Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
MORGUNBLAÐIÐ
DÆMI um sérhannaðan lista-
skóla: Charles Rennie Mack-
intosh: Listaskólinn í
Glasgow, byggður 1897-99
og 1907-09. Aðalhliðin veit í
norður.
Hús og
yfirbygging
Mikið fjaðrafok hefar orðið á opinberum
vettvangi vegna húsnæðismála myndlistar-
manna og myndlistarskóla. Er vel að þessi
mál komi loks rækilega upp á yfirborðið og
----------------------------------?--------
var ekki vonum fyrr, segir Bragi Asgeirs-
son, en þau hafa um langt árabil oftlega
skarað vettvang hans.
MARGIR hrukku við, er
Myndlistarskóla Reykja-
víkur og Grafíkfélaginu
var öllum að óvörum sagt upp hús-
næði sínu í Hafnarhúsinu samtímis,
og eðlilegt að viðbrögðin yrðu harka-
leg. Myndlistarskólinn hefur verið í
boðlegum húsakynnum á staðnum í
þó nokkur ár, en grafíkfélagið hafði
með ærinni fyrirhöfn og mikilli sjálf-
boðaliðavinnu komið upp verkstæði,
hinu fyrsta á íslandi, en það skal
nú á braut. Var starfsemin rétt haf-
in að hluta, svo þetta telst afar
mikið áfall fyrir viðgang íslenzkrar
grafíklistar. Að vísu hefur borgar-
stjórn lofað báðum aðilum að hús-
næðisþörf þeirra verði tekin til end-
urskoðunar, jafnvel að flutningar
fari fram þeim að kostnaðarlausu.
En uppbygging verkstæðisins hefur
tekið mörg ár og fer ómæld vinna
félagsmanna í súginn, sem ekki
verður bætt með velvilja, traustvekj-
^ andi brosum, axlaklappi og einhveij-
um pennastrikum.
Með allri virðingu fyrir Grafíkfé-
laginu bjóst skrifari við að ævintýr-
ið varðandi Myndlistarhúsið að
Klömbrum fyrir nær aldarfjórðungi,
dygði myndlistarmönnum til nok-
kurrar fyrirhyggju og varúðar í
samningum við borgaryfirvöld um
alla framtíð, hver sem pólitíski litur-
inn væri í þeim herbúðum. En svo
er bersýnilega ekki, því menn hafa
enn og aftur treyst á góð orð í stað
beinharðra samninga, þótt reynslan
sýni að hér dugi ekki einu sinni 99%
öryggi heldur verður það helst að
vera 101%.
Vinnubrögð borgaryfirvaida ein-
kennast af fljótfærni og vanþekk-
ingu, því álíta má að verkstæðisrým-
ið skipti ekki ýkja miklu máli um
framtíðaráætlanir í öllu húsinu og
væri bókasafni frekar hagur að því
að hafa starfsemina á staðnum.
Hægt væri að koma á mikilsverðu
samstarfi milli bókasafnsins, lista-
safnsins og verkstæðisins sem væri
ávinningur allra, því grafík er ekki
aðeins hluti af bókverki sem hver
og einn getur sannfærst um ef vill,
heldur væri einnig mögulegt að
virkja það í þágu listasafnsins t.d.
með veggspjaldagerð og þrykki
ýmiss konar, sem að auki myndi
veita grafíklistamönnunum vinnu.
Væri það hreint slys að gaumgæfa
ekki þessa möguleika. Minna skal á
að innan handar er möguleiki að
fylla í mjög neyðarlega gloppu hjá
bókaþjóðinni hvað listrænar bækur
snertir, og hvað er bókverk annað
en grafík? Grafíkverkstæðið hefur,
sé það rétt rekið, alla burði til að
opna fyrir möguleika til þrykkingar
mynda í hinni aðskiljanlegustu
tækni, sem einungis er hægt erlend-
is, t.d. steinþrykki. Kostnaðurinn við
slíka þjónustu erlendis er meiri en
flesta grunar, til að mynda hefur
skrifari farið 5 ferðir til Kaup-
mannahafnar á vit hennar frá 1983,
og þekkir til hlutanna. Á tímabilinu
hefur kostnaður margfaldast, þann-
ig að það eru einungis listafélög og
mjög þekktir listamann sem hafa
efni á að nýta sér verkstæðin og
þá þjónustu sem þau inna af hendi.
Þetta á við um öll verkstæði í stór-
borgum Evrópu og Ameríku nema
verkstæði listamanna eða listasam-
taka, sem bjóða einstökum lista-
mönnum vinnuaðstöðu endurgjalds-
laust, en þá er auðvitað ekki innfal-
in þjónusta, uppihald né efniskostn-
aður. Lagði saman kostnað minn
við gerð 6 steinþrykkja í september
1994 og reyndist hann um 550.000
krónur lauslega áætlað, og er þá
ekki innifalinn vinnutími minn frá
því árla morguns og langt fram á
kvöld í rúman hálfan mánuð, né
flutningskostnaður heim. Þetta var
skiljanlega rothögg á allar áætlanir
um frekari, helst árlega nýtingu
verkstæðisins. Verkstæðið í Hafnar-
húsinu leysir þó engan veginn öll
vandamál grafíklistamanna á einu
bretti, því það mikilvægasta er eft-
ir, að virkja það og skapa heilbrigt
vinnuandrúm sem er snöggtum
meira mál en mörgum virðist ljóst.
Hið óborganlega lífræna andrúm
sem er innan veggja grafíkverk-
stæða víða um heim varð síst til
með fundarsamþykktum, áformum
og áætlunum, heldur framkvæmda-
gleði og útsjónarsemi, og vel að
merkja ákaflega ströngum og mörk-
uðum húsreglum.
Flutningur Myndlistarskóla
Reykjavíkur er auðvitað mikið til-
finningamál en þarf ekki að valda
eins mikilli röskun, og verði þeirri
merku stofnun séð fýrir stærra og
hentugara húsnæði til frambúðar
getur hún mjög vel við unað.
Hvað húsnæði Myndlista- og
handíðaskólans varðar er mun alvar-
legra mál á ferðinni, því hér er kom-
ið sláandi dæmi þess að mál leysast
ekki með fundarhöldum, ályktum
né barnalegri óskhyggju.
Eiga nemendur ómælt hrós skilið
fyrir að taka af skarið og vekja at-
hygli á stöðunni, því hún er ekkert
minna en þjóðarhneisa er svo er
komið. Hér er sýnu verst hve bar-
áttuandinn og metnaðurinn hefur
verið lítill innan skólastjómar í þá
veru að vekja athygli á stöðu hans
á opinberum vettvangi. Risið tak-
markað, því menn þar á bæ virðast
taka við hveiju hundsbeini sem að
þeim er rétt, jafnvel fagnandi ef
rýmið er nógu mikið.
Eins og áður hefur komið fram í
skrifum mínum, hefur verið slegið
af kröfum um grunnnám og menn
tengt skólann almenna skólakerfinu
í vaxandi mæli sem þýðir auðvitað
minnkandi sjálfstæði hans og því
upprunalega markmiði, að vera þak-
ið á allri myndlistarfræðslu á land-
inu sem aðrir skólar læri og dragi
dám af. Til þess þarf öðru fremur
að virkja best menntuðu og framsæ-
knustu listamenn þjóðarinnar á öll-
um aldri, svo sem lengi var leitast
við að gera. Hér kemur til að emb-
ættismenn sem takmarkaða þekk-
ingu og skilning hafa á listaskólum
og þýðingu sjónmennta hafa fengið
að ráða ferðinni, meður því að þeir
viðurkenna annars ekki réttindi til
námslána. Skyndilega fengu þarfir
nemenda fyrir námslán og tilbúnar
reglur ráðandi fáfræðinga á vett-
vanginum meira vægi en menntun-
argrundvöllurinn! Hér áttu menn að
standa fast á rétti nemenda í ljósi
vægi skapandi námsgreina í
menntakerfum annarra þjóða.
Allt kom fyrir ekki, þótt erlendir
skólafrömuðir af hárri gráðu er
kynntu sér skólakerfí okkar lykju
helst lofsyrði á þennan skóla og
vinnugleðina innan veggja hans, og
nafnkenndur rektor listaskóla í Nor-
egi segði: „Hér hafið þið dálítið sem
við höfum ekki.“ Fáfræðingunum
og reglugerðarmeisturunum óx ein-
ungis ásmegin og einmitt þetta „dá-
lítið“ var bútað niður og sundurlim-
að og hefur ekki borið sitt barr síðan.
Ekki er úr vegi að nefna, að í
öllum listaháskólum sem skrifari
nam við gekk hann að sömu réttind-
um og aðrir háskólaborgarar, og
voru þetta þó sjálfstæðar stofnanir
með eigin og markaðar menntunar-
kröfur. Hefði varðað heimsendi ef
einhverjir kennslufræðingar hefðu
farið að krukka í þær.
Vægi listmenntunar þótti slíkt í
upphafi, að allstaðar risu listahá-
skólar eða akademíur í kjama stór-
borga þar sem þeir tróna enn svo
sem allir geta gengið úr skugga um.
Er nærtækast að nefna akademíum-
ar í Kaupmannahöfn og Stokk-
hólmi. Og þótt akademían í Ósló
væri lengi vel einungis í fjórum stof-
um bakatil og kjallara Kunstnerens
Hus, var hún stóram virtari stofnun
en t.d. listiðnaðarskólinn er bjó við
tífalt veglegri húsakynni. Metnaður-
inn að komast inn fyrir dyr akadem-
íunnar var hins vegar tífalt meiri,
og inn í helgidóminn komust svo
aftur um og yfir 10% þeirra sem
þreyttu inntökupróf.
Og þar sem minnst er á inntöku-
próf virðast þau nú sniðin að snöggt-
um öðram þörfum og leikreglum en
varðar uppranalega hæfíleika og
metnað, og þannig væru Kjarval og
Ásgrímur naumast gjaldgengir í
MHÍ er svo er komið, jafnvel ekki
Picasso, hvað þá Anthonis van Dyck!
Hér gildir áfangakerfi og lágmarks-
aldur. Akademían í Ósló býr nú við
margfalt meiri og veglegri húsa-
kost, en hefur mjög sett niður miðað
við það sem áður var, auk þess sem
til ýmissa árekstra hefur komið milli
nemenda og kennara sem óþekktir
vora áður. Ymsir landsþekktir lista-
menn og prófessorar flúðu eða
hrökkluðust í burtu, minna þekkt
og óþekkt fólk tók við og kústaði
úr skólanum sígildum undirstöðu-
greinum, virtist augljóslega ekki
bera meira skynbragð á þær en
húsverðirnir og ræstitæknarnir.
Ónóg verkleg og skynræn grann-
menntun gerir það að verkum, að
nám festist ekki nægilega í nemend-
um og þeir verða því auðveld bráð
hvers konar stórasannleika í listum
að utan, sem verður tilbúnari og
ófrumlegri með ári hveiju, flökta
úr einu í annað, eða endurtaka sama
stefið í síbylju.
Því er ekki að neita, að margt
er líkt með þróuninni hér, því stöð-
ugt fjölgar þeim kennuram sem
enginn hefur heyrt getið til afreka
á lista- eða menntasviði áður, en
hafa einhver áunnin réttindi úr skól-
um eða skoðanir sem falla að til-
búnu einingakerfí kontóristanna.
Enginn er hér að hafna þessu fólki
né rakka það niður, en spurningin
er einungis hvort það sé í réttu
umhverfi. Frá því ég fór að skrifa
í þetta blað hef ég reglulega vakið
athygli á vægi allra tegunda lista-
skóla, og sjónmennta í kennslukerfi
menningarþjóða, einkum á megin-
landi Evrópu, greint frá inniviðum
þeirra og meira en 250 ára sögu.
Með þá frómu ósk að leiðarljósi að
það væri til fremdar skilningi á
myndlistarfræðslu á landinu, enda
var mér ljóst að því betur sem þjóð-
in væri að sér í þessum málum, því
meiri og heilbrigðari yrði döngun
sjónmennta. Þeir sem hófu kennslu
við skólann gerðu það af hugsjón,
oftast fyrir þrábeiðni og eftirgangs-
semi skólastjóra, jafnvel einnig nem-
enda, og er skrifari hér engin undan-
tekning. Við kenndum lengstum við
frumstæð skilyrði í samræmi við
takmarkaðan skilning á eðli og vægi
sjónmennta meðal ráðamanna, má
segja að þeir hafi séð eftir og talið
hvern eyri sem fór í uppbyggingu
hans og í lófa okkar.
Gott dæmi um hve lítils sjónmenn-
ir era metnar í kennslukerfmu, er
að allir munu gera sér grein fyrir
að birtumögnin skipta miklu máli í
athöfnum manna, að sumar þeirra
krefjast sérhannaðrar lýsingar. En
ekki virðast ráðamenn gera sér grein
fyrir hve rétt ljósmögn hafa mikið
vægi í athöfnum myndlistarmanns-
ins, hvort heldur vettvangur hans
sé flötur eða rúmtak. í öllu falli
ekki þeir sem hafa vísað myndlistar-
kennslu inn í bóknámsstofur og
myndlistarskóla í gjörsamlega óhæft
húsnæði vegna lýsingarinnar einnar,
til viðbótar óhollustu og öllu öðra.
Sérstök áhersla hefur einmitt ver-
ið lögð á lýsingu í listaháskólum sem
byggðir hafa verið með þessar af-
mörkuðu sjónrænu þarfir að leið-
arljósi og einkum hefur þótt æski-
legt að leiða sem jafnasta náttúru-
birtu inn í stofurnar með ofanljósi
eða stórum hliðargluggum.
I fímmtíu ára sögu lýðveldisins
hafa risið upp íþróttamannvirki,
bóknámsskólar og kirkjur sem aldr-
ei fyrr, en yfirbygging handíða, sjón-
mennta og skapandi kennda hefur
mikið til mætt afgangi. Afleiðingin
er að raglingurinn og fáfræðin er
neyðarlegri en tali tekur, og mun
meiri en gerist annars staðar og
nægir að vísa til spurningakeppni
framhaldskóla í sjónvarpssal. Ef
þessi atriði andlegra vídda fá ekki
aukinn meðbyr er til lítils að tala
um málrækt sem er hluti af sköpun-
argáfu og sköpunarþörf mannsins.
Það er fullvissa mín, að til lengri
tíma litið sé sérhönnuð bygging
myndlistarháskóla langsamlega
hagkvæmasta lausnin, því stöðugir
flutningar, hringlandaháttur og
breytingar á húsnæði era ekkert
annað en sóun og braðl á peningum
skattborgaranna. Þar skal fara fram
kennsla á rannsóknagrundvelli. í
myndlist, listiðnaði og hönnun í ljósi
sérþarfa okkar, sem hefði ómælda
þýðingu til yfirbyggingar mótaðrar
þjóðfélagsheildar. Eins og staðan
er núna verður ekki betur séð en
að farsælast sé að leggja MHÍ nið-
ur, en veita kennslunni sem þar fer
fram inn í fjölbrautaskólana og
áfangakerfið, þar sem hún myndi
trúlega nýtast mun betur, ganga
að betri húsakosti og vera í sínu
rétta umhverfi um sitt lítið af hveiju.
Þetta er vel gerlegt ef metnaður
og góður vilji er fyrir hendi og í
næsta vettvangi vík ég að því hvern-
ig þessum málum er skipað meðal
Evrópuþjóða sem lífsnauðsynlegri
grunneiningu. Jafnframt hvernig
þær fara að því að standa undir og
fjármagna hana. Mál málanna er,
að hér þyrfti helst að bjóða út sam-
keppni um byggingu listaháskóla er
yrði sómi og stolt þjóðarinnar.