Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 22

Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reismað- urinn var van- metinn London. Reuter. ÞÝSKIR vísindamenn sögðust á miðvikudag hafa fundið 400.000 ára gömul tréspjót, sem bentu til þess að reismaður- inn, homo erectus, hefði beitt þróaðri veiðitækni en mann- fræðingar hafa talið. Spjótin eru elstu veiðiáhöld úr viði sem fundist hafa og þykja til marks um að reismað- urinn hafi ekki verið eins frum- stæður og talið hefur verið. Þau fundust ásamt fleiri áhöldum í kolanámu í Schöningen, um 100 km austur af Hannover. Einn vísindamannanna, Hartmut Thieme, sagði að fundurinn merkti að mannfræð- ingar þyrftu að endurskoða hugmyndir sínar um reismann- inn, forsögulegan mann sem kom fram fyrir tæpum tveimur milljónum ára og hvarf fyrir um 200.000 árum. Talið er að hinn viti borni maður hafi þró- ast frá honum. Spjótið bendir til þess að reis- maðurinn hafí veitt stór dýr sér til matar, en margir mannfræð- ingar hafa talið að hann hafi fyrst og fremst verið jurtaæta og stöku sinnum nærst á hræj- um og smádýrum. Péturskirkja endurbætt PÁFAGARÐUR greindi í gær frá ráðagerðum um að veita Péturs- kirkjunni andlitslyftingu þannig að hún endurheimti sína fyrri dýrð áður en þriðja árþúsundið gengi í garð. Hlutar af framhlið kirkjunnar, sem er á stærð við knattspyrnu- völl, verða huldir verkpöllum næstu þrjú árin á meðan marm- ari verður hreinsaður og gert við skemmdir, sem orðið hafa vegna mengunar og veðra og vinda á undanförnum fjórum öldum. Ráðgert er að verkið hefjist í mars og því Jjúki í september árið 1999. Þá er gert ráð fyrir þvi að milljónir pilagrima og ferðamanna muni þyrpast til Rómar í tilefni af þriðja árþús- undi kristindóms árið 2000. Við- gerðirnar eiga að kosta tæplega 400 miHjónir íslenskra króna og verða þær gerðar í samvinnu við ítalska orkufyrirtækið ENI. Not- ast verður við segulómunar- tækni, sem hefur verið þróuð við olíuleit, til að kanna ástand marmarans í kirkjunni. í gær gafst eitt síðasta tæki- færið til að virða kirkjuna fyrir sér áður en pallarnir verða settir upp, en dúfurnar höfðu annað að gera en að nota tækifærið. Hægrimenn í Sviss setja stjórnina í vanda vegna sjóðs í þágu gyðinga Kvennabannið afnumið SÍÐASTA vígi karla í Austurríki féll í gær þegar tónlistarmenn Fílharmoníuhljóm- sveitar Vínar samþykktu með miklum meiri- hluta atkvæða að afnema 155 ára bann við því að konur yrðu ráðnar til að leika með hljómsveitinni. „Hörpuleikari sem hefur leikið í ríkisóperunni í 20 ár verður fyrsta konan sem gengur til liðs við hljómsveit- ina,“ sagði Michael Gerbasits, talsmaður austurríska menningarráðuneytisins. Fíl- harmoníuhljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er þekkt fyrir árlega nýárstónleika sína. Hljómsveitin er einkastofnun og hefur sætt harðri gagnrýni stjórnmálamanna og kven- réttindahreyfinga í Austurríki og erlendis fyrir að hafna konum. Hóta þjóðarat- kvæðagreiðslu Zurich. Reuter. VONIR stjómarinnar í Sviss um að geta bætt ímynd landsins eftir lang- vinnar deilur við heimssamtök gyð- inga gætu orðið að engu þar sem stjórnmálamenn yst á hægri vængnum hafa hótað að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort svissneska ríkið eigi að leggja fé í sjóð sem ákveðið hefur verið að stofna í þágu fórnarlamba þýskra nasista í síðari heimsstyijöldinni. Sérfræðingar í stjórnmálum Sviss sögðu að talsverðar líkur væru á að Svisslendingar myndu hafna fjárframlögum úr ríkissjóði ef efnt yrði til þjóðaratkvæðis um málið. Þeir efuðust hins vegar um að hægrisinnaðir stjórnmálamenn stæðu við hótun sína um að beita sér gegn framlögunum þar sem þeir vildu ekki verða stimplaðir sem gyðingahatarar. Óánægja vegna ásakana D’Amatos Málið snýst um ummæli hægri- mannsins Christophs Blochers, iðn- jöfurs og þingmanns, sem hótaði að krefjast þjóðaratkvæðis ef pen- ingar skattgreiðenda yrðu notaðir til að fjármagna sjóð í þágu fórnar- lamba helfararinnar. „Blocher vill hagnýta sér þá staðreynd að stór hluti landsmanna hefur fengið sig fullsaddan á umræðunni um helför- ina og margir eru óánægðir með ásakanir manna eins og bandaríska öldungadeildarþingmannsins Al- fonse D’Amatos," sagði dagblaðið Berner Zeitung. Heimssamtök gyðinga hafa sak- að svissneska banka um að hafa leynt reikningum sem fórnarlömb nasista skildu eftir sig og hagnast á viðskiptum við þýska nasista. Bankarnir eiga að fjármagna sjóð- inn en stjórnin hefur frestað því að taka ákvörun um hvort fé úr ríkis- sjóði verði lagt í sjóðinn til að bæta samskiptin við gyðinga. ------» ♦ ♦ Ný stjórn í Slóveníu Ljubljana. Reuter. ÞING Slóveníu samþykkti nýja rík- isstjórn í gær og batt þar með enda á þriggja mánaða pólitíska óvissu í þessu fyrrverandi lýðveldi Júgó- slavíu. Þetta er þriðja ríkisstjómin í Sló- veníu frá því landið fékk sjálfstæði árið 1991. Janez Drnovsek, leiðtogi Fijálslyndra demókrata, verður for- sætisráðherra, en hann hefur gegnt embættinu til bráðabirgða eftir þingkosningamar 10. nóvember. Prodi o g Chirac heita EMU-stofnaðild París. Reuter. í ÁVARPI sem Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í gær í efri deild ítalska þingsins, itrekaði hann þá stefnu sína að ítalia ætli að gerast stofnaðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og greindi frá nýjustu aðgerðum stjórnar sinn- ar sem miða að því að undirbúa landið fyrir aðildina. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hringdi í Prodi í gær til að fullvissa hann um að ekki væri um nein samantekin ráð Þjóðveija og Frakka að ræða um að halda Ítalíu utan við stofnað- ild að EMU. Sögðu þeir að stofn- un EMU myndi verða að veru- leika á áætlun, í janúar 1999, og bæði Frakkland og ítalia yrðu meðal stofnríkja. Uppkast að endurskoðuðum sáttmála kynnt í marz Prodi greindi einnig frá því í ræðu sinni á ítalska þinginu, að uppkast að endurskoðuðum grundvallarsáttmála Evrópu- sambandsins verði kynnt í Róm hinn 25. marz næstkomandi. Ut- anríkisráðherrar ESB-ríkjanna ætla að koma saman til sérstaks fundar í ítölsku höfuðborginni þennan dag, sagði Prodi, til að minnast fertugsafmælis Rómar- sáttmálans, stofnsáttmála ESB. Þar mun hollenzki utanríkisráð- herrann, sem nú er í forsæti ráð- herraráðsins, kynna uppkast að endurskoðun sáttmálans, sem byggist á niðurstöðum þeim sem fengizt hafa á ríkjaráðstefnunni svokölluðu, sem staðið hefur yfir frá þvi i marz í fyrra og stendur til að ljúka á leiðtogafundi í Amsterdam í júní næstkomandi. Framkvæmdastjórn ESB Samþykkir ríkis- styrki til grískrar skipasmíði Morgunblaöiö. Brussel. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur sam- þykkt framlengingu grísku ríkis- stjórnarinnar á ríkisstyrkjum til skipasmíðaiðn- _______________ aðar þar í landi fram til loka þessa árs. Þá hefur fram- kvæmdastjómin jafnframt sam- þykkt breyting- ar stjómarinnar á þessum ríkisstyrkjum, sem gera henni kleift að greiða þá beint til eigenda útgerða, sem semja við grískar skipasmíðastöðvar um smíði, óháð þjóðerni þeirra. Ríkisstyrkjunum er ætlað að styrkja grískar skipasmíðastöðvar EVRÓPA^ til nýsmíða og breytinga á eldri skipum. Um er að ræða óbreytt fyrirkomulag á slíkum ríkisstyrkj- um, ef frá eru taldir þeir styrkir ______________ sem nú verður hægt að greiða beint til útgerða. Gríska ríkis- stjómin hefur heitið því að þessir styrkir ______________ muni uppfylla þau skilyrði sem framkvæmdastjórnin hefur sett þar um. Hámarkshlutfall þeirra mun nema 9% af kostnaði við smíði stærri skipa en 4,5% af kostnaði við smíði skipa þar sem umsamið kaupverð er undir 10 milljónum ECU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.