Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 55

Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 55 Störf Al- þjóðaheil- brigðis- stofnunar kynnt VILBORG Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, flytur fyrirlesturinn: Kynn- ing á störfum Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Málstofu í hjúkrunarfræði mánu- daginn 24. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34._ Málstofan er öllum opin. í málstofu verður kynnt megin- uppbygging og áherslur í starfi Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, einkum verkefni þeirrar deildar er fæst við málefni á sviði hjúkrunar- og Ijós- móðurfræði. Alþjóðheilbrigðismálastofnunin er sérhæfð stofnun innan Samein- uðu þjóðanna. Hún var stofnuð árið 1948 og vinnur að stefnumörkun, samhæfingu og stjórnun alþjóðlegs starfs á sviði heilbrigðismála, en aðstoðar einnig einstök lönd. Höf- uðstöðvar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar eru í Sviss en sex svæðisskrifstofur sinna sértækum verkefnum sem lúta að viðkomandi svæði. A starfssvæði Evrópuskrifstof- unnar eru 50 lönd og þar búa um 850 milljónir manna. Landsvæðið nær frá Grænlandi í vestri til Mið- jarðarhafsins í suðri og að Kyrra- hafsströnd Rússland í austri. Heil- brigðisvandamálin og uppbygging heilbrigðisþjónustu á Evrópusvæð- inu er því margvísleg. ■ FYRSTI félagsfundur Grósku verður haldinn í dag, laugardaginn 22. febrúar, í Bræðraminnin - Kiwanishúsinu á Engjateigi 11 (við hliðina á Listhúsinu í Laugar- dal) og hefst fundurinn kl. 14. Þar mun fara fram kosning 58 fulltrúar i miðstjórn og verður framboðs- frestur fram að fundinum. Á fund- inum flytur Steinunn V. Óskars- dóttir, talsmaður Grósku, ávarp, Hrannar B. Arnarsson greinir málefnahópum og starfinu fram- undan og umræður um samtökin og framtíðina. Fjöldasöngur. Fund- arstjóri er Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson. Æskulýðsdagur hestamanna ÆSKULÝÐSDAGUR barna og unglinga í hestamennsku verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar í Reiðhöll Gusts í Kópavogi undir yfirskriftinni: Æskan og hesturinn. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Á dagskrá verður m.a. hindrun- arstökk, fimiæfingar í umsjón Sig- urbjörns Bárðarsonar o.fl. Kynnir er Hinrik Ólafsson leikari. EIGENDUR Útfararstofu íslands, þeir Sverrir Einarsson og Sverrir Olsen. Nýtt fyrirtæki um útfararþjónustu STOFNAÐ hefur verið fyrirtæk- ið Útfararstofa íslands. Fyrir- tækið mun veita alhliða útfarar- þjónustu. Útfararstofan mun vera aðstandendum innan hand- ar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður, segir í fréttatilkynningu. Stofnendur Útfararstofu ís- lands eru Sverrir Einarsson og Sverrir Olsen. Báðir hafa þeir yfir mikilli reynslu að ráða við útfararþjónustu en þeir störfuðu áður við útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavikurprófastsdæma sem síðast varð Útafarstofa Kirkjugarðanna. Sverrir Einars- son vann þar í 16 ár og Sverrir Olsen í 11 ár. Skrifstofa Útfarar- stofu íslands er til húsa að Suður- hlíð 35 (við hliðina á Fossvogs- kirkjugarði, hægt að aka frá Kringlumýrarbraut). Skrifstofan er opin frá kl. 8-17 virka daga en þjónusta er allan sólarhring- inn og um helgar. Lýsa yfir fullum stuðningi við ís- landsflug MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Vegna fréttar í fjölmiðlum þann 17. febrúar sl. þess efnis að mörg- um flugmönnum íslandsflugs hafi verið boðin störf hjá nýju flugfé- lagi, Flugfélagi íslands, viljum við flugmenn íslandsflugs koma eftir- farandi á framfæri: Við flugmenn íslandsflugs lýsum fullum stuðningi við félagið og stjórnanda þess. Það er staðreynd að allmörgum okkar hafa verið boð- in störf hjá nýju Flugfélagi Íslands. Við metum það mikils og teljum það viðurkenningu á okkar störfum. Þökkum jafnframt þann hlýhug sem í þeim starfstilboðum eru fólg- in og óskum Flugfélagi íslands alls hins besta. Við höfum hins vegar að yfirveg- uðu ráði ákveðið að starfa áfram hjá núverandi vinnuveitanda okkar, íslandsflugi. Við teljum mikilvægt á þessum tímamótum að fleiri en einn öflugur aðili sé í flugrekstri hérlendis og þar mep samkeppni mnanlands og utan. Álítum við að Islandsflug gegni þar mikilvægu hlutverki. Við viljum þvi leggja okk- ar af mörkum til að treysta vöxt og viðgang íslandsflugs.“ ■ SKÓLAFÉLAG Samvinnuhá- skólans á Bifröst heldur sína ár- legu árshátíð laugardaginn 22. febrúar á Hótel Borgarnesi. Enn- fremur mun verða haldin hin árlega „Bifróvisjón", en hún hefur verið haldin síðastliðin 9 ár og hafa ung- ir og efnilegir söngvarar komið þar fram. Dansleikur verður á eftir með hljómsveitinni Herramönnum. FRÉTTIR Orgeltónlistar- guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju TÓNLISTARGUÐSÞJ ÓNUSTUR hafa nú verið haldnar við Hafnar- ljarðarkirkju um nokkurt skeið. Við næstu tónlistarguðsþjónustu sunnu- daginn 23. febrúar kl. 18 mun Natal- ía Chow, organisti Hafnarfjarðar- kirkju, leika valin verk á orgel kirkj- unnar en nú er nýafstaðin viðamikil viðgerð á orgelinu. Það var Björgvin Tómasson, orgelsmiður sem annaðist viðgerðina og þykir hún hafa tekist einstaklega vel, segir í fréttatilkynn- ingu. Auk Natalíu verða flytjendur tónlistar félagar úr Kór Hafnarfjarð- arkirkju. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs, safnaðarprestur. Almenn guðsþjónusta verður kl. 14. Þar munu fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla koma fram og sýna helgileik sem þau hafa æft undanfar- ið og lesa ritningartexta og bænir. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur, organisti verður Natalía Chow og prestur sr. Gunnþór Ingason. ■ SÓSÍALÍSK fræðsluhelgi á veg- um Ungra sósíalista og Málfunda- félags alþjóðasinna hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. febrúar að Klapparstíg 26, 2. hæð. Erindi nefnast: Rætur stjórnmálaflokkanna á íslandi og kreppan sem hrjáir þá nú og Kvenfrelsi - réttur kvenna til að ákveða fóstureyðingu. Sunnudag 23. febrúar kl. 13: Félagsleg átök og uppreisnir í Suður-Ameríku og Júgóslavíu til íslands - að skipu- leggja þá sem grafa undan kapítalis- manum. Meðal frummælenda eru Ólöf Andra Proppé, Gylfi Páll Hersir og Joshua Carroll. Ráðstefna um gosið í Vatna- jöldi JARÐFRÆÐAFÉLAG íslands gengst fyrir ráðstefnu um gosið í Vatnajökli síðastliðið haust í Borg- artúni 6 í dag, laugardag 22. febr- úar. Ráðstefnan hefst stundvíslega klukkan 10, en skráning byrjar klukkan 9.45. Áætlað er að ráð- stefnunni Ijúki um klukkan 17.30. Á dagskrá eru 25 erindi fremstu vísindamanna landsins í þessum fræðum og sýnd verða fjölmörg veggspjöld. Almennt ráðstefnugjald er kr. 1.500, en 500 krónur fyrir náms- menn og ellilífeyrisþega. Innifalið i verðinu er hefti með ágripum erinda og veitingar. Afmælisboð í Borgarleik- húsinu í TILEFNI af aldarafmæli Leikfé- lags Reykjavík hefur félagið staðið fyrir „opnum afmælisboðum" fyrir almenning í Borgarleikhúsinu. Þriðja og síðasta boðið er í dag, laugardaginn 22. febrúar. Á dagskrá verður sýningin Krók- ar og kimar, ævintýraferð um leik- húsgeymsluna sem opin er frá Jkl. 13—18, leikhúsrottan Guðrún Ás- mundsdóttir skríður úr fylgsni sínu kl. 14.30 og henni til aðstoðar er Soffía Jakobsdóttir. Á stóra sviðinu verður svo skemmtidagskrá kl. 15 þar sem trúðar bregða á leik, Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri, varpar myndum úr safni LR á tjald og stiklar á stóru í sögu félagsins undir yfirskriftinni Leiftur liðinna tíma, Sigurður Karlsson og Val- gerður Dan flytja einþáttung eftir Benóný Ægisson, söngatriði verður úr Fögru veröld, Anna Borg og Steinunn Ólafsdóttir flytja atriði úr Konur skelfa og Sigrún Edda Björnsdóttir og Guðmundur Ólafs- son syngja lög úr Ronju ræninga- dóttur. Grunnskólabörn sem tóku þátt í verkefninu Heimsókn í leikhúsið eru boðin sérstaklega velkomin. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Miðborg Reykjavíkur Ráðstefna og stofnun nýrra heildarsamtaka RÁÐSTEFNA um málefni miðborg- ar Reykjavíkur og stofnun nýrra heildarsamtaka hagsmunaaðila verður haldin á Hótel Borg sunnu- daginn 23. febrúar kl. 11. Miðborgarráðstefnan hefst með stuttum fyrirlestrum framsöguaðila frá ýmsum samtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í miðborginni. Umræðuhópar spjalla síðan um ýmis mál yfir hádegisverðarhlað- borði og má þar t.d. nefna sam- keppnisstöðu gegn öðrum verslun- arsvæðum, samsetningu viðskipta og þjónustu i miðborginni, umferð- ar- og bílastæðamál, samræmdan opnunartíma, samgöngur að, frá og innan miðborgar, markaðs- og kynningarmál, uppákomur og menningarmál, rekstur og verksvið nýrra heildarsamtaka og stefnu- mótun í helstu hagsmunamálum. Stofnfundur nýrra Miðborgar- samtaka verður síðan í beinu fram- haldi af ráðstefnunni kl. 13.45. Stjórn nýrra miðborgarsamtaka verður skipuð fulltrúum frá Sam- tökum um Laugaveg, Miðbæjarfé- laginu, Skólavörðustíg, Hverfísgötu og hliðargötum. Laugavegssamtök- in. Miðbæjarfélagið og hagsmuna- aðilar á Skólavörðustíg munu starfa áfram sem sjálfstæðar deildir innan hinna nýju samtaka. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður í Hjallakirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 17. Þetta er nýbreytni sem tekin var upp í safnaðarstarfi Hjallakirkju nú í vetur og hafa alls fjórar poppmess- ur verið frá hausti. Tilgangurinn er að allir finni eitthvað við sitt hæfi í helgihaldi kirkjunnar, segir í fréttatilkynningu. Poppmessan á sunnudaginn er sú síðasta sinnar tegundar á þess- um vetri. Tónlistarflutningur messunnar, sem er mun léttari en í hefðbundnum messum, er í hönd- um vel valinna tónlistarmanna. Opinn fundur ITC um launamál LANDSSAMTÖK ITC á íslandi standa fyrir opnum borgarafundi i Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. febrúar kl. 14-16. Yfírskrift fundarins verður: Er neðanjarðar- starfsemi í launamálum á íslandi? Framsögumenn á fundinum verða Pétur H. Blöndal, alþingis- maður, Guðný Guðbjörnsdóttir, al- þingismaður, Ari Skúlason, hag- fræðingur ASÍ, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS og Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Að framsögu lokinni munu fram- sögumenn sitja fyrir svörum. LEIÐRÉTT Rangt nafn sýslumanns RANGT var farið með nafn Björns Jósefs Arnviðarsonar, sýslumanns á Akureyri, í tilkynningu um fímm- tíu ára afmæli hans í Morgunblað- inu í gær og biðst blaðið velvirðing- ar á því. OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNARTILKL 21.00 HRINGBRAUT I 19. -VIÐ IL HÚSIÐ. SLEÐADAGAR! Notaðir vélsleðar með RÍFLEGUM AFSLÆTTI Allir seldir ástandsskoðaðir. Ýmsir greiðslumöguleikar. (^SKoðið einnig wélsleða ársins 1991: Hfnn Ótrúlega YflMflHfl UH 700SK) "p) Opið laugardag frá kl. 10-17 Skútuvogi 1 2a, sími 581 2530.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.