Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 29. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Meira en 7 0 hermenn fórust Shaar Yishuv. Reuter. TUGIR ísraelskra hermanna fór- ust þegar tvær herþyrlur rákust á í vondu veðri rétt við iíbönsku landamærin í gærdag. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, aflýsti ferð til Jórdaníu í dag þegar fréttist af slysinu. „Þetta er mikill harmleikur og öll þjóðin grætur dauða þessara ungu hermanna," sagði í yfirlýs- ingu frá Netanyahu. Þyrlurnar, bandarískar Sik- orsky-flutningaþyrlur, sem flutt geta 50 manns, voru að flytja hermennina til Suður-Líbanons þegar þær rákust á. Haft var eft- ir heimildum innan ísraelska hersins, að 37 menn hefðu verið í hvorri og ísraelska útvarpið sagði, að 70 manns að minnsta kosti hefðu farist. Þyrlurnar féllu niður á sam- yrkjubú og urðu gífurlegar spengingar þegar þær komu nið- ur. Ekki var þó vitað til, að neinn á jörðu niðri hefði látið lífið. A myndinni eru ísraelskir her- menn að bera burt iík eins félaga sinna sem fórust með þyrlunum. Reuter MEIRA en 100.000 manns komu saman í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, í gær til að krefjast nýrra kosninga. Þessi stjórnarandstæðingur var sigurviss eins og sjá má og skömmu síðar tilkynnti sós- íalistaflokkurinn, að kosningar yrðu í april. Skilaði hann jafnframt umboði sínu til stjórnarmyndunar. Sósíalistar í Búlgaríu samþykkja kosningar ------------------ Sofíu. Reuter. Reuter SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Búlgaríu féllst í gær á að efnt yrði til þingkosninga í apríl og lét þar með undan síga í deilunni við stjórnarandstöðuna, sem hafði efnt til daglegra fjöldamótmæla í mánuð til að krefjast þess að gengið yrði til kosninga sem fyrst. Stjórnar- andstæðingar fögnuðu tíðindunum í miðborg Sofíu, dönsuðu, sungu og báru Petar Stoyanov forseta um göturnar. I yfirlýsingu frá forystumönnum Sósíalistaflokksins og stjórnarand- stöðuflokkanna sagði að samkomu- lag hefði náðst um að óska eftir því að forsetinn boðaði til kosninga ekki síðar en 20. apríl. Forsetinn hafði veitt sósíalistum umboð til að mynda ríkisstjórn fyrir miðnætti í nótt en þeir féllust á að skila umboðinu gegn því að stjórnarand- stöðuflokkarnir notuðu ekki tæki- færið til að mynda ríkisstjórn. Stoy- anov á að mynda bráðabirgðastjórn sem verður við völd fram yfir kosn- ingar. Forsetanum þakkað „Ég vil þakka forsetanum, sem tókst að leysa þetta erfíða mál, öllu fólkinu á götunum, öllum þeim sem lögðu niður vinnu í þágu mál- staðarins, og einkum námsmönn- unum því án eldmóðs þeirra hefðum við aldrei náð eins langt,“ sagði ívan Kostov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Þrautaganga Jag- lands heldur áfram Þriðji ráðherr- ann farinn ANNE Holt, dómsmálaráðherra Noregs, sagði af sér embætti í gær af heilsufarsástæðum. Er brott- hvarf hennar enn eitt áfallið fyrir Thorbjorn Jagland forsætisráð- herra en Holt er þriðji ráðherrann, sem lætur af embætti frá því að núverandi minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins var mynduð fyrir rúmlega þremur mánuðum. Eftirmaður Holts í embætti er Gerd-Liv Valla, varaformaður bandalags opinberra starfsmanna í Noregi. Að því er fram kemur í dagblaðinu Aftenposten tilheyrir hún róttækari armi Verkamanna- flokksins og er meðal annars and- víg aðild Noregs að Evrópusam- bandinu. Talið er, að með skipan hennar sé Jagland að friða Evrópu- andstæðinga innan flokksins en hann hefur verið sakaður um að skipa stjórnina eingöngu stuðn- ingsmönnum ESB-aðildar. Yfirlýsing frá læknum Holt, sem er 37 ára að aldri, átti ásamt Terje Rod-Larsen að gefa stjórn Jaglands nýjan og ferskan svip en Rod-Larsen sagði af sér í nóvemberlok vegna ásakana um skattsvik. Grete Faremo orku- málaráðherra sagði af sér rúmlega hálfum mánuði síðar vegna hneykslis varðandi norsku leyni- þjónustuna. Holt hefur verið frá störfum í nokkrar vikur vegna veikinda en hún þjáist af þrálátu blóðleysi. Þeg- ar Jagland skýrði frá afsögn hennar í gær afhenti hann fréttamönnum yfírlýsingu frá læknum um veikind- in til að girða fyrir grunsemdir um að aðrar ástæður lægju að baki. Milosevic, forseti Serbíu, lætur undan eftir fjöldamótmæli í 80 daga Viðurkenmr kosningasig- ur stjórnarandstöðunnar Belgrad. Reuter. Bhutto hafnar úr- slitunum Islaraabad, Lahore. Reuter. NAWAZ Sharif, leiðtogi Múslimabandalagsins í Pak- istan, sem vann stórsigur í þingkosningunum á mánu- dag, kvaðst í gær ætla að koma á „mjög djörfum umbót- um“ til að bjarga efnahag landsins. Benazir Bhutto galt afhroð í kosningunum. Bhutto óskaði Sharif vel- farnaðar en tók fram að hún viðurkenndi ekki kosningaúr- slitin. Þegar úrslit lágu fyrir í 194 kjördæmum af 217 hafði flokkur Sharifs, Múslima- bandalagið, fengið 132 þing- sæti og Þjóðarflokkur Bhutto aðeins 17. Samstarfsflokkur Múslimabandalagsins var með átta þingsæti. ■ Sharif stafar lítil/18 SLOBODAN Milosevie, forseti Serb- íu, sneri skyndilega við blaðinu í gær og lýsti því yfír, að sigur stjórnar- andstöðunnar í sveitarstjórnarkosn- ingunum í nóvember yrði viður- kenndur. Leiðtogar Zajedno, sam- bands stjórnarandstöðuflokkanna, fögnuðu þessu en með nokkrum fyrirvara þó og sögðu mótmælin gegn einræði sósíalista mundu halda áfram þar til losað yrði um tök stjórnarinnar á fjölmiðlum og hafist handa við aðrar lýðræðisumbætur. Sósíalistastjórn Milosevics ógilti sigur stjórnarandstöðunnar í um 14 borgum 17. nóvember sl. og var því svarað með fjöldamótmælum, sem staðið hafa dag hvern í tvo og hálf- an mánuð. Hafa þau farið friðsam- lega fram þar til fyrir þremur dögum en þá létu sérsveitir Milosevics til skarar skríða gegn mótmælendum í fyrsta sinn. Var óttast, að það væri undanfari þess, að Milosevic lýsti yfir neyðarástandi í landinu til að kveða niður mótmæli stjórnarand- stæðinga og námsmanna. OSE og umheimurinn Yfírlýsing hans kom því mjög á óvart en hann skipaði Mirko Maij- anovic, forsætisráðherra sínum, að beita sér fyrir því á þingi, að úrslit sveitarstjórnarkosninganna yrðu viðurkennd í samræmi við skýrslu, sem sendinefnd frá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, birti í desember sl. Sagði Milosevic, að góð samskipti við ÖSE og umheiminn væru mikilvægari landi og þjóð en einhver fjöldi sæta í sveitarstjórnum. Hugsanlegt er talið, að nýkomm- únískir harðlínumenn í sósíalista- flokknum reyni að koma í veg fyrir, að þingið viðurkenni sigur stjórnar- andstöðunnar en ekki er þó talið lík- legt, að þeim takist það. Áttatíu þúsund manns mótmæltu sósíalistastjórninni í Belgrad í gær og fagnaði fólkið ákaflega þegar fréttist af sinnaskiptum Milosevics. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Zoran Djindjic sagði þó, að mótmælum yrði haldið áfram þar til skipan nýrra sveitarstjórna væri í höfn og þeir sóttir til saka, sem hefðu staðið fyr- ir kosningasvikum. Auk þess yrði að leysa fjölmiðlana úr ánauð ríkis- valdsins. Engin efnahagsaðstoð ÖSE lagði í gær hart að sósíalista- stjórninni í Serbíu að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna og ýmsir full- trúar vestrænna ríkja lýstu því yfir, að hún þyrfti ekki að gera sér nein- ar vonir um aðstoð við uppbyggingu efnahagslífsins, beitti hún sér ekki fyrir lýðræðislegum umbótum. Evrópusambandið, Bretar og Bandaríkjamenn lýstu í gær ánægju með yfirlýsingu Milosevic en þeir síðarnefndu kváðust þó ekki myndu trúa fyrr en þeir tækju á. Hér væri aðeins um að ræða fyrsta skref af mörgum, sem taka þyrfti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.