Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 25

Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 25 Bergman snýr aftur Stóðst ekki verk P.O. Enquist INGMAR Bergman var margbú- inn að lýsa því yfir að hann væri hættur, búinn að draga sig í hlé, að hann kæmi ekki oftar nálægt leikhúsi. En svo barst honum sending sem hann stóðst ekki, leikrit eftir Per Olov Enquist. Það nefnist „Mynda- smiðirnir" og fjallar um sam- skipti skáldkonunnar Selmu Lagerlöf og kvikmyndagerðar- mannsins Viktor Sjöström, sem var ein af fyrirmyndum Berg- mans. Síðasta uppsetning Bergman, sem er orðinn 79 ára, var „Yvonne“ eftir Gombrowicz. Hann dvelur flestum stundum á eynni Fárö en þangað sendir sænska kvikmyndastofnunin honum reglulega stóra send- ingu af gömlum kvikmyndum sem hann horfir á í einkabíó sínu. Ein af þeim myndum sem hann segist horfa á að minnsta kosti einu sinni á ári er einmitt eftirSjöström,„Kúskurinn“. Verkið gerist í klippiherbergi á öðrum áratug þessarar aldar, þar sem Sjöström er að klippa mynd eftir skáldsögu Lagerlöf. Þegar skáldkonan bankar upp á til að líta á árangurinn kastast í kekki á milli listamannanna og brátt bætast fleiri í hópinn. Gert er ráð fyrir að verkið verði frumsýnt á Dramat- en í Stokkhólmi í febrúar á næsta ári. Bergman hefur verið geysileglega áhrifamikill í sænsku leikhúslífi um áratugaskeið. Til marks um það eru þær deilur sem urðu á síðasta ári um hver ætti að stjóma Dramaten og hvernig. Þegar þær stóðu sem hæst var haft eftir einum gömlum sljórn- málaref: „Ég skil ekki hvers vegna þarf að ræða þetta svona fram og aftur. í minni tíð hringdum við bara til Bergmans og spurðum hver ætti að stjórna Dramaten. Svo réðum við þann sem hann nefndi. í Politiken er fullyrt að sú hafi einnig verið raunin nú, þótt málið hafi þvælst lengur í kerfinu. Ingrid Dahlberg, núverandi leikhús- stjóri starfaði um margra ára skeið í sjónvarpi og fram- leiddi m.a. mynd Bille August eftir handriti Bergmans „Den goda viljan“. Hennar bíður erfitt verkefni niður- skurðar og breyt- inga en hún velktist ekki í nokkrum vafa um hvaða leik- hússtjóra hún ætti að hafa sam- band við þegar hún fékk hand- rit Enquist í hendur. Utan heimalandsins er Berg- man þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndir sínar, en eins og svo oft áður, kom frægðin utan að. Hann öðlaðist ekki viðurkenn- ingu í heimalandinu fyrr en Bandaríkjamenn höfðu uppgötvað hann. Ingmar Bergman KÓR Öldutúnsskóla. Sýningn Krist- ínar í Stöðla- koti að ljúka SÝNINGU Kristínar Geirs- dóttur í Stöðlakoti lýkur sunnudaginn 2. mars. Á sýningunni eru níu stærri verk auk nokkurra minni verka. Myndirnar eru unnar með kolum og línolíu á pappír. Viðfangsefnið er tíminn - hvemig tíminn gengur á alla hluti. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Kór Oldu- túnsskóla í Hafnarborg í TILEFNI af samsýningu fjörutíu og eins listamanns í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, mun Kór Öldutúns- skóla, undir stjórn Egils Rúnars Friðleifssonar, syngja fyrir sýn- ingargesti næstkomandi sunnu- dag, 2. mars kl. 15. Kórinn mun flytja verk eftir íslensk og erlend tónskáld og eru allir velkomnir. BOB HOSKINS DAN AYKROYD Rainbow meö Bob Hoskins og Dan Aykroyd í aðalhlutverkum er skemmtileg mynd sem fjallar um fjóra snjalla krakka sem eiga sér þann draum stærstan að komast að enda regnbogans og finna þar fjársjóð. Með hjálp tölvu tekst þeim að finna regnbogann og lenda um leið í miklum ævintýrum. Vandræðin byrja fyrst þegar krakkarnir stela regnbogagulli, því um leið þá tekur veröldin skyndilegum breytingum. Gullið er orkugjafi regnbogans og regnboginn er það sem gefur heiminum lit. Þegar allir litir hverfa þá verður heimurinn svartur og hvítur og allt súrefni hverfur. Krakkarnir verða að finna ráð til að skila gullinu aftur í regnbogann og bjarga þannig heiminum, en tíminn er naumur því allt súrefni er á þrotum. Leikstjóri er Bob Hoskins. HÁSKÓLABÍÓ - GOTT BÍÓ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.