinn áburð á tún og eina mengunarslysið sem ég man eftir í veiðiá var frá landbúnaði. Samt viljum við efla landbúnað og reyna að auka atvinnu í kringum hann. Það virðist því miður ekki í sjón- máli þessi árin. Engin atvinnu- aukning hefur orðið hér á svæðinu í mörg ár. Fólki hefur fækkað og atvinnuleysi aukist. Ég vil nú ekki hugsa þá hugsun til enda ef Járn- blendiverksmiðjan væri ekki hér. Járnblendiverksmiðjan hefur skapað mikla atvinnu hér á svæð- inu síðan hún tók til starfa. Mikið fleiri störf en bara störf mannanna sem vinna þar við framleiðslu. Þeir sem mótmæla álveri hafa borið járnblendimenn þungum sökum og nánast kallað þá glæpa- menn. Mótmælahópurinn má vita það að Jón Sigurðsson forstjóri nýtur álits hér á svæðinu sem heiðarlegur og bara skrambi klár kall og undir hans stjórn vinnur hópur heiðarlegra manna sem vinna sína vinnu af kostgæfni. Sjálfsagt mengar járnblendiverk- smiðjan eitthvað eins og nánast öll atvinna, en ekki er að sjá að sú mengun hái gróðri í næsta nágrenni. Þeirri mengun sem frá járnblendiverksmiðjunni kemur og Mótmælahópurinn, seg- ir Jón Sigurðsson, er nánast búinn að eyði- leggja heilbrigða um- ræðu um mengunarmál frá þeim verksmiðjum sem eftir eiga að rísa á að halda í lág- marki. Almenningur á að vera vakandi yfir að öllum reglum þar að lútandi sé fylgt. Einnig mætti auka kröfur um umgengni og út- lit á verksmiðjulóðinni. Mótmæla- hópnum hefur orðið tíðrætt um lýðræði og eins og ég skil lýðræði ræður meirihlutinn. Hér að norð- anverðu við Hvalfjörð er sýnilega mjög mikill meirihluti meðmæltur byggingu álvers, samanber sá fá- menni hópur sem fór á fund ráð- herra. í Vesturlandsblaðinu voru fimm spurðir og fimm voru með- mæltir. Þannig mætti áfram telja. Hrafn Jökulsson var með fádæma fullyrðingar sem spyrill í dagsljósi um skoðanir manna í Hvalfirði og fleira. Hér að norðanverðu hefur enginn orðið var við hann og hef ég þó spurt marga. Ég held að best væri að hætta tilhæfulausum fullyrðingum og gífuryrðum og sameinast um það markmið að þær verksmiðjur sem reistar verða á Grundartanga mengi sem allra minnst, en skapi sem mesta at- vinnu og bæti fjárhag héraðsins og landsins alls. Atvinnuleysi hefur leikið marg- an manninn grátt, splundrað fjöl- skyldum, leitt til gjaldþrota og í verstu tilfellum til sjálfsvíga. Það er ömurlegt hlutskipti að geta ekki unnið fyrir sér og sínum. Ekki beint uppbyggilegt að hafa ekkert annað að gera en sækja atvinnuleysisbætur, sem svo eng- inn getur lifað af. Vonleysi þess fólks sem lifað hefur við atvinnu- leysi mánuðum og jafnvel árum saman er mikið. Ekki er hægt að lýsa því með fátæklegum orðum. Nú hafa margir eygt von um at- vinnu með tilkomu álverksmiðju og þeirra mörg hundruð atvinnu- tækifæra, sem hún skapar. Hagur margra mun vænkast. Sá hópur sem mótmælir byggingu álvers vill taka vonina frá þessu fólki, afgreiðir málið á einfaldan hátt með klisjum eins og „það er of dýru verði keypt“ eða jafnvel meta lífshamingju mörg hundruð fjöl- skyldna til fjár. Sumir í þessum mótmælahóp ætla að loknu verki að lifa kyrrlátu lífi og draga sig til hlés, sem er skiljanlegt. Þau vilja ekki mæta því fólki sem þau hafa tekið atvinnuna og kannski meira frá. En hafið ekki áhyggj- ur, sá mikli meirihluti sem vill byggingu álvers mun hafa betur. Við viljum atvinnu og álver. Höfundur er verkamaður við norðanverðan Hvalfjörð, vinnur ekki í Grundartanga (fyrrverandi bóndi). -------» ♦ ♦------ ■ STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir stuðningi sín- um við nýja stefnu stjórnar Afeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins um aukið frelsi við dreifingu og sölu áfengis. Einkasala ríkisins á áfengi, sem og önnur einkasala hins opinbera hefur dregið úr hagvæmni og leitt til verri þjón- ustu. Heimdallur tekur undir þá skoðun að gefa eigi sölu áfengis, líkt og annarra matvæla, frjálsa. Sú forsjárhyggja sem felst í núver- andi skipulagi er óþolandi. Heimd- allur hvetur því ríkisstjórnina til að hefja nú þegar undirbúning þess að afnema einkaleyfi ríkisins til þess að reka smásöluverslun og leggja niður ÁTVR. Álver verður á Grundartanga Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.