Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 31 JMfflrgttitÞliifrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMSKIPTI GRANNÞJÓÐA SAMSKIPTI Grænlendinga og íslendinga hafa vaxið mjög síðustu árin og munu verða æ nánari í næstu framtíð. Þetta er mjög ánægjuleg þróun enda full ástæða til þess að þessar nágrannaþjóðir treysti samskipti sín sem mest og bezt. Hagsmunir þjóðanna fara saman á mörgum sviðum, ekki sízt fiskveiðum og hafréttarmálum. Sérstök ástæða er til að fagna opinberri heimsókn for- manns grænlenzku landsstjórnarinnar, Lars Emil Johan- sen, og konu hans, Ivalo Egede, til íslands, en hún hófst í gær. Tilgangur slíkrar heimsóknar er að treysta vináttu þjóð- anna og efla samskipti þeirra og er því fyllilega tímabær. Saga Grænlendinga og íslendinga hefur lengi verið samtvinnuð. Eiríkur rauði gaf Grænlandi nafnið árið 982 og flutti þangað ásamt stórum hópi íslendinga þremur árum síðar. Um árið 1500 lauk búsetu norrænna manna á Grænlandi og er óljóst um ástæðurnar. Landið var síðan um aldir undir danskri stjórn og á þeim tíma voru sam- skipti íslendinga og Grænlendinga lítil. Það tók að breyt- ast í kjölfar þess, að Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979, þótt hægt færi í fyrstu. Nú eru í gildi nokkrir samstarfssamningar milli landanna, m.a. um ferðamál, loðnuveiðar og menningarmál og koma frændur vorir Færeyingar einnig að sumum þeim samningum líka. Búizt er við því, að á meðan heimsókn formanns landsstjórnar- innar stendur á íslandi verði undirritaður nýr samningur milli þjóðanna um skipti á loðnukvótum innan lögsögu þeirra. Með bættum flugsamgöngum milli landanna og flutn- ingum á sjó hafa samskiptin aukizt verulega. Á síðasta ári heimsóttu um 2 þúsund íslendingar Grænland og ferð- um Grænlendinga fjölgar einnig til íslands. Spurning er, hvort hægt er að tengja saman ferðaþjónustu á íslandi og Grænlandi með einhverjum hætti fyrir þá ferðamenn, sem hafa sérstakan áhuga á að heimsækja óbyggðir og hijóstrug landsvæði. Verzlun og viðskipti hafa og aukizt og má geta þess t.d., að íslenzk verktakafyrirtæki hafa fengið verkefni á Grænlandi. Nýlega er lokið kaupstefnu í höfuðborginni Nuuk, þar sem 40 íslenzk fyrirtæki kynntu þjónustu sína og framleiðsluvörur. Þótti hún takast mjög vel og er vonast til, að aukin viðskipti fylgi í kjölfarið. Kaupstefnan var haldin í tengslum við opnun nýja menn- ingarhússins Nuuk, en þar komu íslendingar mikið við sögu, m.a. lék Sinfóníuhljómsveit íslands við hátíðahöldin. Gera má ráð fyrir, að menningarsamskipti landanna auk- izt verulega í framhaldinu. Loks má nefna enn eitt dæm- ið um aukin samskipti landanna, en það er samningur sem gerður hefur verið á sviði heilbrigðisþjónustu. Við íslendingar eigum að leggja áherzlu á náin og góð samskipti við Grænlendinga eins og raunar hefur verið gert í seinni tíð. HAFFÆRI SKIPA UPPLÝST er í skýrslu Siglingastofnunar, að á sjó séu um 150 skip, sem eru ekki stöðugleikamæld. Núgild- andi reglur þar um eru frá árinu 1975 og taka til skipa stærri en 15 m að lengd. Skip, sem fengu haffærisskír- teini fyrir þennan tíma, hafa ekki þurft að gangast undir stöðugleikapróf. Reglurnar frá 1975 voru ekki gerðar afturvirkar. Þess vegna ná þær ekki til skipa, sem snn'ðuð voru fyrir þann tíma. Margt getur breytt stöðugleikanum, breytingar á skipunum, aukinn búnaður um borð, þyngri og viðameiri veiðarfæri og jafnvel misþykk málningarlög á skipunum. Þá er fullyrt í skýrslunni, að í mörgum tilfellum sé ekki um neyðarútgang að ræða úr vélarrúmi skipa. Siglingastofnun er nú að vinna í þessum málum og fyrir nokkrum dögum lagði hún skýrsluna fyrir siglinga- ráð og samgönguráðuneyti. Stofnunin leggur m.a. til, að reglur um stöðugleika skipa nái til allra skipa, nýrra sem gamalla. Þar er einnig lögð áhersla á aukna fræðslu og að stöðugleikapróf á skipum fari oftar fram en nú er. Frá áramótum hefur Siglingastofnun gert strangari kröfur við útgáfu haffærisskírteina og gefur þau nú ein- ungis út til skamms tíma, ef einhverju er ábótavant. Aug- ljóst er að bæta þarf reglur til þess að öll íslenzk skip falli undir stöðugleikaprófun. Með tilliti til öryggis sjófar- enda er ótækt að skip láti úr höfn, sem ekki eru með fullgild haffærisskírteini. * Jafningjafræðsla framhaldsskólanema eins árs á morgun JAFNINGJAFRÆÐSLA fram- haldsskólanema fagnar eins árs afmæli á morgun, laugar- daginn 1. mars. A því ári sem liðið er frá því að starfsemin hófst hafa um 6.000 framhaldsskólanem- endur víðsvegar um land, um 2.000 grunnskólanemendur og 3.000 nem- endur Vinnuskóla Reykjavíkurborg- ar fengið heimsókn frá Jafningja- fræðslunni. Upphaflega var um að ræða tilraunaverkefni, en í ljósi reynslunnar hafa aðstandendur verk- efnisins ákveðið að framhald verði á og Jafningjafræðslan verði fastur lið- ur í forvarnastarfi á íslandi í framtíð- inni. Markmið Jafningjafræðslunnar er að jafningjar, þ.e. fólk á svipuðum aldri og með svipuð áhugamál, fræði jafningja sína um skaðsemi og áhrif áfengis og annarra vímuefna, en með því móti er talið að draga megi úr neyslu þessara efna. Aðstandendur Jafningjafræðslunnar benda á að ungt fólk taki oft meira mark á jafn- öldrum sínum og skólafélögum en hinum fullorðnu, t.d. foreldrum og kennurum. Því til stuðnings vitna þeir í rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og sýna að vinahóp- ur hefur mikil áhrif á lífsstíl fólks, þar á meðal áfengis- og fíkniefna- neyslu. Hugmyndin kviknaði haustið 1995, í kjölfar stóraukinnar neyslu fíkniefna, einkum og sér í lagi E- taflna, meða) ungs fólks. Jafningja- fræðslunni var svo formlega hrundið af stað 1. mars 1996 sem forvarna- verkefni á vegum menntamálaráðu- neytisins og Félags framhaldsskóla- nema. Bent á úrræði til hjálpar Markhópur verkefnisins er aldurs- hópurinn 16 til 25 ára og hefur mest áhersla verið lögð á að ná til þeirra sem enn hafa ekki myndað sér fasta skoðun á fíkniefnum. Auk þess er reynt að koma í veg fyrir að þeir sem þegar hafa prófað fíkni- efni geri það aftur. í því skyni er DAGNÝ, Úlfhildur, Eva Lind og Hulda Björg voru meðal þeirra nemenda i öðrum bekk Kvenna- skólans í Reykjavík sem hlýddu á boðskap Jafningjafræðslunnar. Þær voru sammála því að það hefði verið hollt að hlusta á reynslusögu hins óvirka fíkils, hann hefði sagt ítarlega frá og greinilega verið hreinskilinn. „Þessi heimur sem hann lýsti er svo fjarlægur og margir sem ekki þekkja hann,“ sagði Hulda Björg. Eva Lind tók undir og taldi að það gæti örugglega hjálpað mörg- um sem væru að byija að neyta eiturlyfja að hlusta á svona frá- sögn. „Þeir munu kannski hugsa sinn gang,“ sagði hún. Þær efuð- ust hins vegar um að svona fyrir- lestur myndi breyta einhverju fyr- ir þá sem væru lengra konmir í neyslunni. Sumir læra ekki af reynslunni Þær voru á hinn bóginn sam- mála því að flestir ef ekki allir þeir sem væru að byrja að fikta við eiturlyf teldu að svona lagað gæti ekki komið fyrir þá. „Menn trúa því ekki að þeir geti sokkið svo djúpt, þó þeir byrji að neyta eiturlyfja," sögðu þær. Jafningjafræðsla framhaldsskólanema er að slíta bamsskónum en nú er eitt ár liðið frá því að hún hóf starfsemi. Margrét Svein- björnsdóttir kynnti sér starf Jafningjafræðsl- unnar og Arna Schram sat fund í Kvennaskól- anum, en hann var lokaáfangi í heimsóknaröð Jafningjafræðslunnar í framhaldsskólana. „Hef eyðilagt miklu fíeiri líf en mitt eigið“ JAFNINGJAFRÆÐSLAN hélt tvo fundi með nemendum Kvennaskólans í Reykjavík síðastliðinn mánudag og má áætla að samanlagt hafi um 140 nemendur í fyrsta og öðrum bekk skólans hlýtt á boðskap hennar. Fræðslan fór þannig fram að fyrst sagði tengiliður Kvennaskólans við Jafningjafræðsluna, Ingibjörg Þóra Helgadóttir, almennt frá starfi Jafn- ingjafræðslunnar en síðan tók fyrr- um eiturlyfjaneytandi við og sagði sögu sína. Nemendur hlýddu á frá- sögnina með greinilegum áhuga; grettu sig þegar hann lýsti ömurleg- um dögum og hlógu þegar hann sagði frá bjartari tímum. Ingibjörg Þóra, er jafnframt situr í framkvæmdastjórn Jafningja- fræðslunnar, sagði í upphafi fundar frá því að rnargir væru með ýmsar ranghugmyndir um Jafeingjafræðsl- una og héldu að þeir sem að henni stæðu hefðu aldrei hvorki reykt né drukkið, hvað þá snert önnur vímu- efni. „Það er ekki rétt. Við erum fólk á öllum aldri, úr öllum framhaldsskól- um landsins, auk fleiri aðila, sem eig- um það eitt sameiginlegt að vilja ekki neyta ólöglegra eiturlyfja og vilj- um auk þess breyta hugarfari ungs fólks sem vill neyta slíkra efna.“ Byrjaði að drekka níu ára Eftir kynningu Ingibjargar tók fyrr- um eiturlyijaneytandi við og sagði sögu sína. Hann er 23ja ára og verð- ur hér eftir nefndur Haukur. Hann sagðist í upphafi máls síns hafa próf- að öll eiturlyf sem til væru og ofnot- að þau. Hann hefði byijað að drekka níu ára en drukkið lítið fram að tólf ára aldri. Eftir það hefði hann hins vegar verið í stanslausri neyslu ýmissa eiturlyfja til 19 ára aldurs, með hálfs árs hléi. „Ég er búinn að skemma sjálfan mig mikið bæði andlega og líkamlega og er að sumu leyti orðinn handónýt- ur,“ sagði hann. „í dag er ég búinn að vera allsgáður í fjögur ár, en þrátt fyrir það á ég enn langt í land; ekki hálfnaður á þann stað sem ég ann- ars hefði verið. Ég er að upplifa til- finningar sem ég átti að finna fyrir löngu, en á meðan ég var í neysl- unni voru þær bara dofnar. Ég eyði- lagði allar tennurnar, nefið er ónýtt, maginn illa haldinn, ég er kominn með langvarandi ristilsjúkdóm og svona mætti lengi telja. Og ég á aldr- ei eftir að fá þessa hluti aftur. Þar að auki sé ég ekki fram á að geta menntað mig,“ sagði hann. Haukur segist enn þann dag í dag þurfa að beijast við löngunina í eitur- lyf, ekki bara í eitt glas af víni til að dreypa á heldur löngunina til að fara á almennilegt fyllirí. „Þvl ef maður verður einu sinni háður fíkni- efnum þá verður maður það alltaf,“ sagði hann. „Ég lifi því fyrir einn dag í einu og hef helgað líf mitt baráttunni gegn fíkniefnum. Ég hef til dæmis nýverið stofnað Félag ungra óvirkra fíkla, sem mun koma til með að taka á móti og hjálpa eiturlyfjaneytendum þegar þeir koma úr meðferð. En það er mjög erfitt fyrir þetta fólk að hefja nýtt líf án eiturlyfja og fara út á vinnumarkaðinn. Það hefur slitið öll tengsl við fjölskylduna og vini og stendur gjörsamlega eitt. Enda hefur komið í ljós að falltíðnin hjá þessu fólki er um 80%,“ sagði hann. Þá kom Haukur inn á það hve hátt hlutfall af ungu fólki í dag ánetj- aðist eiturlyfjum, en á síðasta ári innskrifuðust 222 ungmenni 19 ára og yngri á Vog og á síðustu níu árum hefur orðið um 150% aukning. „Líkurnar á því að ungt fólk, 29 ára og yngra, fari í meðferð eru því 13,3 %. Og það er pottþétt að ein- hver hér inni á eftir að fara sömu leið og ég,“ sagði hann. Ætlaði aldrei að verða eiturlyfjaneytandi Eins og fyrr sagði byijaði Haukur mjög ungur að drekka. Honum fannst það vera „flott leið til að fíla sjálfan sig“, eins og hann orðaði það. Hann var rekinn úr hveijum skólan- um á fætur öðrum, flosnaði að lokum úr námi og lauk aldrei grunnskóla- prófi. Og þegar hann var sextán ára byrjaði hann í amfetamínneyslu. „Ég ætlaði aldrei að verða eiturlyíjaneytandi, en þegar ég byij- aði gat ég ekki hætt og öll önnur fíkniefni fylgdu í kjölfarið. Ég varð gjörsamlega stjórnlaus. Þegar ég var 16 ára var ég kominn á götuna. Ég átti að vísu heima hjá foreldrum mínum að nafninu til en sást þar aldrei. Ég braust mjög oft inn, fals- aði ávísanir, falsaði skjöl og keypti og seldi bíla á óheiðarlegan hátt. Allt gekk þetta út á það að útvega peninga fyrir eiturlyfjum,“ sagði hann. „Eftir þennan tíma liðu tvö ár í mínu lífí sem eru mér gjörsamlega óljós. Ég man ekkert frá þessum tíma nema það þegar ég vaknaði upp á •* ýmsum stöðum, eins og á sjúkrahús- um eða sjúkrabílum, í hita- eða rusla- kompum eða þá í rúmum sem ég vildi ekki vakna upp í. Þegar þetta var, var ég búinn að ganga fram af fjölskyldu minni á allan hátt og stela öllu steini léttara af þeim. Foreldrar mínir voru búnir að reyna allt, m.a. að láta lögregluna taka mig, að koma mér á unglingaheimili, til sálfræðings eða geðlæknis. En þau áttuðu sig ekki á því að ég var orðinn svona langt leiddur vegna fíkniefna. Ég var með einu orði alkóhólisti," sagði hann. Þegar Haukur var 18 ára var hon- um stungið í fangelsi og í framhaldi af því var honum komið fyrir á með- ferðarheimilinu Tindum. Þar var v hann í þrjá mánuði. Eftir að kom út var hann allsgáð- ur í þijá mánuði til viðbótar. „Þá fannst mér ég vera búinn að standa mig það vel að ég ætti skilið að fá mér í eina pípu. En eftir að hafa reykt pípuna liðu aðeins tveir mánuð- ir þar til allt fór á sömu leið og áð- ur. Ég varð langt leiddur og alvar- lega farinn að hugsa um sjálfs- morð,“ sagði hann. Var kennt að láta mér líða vel Haukur segist ekki skilja til fulln- ustu hvað það var sem fékk hann upp úr þessu ástandi, en geðlæknir hans hafi sennilega átt einhvem þátt í því, því eftir áhrifamikið samtal við *" hann ákvað Haukur að reyna enn einu sinni að fara í meðferð og í þetta sinn á Vog. Meðferðin var ekki áreynslulaus en hann hefur ekki neytt vímuefna síðan þá. í dag fer hann á fundi á hveijum degi og til sálfræðingS einu sinni í viku. Hann segir að á Vogi hafi hon- um verið kennt að láta sér líða vel og á meðan svo er langi hann ekki í vímuefni. Haukur sagði að lokum við nem- endur Kvennaskólans að hann væri ekki þarna til að segja þeim að neyta- ekki eiturlylja. „Ég vil að þið gerið það upp við ykkur sjálf, m.a. í ljósi þess sem ég hef sagt ykkur. Ég hef misst af mörgu vegna neyslunnar og þurft að horfa á eftir vinum mínum í dauðann sökum ofneyslu. Þá hef ég eyðilagt miklu fleiri líf en mitt eigið og það mun ég aldrei geta bætt fyrir.“^ NEMENDUR Kvennaskólans hlýddu af áhuga á frásögn ungs manns sem hóf eiturlyfjaneyslu á unglingsárum en hætti 19 ára gamall. iviurgunuiauiu/dun ovavarssun einstaklingum sem komnir eru út I neyslu bent á nauðsynleg úrræði til hjálpar. Jafningjafræðslan hefur tvo laun- aða starfsmenn á sínum snærum og hafa þeir bækistöðvar sínar í Hinu húsinu. Þeir eru í samstarfi við verk- efnisstjórn, sem skipuð er fulltrúum menntamálaráðuneytis, Fræðslumið- stöðvar í fíknivömum, skólameist- ara, kennara, framhaldsskólanema og framkvæmdastjórnar Jafningja- fræðslunnar. Undir verkefnisstjórn er framkvæmdastjórnin, sem í sitja fulltrúar úr hinum ýmsu framhalds- skólum, auk áðurnefndra starfs- manna Jafningjafræðslunnar. í öllum framhaldsskólum landsins, sem hafa aðild að Félagi framhalds- skólanema, eru tveir tengiliðir sem sjá um fræðslu og starf innan skól- anna, svo sem námskeið, ferðalög, og dreifingu á útgáfuefni á vegum Jafningjafræðslunnar. Á liðnu hausti voru haldin námskeið fyrir tengilið- ina, þar sem þeir fengu þjálfun hjá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, SÁÁ, Fíkniefnalögreglunni og Stjórnunar- skóla íslands. í svokölluðum bakhóp, sem hittist tvisvar í mánuði í Hinu húsinu, sitja tengiliðir framhaldsskólanna á höf- uðborgarsvæðinu ásamt fólki á aldr- inum 16-25 ára sem vill starfa með Jafningjafræðslunni en er ekki í framhaldsskóla. Á þeim tveimur misserum sem Jafningjafræðslan hefur starfað hef- ur aðaláherslan verið lögð á að fá persónulega nálgun við framhalds- skólanema. Á vorönn 1996 var aðal- lega verið að þróa verkefnið og rækta tengslin við skólana en á haustönn- inni var mest gert af því að fara í heimsóknir í skóla landsins til þess að komast í persónuleg tengsl við nemendur. Saga fíkilsins vekur langmest viðbrögð í heimsóknum Jafningjafræðsl- unnar í skólana er yfirleitt blandað saman almennri fræðslu og upplýs- ingum, reynslusögu óvirks fíkils og almennum umræðum. Að sögn Sig- urðar Orra Jónssonar, eins fram- kvæmdastjórnarmanna, hafa skóla- heimsóknirnar mælst mjög vel fyrir, jafnt hjá nemendum sem skólastjórn- endum. Saga fíkilsins hefur oftast nær vakið langmest viðbrögð hjá áheyrendum. Auk þess að heimsækja alla fram- haldsskóla landsins á þessu fyrsta starfsári hefur Jafningjafræðslan gefið út og dreift til allra framhalds- skólanema stuttum og hnitmiðuðum upplýsingabæklingi um fíkniefni. Tvö tölublöð eru komin út af mál- gagni Jafningjafræðslunnar og er hið þriðja væntanlegt um mánaða- mót mars-apríl. Einnig hafa verið gefin út veggspjöld og gerðir sjón- varpsþættir og -auglýsingar. Þá er enn ótalinn ferðaklúbburinn Flakk, sem er samstarfsverkefni Jafningjafræðslunnar og Samvinnu- ferða-Landsýnar. Klúbbfélagar eru nú um 900 talsins og er markmiðið að bjóða fólki á aldrinum 16-25 ára I ódýrar, vímulausar ferðir. Eitt af meginmarkmiðum þessara ferða er að sýna fram á að lífið sé skemmti- legra án vímuefna. Fjölmennasta ferðin til þessa var dagsferð með breiðþotu flugfélagsins Atlanta til Dyflinnar í desember sl. en þá fóru alls um 320 manns saman í það sem Flakk-félagar kalla eitt stærsta áfengislausa flug sem farið hefur verið frá íslandi. Önnur dæmi um ferðir :á vegum Flakk-klúbbsins eru kajak-, hella-, hjóla-, hesta- og snjó- brettaferðir. Styrkir vímuefnalausa hópinn í að segja nei Hildur Sverrisdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn, segir erfitt að meta áþreifanlegan árangur Jafn- ingjafræðslunnar, þar sem enn sé tiltölulega lítil reynsla komin á verk- efnið. Þó sé það ljóst að Jafningja- fræðslan skili árangri í fræðslu um virkni efnanna og það geti hjálpað þeim óákveðnu að móta afstöðu gegn vímuefnum. „Við vitum að heimsóknir í skóla hafa hjálpað fólki að skilja vandann og það er meira vakandi fyrir því ef vinir og kunningjar eru að fikta. Einnig hefur Jafningjafræðslan styrkt vímuefnalausa hópinn í að segja nei og það stuðlar vonandi að breyttu hugarfari hjá fólki,“ segir Hildur ennfremur. „Námsmenn gegn fíknlefnum" Mikið verður um dýrðir á ársaf- mælinu á morgun, en þá standa Hitt húsið, Jafningjafræðslan og náms- mannahreyfingarnar saman að átaki undir yfirskriftinni „Námsmenn gegn fíkniefnum". Fjölbreytt dag- skrá verður víðsvegar um borgina frá kl. 11 til 18. í Hinu húsinu verð- ur boðið upp á veglega afmælistertu, kynning verður á Flakk-ferðum og starfi Jafningjafræðslunnar og hár- greiðslunemar klippa hár þeirra sem það vilja. Á tónleikum í Hinu húsinu koma fram hljómsveitirnar Botn- leðja, Kolrassa krókríðandi, Maus, Sóma og Panorama. Á Ingólfstorgi verður körfubolti, hjólabretti og eróbikk fyrir gesti og gangandi, í Kringlunni verður fram- inn gjörningur og ýmislegt fleira og á Sólon íslandus og kaffigalleríinu Ömmu í Réttarholti geta gestir hlýtt á ljóðalestur og trúbadora. Auk þess verða nemendur í bifvélavirkjun til taks á nokkrum bensínstöðvum Skeljungs og aðstoða bifreiðaeigend- ur, leikhópar verða á ferðinni um alla borg, svo fátt eitt sé nefnt. að koma fyrir til þess að fólk hætti. Það er eins og fólk þurfi að verða fyrir einhverju áfalli," sagði Úlfhildur og hinar sam- sinntu þvi. Hafa svipaða sögu að segja Það sem þeim stöllum fannst hvað athyglisverðast við sögu hins fyrrverandi eiturlyfjaneytanda var að þrátt fyrir að hann hefði verið allsgáður í fjögur ár væri hann ekki hálfnaður á þeirri leið sem hann þyrfti til að ná fyrri getu. Það væri ótrúlegt. Evu Lind fannst einnig merki- legt og hinar voru sammála því að flestir þeir eiturlyfjaneytendur sem þær hefðu heyrt segja frá reynslu sinni hefðu svipaða sögu að segja. „Þeir eru til dæmis allir búnir að skemma sig bæði andlega og líkamlega og eiga fáa eða enga vini,“ sagði hún. Dagný sagði þó að hún hefði viþ'að vita meira um það hvernig honum hefði gengið á meðan hann var i meðferðinni. „Því sagt er að þeir sein upplifa afvötnun einu sinni finnist það svo erfitt að það verði til þess að þeir fari ekki aftur út í neyslu eiturlyfja svo þeir þurfi ekki að fara aftur í meðferð," sagði hún að síðustu. Dagný . Hinriksdóttir Þá sögðu stöllurnar að það væri eins og ekkert dygði á suma og nefndu í því sambandi dæmi um ungan mann sem var með þeim í bekk í fyrra en framdi sjálfsvíg eftir að hafa leiðst út í neyslu eit- urlyfja. „Þegar hann dó voru allir þeir sem voru byrjaðir að fikta Úlfhildur Fenger við eiturlyf staðráðnir í því að hætta allri neyslu, bæði þeir sem voru í vinahópi stráksins og þeir sem voru með honum í bekk. En þrátt fyrir loforðin eru sumir af félögum hans aftur byrjaðir að neyta eiturlyfja," sögðu þær, en bættu því við að bekkjarfélagar Hulda Björg Þórisdóttir unga mannsins hefðu hætt allri neyslu. Auk þess hefðu þær orðið varar við að dregið hefði úr neyslu fíkniefna meðal nemenda skólans. „Þannig að það má kannski segja að hann hafi ekki dáið til einsk- is,“ sagði Dagný. „En það er samt eins og það þurfi alltaf eitthvað Eva Lind Jónsdóttir Fastur liður í forvarnastarfi framtí ðarinnar Hollt að hlusta á frásögnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.