Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Landslags- sýn íslenskra myndlistar- manna AÐALSTEINN Ingólfsson list- fræðingur mun í fjórum fyrirlestr- um lýsa því hvemig víxlverkanir, þar sem hugarheimur eylendinga tekst á við erlend viðhorf og stefn- ur. endurpeglast í meginverkefni íslenskrar myndlistar, sem er ís- lenskt landslag frá 1880 til dagsins í dag. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um viðhorf erlendra listamanna til ís- lensks landslags áður en fram koma fyrstu íslensku landslags- málararnir. Sömuleiðis viðhorf þeirra til myndgerðar landslags á árunum 1880-1920 og hvernig þau falla að landslagsdýrkun sjálf- stæðisbaráttunnar. Fyrsti fyrirlesturinn verður 28. febrúar, og hinir 7., 14 og 21. mars kl. 17:30-19. Skráning fer fram á skrifstofu Myndlistarskól- ans virka daga kl. 14-19. Síðasta sýning- arhelgi í Gerðarsafni NÚ um helgina lýkur þremur list- sýningum í Gerðarsafni. Þetta er sýningin Fólk, höggmyndir Helga Gíslasonar, myndhöggvara í vestur- sal, sýning Ásdísar Sigurþórsdóttur á lágmyndum, og málverk Sólveigar Helgu Jónasdóttur, en þá sýningu nefnir hún Táknmyndir hugans, stólpar. Norræna húsið Kvikmyndasýn- ingar fyrir börn KVIKMYNDIN Herman verður sýnd sunnudaginn 2. mars kl. 14 í Norræna húsinu. Þessi norska kvikmynd er frá árinu 1990 og er 102 mín. að lengd. Hún er byggð á samnefndri sögu eftir Lars Saabye Christiansen. Aðgangur er ókeypis. Fjallað um þjóðernisvitund Islendinga á víðum grunni Á NÁMSKEIÐI End- urmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands um þjóðernisvitund íslendinga verður leitast við að svara þeim fjölmörgu spurningum sem tengjast þjóðerni. Er þjóðerni goðsögn eða veruleiki? Hefur ís- lensk þjóðernisstefna runnið skeið sitt á enda? Getur alþjóða- hyggja komið í stað þjóðernishyggju? Hver eru tengsl þjóð- ernis og einstaklings- vitundar? Hvernig endurspeglast þjóðernisvitundin í tónlist, myndlist og bókmenntum Íslendinga? Erum við íslensk af því að við tölum ísiensku? Er þjóð- ernisvitundin að öllu eins hjá kon- um og körlum? Höfum við meiri siðferðisskyldur við samlanda okk- ar en fólk af öðru þjóðerni? Hvaða áhrif (ef nokkur) hefur náttúran á þjóðareinkenni og þjóðernisvitund íslendinga? Að sögn Þorvarðar Árnasonar sem skipuleggur námskeiðið er ætlunin að fjalla um þjóðernisvitund á mjög víðum grunni á nám- skeiðinu. „Þarna verða fræðimenn á sviði heimspeki, mannfræði, sagnfræði, stjórnmála- fræði, bókmennta- fræði og svo framveg- is. Markmið nám- skeiðsins er að gegn- umlýsa íslenskt þjóð- erni frá sem flestum sjónarhornum og þannig freista þess að fá fram skýrari mynd af stöðu og gildi þjóð- ernisvitundar. Þjóðerni er mjög vítt svið og snertir flest alla þætti okkar dag- lega lífs, til dæmis það hvernig við högum okkur sem neytendur." Þorvarður segir að mikil um- ræða um þjóðerni hafi verið um allan heim undanfarin ár og hluti hennar hefur borist hingað. „Þess- ar spurningar varða okkur vitan- lega mjög, það er að segja um framtíð íslenska þjóðríkisins í sam- einaðri Evrópu. Uppi hafa verið stórar andstæðar hreyfingar, ann- ars vegar í átt til sameiningar og hins vegar til sundrungar eins og við sjáum í fyrrverandi Júgóslavíu og Rússlandi. Þessi mál brenna því á okkur.“ Námskeiðið er öllum opið. Það hefst 4. mars og lýkur 6. maí. Fyrirlesarar eru Páll Skúlason, sem fjallar um þjóðmenningu og alþjóðahyggju, Guðmundur Hálf- danarson, sem fjallar um þjóð- ernisstefnu íslendinga, Sigurður Líndal, sem talar um þjóðerni og utanríkismál, Ólafur Stephensen, sem talar um þjóðerni og alþjóða- stjórnmál, Sigríður Matthíasdóttir, sem talar um endurskoðun þjóð- ernis, Gísli Pálsson, sem fjallar um endurskoðun þjóðmenningar, Jón Karl Helgason, sem fjallar um þjóðerni og bókmenntir, Soffía Auður Birgisdóttir, sem fjallar um þjóðerni og tungumál, Ánna Dís Rúdólfsdóttir, sem fjallar um þjóð- erni og kynferði, Atli Heimir Sveinsson, sem talar um þjóðerni og tónlist, Gunnar J. Árnason, sem fjallar um þjóðerni og myndlistar- hefðina, Siguijón B. Hafsteinsson, sem talar um siðferði og þjóðerni, og Þorvarður Árnason sem fjaliar um náttúru og þjóðerni. Þorvarður Árnason. Menningarverðlaun DV afhent MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í gær og er myndin af verðlaunahöfunum, sem eru: Kvikmyndalist: Islenska kvik- myndasamsteypan fyrir kvik- myndina Djöflaeyjuna. Bók- menntir: Gyrðir Eiíasson fyrir ljóðabókina Indíánasumar. Leik- list: Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör fyrir Birting. Tónlist: Jón Ásgeirsson fyrir óperuna Galdra-Loft. Listhönn- un: George Hollanders fyrir leik- föng frá Stubbi. Myndlist: Steina Vasulka fyrir tilraunastarfsemi á sviði rafrænnar myndlistar. Byggingarlist: Arkitektarnir Steve Christer og Margrét Harð- ardóttir fyrir hönnun á Dómhúsi Hæstaréttar. FjÖRÐUR kaupstaður v i ð sjó MASKAÐSDAGAR ÍFIFÐI! RYMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM. MflRKAÐSSIEMMNING FÖSTUDAG OG LAUGARDAG! VERSLUNARMIÐSTOÐIN -kaupitaður rið tji - FjARÐARGÖTU 13-15 •HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/Kristinn SÖGUHETJAN, Sólveig, leit- ar huggunar hjá vini sínum. Tinna Guðmundsdóttir og Ól- afur Steinn Ingunnarson í hlutverkum sínum. Leynd- armál afhjúpað ARISTÓFANES, leikfélag Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, frum- sýnir leikritið Leyndarmál eftir Jón- ínu Leósdóttur í Höfðaborg, Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu, annað kvöld, laugardag, kl. 20.00. Um er að ræða leikrit í léttum dúr með alvarlegum undirtón. Fjall- ar það um átján ára gamla stúlku sem er sífellt að uppgötva nýja fleti á sjálfri sér, suma viðkvæmari en aðra, að því er fram kemur í máli Ásdísar Skúladóttur leikstjóra. Meira neitar hún hins vegar að gefa upp. Annars stæði leikritið vísast ekki undir nafni! Leyndarmál er skrifað að beiðni Aristófanesar í tilefni af tuttugu ára afmæli leikfélagsins, en það mun vera harla fátítt að framhalds- skólanemar hér á landi ráðist í að setja frumsamin verk á svið. Ber Jónína lof á framtak Breiðhyltinga og bætir við að vinnan við verkið hafi verið ákaflega skemmtileg. „Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með æfingum og ég er eiginlega komin á þá skoðun að Ásdís sé göldrótt eftir að hafa séð hana búa til sýningu úr þessu verki sem ég sá bara sem flatan texta á blaði.“ Ásdís lætur galdrana liggja milli hluta en líkir sýningunni við ævin- týri — það sé með ólíkindum hvað hægt sé að gera af litlum efnum. Nefnir leikstjórinn Hlín Gunnars- dóttur, sem veitti ráðgjöf varðandi leikmynd og búninga, sérstaklega í því samhengi. Hún hafi gert sér mat úr öllu sem hendi var næst og búið til fyrirtaks „naglasúpu". „Það væri nær að halda því fram að Hlín væri göldrótt." Með helstu hlutverk í Leyndar- máli fara Tinna Guðmundsdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Jón Aðalsteinn Sveinsson, Nanna Björk Rúnarsdóttir, Sonja Gísladóttir og Skúli Hakim Mechiat. Líka sýnt á ísafirði Þess má loks geta að Leyndar- málið verður afhjúpað víðar á næst- unni, en leikfélag Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði frumsýnir leik- ritið 6. mars næstkomandi. „Vest- firðingarnir fréttu af því að Ari- stófanes hefði látið skrifa fyrir sig nýtt íslenskt verk og fengu leyfi til að lesa það yfir. Eitt leiddi af öðru og nú hillir undir frumsýningu þar líka,“ segir Jónína. Björn Gunnlaugsson, ungur leik- stjóri búsettur í Lundúnum, mun færa þá sýningu upp og segir höf- undurinn að gaman verði að sjá hvort hann taki verkið öðrum tökum en Ásdís, sem er gamalreynd leik- húskona. „Síðan er náttúrulega ein- stakt að fá tækifæri til að sjá verk eftir sig sett upp á tveimur stöðum með einungis sex daga millibili. Ég vona bara að það verði flogið til ísafjarðar 6. mars.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.