Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 37 + Albert Sölvi Karlsson var fæddur á Akureyri hinn 28. maí 1953. Hann lést á heimili sínu 17. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Albertsdóttir, f. 5. ágúst 1930 á Akur- eyri, og Karl Hólm Helgason, f. 7. mars 1930 á Sauðárkróki. Kristín og Karl bjuggu saman á Akureyri í þrjú ár, en slitu síðan sam- vistum. Kristín og Albert Sölvi bjuggu hjá foreldr- um hennar í Eiðsvallagötu 28 á Akureyri, þar sem Kristín var einstæð útivinnandi móðir og má því segja að foreldrar Krist- ínar hafi alið Albert Sölva upp. Foreldrar hennar voru þau Al- bert Guðmundur Sölvason, f. 11.7. 1903 á Páfastöðum í Skagafirði, og Karólína Guð- mann, f. 20.10. 1902 á Sauðár- króki. Karl Hólm Helgason faðir Alberts giftist síðar Selmu Guð- mundsdóttir og búa þau í Stelks- hólum 6 í Reykjavík. Albert Sölvi átti fimm hálfsystkini, Hilmar Þór, f. 10.4. 1951, maki Pramuan Choaphonkrang; Guðný Jóhanna, f 10.4. 1956, maki Eyjólfur Ólafsson, f. 24.6. Kæri bróðir, nú ert þú lagður af stað í ferðina löngu. Við hálfsystkini þín viljum kveðja þig hinstu kveðju. Þó að við höfum ekki oft hist, þú fyrir norðan og við fyrir sunnan, þá fylgdumst við alltaf vel með þér, þótt úr fjarlægð væri. Við vorum ákaflega stolt af þér sem góðum dreng, miklu prúðmenni og í alla staði vel gerðum. Við vottum móður þinni Kristínu okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að veita henni styrk á þessari erfíðu stund. Hilmar, Guðný, Pálmi, Gígja og Gylfi. Albert Söivi Karlsson er látinn. Fregnin um andlát hans kom flestum á óvart. Albert vann fulla vinnu við kennslu í VMA og þar að auki við fjarkennslu. Vinna hans krafðist mikillar yfirsetu og nákvæmni, það var ekki vani Alberts að senda frá sér illa unnin verkefni. Það er óhætt að fullyrða að hann átti sér fáa líka hvað það snerti, og bar hann ætíð hag nemanda sinna fyrir brjósti. 1953; Pálmi, f. 24.5. 1959, maki Helga Jóhanna Hrafnkels- dóttir, f. 16.3. 1960; Gígja, f. 21.8. 1961, maki Anton Sig- urðsson, f. 17.12. 1955; og Gylfi, f. 4.2. 1966, ógiftur. Albert Sölvi lauk námi frá Mennta- skólanum á Akur- eyri 1975. Fór hann síðan í Háskóla ís- lands 1976 og nam þar eitt misseri en varð að hætta þar námi vegna veik- inda. Albert hélt síðan til Banda- rikjanna haustið 1977 og fór í háskóla Siu-C Carbondale í III. Lauk hann þar námi með B.A. í ensku og mastersgráðu í sögu. Þá sneri hann heim til íslands vorið 1983. Albert kenndi í Menntaskól- anum á Akureyri um tíma. En 1984 hóf hann að kenna hjá VMA og kenndi þar allt fram á síðasta dag. Á sumrin vann Al- bert sem næturvörður á Hótel Eddu á Akureyri í 22 ár. Síð- ustu árin fór hann að skrifa og hafa verið gefnar út eftir hann nokkrar bækur erlendis. Útför Alberts Sölva verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og var síðar tilbúinn til að ræða efn- ið á ný, Ég átti því láni að fagha að eign- ast Albert Sölva að vini. Slíkri vin- áttu kynnist maður ekki nema einu sinni á ævinni. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég minnist með gleði, en söknuður minn er mikill. Það að sjá á eftir honum svo ungum að árum, aðeins 43 ára göml- um, yfir móðuna miklu. Elsku Krístín, við vitum að sorg þín og þinna nánustu er mikii, við viljum senda ykkur öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur með von um að minningar um góðan dreng verði ykkur til huggunar. Guð blessi ykk- ur öll. Björn Kristjánsson og fjölskylda. Kveðja frá Verkmennta- skólanum á Akureyri Aibert var vinsæll kennari og dáður af flestum sem hann kenndi, hann gat verið strangur þegar á þurfti að halda en réttsýnn að eðlisfari og fengu þeir sem það áttu skilið að njóta þess. Þrátt fyrir að Albert Sölvi skilaði þessari miklu vinnu frá sér var hann sjúkur maður og barð- ist við sykursýki sem var honum fjöt- ur um fót. Auk þess sem hann hafði fengið hjartaáfall og misst sjón á öðru auga. Aldrei heyrði nokkur maður Albert Sölva kvarta hvað sem á gekk og var hann oftast brosandi. Ég dáðist að hugrekki hans og sálarstyrk yfir öllu þessu mótlæti sem hann barðist við og mættu flest- ir sem heilir eru heilsu taka hann sér til fyrirmyndar. Albert var trúar- innar maður og sótti hann styrk sinn í bænina sem aldrei brást honum. Albert Sölvi var mjög vel lesinn maður, hvar sem borið var niður kom enginn að tómum kofa hjá honum því hann kunni skil á flestu. Ef hann vissi ekki það sem um var rætt, þá gat maður átt von á því að hann rifjaði upp efnið einhveija nóttina „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ Óve- fengjanlegur sannleikur sagður með nokkrum orðum. Við fæðumst, lifum og deyjum, þetta er hijómkviða lífs- ins, síðasti þátturinn vill gleymast, en þegar hann er leikinn, stundum alveg fyrirvaralaust, stöndum við ráðþrota, smæð okkar er mikil og vanmáttur alger. Seint að kvöldi sunnudagsins 16. febrúar kenndi vinur okkar og starfsbróðir sér þreytu. Dagurinn hafði verið annasamur, hvíldin hafði eins og svo oft þokað fyrir eljusem- inni. Hann tók á sig náðir, en fyrst kraup hann við rúmið sitt og fór með bænirnar sínar eins og hans var vani. Þannig fannst hann morguninn eftir. Guð, sem hann hafði lotið höfði, hafði afmarkað honum stund, í innra friði hafði hann gengið á fund skapara síns. Albert Sölvi Karlsson var fæddur 28. maí 1953 og var því ekki fullra 44 ára þegar hann lést, sonur Karls Hólm Helgasonar og Kristínar Al- bertsdóttur, tannsmiðs. Hann ólst upp með móður sinni á heimili afa síns og ömmu, Alberts Sölvasonar og Karólínu Gísladóttur. Hann var þeim gleðigjafi, líf og yndi og bar líka nafn afa síns og langafa. Afi hans og amma voru bæði Skagfirð- ingar og þar áttu þau stóran frænd- garð. Ég man hann fyrst lítinn og bros- mildan strákling að leik með öðrum börnum á Eyrinni. Síðar var hann nemandi minn í Gagnfræðaskóla Akureyrar, glaður og ljúfur í lund. Þaðan lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri og síðan til háskólanáms í mannkynssögu og ensku, síðustu árin í Bandaríkjunum, en þar lauk hann BA prófi í ensku og magisters- prófi í sögu. Þegar hann kom heim gerðist hann kennari við Verk- ALBERT SÖLVI KARLSSON SVERRIR HARALDSSON + Sverrir Haraldsson fæddist í Hofteigi í Jökuldal 27. mars 1922. Hann lést 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju 1. febrúar. Séra Sverrir Haraldsson vígðist sem sóknarprestur til Borgarfjarðar eystra vorið 1963. Hafði þá dvalist syðra, allt frá námslokum, einkum við kennslu og ritstörf, en eindregin hvatning biskups, herra Sigurbjarn- ar Einarssonar, leiddi til þess að hann steig þetta skref. Hann mun á sínum tíma hafa hugleitt að feta í fótspor föður síns, séra Haraldar Þórarinssonar, og gerast prestur á æskuslóðum í Mjóafirði en sá mögu- leiki var frá honum tekinn er það kall var af lagt. Haustið 1963 stofnaði hann ungl- ingaskóla á Borgarfirði en slíkt nám hafði þá ekki verið boðið þar frá því Þorsteinn M. Jónsson starfrækti unglingaskóla 1909—’19. Þetta framtak skipti mig, sem var í fyrsta nemendahópnum, miklu máli. Ég gat haldið áfram námi, strax að loknu barnaprófi, án þess að þurfa svo ungur að fara í fjarlægan heima- vistarskóla. Þetta var minn síðasti vetur á Borgarfirði. Þetta var líka tími fermingarundirbúningsins og við sex sem fermdust vorið 1964, vorum fyrsti hópurinn sem sr. Sverr- ir fékk eðlilegt svigrúm til að búa undir fermingu. Aðrir hafa ritað um lífshlaup og hæfileika sr. Sverris en með þessum fáu línum vil ég minnast fermingar- föður míns fyrst og fremst sem kennara á mikilvægu mótunar- skeiði. Samskipti okkar urðu líka fremur stijál síðari árin þó við þjón- uðum samtímis ekki ýkja fjarlægum prestaköllum um 16 ára skeið. Sr. Sverrir var ekki oft á ferðinni í nágrannabyggðum og hvorugur okkar raunar duglegur að heim- sækja fólk eða hafa frumkvæði að samskiptum. Allt um það er minn- ingin um hin daglegu kynni veturinn 1963—’64 skýr og dýrmæt. Sr. Sverrir var tvímælalaust í hópi bestu kennara sem ég hef notið um dag- ana en hann kenndi þennan vetur allar námsgreinar nema stærðfræði og eðlisfræði. Sérstaklega er mér minnisstæð góð tungumálakennsla hans en þar naut hann sín vel og meðferð hans á íslensku máli í ræðu og riti var ætíð til fyrirmyndar og ræður hans vandaðar og áheyrilegar. Þess má minnast að sr. Haraldur, faðir hans, var mikill málamaður og hámennt- aður i forntungunum. Unglingaskólinn var þá til húsa í eystri íbúðinni í Vinaminni sem nýi presturinn hafði fengið til bú- setu þennan vetur. Vinaminni er nú horfið en vel fór um þennan litla hóp nemenda í stofunni. Samskiþti kennara og nemenda voru sérstak- lega góð og auðvelt virtist að halda uppi góðri reglu og áhuga nemenda sem líklega hafa flestir litið á nám- ið sem þakkarvert tækifæri en ekki misáhugaverða skyldu. Hversu fljótt sr. Sverrir varð einn af Borgfirðingum og hve traustum böndum hann tengdist þessu byggð- arlagi er eftirtektarvert og sveitung- um hans þakkarefni. Þeim mun sár- ar er hans saknað nú er hann hefur kvatt okkur og kærar slóðir. Eftirlif- andi eiginkonu, Sigríði Eyjólfsdótt- ur, og öðrum syrgjendum bið ég Guðs blessunar. Vigfús Ingvar Ingvarsson. menntaskólann á Akureyri, sem var stofnaður árið 1984 og þar var starfsvettvangur hans æ síðan. Kennslugreinar hans voru saga, enska og félagsfræði. í kennslunni naut mikil þekking hans og góð frá- sagnarlist sín vel. Hann hreif nem- endur með sér, en hann var þeim ekki bara kennari, hann var líka og ekki síður hjálpfús vinur, sem hvers manns vanda vildi leysa. Albert Sölvi var stór maður, rúm- ir tveir metrar á hæð og mikill að vallarsýn. í bijósti þessa stóra manns bærðist göfugt hjarta, vamm- laust og vinalegt. Það rúmaði í senn gleði, gáska og gaman sem og fóm- fýsi og djúpan mannskilning. Hagur annarra var honum hugðarefni, gæti hann hjálpað, sparaði hann ekki fyrirhöfn. Albert Sölvi bjó frá ungum aldri við skerta heilsu, duldi það sam- ferðafólki sínu um of og ætlaði sér ekki ætíð af sem skyldi. Mér finnst eftir á, að þetta hafi verið stærsti gallinn í fari hans, að ósérhiífnin og viljinn til að hjálpa hafi borið heilsu hans ofurliði. Hann bjó alla tíð með móður sinni, var henni bæði stoð og stytta, góður sonur og ljúfur vinur. Missir hennar er mikill og verður ekki sagður með orðum. Nú er hlátur hans hljóðnaður og hann segir okkur ekki fleiri skemmtisögur á kennarastofunni, eftir stendur ófyllt skarð, minningin ein er eftir. Við sendum Kristínu móður hans og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að milda sorg þeirra. Við kveðjum Albert Sölva Karls- son, góðan félaga og vin. Bernharð Haraldsson skólameistari. Orð þykja heldur fátækleg þegar maður stendur frammi fyrir því að ausa einhvern lofi. En Albert Sölva Karlsson, kennara okkar, er kannski óþarft að ausa einhveiju lofi því fáa veit ég um sem ekki báru hlýhug til hans, enda átti hann engan sinn líka. Sem kennari var hann óviðjafn- anlegur á þann hátt að í stað þess að láta nemendur skrifa upp eftir sér af töflunni og þusa andlaust yfir fólki sem á móti sýndi þumbarlegt viðhorf, þá rabbaði hann um efnið og hluti tengda því. Skapaðist því oft mögnuð stemmning í tímum og ósjaldan snerist umræðan upp í hel- ber rifrildi útaf málum sem þóttu viðkvæm. Alltaf stóð hann bjargfast- ur á skoðunum sínum og óhætt er að segja að Albert Sölvi hafi algjör- lega vitað hvað hann viidi. í kjölfar þessarar kennsluaðferðar má segja að nemendur hafi bundist Alberti ákveðnum vináttuböndum og oftar en ekki mátti heyra á göngum skól- ans „sæll fóstri“ þegar þessi tröll- vaxni maður rakst á einhvern sem setið hafði áfanga hjá honum. Það var alveg óviðjafnanlegt að ræða við Albert því hann hafði sína skoðun á öllum atburðum sögunnar og í stað þess að fela hana þá lét hann hana berlega í ljós og ef maður var svo frakkur að vera á öndverðum meiði við þá skoðun þá fékk maður undan- tekningalaust að heyra það af hveiju hans skoðun var eins og hún var og oft kom það fyrir að eftir að hann var búinn að láta móðan mása um stund var maður ósjálfrátt farinn að snúast á sveif með honum. Það kom sem mikið áfall fyrir okkur, nemendur hans í Verk- menntaskólanum, þegar skólameist- ari Bernharð Haraldsson færði okk- ur þau válegu tíðindi á sal, að aðfara- nótt 17. febrúar hefði þessi fágæti maður andast á heimili sínu. Kæra Kristín, við nemendur í Verkmennta- skólanum á Akreyri viljum vott þér okkar dýpstu samúð, fráfall hans Alberts Sölva skilur eftir sig skarð í hjörtum allra, sem hann þekktu, sem seint verður að fullu fyllt. F.h. nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri, Guðmundur Egill Erlendsson. Ljúfur drengur er horfinn á braut langt um aldur fram. Ég kynntist Alberti sumarið 1974 er við störfuð- um bæði á Hótel Eddu á Akureyri. Fljótlega gerði ég mér grein fyrir hvern mann hann hafði að geyma, tryggð og mannkærleikur voru hans aðalsmerki. Ég held að honum hafi oft fundist rassaköstin í okkur stelp- unum í móttökunni ansi ærin, alla- vega gaf hann okkur stundum til kynna með því einu að hrista haus- inn, að þetta og hitt væri nú ekki alveg viðeigandi. Þetta lýsti betur en margt annað að hag okkar vildi hann sem mestan og bestan. Það var einkar heppilegt fyrir vinsælan áningarstað, sem okkar vinnustaður var í þá daga, að hafa stóran og stæðilegan mann á næturvöktun- um, mann sem ávann sér traust gesta og gangandi. Mörgum, jafnt starfsfólki sem gestum, eru eflaust minnisstæðar iifandi frásagnir hans af mönnum og málefnum svo og lýsingar á aðaláhugaefninu, „byss- um.“ Sökum heilsubrests varð Albert að láta af störfum sem næturvörður fyrir nokkrum árum. Vinnufélögun- um þótti „Eddan" ekki söm og áður og gestir spurðu oft og einatt eftir honum. í desember sl. töluðum við saman í síma. Hann var þá fullur bjartsýni á framtíðina og tjáði mér, að heilsan væri öll að koma til. Það andaði svo sannarlega ferskleika frá honum. Enn einu sinni varð ég þiggj- andinn í okkar samskiptum, hann hafði laðað fram hjá mér bros og vellíðan með vissunni um að hann hefði það skár en áður. Nú hafa skipast veður í lofti. Al- bert er allur og við sem eftir sitjum erum vini fátækari. Orðin „Sæl vin- an! Hvemig hefurðu það?“ fá aldrei nákvæmlega sömu merkingu og áður, en eftir situr minningin og við hana ornum við okkur. Far í friði félagi! Hafðu bestu þökk fyrir samfylgdina. Guð geymi þig- Kæra Kristín! Nístandi sársauki fyllir hug og hjarta. Megi minningin um hvað þið voruð hvort öðru bera smyrsl á sárin. Guð leiði þig og huggi. Rósa. MAGNUS ORNOLFUR JÓHANNSSON + Magnús Örnólf- ur Jóhannsson var fæddur á Isafirði 28. septem- ber 1916. Hann lést 27. janúar síðastlið- inn á Sjúkrahúsi Isafjarðar og fór útför hans fram frá Isafjarðarkirkju 31. janúar. Elsku afi, mikið er sárt að kveðja þig, þú sem varst okkur öllum svo kær. Það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hversu yndislegur maður þú varst. Þú kunnir svo sannarlega að njóta lífsins, alltaf svo jákvæður og glað- ur. Þú varst svo gef- andi og góður og þá sérstaklega við þá sem minna mega sín. Kæri afi, það er margt sem ég lærði af þér í lífinu og mun ég varðveita það með mér. Minning þín og þær góðu stund- ir sem við áttum sam- an munu aldrei gleym- ast. Elsku afi, ég bið góðan guð að varð- veita þig ög gefa henni ömmu minni mikinn styrk í sorg sinni við að missa þig. Ég veit að sál þín mun lifa áfram meðal okkar. Þín, Linda Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.