Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 27
LISTIR
Teikningar og spor
MYNDLIST
Gcrdubcrg/
S jónarhóll
HLJÓÐVERK
FINNBOGI PÉTURSSON
Gerðuberg: Opið kl. 9-21 mánud.-
fimmtud., kl. 9-19 föstud. og kl.
12-17 laugard.-sunnud. til 26. mars;
aðgangur ókeypis.
Sjónarhóll: Opið kl. 14-18
fimmtud.-sunnud. til 2. mars; að-
gangur ókeypis.
SJÓNÞINGIN í Gerðubergi hafa
unnið sér fastan sess í myndiistar-
lífinu í höfuðborginni, enda er með
þeim verið að vinna að nokkrum
mikilvægum þáttum í senn. Hér er
um að ræða athyglisverða tilraun
til að sameina almenna umræðu
um málefni listanna, fræðslu fyrir
þá sem koma inn af götunni jafnt
sem hina innvígðu, greinargerð
listamanna um verkefni sín og loks
sýningar á því sem þeir hafa verið
að fást við um ákveðið árabil, þó
ekki sé þar um tæmandi yfirlit að
ræða.
Áttunda sjónþingið fór fram 9.
febrúar og fjallaði um listamanninn
Finnboga Pétursson og starf hans
að sköpun hljóðverka, en í tengslum
við þingið standa nú yfir sýningar
á nokkrum verkum hans í Gerðu-
bergi í Breiðholti og nýju verki í
sýningarsalnum Sjónarhóli við
Hverfisgötu.
Verk Finnboga koma á óvart með
einhveijum hætti á hverri sýningu,
enda byggjast þau ætíð að nokkru
á hinu óvænta ekki síður en á hljóð-
inu sem berst frá þeim eða hvernig
þau koma gestum fyrir sjónir (í
sumum tilvikum hefur þó síðasti
þátturinn ekki verið til staðar, eins
og á sýningu hans á
Mokka haustið 1995).
Hið óvænta ber þó aldr-
ei með sér óhugnað,
heldur fyrst og fremst
forundran, þar sem
listamaðurinn leiðir
saman ólíka þætti til
að skapa sterkar heildir
úr ólíkum þáttum.
Það er ekki tilviljun
að talað hefur verið
um mörg verka Finn-
boga sem teikningar,
myndir eða skúlptúra,
enda byggja þau oft
upp ákveðnar ímyndir
í umhverfi sínu og
hugum þeirra, sem
kynnast þeim. Þannig ber eitt
verkið sem sýnt er í Gerðubergi
titilinn „Vindteikning", en það er
gert af 14 litlum viftum, sem hver
um sig þyrlar upp loftinu umhverf-
is eftir ákveðnum leiðum. Verkið
myndar þannig taktfastar og fjör-
ugar hringrásir í sínu takmarkaða
rými, sem helst má líkja við þau
öflugu veðurkerfi hæða og lægða,
sem stjórna allri tilveru okkar á
jörðinni; þessar saklausu teikning-
ar innandyra eru því örlítil áminn-
ing um hvað ræður aðstæðum okk-
ar þegar út kemur.
Ánnað verk hér tengir saman
mynd og hljóð í taktfastri hrynj-
andi, sem stöðugt magnast upp.
„Óður“ byggist á stuttum skotum,
sem felld eru saman í ákveðna röð,
og er í raun ljóðræn tilvísun til nátt-
úruaflanna. Þó nýtur verkið sín
tæpast sem skyldi við að vera bund-
ið við sjónvarpsskjá, en hér hafa
tæknilegar takmarkanir tímans sett
listamanninum skorður, sem kunna
að vera horfnar nú.
Þetta og fleiri verk benda hins
vegar á takmarkanir
sem hljóðverk Finn-
boga þurfa að búa við
umfram marga aðra
miðla, en það er hversu
staðbundin slík list-
sköpun er oft á tíðum.
Má ætla að ýmis mögn-
uð verk sem listamað-
urinn hefur gert í gegn-
um tíðina með ákveðið
rými í huga mundu
tæpast hafa sömu áhrif
í nýju umhverfi eða á
öðrum vettvangi; t.d.
fengju eftirminnileg
verk sem hann hefur
sett upp á Kjarvalsstöð-
um, í Nýlistasafninu og
í Listasafninu á Akureyri á síðustu
árum tæpast notið sín í því þrönga
rými sem gangar Gerðubergs skapa
því örlitla yfírliti verka hans, sem
þar er að finna.
Þessi mikilvæga aðlögun verksins
að rýminu kemur vel fram í hljóð-
verki sem Finnbogi hefur skapað
og sett upp á Sjónarhóli við Hverfis-
götu. Verkið nefnir hann „Spor“,
en hér er um að ræða fimmtíu ein-
ingar, sem gestir geta gengið á
milli og kveikt á hverri fyrir sig.
Úr þeim berast leiðbeiningar um
létta hreyfingu, spor sem stíga skal
til betra lífs og hressilegri tilveru;
saman bera þau með sér uppskrift
að hreyfilist og vitna um samhljóm
sem nú ber hátt í þjóðfélaginu, en
gestir mundu ekki vænta að heyra
á þessum vettvangi.
Þannig kemur Finnbogi listunn-
endum sífellt á óvart með verkum
sínum, teikningum og skúlptúrum,
þar sem hljóðið er helsti miðillinn -
og vonandi heidur hann því áfram í
framtíðinni.
Eiríkur Þorláksson
Finnbogi
Pétursson
Verk til heiðurs
frelsishetju
FYRIR SKÖMMU var fluttur í
ungverska ríkisútvarpinu sér-
stakur þáttur til minningar um
frelsishetjuna Angyal István sem
myrt var af Rússum og leppum
þeirra fyrir bráðum fjörutíu
árum. Meðal tón-
listar sem flutt
var í þættinum
var verk sem
sagt var eftir
Þorra Jóhanns-
son fjöllista-
mann.
Þorri Jóhanns-
son er staddur í
Marokkó og seg-
ir svo fráað fyrir
löngu var hann á
ferð í Ungverja-
landi með In-
ferno 5 flokkn-
um og kynntust
þar ungverskum
tónlistarmönn-
um. „Þeir skrifuðu mér síðan í
fyrra og báðu um hljóðverk, því
ég er nú ekkert tónskáld, í til-
efni af 40 ára afmæli uppreisn-
arinnar í Ungverjalandi, en þeir
skrifuðu um allan heim og báðu
um verk til að flytja í ríkisút-
varpinu þar í landi. Verkin áttu
að vera tileinkuð ungverskum
gyðingi, Angyal István, sem
barðist gegn nasistum í síðari
heimsstyrjöldinni og komst af
og var síðan í fararbroddi í bar-
áttunni gegn Rússum í upp-
reisninni. István særðist í þeim
átökum og kaus að láta frekar
I taka sier höndum en flvia. Þeear
hann var síðan dæmdur kaus
hann frekar dauðann en langa
fangelsisvist, var þessi sjald-
gæfa þrjóska hetja.“
Þorri segir að þegar beiðnin
barst honum hafi hann verið á
ferðalagi um Spán og því hafi
hann sent Ungveijunum geisla-
diskinn Kjöttrommuna, sem þeir
Einar Melax tóku upp saman og
gáfu út fyrir tveimur árum og
beðið þá að velja það sem þeim
fannst viðeigandi „Því miður
gleymdum við að geta um höf-
undarnafn á plötunni og því
skrifuðu þeir verkið áinig, því
þeir vissu ekki betur. Ég vil því
nota tækifærið og undirstrika
að verkið er eftir Einar Melax
þó ég gauli og rauli í því og lemji
á trommur," segir Þorri en hann
er nú staddur í Marokkó við
trommunám.
Morgunblaðið/
ÞORRI Jóhannsson og Einar Melax.
Fjarlægur draumur ?... Kannski ekki!
Mercedes-Benz C - lína. Verð kr. 2.995.000
Búnaður:
► ABS hemlar
► Loftpúðar við bæði framsæti
► Hlífðarpanna undir vél og gírkassa
► Fjarstýrð samlæsing og þjófavörn
► Höfuðpúðar á aftursæti
► Hljómflutningstæki / 8 hátalarar
► Litað gler
► Rafstýrðir, hitaðir útispeglar
► Hæðarstilling á ökuljósum
► Mælir fyrir útihita o.m.fl.
Fjölbreyttur valbúnaður fáanlegur, m.a:
5 þrepa sjálfskipting með hraðastilli (cruise control)
■A.-
Ýmsir greiðslumöguleikar, bílalán eða kaupleiga.
Hafið samband við sölumenn okkar sem veita fúslega
allar nánari upplýsingar. Við erum líka á veraldarvefnum:
www.hugmot.is/benz
Mercedes-Benz
RÆSIR HF
SKÚLAGÖTU 59, SÍMI 561 9550