Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 29 Morgunblaðið/Sverrir rðið minnihluti flugumferðar um i) á Keflavíkurflugvelli. reitt iðar Flugmálastjórnar var um fimm milljónir króna á síðasta ári. Tekjur íslands af flugvellinum hafa undanfarin ár verið svipaðar eða meiri en sem nemur kostnaðin- um við rekstur flugumferðarþjón- ustunnar og annarra þeirra verk- þátta, sem áður eru taldir. í ár eru útgjöíd Flugmálastjórnar á vellinum þannig áætluð 263 milljónir króna en tekjurnar 301 milljón, þar af 275 milljónir af lendingargjöldum. A meðal annarra tekna eru u.þ.b. fjór- ar milljónir króna, sem varnarliðið greiðir fyrir veitta þjónustu við fiug- umferðarstjórn. Lítill aukaviðbúnaður vegna herflugs Á dögum kalda stríðsins þurfti að gera meiri kröfur til t.d. snjó- moksturs á Keflavíkurflugvelli en nú, vegna þess að gert var ráð fyrir að orrustuflugvélar vamarliðsins gætu farið í loftið með tíu mínútna fyrirvara. Eftir að ástandið í alþjóða- málum róaðist hefur viðbragðstími þotnanna verið lengdur til muna. Að mati viðmælenda Morgunblaðs- ins er ekki margt í rekstri vallarins nú miklu dýrara en það þyrfti að vera ef hann væri eingöngu borgara- legur alþjóðaflugvöllur. Guðfínnur Sigurvinsson, skrif- stofustjóri Flugmálastjómar á Keflavíkurflugvelli, segir að miðað við núverandi ástand sé ekki hægt að gera ráð fyrir að draga mætti úr kröfum, sem gerðar eru til þjón- _______ ustu og viðhalds á vellin- , , um, þótt hann væri ein- lOUr aT göngu notaður fyrir borg- einnar aralegt flug, enda séu ör- autar yggiskröfur, t.d. um lend- ■ .. ingarskilyrði fyrir far- þegaflugvélar, mjög strangar. „Ég held að það væri erfitt að komast af með minna en í dag vegna öryggisþáttarins, enda er veðrátta hér erfið,“ segir Guðfinnur. „Þetta er í góðu horfi eins og er, en ef farið væri að draga úr, gæti það verið slæmt.“ Ríkisendurskoðun gagnrýnir að Alþingi skuli ekki samþykkja hafnaáætlanir R IKISENDURSKOÐUN gagnrýnir í nýrri skýrslu um hafnaframkvæmdir, að Alþingi skuli ekki hafa samþykkt hafnaáætlun líkt og lög mæla fyrir um. Stofnunin telur ein- sýnt að breyta verði hafnalögum og mæla fyrir um í þeim að hafnir geti einungis fengið ríkisstyrk ef þær em komnar inn í hafnaáætlun. Ný hafnalög voru samþykkt á Al- þingi árið 1994, en samkvæmt þeim fer samgönguráðherra með yfirstjórn hafnamála. Samkvæmt lögunum á Hafnamálastofnun ríkisins að gera hafnaáætlun á tveggja ára fresti um hafnaframkvæmdir til fjögurra ára. Leggja á áætlunina fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu með svipuðum hætti og vegaáætlun og flugmálaáætlun. Hafnaáætlun hefur aldrei verið samþykkt á Alþingi með þeim hætti sem lögin gera ráð fyrir. Við afgreiðslu ijárlaga er hins vegar lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir hafnir. Markmið laganna hafa ekki náðst Við gerð hafnaáætlunar ber Hafnamálastofnun að forgangsraða framkvæmdum og leggja til grund- vallar mat á þörf fyrir framkvæmdir í einstökum höfnum, landshlutum og landinu í heild. Markmiðið er að stuðla að skipulegri og markvissari framkvæmdum við hafnagerð. „Að mati Ríkisendurskoðunar er langur vegur frá því að markmið þau sem lágu að baki lagafyrirmæl- um um hafnaáætlun hafi náðst. Til þessa hefur hafnaáætlun aðeins leg- ið fyrir sem þingskjal og því algerlega skort þann lögformlega grunn, sem henni er ætlað að byggja á, þ.e.a.s. vera skýr og formleg viljayfirlýsing Al- þingis um framkvæmdir og framkvæmdaröð í hafnamálum. Reynslan sýnir að oft hefur verið ráðist í framkvæmdir við hafnir eða áformum um framkvæmdir í tiltekinni höfn verið stórlega breytt algerlega án tillits til fyrir- liggjandi tillögu að hafnaáætlun. Á sama hátt eru dæmi um að eigendur hafna hafi fengið lán úr Hafnabótasjóði, sem er að fullu í eigu ríkissjóðs, út á væntanlegan ríkisstyrk eins og það er orðað, án þess að viðkomandi fram- kvæmd hafi verið komin inn í tillögu að hafnaáætl- un,“ segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar, en bætt er við að erfitt sé hins vegar að gagnrýna þetta þar sem hafnaáætlun hafi aldrei verið samþykkt á Alþingi. Þörf á lagabreytingu Ríkisendurskoðun telur ákaflega brýnt að ákvæði hafnalaga um hafnaáætl- un verði virt. Óhjákvæmi- legt sýnist hins vegar að breyta hafnalögum og kveða á um að ríkisstyrks geti þær hafnir einar notið sem komnar eru í hafnaáætlun. Sama skilyrði þurfi að setja fyrir því að hafnir geti fengið lán úr Hafnabóta- sjóði. „Við afgreiðslu fjárlaga er fjárveit- ing í sumum tilvikum færð á milli framkvæmda innan sömu hafnar, á milli hafna innan kjördæmis eða á milli hafna milli kjördæma og á þann hátt vikið frá áætlun ------------ Hafnamálastofnunar. í slíkum tilfellum geta for- sendur fyrir framkvæmd hafa brostið," segir í skýrslu Ríkisendurskoðun- Ekkier farið eftir tveggja ára hafnalögum Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að hafna- framkvæmdum á íslandi. Stofnunin gagn- rýnir að hafnaáætlanir skuli ekki vera sam- þykktar á Alþingi þrátt fyrir skýr lagafyrir- mæli. Markmið laganna um skipulegri og markvissarr framkvæmdir við hafnagerð hafi ekki náðst. Egill Ólafsson skoðaði skýrsluna. RÍKISENDURSKOÐUN segir að Hafnamálastofnun sé ekki ætíð að fullu Ijóst hvaða hafnaframkvæmdir hafi verið samþykktar á Alþingi fyrir komandi fjárlagaár. Ekki víst að áætlanir upp- fyili kröfur Að mati stofnunarinnar skortir nokkuð á upplýsingastreymi milli Alþirigis og Hafnamálastofnunar. „Hafnamálastofnun er ekki ætíð að fullu ljóst hvaða framkvæmdir hafa verið samþykktar af þinginu fyrir viðkomandi fjárlagaár. Eðlilegt er að Alþingi geri stofnuninni nákvæmari grein fyrir þeim framkvæmdum, sem það telur nauðsynlegt að ráðast í.“ Ónákvæmar kostnaðaráætlanir í skýrslu sinni gagnrýnir Ríkis- endurskoðun Hafnamálastofnun fyrir að gera ekki nægilega ná- kvæmar kostnaðaráætlanir. Ríkis- -------- endurskoðun skoðaði nokkrar framkvæmdir og bar saman kostnaðaráætl- un við raunverulegan kostnað. Fyrsta áætlun gengur út frá því að ná- kvæmnin sé +/-30%. Af 27 saman- burðarhæfum framkvæmdum reyndust 12 umfram þessi skekkju- mörk. Oft er rannsóknum á bryggju- stærðum, líkantilraunum og öðrum athugunum ólokið þegar fram- kvæmd kemst á hafnaáætlun þannig að skekkjan getur verið meiri. Ætlast er til að skekkjumörk í annarri áætlun séu +/-15-20%. Af 33 framkvæmdum sem Ríkisendur- skoðun skoðaði reyndust 17 umfram þessi skekkjumörk. „Hin umtals- verðu frávik, sem eru á miili kostnaðaráætlana og raunverulegs kostnaðar í mörgum verkum, vekja upp spurningar um hvort grundvöll- ur kostnaðaráætlana ------------- Hafnamálastofnunar upp- fylli að öllu leyti þær kröf- ur sem gerðar eru til slíkra áætlana við opinberar ___________ framkvæmdir. Telja verð- ur að kostnaðaráætlanirnar séu það gagn, sem ákvörðun Alþingis um fjárframlög til hafnargerðar grund- vallist ekki hvað síst á. Því er mikil- vægt að þær séu eins nákvæmar og kostur er.“ í þeim tilvikum sem raunkostnað- ur framkvæmda er lægri en kostnað- aráætlun fjárlaga hefur afgangurinn verið eignfærður á viðskiptareikning viðkomandi hafnar hjá Hafnamála- stofnun. Ef raunkostnaður fram- kvæmda fer aftur á móti fram úr kostnaðaráætlun fjárlaga hefur sú fjárhæð verið skuldfærð á viðskipta- reikning hafnar hjá Hafnamála- stofnun og síðar hefur verið sótt um fjárveitingu á fjárlögum fyrir ríkis- hlutanum. Hann hefur þannig að fullu verið fjármagnaður úr ríkis- sjóði. Að mati Ríkisendurskoðunar eiga eigendur hafna ekki rétt á þeim fjár- munum sem eftir standa þegar kostn- aður við hafnarframkvæmd er lægri en gert var ráð fyrir af fjárveitinga- valdinu. Skuidbinding ríkisins í tiltek- inni hafnarframkvæmd eigi að fara eftir styrkhlutfalli, sem ákvarðað var, óháð því hver raunkostnaður framkvæmdar verður. Verklýsing ekki alltaf rétt Samkvæmt úrtaki Ríkisendur- skoðunar var ráðist í 19 framkvæmd- ir á árunum 1992-1995, sem ekki voru á hafnaáætlun, en nutu engu að síður styrks úr ríkissjóði. í sumum tilvikum voru þær meginreglur hafnalaga ekki virtar að fram- kvæmdir, sem njóti ríkisstyrks skuli unnar undir tæknilegu og fjárhags- legu eftirliti Hafnamálastofnunar, styrkhæfni framkvæmda skuli ákveðin áður en þær hefjast og að jafnaði unnar samkvæmt tilboðum á grundvelli útboðs. Ríkisendurskoðun segir í skýrsl- unni að verktaki eigi að jafnaði að geta treyst því að upplýsingar í verk- lýsingum og útboðsgögn- um séu réttar. Dæmi séu um að verktakar hafi horf- ið frá óloknu verki við hafnarframkvæmdir þar sem þeir töldu að verklýs- ingum og útboðsgögnuifs hafi verið svo ábótavant að forsendur væru ekki lengur fyrir hendi að vinna verkið samkvæmt þeim. Athugun Ríkisendurskoð- unar bendir til þess að umræddir verktakar hafi haft sitthvað til síns máls. í skýrslunni kemur fram sú röksemd Hafnamála- stofnunar að rannsóknir séu dýrar og stofnunin reyni að halda þeim í lág- marki sérstaklega þar sem framkvæmdir eru smáar. Ríkisendurskoðun fellst á þessa röksemd, en telur að það þurfí að koma fram í útboðsgögnum að óvissa ríki vegna lítilla rann- sókna. Ríkisendurskoðun vek- ur einnig athygli á því að ekki sé krafist tafabóta þó að framkvæmdir við hafnir tefjist fram yfir áætlaðan verktíma. Þetta er gert m.a. vegna þess að á móti skuldbindur verktaki sig til að gera ekki kröfu á Hafnamála- stofnun vegna galla á út- boðsgögnum. Ríkisendur- skoðun telur mjög brýnt að báðir aðilar geri grein fyrir kröfum sínum með formlegum hætti. Aðeins með þeim hætti sé hægt að fá upplýsingar um raunkostnað við verkið. Jafnframt verði minni hætta á því en ella að aðilar fái ekki réttmætar kröfur sín- ar uppfylltar. Ríkisendurskoðun telur að tækni- legt eftirlit Hafnamálastofnunar sé almennt í góðu lagi, en telur að nokk- -------- urs tvíverknaðar gæti í eft- irliti þar sem eftirlitinu er skipt milli tæknilegs eftir- lits og fjárhagslegs eftir- lits. Nægilegt sé að tækni- legur eftirlitsmaður sinni Skuldbinding- ar ríkissjjóðs 689 milljónir báðum þessum þáttum. I árslok 1995 var búið að skuld- binda ríkissjóðs vegna þegar hafinna og óhafinna hafnaframkvæmda um 689,4 milljónir króna. Það svarar til þess að árlegt framlag ríkisins til hafnaframkvæmda sé bundið í óupp- gerðum framkvæmdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.