Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNPLIST Kjarvalsstaðir MÁLVERK 1930-45 Jóhannes S. KjarvaJ. Opið alla daga frá 10-18. Janúar-mai. Aðgangur 300 kr. Sýningarskrá 1.650 kr. MARGUR er á því, að árin 1930-45 hafi verið þau fijósömustu á öllum starfsferli Jóhannesar Kjarvals. Hvernig sem á það er lit- ið má telja þau hafa skilað sam- felldasta verki, því nú einbeitir listamaðurinn sér öðru fremur að sjálfu landinu, htjúfleika þess og víðáttum. Hinni afmörkuðu raunsæju nálægð sem stundum var mýkt upp með mjúkum línum mosaþembunnar og villigróðurins, íjarskans og sjónrandarinnar, kannski örlítilli ræmu af himninum. Þetta var sjónarhornið, sem lista- maðurinn tók nú öðru fremur til meðferðar. Kjarval vissi alveg hvað hann var að fara þegar hann sagði, „að íslenzk náttúra yrði honum fulln- aðarskóli eins og annarra þjóða listamönnum þeirra jörð“. Þetta skal skilið og meðtekið S mun víð- ara samhengi, en það ætti við landslagið eitt eins og mönnum hefur hætt við að túlka orð hans. Eins og aðrir hefur hann skynjað eðlisborin sérkennin í list málara annarra þjóða, einkum er hann var að mála í Fontainbleu-skógi utan við París. Sérkenni sem tengdust staðbundnu umhverfi, vera sannur túlkandi þess og virkur í sínum tíma um leið. Er heim kom fann Kjarval þau sérkenni í íslenzkri náttúru sem áttu við skaphöfn hans, rætur og uppruna. Eftir það var ástæðulaust fyrir hann að halda út í heim og á vit annarra myndefna, nema þegar hugarflugið bauð. Ósnortin íslenzk náttúra var honum samtíminn, hana vildi hann tengja og samsama list sinni. Þá höfðu íslenzkir málar- ar lítið að gera við þjóðtrú og hindurvitni fjarlægra landa, þjóðin átti sínar eigin huliðsverur, tröll, landvætti, þjóð- og fomsögur, það var þeirra svið. Málið var að færa þetta í rismikinn listrænan búning, og var öllum dagsljóst sem sóttu menntun sína í heimslistina og ruddu brautina í upphafi aldarinn- ar. Nærtækast að velja landslagið, í takt við vaxandi þjóðarvitund, sem var fjölþættara formfegurra og breytilegra í ljósmögnum en nokk- urrar annarrar þjóðar sem þeir höfðu kynni af, að auki þeirra jörð. Eitt að vera þjóðlegur og alþjóðleg- ur um leið, annað að vera útlend- ingur í eigin landi. Sú tegund þjóðernisvitundar, sem markast af ást á landi sínu uppruna og umhverfi, ásamt vilja til að vera virkur í sínum tíma, hlýtur að vera af hinu góða. Telst einungis öfugsnúin í augum ut- anaðkomandi, sem viðurkenna hana ekki, álíta önnur málsvæði af lægri gráðu, önnur trúarbrögð „LIFANDI LAND“ FRÁ ÞINGVÖLLUM, grænn mosi, olía á léreft, 1938. HAUSTLITIR, olíaáléreft, 1948. en þeirra eigin, heið- indóm, og aðrar skoðanir af hinu illa. Háskinn felst í því að gera tímabundnar innfluttar listastefn- ur að trúarbrögðum, þar sem menn af- neita öllu öðru, eink- um því sem áður var gert. Virkja þær síð- ur sem rannsóknar- vettvang og upp- stokkun gilda, rífa ekki niður til að byggja upp önnur og jarðtengdari gildi heldur láta sig dreyma, að af upsum listhofa þeirra dijúpi erlent regn. Véltæknin var ekki í sama mæli komin til íslands og annarra Evrópubúa, hér gerðist allt hæg- ar fram að heims- styijöldinni síðari er landið tæknivæddist á augabragði að heita má, sem rús- taði öll fyrri gildi. Fátt var þjóðinni þá dýrmætara en að varðveita þau sem kvöddu fyrir fullt og allt. Það er ákveðin hlið þessara gilda sem við sjáum í myndum Kjarvals og birtast okkur í ósnortinni nátt- úru og víðleika íjallasýnarinnar, þar sem öll sjónmengun af manna völdum er ijarri. Allt nema tign berangursins og nánd landsins, sums staðar eins og nýkomið undan jökulfreranum, í bland við þúsund ára þögn. í þá daga meðtóku menn landið á annan veg og gáfu sér tíma að rýna í það, höfðu tíma til að hlusta náttúruna, en menn hugs- uðu meira og dýpra á tveim jafn- fljótum eða með eitt hestafl undir sér en á fjölstrokka farskjótum nútímans. Þetta var á þeim merkilegu tím- um er illfærar heiðar voru ruddar, mest með frumstæðum verkfærum og berum höndunum, afskekkt hér- uð komust í vegasamband. Þá var farið af varúð að landinu og þess gætt að allar framkvæmdir væru í samræmi við umhverfið. Vegir, vamargarðar brýr, kantar, torf- og gijóthleðslur allt skyldi falla að lín- um landsins, svona eins og hör- undslitur plástur að sári. Það var þetta ósnortna land sem Kjarval málaði á dúka sína og hann gerð- ist, líkt og félagar hans, næstum óafvitandi, sjónrænn sagnfræðing- ur þessa margræða möttuls sem því hafði hlotnast frá skaparanum. Landkönnuður sem skildi eftir sig og skjalfesti heimildir um það sem hafði staðið ósnortið um þúsundir ára og yrði aldrei eins, kæmi aldrei aftur. Að þessu leyti eru myndir frum- heijanna mjög í samræmi við þró- unina ytra, þótt þeir væru nokkrum áratugum seinna á ferð, sem telst eðlilegur hlutur og kemur ekki að sök í listasögunni, voru að skila af sér nauðsynlegu verki. Um leið verða veikburðari tilraunir fyrri tíma málara til muna verðmætari og gildari hlekkur í íslenzkri lista- sögu, svo fremi sem við mörkum okkar eigin línur. Það er þetta sem menn eru að undrast á söfnum heimsborganna í dag, og þessi sérstaki angi þjóðar- sögu og fortíðarþrár hefur verið virkjaður af ýmsum nafnkenndustu núlistamönnum heimsins síðari ára. Þarf einungis að minna á Anselm Kiefer, sem leitar ekki aðeins til baka til sögunnar heldur einnig til eldri myndverka. Slíkir málarar eru jafntrúir rótum menningar sinnar og sjálfum sér. Það er merkilegt safn mynda úr ýmsum áttum sem stefnt hefur verið í Kjarvalssal, og að því leyti er hugmyndin mjög góð. Hins vegar er ekki nægilega vel búið að þeim að minni hyggju og áhrifin ekki sem skyldi, þær einungis hengdar upp á tilfallandi veggi. Skortir hnitmiðaða innsetn- ingu, rof, þagnir og innlifun, líkt og átti sér stað um framkvæmdina er milliveggimir vom fyrst settir upp. Hér mætir meistarinn af- gangi, því draga hefði mátt fram einkenni ýmissa lykilmynda sem búa yfír einstæðum töfrum, nefni helst Fjallamjólk og Lómagnúp, sem koma ekki nægilega vel til skila. Einkum er hinn fínt málaði Lómagnúpur áhrifalítill og um- komulaus á þeim stað sem honum hefur verið valinn. Ef myndverk Kjarvals eru ekki gerð forvitnileg með mögnuðum innsetningum, vofir yfír sama hætta og víða á einkasöfnum, að menn missi áhugann. Hugsi sem svo, þetta hef ég allt séð áður, þótt um uppstokkanir sé að ræða. Sýningarstjórinn, Kristín G. Guðnadóttir, kemst að ýmsum nið- urstöðum í fræðilegri úttekt á tíma- bilinu, ávinningur er að festa sér sýningarskrána og renna augum yfir lesmálið. Auðvitað er það mið- ur, að listverkin skuli ekki sýnd í lit, einkum vegna þess að hún vísar til lita í skrifi sínu, ei heldur eru myndimar á sjálfri sýningunni til- greindar sérstaklega. Bragi Ásgeirsson Véfrétt úr hugarheimi BOKMENNTIR Ljóð BLÁA TUNGL eftir Ólöfu M. Þorsteinsdóttur, Bóka- útgáfan Holt, 1996 - 60 bls. LJÓÐ eru stundum þrungin spennu. Ekki frásagnarspennu eða spennu sem skapast af óvæntum aðstæðum líkt og í leikritum heldur innri spennu sem verður til vegna átaka í innheimum ljóðsins. Slíkrar spennu gætir í ljóðabókinni Bláa tungl eftir Ólöfu M. Þorsteinsdótt- ur. Hún birtist gleggst í átökum milli draum- og ævintýravemleika ljóðsins og hversdagsverunnar en einnig á öðram sviðum. Að vísu fínnum við víða í bókinni ljóð sem virðast á yfirborðinu frið- sældin sjálf og hafa á sér blæ hjarð- Ijóðs eða hreinnar ljóðrænu, t.d kvæðið í skóginum, þar sem segir frá hind og dádýri á friðsælum regndegi í skógi. En þegar betur er að gáð eru hættur á bak við þessa friðsælu mynd sem birtast í hræðslu dýranna. Draumkenndar og súrrealískar myndsýn- ir einkenna einnig ljóð- heim Ólafar líkt og hún sæki föng sín í undir- meðvitundina. í Bláum draumi segir frá hvöl- um djúpsins sem „hnýta öngla / fyrir fiskana alla / sem ég kem tek ég þig / og fer með þig beint á botninn / í leit að þessum tæra kristal / sem okkur vantar". Þessi draumkenndi veruleiki tengist lita- og táknheimi ljóðabók- arinnar þar sem blái liturinn túlkar raunar víðfeðman tilfínninga- skala frá draumi til martraðar, frá öldum fijálsrar hugsunar til hins blá tunglblóms en blöð þess anda köldu. Þessar þverstæður bláa litarins end- urspegla spennuna í innheimi ljóðabókar- innar. Þótt tröll og álf- ar ævintýrisins setji mark sitt á ljóðin fleyg- ar veruleikinn draum- sýnina. Veraleiki grimmdar og ofbeldis veldur hugarangri, kaldrana og ýmislegt angur sækir að, „angist lífsins / hefur krækt, í allar hennar leyndu vonir“. Leitin að svörum er einnig ríkur þáttur í ljóðunum og ekki síður afar Ólöf M. Þorsteinsdóttir sterk frelsisþrá. Þótt skáldið upplifí ljóðið sem lokaðan heim og segi frelsi sitt búa í því er ljóðsjálfið eins og fugl í búri: Spegilbúr vitund og verund og þar á milli hálfopinn gluggi og allt um kring spegilveggir fugl á flugi eins og honum sjálfum sýnist þar inni Ljóðstíll Ólafar er nokkuð marg- breytilegur þótt lausbeisluð mynd- bygging sem lýtur efninu sé megin- einkennið. Litanotkun er markviss, myndir oft skarpar og byggja á óvæntum hugsanatengslum og tákn er víða að finna. Hún reynir víða á þanþol málsins. í ljóðunum eru samtöl, ýmislegt er sett fram án samhengis og við finnum jafnvel setningar og orð á ensku í textan- um. Slíkur texti er svo sem í anda módernismans og ekki síst súrreal- ismans enda þótt sjálfum fínnist mér ljóð Ólafar höfða sterkast til mín þegar hugsanatengslin hverf- ast í einfaldri, jafnvel bemskri mynd. Nokkur slík kvæði era í bók Ólafar og einna sterkust kvæðin Samskonar ást og ekki síst Egypska mærin sem er eins og véfrétt úr hugarheimi: Þegar egypska mærin sá svanina hvíslaði hún: fljúgið með mig inn á eyði- mörkina við lind sat vera og útdeildi vatni laumaði sandi í vasa bama og sagði megi hús ykkar verða að konungsríki Bláa tungl er að mínu mati bók sem einkennist af innri spennu. Undir friðsælum draumaheimi ólg- ar líf. Þótt ekki sé alltaf auðvelt að nálgast þennan heim vegna þess að hann byggir ekki fyrst og fremst á röklegum forsendum heldur til- finningalegum er hann fullur af mannlegum kenndum og þrám - og ég er ekki frá því að töluvert sé í hann spunnið. Skafti Þ. Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.