Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 40
’ 40 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR PÁLSSON + Pétur Pálsson húsasmiður var fæddur á Spákonu- felli við Skaga- strönd 28. október 1916. Hann andaðist á Landspítalanum 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sölvadóttir, f. 19.3. 1892, d. 19.10. 1965, og Páll Pét- ursson, f. 24.7.1889, d. 22.10. 1963. Systkini hans eru Rósa, f. 11.9. 1911, Guðrún, f. 3.9. 1913, d. 12.8. 1952, Jóninna, f. 12.4. 1919, Hulda, f. 4.8. 1923, og Knútur, f. 25.10. 1925. Hinn 1. júlí 1944 kvæntist Pétur eftirlifandi konu sinni Kristínu Guðlaugsdóttur, fv. kaupmanni, f. í Rvik 15. október 1919. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Hróbjartsdótt- ir, f. 21.6. 1881, d. 1.4. 1970, og Guðlaugur Helgi Vigfússon, 'v málari, f. 6.4. 1896, d. 6.7. 1952. Dætur Péturs og Kristínar eru: 1) Inga Anna, hár- greiðslumeistari, f. 24.10. 1945, gift Þorleifi Björgvins- syni útgerðarsljóra, f. 16.3. 1947. Börn þeirra eru Pétur framleiðslustjóri, f. 19.11. 1969, eigin- kona hans er Jó- hanna Benedikts- dóttir, snyrtifræð- ingur, f. 11.8. 1971, dóttir þeirra er Ar- óra Björk, f. 11.1. 1992; Olína, kennari, f. 26.1. 1973, gift Jóni Páli Kristófers- syni rekstrarfræðingi, f. 22.10. 1971; og Kristín nemi, f. 16.11. 1978. 2) Guðlaug Helga, ritari, f. 13.2. 1948, gift Benedikt Hall- dórssyni fasteignasala, f. 22.4. 1944, d. 20.8. 1987. Barn þeirra er Halldór Dagur, nemi, f. 14.12. 1980. Útför Péturs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pétur Pálsson tengdafaðir minn og einn af mínum bestu vinum er látinn. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Af mörgu er að taka þegar horft er yfír farinn veg. Ég minnist þess alltaf þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, en þá var ég farinn að skjóta mig í dóttur -:i hans og Stínu, henni Ingu. Pétur var að koma uppábúinn af spila- kvöldi og sátum við Inga inni í stofu. Ég var heldur feiminn og óframfær- inn í fyrstu, en það fór fljótt af er við tókum tal saman, því hlýjuna og góðmennskuna bar hann með sér í svo ríkum mæli. Frá því fyrsta myndaðist með okkur mikil vinátta sem entist alla tíð. Frá því fyrst ég kom á heimili þeirra Stínu og Pét- urs var mér tekið eins og syni þeirra og hefur svo verið alla tíð. Margar góðar og glaðar stundir áttum við tengdapabbi saman og af mörgu er að taka. Minnist ég alltaf sumarsins 1972 þegar Benni svili minn sem lést 1987 og Gulla /- voru að byggja sumarbústað við Apavatn og að sjálfsögðu stjórnaði trésmiðurinn tengdapabbi verkinu. Ég kom stundum með til að hjálpa til og var gaman að fylgjast með hvað tengdapabbi hafði mikinn áhuga á verkinu og lagði sig fram við það. Þegar verki var lokið seint á kvöldin sátum við Benni og hlust- uðum á sögur tengdapabba, meðal annars um hestaferðir frá því að hann var ungur maður í sveit norð- ur í Skagafirði, en sá tími átti allt- af afar stóran sess í huga hans. Sagði hann margar skemmtilegar sögur frá þeim árum og spannst oft upp mikið fjör í kringum þær, því líf og fjör var alla tíð í kringum tengdapabba. Bridge var eitt af stóru áhuga- málum tengdapabba og spilaði hann í fjölda ára reglulega bridge, lengst af í bridgefélaginu Krummarnir. Tengdapabbi hætti að vinna þeg- ar hann var 75 ára gamall eftir langan og gifturíkan starfsferil sem húsasmiður lengst af hjá vini sínum Kristni Sveinssyni. Árin sem þá tóku við voru þeim Stínu og Pétri t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON skipstjóri, Höfðagrund 15, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. febrúar sl. Elín Frímannsdóttir, Guðrún Sigriður Kristjánsdóttir, Friðjón Eddvardsson, Davfð Kristjánsson, Sigrún Edda Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. & t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför JENS JOENSEN, Eyjahrauni 31, Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Hanna Joensen, Friðbjörg Joensen, Bogi Leifs Sigurðsson, Jenný Joensen, Jógvan Daníel Joensen, Eva Joensen, Ruth Dyresen, Arve Dyresen, barnabörn og barnabarnabörn. ánægjurík og meðal annars ferðuð- ust þau mikið erlendis með vinum sínum. Fannst okkur Ingu að þau væru varla komin heim úr vel heppnaðri ferð þegar skipulagning var hafin á þeirri næstu og alltaf var ferðin sem var verið að koma úr með þeim bestu. Þau voru líka búin að skipuleggja ferð og kaupa miða þegar tengdapabbi veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða á svo undraskömmum tíma. Pétur var alla tíð mikill fjöi- skyldumaður og naut þess að vera með barnabörnum sínum og nú í seinni tíð barnabarnabarni og var hann þeim góður afi og á hann afar stóran sess í hugum þeirra. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við feng- um að vera með þér, hvíl þú í friði. Elsku tengdamamma, ég veit að söknuður þinn er mikill, en þú átt góðar dætur, bamabörn, barna- barnabarn, fjölskyldu og stóran vinahóp sem vonandi gera þér lífið léttara. Þorleifur Björgvinsson. í dag er lagður til hinstu hvíldar afi okkar Pétur Pálsson húsasmið- ur. Við viljum með örfáum orðum minnast hans sem hafði svo mikil áhrif á líf okkar. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um afa. Hann var einstaklega góður maður og alltaf tilbúinn að veita okkur barnabömunum athygli. Þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu í Safamýrina fengum við iðulega pönnukökur eða jólaköku og oft laumaði afi til okkar smásúkkulaði eða mæru eins og hann kallaði það. Afi var mikill spilamaður og spil- aði brids í hinum ýmsu félögum þó lengst af í Krummunum. Hann vann til margra verðlauna fyrir spila- mennsku og það var alltaf gaman sem krakki að fá að skoða verð- launagripina sem í okkar augum voru dýrgripir. Hann var einnig mikill bókamaður og bar mikla virð- ingu fyrir bókum. Það verður skrýt- ið að koma í heimsókn til ömmu og finna afa ekki sitjandi í stólnum við gluggann með bók í hönd eða við skrifborðið sitt að leggja kapal. Afi virtist alltaf svo sterkur og traustur. Það var einnig einkenn- andi fyrir hann að hann var alltaf í góðu skapi. Hann var mjög iðju- samur og alltaf fús að hjálpa til þegar vini og ættingja vantaði hjálparhönd. Jólin hjá ömmu og afa eru okkur einkar minnisstæð. Á aðfangadags- kvöld, á okkar yngri árum, var fjöl- skyldan öll saman komin í Safamýr- inni. Það var glatt á hjalla og átti góða skapið og hlýjan hans afa stór- an þátt í því. Við krakkarnir vorum oft óþolinmóð við matarborðið, við vildum drífa okkur strax í pakkana. Afi skildi okkur vel og hafði gaman af. Ekki spillti það tilhlökkuninni að vita að afi og amma gáfu alltaf tvo jólapakka. Síðastliðin ár hafa þau okkar sem eldri erum haldið jól með mökum okkar og íjölskyldum. Hugurinn hefur þó alltaf verið við gömlu góðu jólastemminguna hjá ömmu og afa. Elsku amma, megi minningin um góðan mann ylja okkur á þessari erfiðu stund. Við erum þakklát fyrir allar minningarnar sem við eigum um afa og varðveitum þær í hjörtum okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Guð varðveiti þig, elsku afí. Pétur, Ólína, Kristín og Halldór. Að heilsast og kveðjast hér um fáa daga, að hryggjast og gleðjast, það er lífsins saga. Sl. föstudag hringdi Kristín Guð- laugsdóttir í mig og tilkynnti mér lát mannsins síns Péturs Pálssonar míns kæra fyrrverandi starfs- manns. En Pétur vann hjá undirrit- uðum í 32 ár, eða allt frá árinu 1957 og þar til heilsa og kraftar leyfðu ekki meir. Ég vissi raunar að hann var orðinn lélegur til heils- unnar, en alltaf koma manni raunar dauðsföll á óvart, eða að maður áttar sig ekki til fulls á því hvað tíminn líður fljótt. Við fráfall frá- bærs starfsmanns og vinar alla tíð rifjast svo margt upp sem var svo snar þáttur í lífi þeirra sem vinna saman svo áratugum skiptir. Pétur ólst upp hjá góðum fóstur- foreldrum á Brandaskarði og átti þar góða æsku sem hann minntist oft á. Hugur Péturs mun hafa hneigst mjög til langskólanáms, enda gekk honum mjög vel í skóla, en aðstæður allar voru allt aðrar þá, en þær hafa verið undanfarin ár, og mun hann hafa séð að hann yrði að snúa sér að öðru. Pétur fór í Bændaskólann á Hólum og út- skrifaðist þaðan með frábærum vitnisburði árið 1939. Fullur eld- móði æskumannsins hugsaði hann sér að heíja búskap á góðri jörð í fallegri sveit, en hann var ekki fæddur með silfurskeið í munni, þannig að það að kaupa jörð og allt sem til þurfti var alls ekki svo auðvelt mál þá fremur en nú. Á þessum árum steig þó Pétur sitt mesta gæfuspor í lífinu er hann kynntist yndislegri stúlku úr Reykjavík, Kristínu Guðlaugsdótt- ur, og gengu þau í hjónaband 1. júlí 1944. Þau eignuðust tvær dæt- ur, þær Ingu Onnu og Guðlaugu Helgu, og voru þær miklir sólar- geislar í lífi þeirra hjóna alla tíð ásamt tengdasonunum og barna- börnunum ljórum. En fyrst ekki var nú hægt að fara í búskapinn réðst Pétur í að fara í trésmíðanám, þvi til þess var hann vel fallinn eins og til annarra góðra verka. Hann réðst því í smíðanám hjá Páli Krist- jánssyni árið 1951 og útskrifaðist þaðan árið 1955. En árið 1957 var stofnaður byggingarflokkur um byggingu 29 íbúða blokkar í Álf- heimum 56-60, og var Pétur einn af stofnendum. Allt voru þetta ung- ir og hressir menn sem lögðu sig mjög fram, því þarna voru þeir all- ir að leggja grunninn að framtíðar- heimilum sínum. Já, þetta hús ásamt íbúðarblokk í Bogahlíð 12-18 var unnið af sannkallaðri samvinnuhugsjón. Þessir ágætu menn réðu undirritaðan sem bygg- ingameistara og umsjónarmann með verkinu. Allt var þetta skipu- lagt þannig að eigendur gætu notað sínar frístundir, öll kvöld og allar helgar til að spara sér útgjöld. Á kvöldin og um helgar þurfti verk- stjóra til að halda reglu á hlutunum og valdist Pétur til þess vegna mannkosta og hæfni í starfi. En að þessu verki loknu réðst Pétur í vinnu til mín og við unnum saman alla tíð eftir það. Mér er ljúft að þakka öll þessi góðu ár. Hann vann alltaf af heil- indum og samvizkusemi, og hagg- aðist aldrei, var alltaf afslappaður og ljúfur í öllu samstarfí. Á þessum árum öllum voru hjá mér lærlingar, svo tugum skipti, og allir unnu þeir með Pétri og öllum þótti vænt um hann, því hann leiðbeindi þeim og sýndi þeim einstaka vinsemd og hlýju, og munu þeir allir minnast hans með einstöku þakklæti nú að leiðarlokum. Einnig voru þau hjónin og dætur þeirra einstakir vinir okkar hjón- anna og barnanna okkar, og á há- tíðastundum voru þau gestir hjá okkur og við hjá þeim. Pétur átti einstaklega gott með að slappa af, og fóru þau hjónin í margar yndislegar ferðir, einkum þó á suðrænar sólarstrendur sem þau nutu alveg sérlega vel, og mun ein slík ferð hafa verið undirbúin nú þegar kallið kom til Péturs í hina löngu ferð. Pétur var mikill gæfumaður í sínu einkalífi og naut þess að slappa af í faðmi ijölskyldunnar, enda áttu þau einstaklega hlýlegt og fallegt heim- ili, og mér er ekki grunlaust um að Pétur hafí hugsað eins og enski námumaðurinn sem orti svo fallegt kvæði og gæti það átt við hér: Hér bíður mín friðsæla heimilið hlýtt, og hjartfólgin ástúðleg kona, sem hefur allt fágað, fegrað og prýtt, svo fallega búið að allt sýnist nýtt, hún er lind minna ljúfustu vona. Þar bíða mín indælir barnungar tveir, sem bjóða mér saklausa arma, og kenna mér líka að lifa sem þeir, leika, fagna og njóta því meir, það bætir lífsbölið og harma. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd konu minnar, barna og allra minna starfsmanna sem unnu með þér í þessa áratugi, þakka þér af alhug allt og allt. Við sendum öll konu þinni, dætr- um, tengdasyni og barnabörnum, svo og öðrum ættingjum og vinum okkar beztu samúðarkveðjur. Og ég vil kveðja þig með orðum Stefáns frá Hvítadal. Dýrðlega þig dreymi og Drottinn blessi þig. Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og afi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON læknir, Háalundi 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Kristín Björg Ólafsdóttir, Ella Dóra Ólafsdóttir, Ella Halldórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, teggdamóður, ömmu og langömmu, KRISTlNAR JAKOBSDÓTTUR frá Sogni íKjós, Merkjateigi 7, Mosfellsbæ. Hannes Ólafsson, Ólafur Unnsteinsson, Kristín Hannesdóttir, Ásdís Hannesdóttir, Hannes Sigurjónsson, Þórdís Torfadóttir, Unnsteinn Jónsson, Sigurjón Karlsson, Ólafur Hannesson, Davíð Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.