Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveiflur í einkunnum nemenda á samræmdum prófum í grunnskólum landsins Staða skóla mílli ára oft breytileg SKÓLA.MENN slá varnagla við því að mismunur á niðurstöðum sam- ræmdra prófa grunnskóla sé tekinn of bókstaflega og tölur oftúlkaðar. Bent er á að miklar sveiflur geti verið milli árganga, ekki síst í fá- mennum skólum á landsbyggðinni, aðstæður nemenda séu mismunandi eftir hverfum, auk þess sem ein- kunnir gefi aðeins vísbendingar um lítinn hluta af skólastarfinu. í sam- tölum sem Morgunblaðið átti við skólastjóra í gær kom fram að ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig birtingu einkunnanna sé best hátt- að. í töfiu sem fylgdi með umfjöllun Morgunblaðsins í gær um mismun- andi árangur nemenda í samræmd- um prófum á síðasta ári eftir skól- um og landshlutum voru birtar meðaleinkunnir hvers skóla fyrir sig í hverri grein ásamt meðaltali grein- anna fjögurra. í töflunni sem hér fylgir verður á hinn bóginn litið á meðaltal úr greinunum fjórum á árunum 1993 til 1996. Þá kemur í Ijós að verulegur munur getur verið á stöðu skólanna innbyrðis milli ára. Meðal þeirra skóla sem höfðu lægstar meðaleinkunnir á síðasta ári eru Grunnskólinn á Hólmavík og Grunnskólinn í Hveragerði. Skólastjórar þeirra hafa þó síst á móti því að einkunnirnar séu birtar og telja jákvætt að þar með efiist opin umræða um skólamál. Pukur með einkunnir liðin tíð „Ég er mjög ánægður með að þetta pukur með einkunnir skuli vera liðin tíð. Hinsvegar má ekki gleypa þessar tölur alveg hráar. Mér finnst það stundum gleymast í umræðunni að einkunnir eru bara einn þáttur af mörgum, þær eru vísbendingar en ekki einhver heil- agur sannleikur," segir Skarphéð- inn Jónsson, skólastjóri Grunnskól- ans á Hólmavík. Hann segir að þar á bæ hafi menn vitað alveg nákvæmlega hver staða skólans var og það hafi því ekki verið nein ný sannindi sem nú voru að koma í ljós. „Við eigum verulega á brattann að sækja og það eru ýmsar skýringar á því. Hér hafa t.d. verið gífurlega ör manna- skipti sem fara afar illa með skóla- starfið. Einnig er hér töluvert hátt hlutfall leiðbeinenda en þó held ég að það hafi ekki eins mikið að segja og hitt.“ í fréttabréfi skólans hefur í nokk- ur ár verið árviss umfjöllun um samræmdu prófin. „Þar hef ég birt útkomu skólans okkar, landshlut- ans og meðaltal landsins. Þannig að þar hafa ekki verið nein leyndar- mál. Enda tel ég að foreldrar og rekstraraðilar skólans eigi það fylli- lega skilið að fá að fylgjast með gengi skólans," segir Skarphéðinn. Ekkert að fela Guðjón Sigurðsson, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, kveðst heldur ekki sjá neitt athugavert við birtingu einkunnanna og kýs að líta á hana sem hvatningu fremur en skell. Hann segir niðurstöður sam- ræmdu prófanna síðastliðið vor hafa sett af stað mikla umræðu í bæjarfélaginu. Skólamenn og for- eldrar hafí sest niður saman og leit- að skýringa. Þar hafí m.a. verið komið inn á metnað unglinga, úti- vistarmál og samfélagsmál al- mennt. „Ég tel að það verði ekki hjá því komist að birta þessar einkunnir og í rauninni er ekkert að fela í þessum málum. Þetta skapar al- mennar umræður sem eru bara af hinu góða,“ segir hann. Verður að fara varlega af stað Þeir skólar sem höfðu hæstu meðaleinkunnirnar á síðasta ári voru Æfíngaskóli Kennaraháskóla Islands, Þelamerkurskóli í Eyjafirði og Snælandsskóli í Kópavogi. Þó að skólastjórar þeirra fagni góðri útkomu nemenda sinna slá þeir marga varnagla. „Ég hef af því nokkrar áhyggjur þegar niðurstöður prófa einar og sér eru birtar. Ég hef ekkert á móti því að birta einkunnir ef jafn- hliða kæmu aðrar upplýsingar um skólana en ég óttast að fólk dragi of víðtækar og jafnvel rangar álykt- anir um gæði skólanna af einkunn- unum einum. Mér finnst að þarna þurfi að fara afskaplega varlega af stað,“ segir Steinunn Helga Lár- usdóttir, skólastjóri Æfingaskóla KHÍ. Hún bendir á að hér á landi fari enn ekki fram neitt formlegt mat á skólastarfi í heild sinni. „Að vísu er það komið inn í grunnskólalögin að skólar skuli koma sér upp sínu eigin matskerfi, sem þeir verði síðan teknir út eftir, en það er bara ekki komið í gagnið ennþá. En ég get séð það fyrir mér þegar þar að kemur að hver skóli geti lagt fram nokkuð alhliða gögn um sitt skóla- starf og sterkar jafnt sem veikar hliðar þess. Þá verða einkunnir í einstökum greinum aðeins einn hluti af því.“ Steinunn Helga minnir á að lífs- aðstæður nemenda geti verið mjög mismunandi milli hverfa og saman- burður á einkunnum milli þeirra því óraunhæfur. Þannig sé t.d. afar mismunandi hversu mikinn stuðn- ing börnin fái frá foreldrum sínum og einnig hafi menntun foreldra og fjárhagur mikið að segja. Miklar sveiflur í fámennum skólum Karl Erlendsson, skólastjóri Þela- merkurskóla, tekur í sama streng og Steinunn Helga hvað einkunn- irnar varðar og varar eindregið við oftúlkun á þeim. „Tölurnar segja afskaplega lítið um heildarstarfið í skólunum, þannig að ég hef ekki verið neinn sérstakur talsmaður þess að þær séu birtar. í fámennum skólum eru oft miklar sveiflur, þar sem árgangarnir geta verið afskap- lega mismunandi," segir hann. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, er á þeirri skoðun að skólarnir hefðu átt að fá tækifæri til að skoða niður- stöðumar áður en þær voru birtar almenningi í fjölmiðlum. „Þegar þetta er komið í blöðin óskar fólk auðvitað strax eftir einhveijum skýringum og þær getum við ekki gefið fyrr en við höfum fengið tæki- færi til að skoða niðurstöðurnar. Það sem skiptir skólana mestu máli er að sjá hvaða þættir hafa tekist vel og hveijir miður, þannig að hægt sé að endurskoða skóla- starfið í samræmi við það,“ segir Reynir. Gróið hverfi og öflugt foreldrastarf Hann segir ennfremur að hann væri að hræsna ef hann segði ekki að hann væri ánægður fyrir hönd sins skóla. „Hann kemur mjög vel út og við gleðjumst yfir því. Það eru ýmsir þættir sem skýra þennan góða árangur. Yið emm t.d. svo ljónheppin að vera með reynda og góða kennara á unglingastiginu sem hafa kennt þessar greinar í fjölda ára. Starfið í yngri bekkjun- um er einnig mjög öflugt og allt byggist þetta jú á því að grunnur- inn sé góður. Eins má nefna það að við erum í grónu hverfi þar sem foreldrastarf er öflugt og viðhorf til skólans er almennt jákvætt. Allt hjálpar þetta til,“ segir Reynir. Flugleiðir stofna flug- verndar- og öryggisráð SKIPAÐ hefur verið Flugverndar- og flugöryggisráð Flugleiða. Ráðið er ráðgefandi fyrir forstjóra félags- ins og er skipað átta starfsmönnum Flugleiða. „Menn vilja halda vöku sinni í öryggismálum, halda þeim á eins háu stigi og mögulegt er,“ segir Leifur Magnússon, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Flugleiða og formaður nýstofnaðs Flugverndar- og flugöryggisráðs. Hann segir að töluvert hafi verið um það á síð- asta ári að flugfélög erlendis hafi verið að líta á flugöryggismálin á nýjan leik en sem kunnugt er urðu þá óvenju alvarleg flugslys í Bandaríkjunum. Leifur segir að einnig sé litið til þess að búist væri við verulega aukinni flugumferð á næstu árum. Til þess að koma í veg fyrir að það leiði til tíðari slysa yrði að bæta öryggi hvers flugs. Árekstrarvarar í allar þotur Hlutverk ráðsins er að stuðla að því að flugvernd og flugöryggi séu ætíð fremst í forgangsröð í flug- rekstri Flugleiða og að fylgt verði ströngustu kröfum í samræmi við alþjóðlega staðla. Hlutverk þess er að stuðla að því að öllum hlutað- eigandi starfsmönnum sé ljós nauðsyn þess að stöðugt verði unn- ið að þróun flugverndar- og flugör- yggismála, m.a. með miðlun upp- lýsinga, endurbættum starfsað- ferðum, grunn- og viðhaldsþjálfun starfsmanna og bættum búnaði. Að síðustu er nefnt að hlutverk ráðsins sé að fylgjast með alþjóð- legri þróun flugverndar- og flugör- yggismála hjá Flugleiðum, þ.á m. með reglubundnum upplýsingum um óhöpp eða slys er verði í flug- rekstri félagsins. Flugverndar- og flugöryggisráð Flugleiða hóf störf í október. Eitt fyrsta verkefnið sem ráðið beitti sér fyrir er sú ákvörðun Flugleiða að setja árekstravara í allar þotur fé- lagsins. Samræmd próf f 10. bekk 1993-1996. Meðaleinkunnir skóla - fjórar greinar. enlD 'ncmendur 1996 1993 1994 1995 1996 | Reykjavík t greinar 4 greinar 4 greinar 4 greínar | Álftamýrarskóli 6,24 6,14 5,76 5,96 Árbæjarskóli 5,58 5,40 5,02 5,05 Austurbæjarskóli 5,57 5,26 4,93 4,89 Breiðholtsskóli 4,66 5,41 5,23 5,01 Fellaskóli 4,66 5,06 4,63 4,77 Foldaskóli 4,77 4,71 5,44 4,95 Hagaskóli 5,94 5,91 6,24 6,12 Hamraskóii 4,26 4,69 Hlíðaskóli 6,08 6,51 5,90 6,02 Hólabrekkuskóli 5,32 4,63 5,22 5,06 Húsaskóli 4,62 Hvassaleitisskóli 5,91 6,40 6,49 6,09 Langholtsskóli 5,22 5,75 4,66 4,84 Laugalækjarskóii 5,78 5,14 6,58 5,86 Réttarholtsskóli 5,39 5,40 5,54 5,74 Seljaskóli 5,20 4,88 5,26 5,53 Tjarnarskóli 5,50 5,32 5,74 Vogaskóli 4,59 5,08 5,52 5,50 Æfingaskóli K.H.Í. 5,11 5,87 5,83 6,48 Ölduselsskóli 6,21 5,80 6,34 5,59 Meðaltal landshluta 5,44 5,40 5,49 5,43 | Reykjaneskjördæmi 4 gr. '93 4 gr. '94 4gr. '95 4 gr. '96 I Digranesskóli 5,40 4,84 4,98 5,37 Hjallaskóli 5,06 4,91 5,11 4,66 Kópavogsskóli 5,22 5,85 5,45 5,71 Snæiandsskóli 5,25 5,72 5,46 6,20 Þinghólsskóli 5,22 5,66 4,97 5,21 Valhúsaskóli 5,66 5,75 5,88 5,35 Gagnfræðask. í Mosfellsbæ 5,30 5,47 5,55 5,37 Garðaskóli, Garðabæ 5,30 4,64 4,87 5,68 Hvaleyrarskóli 3,79 Lækjarskóii 4,82 4,80 5,32 5,39 Setbergsskóli 5,67 5,22 4,59 5,26 Víðistaðaskóli 5,55 5,62 5,54 4,38 Öldutúnsskóli 4,83 4,80 4,98 4,72 Holtaskóli 4,73 5,31 4,80 4,95 Grunnskólinn í Grindavík 3,91 3,81 3,53 3,87 Njarðvíkurskóli 4,71 5,44 4,72 4,77 Grunnskólinn í Sandgerði 3,77 4,00 4,39 3,68 Gerðaskóli 4,35 4,35 5,09 4,54 Stóru-Vogaskóli 3,36 4,18 Kléberasskóli 5,11 4.82 Meðaltal landshluta 5,07 5,16 5,07 5,04 | Vesturland 4 gr. '93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 | Brekkubæjarskóli 4,33 5,02 4,59 4,32 Grundaskóli 4,38 4,17 5,26 5,02 Grunnskólinn í Borgarnesi 4,39 4,72 4,77 4,71 Grunnskólinn í Ólafsvík 2,50 2,24 2,83 4,59 Grunnskólinn í Stykkishólmi 4,04 4,35 4,56 5,73 Varmalandsskóli 6,00 5,75 3,57 Meðaltal landshluta 4,40 4,50 4,61 4,73 | Vestfirðir 4 gr. '93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 I Grunnskólinn á ísafirði 3,88 3,02 4,02 3,90 Grunnskófi Bolungarvfkur 4,63 4,26 5,00 4,67 Grunnskólinn á Patreksfirðí 4,33 3,33 3,19 Grunnskólinn Hólmavík 3,40 4,67 2,73 Meðaltal landshluta 3,94 3,93 4,35 4,06 | Norðurland vestra 4 nr. '93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 | Grunnskóli Siglufjarðar 4,71 4,30 4,21 4,45 Gagfræðask. á Sauðárkróki 4,32 4,06 4,41 4,24 Laugarbakkaskóli 4,07 5,04 5,00 5,07 Grunnskólinn á Hvammstanga 5,21 4,06 4,83 Grunnskólinn á Blönduósi 4,36 4,50 5,69 4,27 Varmahlíðarskóli, Skaqafirði 4,58 4,78 4,41 4,59 Meðaltal landshluta 4,55 4,53 4,70 4,55 | Norðurland eystra 4gr-'93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 I Gagfræðaskóli Akureyrar 5,01 4,56 4,35 4,57 Glerárskóli 4,80 5,26 4,88 5,12 Síðuskóli 5,17 4,87 4,84 5,00 Borgarhólsskóli Húsavik 4,73 4,42 4,62 Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði 4,13 3,56 3,36 4,14 Dalvíkurskóli 4,07 4,00 3,94 3,54 Þelamerkurskóli 5,36 6,21 Hrafnagilsskóli 4,67 4,28 5,04 4,29 Grenivíkurskóli 3,64 5,36 Grunnskólinn á Þðrshöfn 5,00 5,57 Framhaldsskólinn að Laugum 5,07 5,71 4,75 3,88 Meðaltai landshluta 4,88 4,70 4,53 4,63 [ Austurland 4 gr. '93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 | Seyðisf jarðarskóli 5,57 5,23 Grunnskólinn á Eskifirði 5,00 5,29 5,14 Egilsstaðaskóli 4,37 5,66 4,45 5,00 Heppuskóli, Höfn 6,04 5,05 5,33 4,77 Vopnafjarðarskóli 3,09 4,82 4,14 5,93 Grunnskóli Reyðarfjarðar 6,08 6,09 5,00 Grunnskólinn Djúpavogi 4,15 5,23 Alþýðuskólinn á Eiðum 4,00 4,00 4,56 4,71 Verkmenntaskóli Austurlands 5,11 4,12 4,50 4,97 Meðaltal landshluta 4,65 5,00 4,82 5,02 | Suðurland 4 nr. '93 4 gr. '94 4 gr. '95 4 gr. '96 I Barnaskóii Vestmannaeyja 4,49 4,37 3,95 3,72 Hamarsskóli Vestm.eyjum 4,24 5,13 4,66 4,91 Sólvallaskóli 3,98 4,66 4,15 4,59 Grunnskólinn í Hveragerði 5,25 5,39 3,92 3,24 Grunnskólinn í Þorlákshöfn 4,84 4,21 3,88 4,15 Kirkjubæjarskóli 5,92 4,80 Hvolsskóli 4,68 4,48 4,64 4,60 Grunnskólinn Hellu 5,58 5,09 Grunnskólinn Stokkseyri 4,83 Barnaskólinn á Eyrarbakka 5,82 Flúðaskóli 4,94 5,00 4,80 4,89 Reykholtsskóli, Biskupst. 5,90 4,92 5,23 Héraðsskólinn á Lauqarvatni 4,42 3,50 5,45 Meðaltal landshluta 4,50 4,64 4,39 4,55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.