Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 11
FRETTIR
Afdrifarík
forræðisdeila
Úrskurður kviðdóms í undirrétti í New
York, þar sem kveðið er á um að Flugleið-
um beri að greiða um einn milljarð í bætur,
á upphaf sitt í hatrömmu og sögulegu for-
ræðismáli sem náði hápunkti í ársbyrjun
1993. Þá var reynt að ræna dætrum
Ernu Eyjólfsdóttur og koma þeim í umsjá
feðra sinna í Bandaríkjunum.
Forsagan
Erna var tvígift í Bandaríkjun-
um. Fyrri maður hennar var Fred
Arthur Pittman og áttu þau dótt-
urina Elizabeth Jane, sem fæddist
árið 1982. Við skilnað þeirra hjóna
var Ernu dæmt forræði yfir dóttur-
inni.
mi^mmmmmm höfðaði Erna skiln-
Haustið aðarmál gegn
1991 seinni manni sín-
um, James Brian
Grayson, sem hún hafði gifst 1987.
Krafðist hún forræðis yfir dóttur
þeirra hjóna, Önnu Nicole Grayson,
sem fæddist 1987. Við þingfestingu
málsins varð Erna við kröfu dómar-
ans um að leggja inn vegabréf sitt
og dætra sinna. Að auki var hún
sett í farbann. Eftir brotthvarf Ernu
hélt James Brian Grayson málinu
áfram og krafðist forræðis yfir
Önnu Nicole.
wmmmmmmmm var kveðinn upp
15. október dómur í forræðis-
1992 málinu i Santa
Rosa-héraði í
Flórídaríki í Bandaríkjunum, þar
sem hjónabandinu var slitið, föðurn-
um einum falið forræði stúlkunnar
og móðurinni synjað um rétt til
umgengni við hana. í ítarlegum
niðurstöðum dómsins var meðal
annars sérstaklega áréttað að Erna
hefði strokið úr farbanninu og ekki
mætt til að flytja mál sitt fyrir
dóminum.
Heimförin
18. apríl
1992
áður en forræðis-
málið var til lykta
leitt fyrir dómi, fór
Erna huldu höfði
Maí-júní
1993
um tveggja vikna skeið í Flórída.
Þar skipti hún oft um hótel en ók
síðan til New York. Hún bar síðar
við að sér hafi orðið það ljóst með-
an á málaferlunum stóð, að vegna
þess að hún var útlendingur hefði
hún staðið mun verr að vígi en
ella gagnvart dómstólnum. Þrátt
fyrir að sálfræðingur, sem þekkti
hagi hennar hefði borið vitni í
málinu til að hrekja aðdróttanir í
hennar garð, hefði hún talið víst
að á það yrði ekki hlustað. Hún
hafi því ákveðið að fylgja ráðlegg-
ingum móður sinnar og flýja með
börnin, þrátt fyrir að hún vissi að
með því væri hún að brjóta banda-
rísk lög og gefa endanlega frá sér
möguleika á að vinna dómsmálið.
Hafði hún samband við ræðismann
íslands og fékk íslenskt bráða-
birgðavegabréf.
mmmmmmmmmm struku mæðgurnar
2. maí úr landi og komust
1992 til Islands með
Flugleiðavél. Fyrr-
um yfirmaður skrifstofu Flugleiða
í New York segir að Erna og dætur
hennar hafi haft í fórum sínum gilda
farseðla og gild íslensk bráða-
birgðavegabréf. Starfsfótk Flug-
leiða mun ekki hafa vitað um far-
bann Ernu né ástæðu fyrir bráða-
birgðavegabréfinu, enda hafi Flug-
leiðum ekki borist neinar upplýs-
ingar um það.
mmmmmmmm^m Fred A. Pittman,
faðir eldri dóttur
Ernu Eyjólfsdóttur
stefndi Flugleiðum
auk Ernu, sambýlismanni hennar
og stjúpföður, fyrir dóm í New
York. Krafðist hann jafnvirðis um
það bil eins milljarðs íslenskra
króna í skaðabætur. Sömuleiðis
stefndi James Brian Grayson, faðir
yngri telpunnar, Flugleiðum, fyrir
dómstól í Flórída og krafðist skaða-
bóta.
Blekkingar
Erna sótti ekki um forræði yfir
stúlkunum hér á landi strax og þær
komu heim en var dæmt forræði
yfir yngri dóttur sinni 1994. Áður
hafði sýslumaðurinn í Reykjavík
úrskurðað að faðir stúlkunnar
skyldi njóta umgengni við hana 4
klukkustundir tvisvar í viku undir
eftirliti barnaverndarnefndar þegar
hann dvaldist hér á landi.
Þegar Erna hafði yfirgefið
Bandaríkin með dæturnar tók Pitt-
man upp forræðismálið í samráði
við Grayson. Var feðrunum dæmt
forræði yfir dætrum sínum. Leituðu
þeir í kjölfar þess til fyrirtækisins
Corporate Training Unlimited
(CTU) í Fayetteville, Norður-Karól-
ínu. Fyrirtækið sérhæfði sig m.a. í
að aðstoða bandaríska foreldra, sem
fengið höfðu forræði yfir börnum
sínum, við að ná þeim til Bandaríkj-
anna. Hefur NBC-sjónvarpsstöðin
m.a. gert sjónvarpsmynd, Desper-
ate Rescue, um eitt verkefna fyrir-
tækisins. Forsvarsmaður þess, Don-
ald Feeney, tók m.a. þátt í_að bjarga
bandarískum gíslum í íran árið
1980, aðgerð til að bjarga sex trú-
boðum í Súdan og innrásinni í
Grenada árið 1983. Eiginkona hans
Judy Feeney, er fyrrverandi njósn-
ari á vegum bandaríska hersins.
Líklega kom Judy
Desember Feeney til íslands
1992 um Þetta leyti
ásamt fleirum und-
ir því yfirskyni að taka ætti hér
kvikmynd. Var Ernu boðið að vinna
við leit að tökustöðum, látin þýða
bréf skrifuð á bréfsefni Carolco-
kvikmyndafyrirtækisins og boðið til
Sviss starfsins vegna. Fór hún
þangað ásamt eldri dóttur sinni.
Þá hafði einkum ein konan í hópn-
DONALD M. Feeney við
komuna til Reykjavíkur-
flugvallar eftir að hafa ver-
ið handtekinn á flugvellin-
um í Vestmannaeyjum 7.
ágúst 1993.
um, Lawrence Canavan, gert sér
far um í a.m.k. mánuð að vinna
traust Ernu, sem hafði tortryggt
hópinn.
Feeney greindi síðar frá því að
hann hefði átt erindi til Zúrich og
því hefði verið talið hentugt að fara
með börnin þangað og afhenda þau
þar. í Sviss kynnti Feeney sig fyrir
Ernu sem Mario Kassars, framleið-
andi og forstjóri Carolco. Erna sagði
síðar að eftir utanlandsferðina hefði
hún hætt að tortryggja fólkið og
haldið áfram að starfa með því.
Brottnámið
25. janúar
1993
kom Grayson, faðir
Önnu Nicole, til ís-
lands samkvæmt
ráðleggingum
Feeneys. Var honum
væri reiðubúin að
Síðar
Morgunblaðið/Júlíus
ERNA Eyjólfsdóttir ásamt dætrum sínum, Elizabeth Jane Pitt-
man og Önnu Nicole Grayson í janúarbyijun 1993.
DONALD M. Feeney ræðir við James Brian Grayson og eigin-
konu hans, Ginger, í Dómshúsi Reykjavíkur 2. mars 1993.
Lúxemborg að senda stúlkuna til
baka til Islands.
Fylgdarmönnum hennar, Judy
Feeney, Jacquie Davis og Lawrence
Canavan var sleppt eftir að hafa
verið í haldi í sjö klukkustundir.
Þá hafði ekki borist alþjóðleg hand-
tökuskipun eða framsalsbeiðni og
héldu þau til London. James Gray-
son og Donald Feeney voru hins
vegar handteknir hér á landi.
Flóttinn
starfsfólks
sagt að Erna
afhenda honum dóttur hans.
kom fram í rétti, að hann hefði aldr-
ei fengið vitneskju um raunveruleg-
ar ráðagerðir fyrirtækisins en talið
allan tímann að samið yrði við
móðurina um að hún léti börnin af
hendi. Hann dvaldist á Holiday Inn
í tvo daga og þá var honum sagt
að næsta morgun yrði farið úr landi,
því þá fengjust börnin afhent.
fór Erna seint um
27.janúar kvöld á veitinga-
1993 stað nieð þessum
vinum sínum, þar
sem henni voru gefin lyf eftir að
þau yfirgáfu veitingastaðinn. Þegar
hún vaknaði nokkrum tímum síðar
sá hún að börnin voru horfin. Pitt-
man, faðir Elizabethar, kom ekki
til Islands meðan á aðgerðinni stóð
en beið dóttur sinnar í Lúxemborg.
Grayson hitti dóttur sína hins vegar
í bíl fyrir utan Hótel Holt en komst
ekki með hana úr landi.
Þrátt fyrir að stjúpfaðir Ernu
Eyjólfsdóttur hefði varað útlend-
3... 2. maí
1992flaug
Erna ásamt
dætrum sínum
með Flugleíðum
til íslands
2Í april 1992 fór
Erna huldu höfði
í Flórida en ók síðan
af til New York. Þar fékk
w • hún íslensk bráða-
birgðavegabréf og...
^2 sfáP '•
Frá haus)
f farbanni i Bandaríkjunum;
en þá var henni gert að leggja
inn vegabréf sitt og dætranna
ingaerftirlitið og tollgæsluna á
Keflavíkurflugvelli við því að dætr-
um Ernu kynni að verða rænt -
og myndir af þeim væru til staðar
hjá vegabréfaskoðun í Leifsstöð -
tókst fólkinu að koma eldri dóttur-
inni, Elizabeth, úr landi til Lúxem-
borgar. Strax og vitað var um brott-
námið gerði stjúpfaðir Ernu vakt-
stjóra tollgæslunnar á flugvellinum
viðvart.
Elizabeth var sagt að hún væri
í för með vinum mömmu sinnar á
leið til London þar sem móður henn-
ar hefði boðist vinna. Þar sem Eliza-
beth hafði ekki verið í fylgd forráða-
manns, en haft bandarískt og ís-
lenskt ríkisfang, ákváðu yfirvöld í
2. mars
1993
dæmdi Héraðs-
dómur Reykjavík-
ur Donald M. Feen-
ey í tveggja ára
fangelsi og James Brian Grayson í
12 mánaða fangelsi, þar af 9 mán-
uði skilorðbundið. Báðir voru þeir
sakfelldir fyrir barnsrán og frelsis-
sviptingu.
wmmmmmmmm dæmdi Hæstiréttur
19. mars íslands James
1993 Brian Grayson í
átta mánaða fang-
elsi, þar af sex mánuði skilorðs-
bundið, og Donald Michael Feeney,
í tveggja ára fangelsi.
mm^^mmmmm Feeney afplánaði
7. ágúst dóm sinn á Litla-
J993 Hrauni. Aðfara-
nótt þessa dags
strauk hann úr fangelsi við annan
mann en var handtekinn á flugvell-
inum í Vestmannaeyjum að morgni.
Þá voru þeir nýkomnir til Eyja í
hópi 100 erlendra ferðamanna með
vélum frá íslandsflugi. Þeir höfðu
ennfremur tekið vélina á leigu til
að fljúga með sig áfram til Fær-
eyja. Feeney afplánaði síðan dóm
sinn hér á landi og hélt eftir það
til Bandaríkjanna. Hann komst aft-
ur í fréttir á Islandi þegar hann
aðstoðaði bandaríska konu við að
ná barni frá íröskum eiginmanni
sínum í september 1994.
Nú aftur á íslandi JOSEPh J^NARD - yCmdR* tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561-5077
Opið ki. 10-16 laugardag