Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 55 Störf Al- þjóðaheil- brigðis- stofnunar kynnt VILBORG Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, flytur fyrirlesturinn: Kynn- ing á störfum Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Málstofu í hjúkrunarfræði mánu- daginn 24. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34._ Málstofan er öllum opin. í málstofu verður kynnt megin- uppbygging og áherslur í starfi Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, einkum verkefni þeirrar deildar er fæst við málefni á sviði hjúkrunar- og Ijós- móðurfræði. Alþjóðheilbrigðismálastofnunin er sérhæfð stofnun innan Samein- uðu þjóðanna. Hún var stofnuð árið 1948 og vinnur að stefnumörkun, samhæfingu og stjórnun alþjóðlegs starfs á sviði heilbrigðismála, en aðstoðar einnig einstök lönd. Höf- uðstöðvar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar eru í Sviss en sex svæðisskrifstofur sinna sértækum verkefnum sem lúta að viðkomandi svæði. A starfssvæði Evrópuskrifstof- unnar eru 50 lönd og þar búa um 850 milljónir manna. Landsvæðið nær frá Grænlandi í vestri til Mið- jarðarhafsins í suðri og að Kyrra- hafsströnd Rússland í austri. Heil- brigðisvandamálin og uppbygging heilbrigðisþjónustu á Evrópusvæð- inu er því margvísleg. ■ FYRSTI félagsfundur Grósku verður haldinn í dag, laugardaginn 22. febrúar, í Bræðraminnin - Kiwanishúsinu á Engjateigi 11 (við hliðina á Listhúsinu í Laugar- dal) og hefst fundurinn kl. 14. Þar mun fara fram kosning 58 fulltrúar i miðstjórn og verður framboðs- frestur fram að fundinum. Á fund- inum flytur Steinunn V. Óskars- dóttir, talsmaður Grósku, ávarp, Hrannar B. Arnarsson greinir málefnahópum og starfinu fram- undan og umræður um samtökin og framtíðina. Fjöldasöngur. Fund- arstjóri er Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson. Æskulýðsdagur hestamanna ÆSKULÝÐSDAGUR barna og unglinga í hestamennsku verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar í Reiðhöll Gusts í Kópavogi undir yfirskriftinni: Æskan og hesturinn. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Á dagskrá verður m.a. hindrun- arstökk, fimiæfingar í umsjón Sig- urbjörns Bárðarsonar o.fl. Kynnir er Hinrik Ólafsson leikari. EIGENDUR Útfararstofu íslands, þeir Sverrir Einarsson og Sverrir Olsen. Nýtt fyrirtæki um útfararþjónustu STOFNAÐ hefur verið fyrirtæk- ið Útfararstofa íslands. Fyrir- tækið mun veita alhliða útfarar- þjónustu. Útfararstofan mun vera aðstandendum innan hand- ar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður, segir í fréttatilkynningu. Stofnendur Útfararstofu ís- lands eru Sverrir Einarsson og Sverrir Olsen. Báðir hafa þeir yfir mikilli reynslu að ráða við útfararþjónustu en þeir störfuðu áður við útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavikurprófastsdæma sem síðast varð Útafarstofa Kirkjugarðanna. Sverrir Einars- son vann þar í 16 ár og Sverrir Olsen í 11 ár. Skrifstofa Útfarar- stofu íslands er til húsa að Suður- hlíð 35 (við hliðina á Fossvogs- kirkjugarði, hægt að aka frá Kringlumýrarbraut). Skrifstofan er opin frá kl. 8-17 virka daga en þjónusta er allan sólarhring- inn og um helgar. Lýsa yfir fullum stuðningi við ís- landsflug MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Vegna fréttar í fjölmiðlum þann 17. febrúar sl. þess efnis að mörg- um flugmönnum íslandsflugs hafi verið boðin störf hjá nýju flugfé- lagi, Flugfélagi íslands, viljum við flugmenn íslandsflugs koma eftir- farandi á framfæri: Við flugmenn íslandsflugs lýsum fullum stuðningi við félagið og stjórnanda þess. Það er staðreynd að allmörgum okkar hafa verið boð- in störf hjá nýju Flugfélagi Íslands. Við metum það mikils og teljum það viðurkenningu á okkar störfum. Þökkum jafnframt þann hlýhug sem í þeim starfstilboðum eru fólg- in og óskum Flugfélagi íslands alls hins besta. Við höfum hins vegar að yfirveg- uðu ráði ákveðið að starfa áfram hjá núverandi vinnuveitanda okkar, íslandsflugi. Við teljum mikilvægt á þessum tímamótum að fleiri en einn öflugur aðili sé í flugrekstri hérlendis og þar mep samkeppni mnanlands og utan. Álítum við að Islandsflug gegni þar mikilvægu hlutverki. Við viljum þvi leggja okk- ar af mörkum til að treysta vöxt og viðgang íslandsflugs.“ ■ SKÓLAFÉLAG Samvinnuhá- skólans á Bifröst heldur sína ár- legu árshátíð laugardaginn 22. febrúar á Hótel Borgarnesi. Enn- fremur mun verða haldin hin árlega „Bifróvisjón", en hún hefur verið haldin síðastliðin 9 ár og hafa ung- ir og efnilegir söngvarar komið þar fram. Dansleikur verður á eftir með hljómsveitinni Herramönnum. FRÉTTIR Orgeltónlistar- guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju TÓNLISTARGUÐSÞJ ÓNUSTUR hafa nú verið haldnar við Hafnar- ljarðarkirkju um nokkurt skeið. Við næstu tónlistarguðsþjónustu sunnu- daginn 23. febrúar kl. 18 mun Natal- ía Chow, organisti Hafnarfjarðar- kirkju, leika valin verk á orgel kirkj- unnar en nú er nýafstaðin viðamikil viðgerð á orgelinu. Það var Björgvin Tómasson, orgelsmiður sem annaðist viðgerðina og þykir hún hafa tekist einstaklega vel, segir í fréttatilkynn- ingu. Auk Natalíu verða flytjendur tónlistar félagar úr Kór Hafnarfjarð- arkirkju. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs, safnaðarprestur. Almenn guðsþjónusta verður kl. 14. Þar munu fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla koma fram og sýna helgileik sem þau hafa æft undanfar- ið og lesa ritningartexta og bænir. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur, organisti verður Natalía Chow og prestur sr. Gunnþór Ingason. ■ SÓSÍALÍSK fræðsluhelgi á veg- um Ungra sósíalista og Málfunda- félags alþjóðasinna hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. febrúar að Klapparstíg 26, 2. hæð. Erindi nefnast: Rætur stjórnmálaflokkanna á íslandi og kreppan sem hrjáir þá nú og Kvenfrelsi - réttur kvenna til að ákveða fóstureyðingu. Sunnudag 23. febrúar kl. 13: Félagsleg átök og uppreisnir í Suður-Ameríku og Júgóslavíu til íslands - að skipu- leggja þá sem grafa undan kapítalis- manum. Meðal frummælenda eru Ólöf Andra Proppé, Gylfi Páll Hersir og Joshua Carroll. Ráðstefna um gosið í Vatna- jöldi JARÐFRÆÐAFÉLAG íslands gengst fyrir ráðstefnu um gosið í Vatnajökli síðastliðið haust í Borg- artúni 6 í dag, laugardag 22. febr- úar. Ráðstefnan hefst stundvíslega klukkan 10, en skráning byrjar klukkan 9.45. Áætlað er að ráð- stefnunni Ijúki um klukkan 17.30. Á dagskrá eru 25 erindi fremstu vísindamanna landsins í þessum fræðum og sýnd verða fjölmörg veggspjöld. Almennt ráðstefnugjald er kr. 1.500, en 500 krónur fyrir náms- menn og ellilífeyrisþega. Innifalið i verðinu er hefti með ágripum erinda og veitingar. Afmælisboð í Borgarleik- húsinu í TILEFNI af aldarafmæli Leikfé- lags Reykjavík hefur félagið staðið fyrir „opnum afmælisboðum" fyrir almenning í Borgarleikhúsinu. Þriðja og síðasta boðið er í dag, laugardaginn 22. febrúar. Á dagskrá verður sýningin Krók- ar og kimar, ævintýraferð um leik- húsgeymsluna sem opin er frá Jkl. 13—18, leikhúsrottan Guðrún Ás- mundsdóttir skríður úr fylgsni sínu kl. 14.30 og henni til aðstoðar er Soffía Jakobsdóttir. Á stóra sviðinu verður svo skemmtidagskrá kl. 15 þar sem trúðar bregða á leik, Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri, varpar myndum úr safni LR á tjald og stiklar á stóru í sögu félagsins undir yfirskriftinni Leiftur liðinna tíma, Sigurður Karlsson og Val- gerður Dan flytja einþáttung eftir Benóný Ægisson, söngatriði verður úr Fögru veröld, Anna Borg og Steinunn Ólafsdóttir flytja atriði úr Konur skelfa og Sigrún Edda Björnsdóttir og Guðmundur Ólafs- son syngja lög úr Ronju ræninga- dóttur. Grunnskólabörn sem tóku þátt í verkefninu Heimsókn í leikhúsið eru boðin sérstaklega velkomin. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Miðborg Reykjavíkur Ráðstefna og stofnun nýrra heildarsamtaka RÁÐSTEFNA um málefni miðborg- ar Reykjavíkur og stofnun nýrra heildarsamtaka hagsmunaaðila verður haldin á Hótel Borg sunnu- daginn 23. febrúar kl. 11. Miðborgarráðstefnan hefst með stuttum fyrirlestrum framsöguaðila frá ýmsum samtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í miðborginni. Umræðuhópar spjalla síðan um ýmis mál yfir hádegisverðarhlað- borði og má þar t.d. nefna sam- keppnisstöðu gegn öðrum verslun- arsvæðum, samsetningu viðskipta og þjónustu i miðborginni, umferð- ar- og bílastæðamál, samræmdan opnunartíma, samgöngur að, frá og innan miðborgar, markaðs- og kynningarmál, uppákomur og menningarmál, rekstur og verksvið nýrra heildarsamtaka og stefnu- mótun í helstu hagsmunamálum. Stofnfundur nýrra Miðborgar- samtaka verður síðan í beinu fram- haldi af ráðstefnunni kl. 13.45. Stjórn nýrra miðborgarsamtaka verður skipuð fulltrúum frá Sam- tökum um Laugaveg, Miðbæjarfé- laginu, Skólavörðustíg, Hverfísgötu og hliðargötum. Laugavegssamtök- in. Miðbæjarfélagið og hagsmuna- aðilar á Skólavörðustíg munu starfa áfram sem sjálfstæðar deildir innan hinna nýju samtaka. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður í Hjallakirkju sunnudaginn 23. febrúar kl. 17. Þetta er nýbreytni sem tekin var upp í safnaðarstarfi Hjallakirkju nú í vetur og hafa alls fjórar poppmess- ur verið frá hausti. Tilgangurinn er að allir finni eitthvað við sitt hæfi í helgihaldi kirkjunnar, segir í fréttatilkynningu. Poppmessan á sunnudaginn er sú síðasta sinnar tegundar á þess- um vetri. Tónlistarflutningur messunnar, sem er mun léttari en í hefðbundnum messum, er í hönd- um vel valinna tónlistarmanna. Opinn fundur ITC um launamál LANDSSAMTÖK ITC á íslandi standa fyrir opnum borgarafundi i Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. febrúar kl. 14-16. Yfírskrift fundarins verður: Er neðanjarðar- starfsemi í launamálum á íslandi? Framsögumenn á fundinum verða Pétur H. Blöndal, alþingis- maður, Guðný Guðbjörnsdóttir, al- þingismaður, Ari Skúlason, hag- fræðingur ASÍ, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS og Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Að framsögu lokinni munu fram- sögumenn sitja fyrir svörum. LEIÐRÉTT Rangt nafn sýslumanns RANGT var farið með nafn Björns Jósefs Arnviðarsonar, sýslumanns á Akureyri, í tilkynningu um fímm- tíu ára afmæli hans í Morgunblað- inu í gær og biðst blaðið velvirðing- ar á því. OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNARTILKL 21.00 HRINGBRAUT I 19. -VIÐ IL HÚSIÐ. SLEÐADAGAR! Notaðir vélsleðar með RÍFLEGUM AFSLÆTTI Allir seldir ástandsskoðaðir. Ýmsir greiðslumöguleikar. (^SKoðið einnig wélsleða ársins 1991: Hfnn Ótrúlega YflMflHfl UH 700SK) "p) Opið laugardag frá kl. 10-17 Skútuvogi 1 2a, sími 581 2530.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.