Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 17
VIÐSKIPTI
Yfirmaður Sumi-
tomo segir af sér
Tókýó. Reuter.
Samningur B.Ó.G. og Ríkiskaupa
FORMAÐUR stjómar Sumitomo
hefur sagt af sér vegna 2.6 milj-
arða dollara taps fyrirtækisins á
koparviðskiptum.
Tveir aðrir fulltrúar í stjórn
Sumitomos hafa boðizt til að segja
af sér, en fyrirtækið ítrekaði að
stjórn þess hefði ekkert vitað um
óleyfileg koparviðskipti Yasuo
Hamanaka, sem leiddi til tapsins.
Hamanaka var rekinn í júní þeg-
ar hann viðurkenndi að hafa gert
leynilega samninga um koparvið-
skipti og hefur játað sig sekan af
ákærum um fjársvik og skjalafals
fyrir rétti í Tókýó. Hann hefur ver-
ið látinn laus gegn tryggingu, en á
að mæta fyrir rétt í næsta mánuði.
Sumitomo sagði að Tomiichi
Akiyama, sem var forstjóri fyrir-
tækisins þegar skýrt var frá tapi
þess, hefði sagt af sér „til að fá
málið út úr heiminum." „Þótt ég
viti ekkert um leyniviðskipti hr.
Hamanaka var ég forstjóri fyrir-
tækisins þegar mestöll viðskiptin
fóru fram,“ sagði Akiyama í bréfi
til lögfræðinga Sumitomo í New
York.
Hann kvaðst hafa íhugað að
segja af sér um leið og skýrt hefði
verið frá tapinu, en haldið áfram
störfum vegna rannsóknar málsins.
Sumitomo tók ekki fram hvort
hinir stjórnarfulltrúarnir tveir, sem
hafa boðizt til að segja af sér,
mundu láta af störfum. Annar
þeirra var yfirmaður Hamanaka
þegar hann leysti frá skjóðunni.
Forstjórar í Japan segja af sér á
táknrænan hátt til að „taka afleið-
ingum“ hvers konar hneykslismála
eða ávirðingar fyrirtækja án þess
að viðurkenna að þeir beri sökina.
Forstjóri Sumitomo, Kenji Miya-
hara, sagði á blaðamannafundi að
rannsóknin á viðskiptum Haman-
aka mundi taka nokkra mánuði í
viðbót. Hann kvað fyrirtækið hafa
frétt um nokkrar nýjar staðreyndir
í Panorama fréttaþætti BBC og
sagði að Sumitomo hygðist koma á
fót sérstakri áhættustjórnun í hrá-
vöruviðskiptum fyrirtækisins í apríl.
B.Ó.G. tölvuvörur og Rikiskaup
undirrituðu nýverið rammasamn-
ing varðandi kaup á rekstrarvör-
um fyrir tölvur og prentara í kjöl-
far útboðs sem Ríkiskaup efndi til.
Þetta er í annað skipti sem B.Ó.G.
tölvuvörur fá þennan samning sem
er til tveggja ára. Alls tóku ellefu
fyrirtæki þátt í útboðinu, en geng-
ið var til samninga við B.Ó.G. og
þijá aðra aðila. Frá undirritun
samningsins taldir frá vinstri Ein-
ar Viðar Gunnlaugsson, sölustjóri,
Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkis-
kaupa, og Ólafur Ástgeirsson,
verkefnasljóri Ríkiskaupa.
Samvinnuferóir-Landsýn
4 ára dómi
Alans Bonds
áfrýjað
Perth. Reuter.
AÐALSAKSÓKNARI Ástralíu hef-
ur áfrýjað fjögurra ára fangelsis-
dómi verktakans Alans Bonds fyrir
mestu fjársvik í sögu Ástralíu á
þeirri forsendu að dómurinn sé of
vægur.
Lögfræðingar Bonds hyggjast
einnig áfrýja. Sækjendur í málinu
höfðu farið fram á að Bond yrði
dæmdur í 10 ára fangelsi.
Flestum á óvart fékk Bond aðeins
fjögurra ára fangelsi og kemur sá
tími, sem hann hefur afplánað, til
frádráttar þannig að hann verður
látinn laus til reynslu á næsta ári.
VW POLO MILANO koslar frá
Vol
Oruggur á
■
Dagbók
Námskeið
EFTIRFARANDI námskeið
verða haldin á næstunni hjá
Endurmenntunarstofnun Há-
skóla íslands:
3. mars kl. 8.15-12.15.
Stjómun starfsmannamála -
almennt yfirlit. Kennari: Þórður
S. Óskarsson, framkvæmda-
stjóri ráðgjafarfyrirtækisins
KPMG Sinnu ehf.
4. mars kl. 8.15-12.15. Þróun
starfsmanna, hvatning og
starfslýsingar. Kennari: Þórður
S. Óskarsson, framkvæmda-
stjóri ráðgjafarfyrirtækisins
KPMB Sinnu ehf.
5. mars 8.15-12.15. Sam-
skipti á vinnustað og ný vinnu-
brögð - lausn starfsmanna-
vandamála. Kennari: Þórður S.
Óskarsson, framkvæmdastjóri
ráðgjafarfyrirtækisins KPMB
Sinnu ehf.
3. og 4. mars kl. 12.30-
16.00. Innskyggnir - sjálfsmat.
Námskeið um notkun sjálfs-
mats í fyrirtækjum. Haldið í
samvinnu við Gæðastjómunar-
félag íslands. Kennarar: Guð-
rún Ragnarsdóttir gæðastjóri
hjá Landsvirkjun og Haraldur
A. Hjaltason rekstrarráðgjafi
hjá VSÓ Rekstrarráðgjöf.
3. mars kl. 8.30-12.00. Upp-
lýsingar til bættrar ákvarðana-
töku. Vöruhús gagna og upp-
lýsingateningur. Kennarar: Már
Grétar Pálsson og Jón Vil-
hjálmsson hjá Verkfræðistof-
unni Afli.
4. og 6. mars kl. 8.30-12.30.
Markaðsmál smásöluverslana.
Kennari: Ásmundur Helgason,
markaðs- og gæðastjóri Húsa-
smiðjunnar.
5. mars kl. 13-16 og 6. mars
kl. 8.30-13.30. Framleiðslu-
stjórnun. Kennari: Páll Jensson
prófessor í véla^ og iðnaðar-
verkfræðiskor HÍ.
5. mars kl. 16.00-19.30.
Skattamál - nýlegir úrskurðir
og dómar. Kennari: Steinþór
Haraldsson lögfræðingur ríkis-
skattstjóra.
Nú bjóðum viS sérútbúinn VOLKSWAGEN POLO MILANO á sérstöku tilboðsverbi.
Búnaður í POLO MILANO er m.a.:
* 13" sumardekk á átfelgum m
• 13" nagladekk á stálfelgum m
* útvarp meö geislaspilara m
9 lituð gler §
• snúningshra&amælir •
• sérstyrkt yfirbygging é
• GT loftnet á toppi -
0 samlitir stuðarar og spegiar ♦