Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafna austfjarðasamn- ingum fyrir SR-mjöl SIGNY Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- fírði, sem er í forystu fyrir verka- lýðsfélögin sem semja við SR-mjöl hf., sagðist ekki vera ánægð með kjarasamning sem Alþýðusam- band Austurlands og vinnuveit- endur undirrituðu á sunnudag vegna vinnu í loðnuverksmiðjun- um á Eskifirði, Neskaupstað, Höfn og Vopnafirði. Signý sagði að það hefði verið talsverður munur á samningum við SR-mjöl hf. og austfjarða- samningunum varðandi starfsald- urshækkanir. „Starfsaldurshækk- anir í austfjarðasamningunum byggjast á fyrsta tilboði vinnuveit- enda og það er óviðunandi fyrir okkur,“ sagði Signý. í samningum SR-mjöls hf. er aðeins eitt starfsaldursþrep, þ.e. eftir eins árs starf, en í austfjarða- samningunum eru þrepin þijú. Boðuðum samn- ingafundi frestað Signý sagði að vinnuveitendur hefðu borið eins árs taxta SR- mjöls saman við fimm ára taxta í austfjarðasamningunum, sem væri mjög óhagstætt fyrir hóp manna sem vinnur hjá SR-mjöli. Samningafundi frestað Boðaður hafði verið samninga- fundur milli vinnuveitenda og stéttarfélaganna um samninga við SR-mjöl í dag, en honum hefur verið frestað um ótiltekinn tíma. Signý sagði að staðan í viðræðun- um væri sú að stéttarfélögin gætu undirritað samninga ef þau næðu saman við vinnuveitendur um launatöfiuna. „Við vorum ekki sátt við þá launatöflu sem okkur var boðið að skrifa undir, en Aust- firðingar hafa hins vegar gert það og því má segja að þeir hafí sett okkur í ákveðinn vanda,“ sagði Signý. Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri VSÍ, sagði að vinnuveitendur gætu ekki farið að víkja frá þeim samningi, sem gerður hefði verið á Aust- fjörðum, í samningum sem á eftir að gera við önnur stéttarfélög. Undanfarna daga hafa staðið yfir samningafundir milli Verka- lýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs- ijarðar og Vinnumálasambandsins um samninga fyrir nýju loðnu- bræðsluna á Fáskrúðsfirði. Eiríkur Stefánsson, formaður félagsins, sagði að hann væri ósáttur við þá samninga sem gerðir voru á Eski- firði og vildi ekki skrifa undir sams konar samning. Lægstu taxtarnir væru of lágir og breyta þyrfti nokkrum öðrum atriðum. Játaði að hafa skotið að manni sem lést Sætir gæsluvarð- haldi til 19. mars 24 ÁRA Hafnfirðingur, Sveinn Ingi Andrésson, var í gær í Hér- aðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. mars, í kjölfar þess að hann játaði að hafa hleypt af haglabyssu í átt að Hlöðveri S. Aðalsteinssyni að- faranótt 29. desember sl. Hlöðver fannst látinn við Krýsuvíkurveg að morgni sunnu- dagsins 29. desember og var hann með skotsár á handlegg. Nokkrir samverkandi þættir eru taldir or- sök dauða hans, blóðmissir vegna skotsársins og lostástand, auk þess sem hann var veill fyrir hjarta. Rannsóknarlögregla ríkisins handtók Svein Inga síðdegis á mánudag, eftir að DNA-rannsókn hafði leitt í ljós að yfirgnæfandi líkur voru á að hann hefði verið í bíl hins látna. Þá leiddi skotfæra- rannsókn RLR í ljós að skotið sem hæfði Hlöðver heitinn hafði komið úr haglabyssu er fundist hafði í fórum Sveins Inga. Grunur beind- ist fyrst að honum þegar í ljós kom að mennirnir tveir höfðu ræðst nokkrum sinnum við í síma. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn RLR, sagði að svo stöddu ekkert hægt að upplýsa um ástæður verknaðarins annað en að Sveinn Ingi hefði ætlað sér að hræða Hlöðver með því að skjóta að honum. Rannsókn málsins miðar vel. Vegna alvarleika brotsins situr maðurinn að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi allt þar til dómur fellur, eins og venja er í slíkum málum. Hálkan tafðiför MIKIL hálka á götum höfuð- borgarinnar og nágrennis gerði ökumönnum gramt í geði í gær- morgun. Umferð silaðist áfram og allnokkrir árekstrar urðu. Þar sem flestir fóru sér nyög hægt urðu skemmdir ekki mikl- ar þegar bílar nudduðust saman. Nokkuð var um illa búna bíla og gáfust ökumenn þeirra á stundum upp á þófinu og skildu bílana eftir við vegkantinn. Lög- reglan fékk aðstoð kranabíls við að fjarlægja níu bíla, sem gáfust upp á Kringlumýrarbrautinni einni. Hafís við Mel- rakkasléttu HAFÍS var kominn 28 sjómílur norður af Rauðanúp á Melrakka- sléttu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu tilkynnti togarinn Kol- beinsey um þykkan og mikinn ís á þessum slóðum í gær og var sigl- ingaleiðin norðan Melrakkasléttu orðin torfær. Morgunblaöið/Jón Svavarsson Innbrot í bifreiðir aldrei verið fleiri en í fyrra Kostnaður talinn nema 70-90 milljónum króna ALLS eru skráð 903 innbrot og þjófnaðir í bifreiðar á seinasta ári á svæði lögreglunnar í Reykjavík, 428 skemmdarverk á bflum og 89 bílþjófnaðir, eða alls 1.420 tilvik. Innbrotin hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar má geta þess að árið 1995 voru skráð 688 inn- brot og þjófnaðir í bifreiðar, 523 tilvik árið 1994, 428 tilvik árið 1993 og 863 tilvik árið 1992. í lok árs 1992 og byijun árs 1993 voru bfleigendur hvattir til að fylgjast með bifreiðum sínum og gera aðrar varúðarráðstafanir, auk þess sem vel var fylgst með bílastæðum við kvikmyndahús og aðra fjölfama staði, sem kann að skýra fækkunina milli þessara ára. Innbrotum fjölgaði mest Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að fjölgun innbrota og þjófnaða í bifreiðar sé í réttu hlutfalli við fjölgun annarra skyldra brota á svæðinu, en þó sé hlutfallslega mesta aukning inn- brota og þjófnaða í tengslum við ökutæki. Einkum séu þjófar á höttunum eftir tækjum á borð við geislaspilara og radarvara, auk geisladiska og annarra verðmæta. „Fyrir utan verðmætin sjálf leggst talsverður kostnaður á bíl- eigendur vegna skemmdanna sem þjófarnir valda, og gæti ég trúað að meðaltjón á bifreið nemi um 80 til 100 þúsund krónum. Miðað við það mat má áætla að heildartjón bíleigenda eingöngu vegna innbrota og þjófnaða í ökutæki á höfuðborg- arsvæðinu á seinasta ári nemi á milli 70 og 90 milljónum króna, og ég reikna með að þetta sé varlega áætlað, auk þess sem skemmdar- verkin eru ekki tekin með í reikn- inginn, en talsverður hluti þeirra er rúðubrot sem getur verið merki um misheppnað innbrot," segir Ómar Smári. Ýmis úrræði í athugun í þessum tölum er eingöngu um að ræða tilvik sem tilkynnt voru til lögreglu, og segir Ómar Smári lítinn vafa leika á að dæmin séu fleiri, þótt þau hafi ekki komið til kasta lögreglu. Lögreglan hefur upplýs- ingar um hvar öll þessi innbrot fóru fram og hefur að sögn Ómars Smára kortlagt hvar þessi afbrot eru al- gengust. Þar verður eftirlit hert, komið á framfæri athugasemdum um betri lýsingu og reynt að brýna fyrir eig- endum ökutækja hvað þeir geti gert til að draga úr líkum á að verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Ómar segir fleiri úrræði í skoðun, ekki síst að ná til sökudólganna sem oftar en ekki séu ungir að árum og að hefja afbrotaferil sinn. Borgarráð Athafna- svæði verði í Geldinga- nesi TILLAGA borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Geld- inganes verði íbúðarsvæði, en ekki athafnasvæði eins og Reykjavíkurlistinn leggur til, var felld í borgarráði í gær með þrem- ur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihluta. Sjálfstæðismenn lögðu til að Geldinganes yrði skipulagt með hliðsjón af tillögum þeim, sem verðlaun hlutu í skipulagssam- keppni, sem fram fór um svæðið á sínum tíma. Bentu þeir á að Geldinganes væri án efa eitt besta byggingarland, sem eftir væri innan marka Reykjavíkur. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans vegna Geld- inganess, er vitnað til greinar- gerðar með aðalskipulagi, þar sem kemur fram að þegar til framtíðar sé litið sé Geldinganes - Eiðsvík besti kosturinn til að byggja upp stórt samfellt at- hafnahverfi og þjónustu í tengsl- um við flutninga- og iðnaðarhöfn og þjóðbraut til og frá borginni. Iðnó Ný bygging- arnefnd skipuð SKIPUÐ hefur verið ný byggingarnefnd vegna end- urbyggingar á Iðnó. Hjörleifur Kvaran borgar- lögmaður situr áfram í nefndinni fyrir hönd borgar- innar en Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur tekið við af Guðmundi J. Guðmunds- syni, fyrrverandi formanni Dagsbrúnar, og Þórarinn Magnússon hefur tekið við af Haraldi Blöndal sem sam- eiginlegur fulltrúi eigenda. Er hann jafnframt formaður nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.