Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 29
AÐSENDAR GREINAR
Athyglisverður árang-
ur hefur náðst í
baráttunni við riðu
NÚ undanfarin ár
hefur það verið að
koma í ljós að við ís-
lendingar höfum náð
mjög athyglisverðum
árangri í baráttunni
við hinn skæða sauðíj-
ársjúkdóm, riðu. Ekki
er þar síst að þakka
árvekni nokkurra
dýralækna og vil ég
þar fyrst og fremst
nefna til Sigurð Sig-
urðarson á Keldum.
Það var þó langt í frá
að honum og hans
baráttuaðferðum væri
á sínum tíma sýndur
tilhlýðilegur skilning-
ur, þó nú hljóti flestir að viður-
kenna að hann hafi unnið íslensk-
um landbúnaði ómælt gagn. Hann
byggði sínar aðferðir til útrýming-
ar veikinni á notkun þeirra fjár-
hólfa sem hafði verið komið upp
hér á landi vegna baráttunnar við
mæðuveiki en í þeirri baráttu náð-
ist líka einstæður árangur. Því ber
brýna nauðsyn til að umræddum
ijárhólfum verði viðhaldið enn um
sinn vegna þess að enn hefur ekki
unnist fullur sigur á riðuveikinni
svo sem kunnugt er og mikilvægt
er ef upp koma nýir sjúkdómar
að hægt verði að staðbinda þá á
þennan hátt.
Viðnám gegn riðu hófst fyrst
hér á iandi 1978 en veikin náði
hámarki hér á landi 1986 og það
sama ár tóku stjórnvöld ákvörðun
í samráði við samtök bænda um
aðgerðir gegn veikinni. Þessa
samvinna við bændur um aðgerð-
ir var mjög mikilvæg og má full-
yrða að þessi mikli árangur sem
náðst hefur hefði ekki orðið ef
þeir hefðu ekki sýnt fullan skiln-
ing á málinu og þann þegnskap
sem raun varð á. Svo vel hefur
því miður ekki tekist til í ýmsum
öðrum löndum.
ítarleg hreinsun
Frá 1978 hefur verið fargað um
770 hjörðum eða alls um 140 þús-
und íjár vegna riðu svo að það er
ljóst að þetta hefur verið mikil
blóðtaka fyrir þjóðarbúið. Þó reynt
hafi verið að fylgja ströngum regl-
um um sóttvarnir við fjárskiptin
hefur það samt gerst í nokkrum
tilfellum að riða hefur komið upp
aftur en þó er þeim mun minni
hætta talin á því sem
hreinsunin er ítarlegri.
Þrátt fyrir að riða
sé enn við lýði og hún
hafi t.d. fundist á 8
bæjum árið 1996 þá
hefur samt náðst mik-
ill árangur og hann
mjög mikilvægur.
Þessi árangur mun
auðvelda okkur í
framtíðinni alla sölu á
landbúnaðarafurðum
til annarra landa og
má í því sambandi
nefna að sala á miklu
magni kindakjöts til
Noregs sl. haust hefði
ekki tekist riema
vegna þess að við gátum tryggt
að allt það kjöt væri af riðulausum
svæðum.
Það er því mikilvægt að okkur
Nú er ein af smitleiðum
riðu, segir Sigríður
Jóhannesdóttir, talin
vera með heymaurum.
takist að varðveita þennan árang-
ur sem við höfum vissulega kostað
miklu til að ná.
Hey af riðusvæði
Okkur sem fylgjumst með þess-
um málum brá því ekki alllítið í
brún þegar fréttir komu um það
í fjölmiðlum að undanþága hefði
verið veitt til að selja hey af riðu-
svæði til að gefa hestum í Reykja-
vík en einhvern veginn höfðu farið
forgörðum á leiðinni þau ströngu
skilaboð sem fylgdu um meðferð
heysins og það hafði m.a. verið
selt upp í Kjós, þar sem það var
látið vera á víðavangi þar sem
m.a. kindur gátu komist í það.
Einnig hafði verið selt af sama
heyi austur í Ölfus og sumir segja
austur í Flóa. Nú er ein af smitleið-
um riðu talin vera með heymaur-
um og því gat þetta atvik sem og
önnur hliðstæð haft afdrifaríkar
afleiðingar. Því hef ég lagt til á
Alþingi að flutningar á heyi og
túnþökum frá riðusvæðum verði
hið bráðasta algjörlega bannaðir.
Það væri vissulega sorglegt ef
atvik á borð við það sem ég nefndi
Sigríður
Jóhannesdóttir
STOmAMR - EinSTAKLiriGAR
Ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnurn
frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m.
VIRKA
Opiö mánud.-föstud.
kl. 10-18.
Mörkinni 3. sími 568 7u77 Ltiugard. kl. 10-1-t.
til 1. júní.
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldsíitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
Góö varahlutaþjónusta.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armoia 29, sími 38640
FYRIRLI66JANDI: GÖLFSLiPIVÉLHR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
- STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SA6ARBLÖB - Vönduö Iramleiösla.
hér á undan yrði til þess að sjúk-
dómurinn kæmi upp á nýjum
svæðum og sami rófuleikurinn
þyrfti að hefjast upp á nýtt.
Eftirlit með
sóttvörnum
í Hrísey hefur nú um margra
ára skeið verið starfrækt einangr-
unarstöð þar sem búfé sem hefur
verið flutt inn til landsins t.d. til
kynbóta hefur verið haft í sóttkví
stundum í margar kynsióðir og er
það vel þvi í þessum efnum þarf
að fara að öllu með mikilli gát.
Það skýtur því nokkuð skökku við
þegar það fréttist að hingað til
lands séu nú flutt notuð landbún-
aðartæki t.d. hestakerrur og hafi
þeim verið skipað upp víða um
land og eftirlit með sóttvörnum
hafi því miður stundum verið fyrir
borð borið. Það þarf að gera ský-
lausa kröfu um að þessum tækjum
sé skipað upp í einni ákveðinni
höfn t.d. í Reykjavík og fólk sem
er sérstaklega til þess þjálfað sjái
um hreinsun og sótthreinsun. Það
stoðar lítið að hafa búfénað í
strangri sóttkví kynslóðum saman
í sóttvarnarskyni ef flutt eru inn
notuð landbúnaðartæki alsett skít
og dýrahárum jafnframt. Slíkt er
opin smitleið inn í landið.
Gæludýrafóður
Um 1000 tonn munu nú flutt
inn til landsins á ári af gæludýra-
fóðri, þar af 5-600 tonn frá Bret-
landi þar sem kúariða er mikið
vandamál sem kunnugt er. Ekki
er hægt að tryggja það algjörlega
að þessi matvæli hafí fengið þá
hitameðferð sem krafist er enda
öldungis óvíst að hún sé fullnægj-
andi til að fyrirbyggja smit. Það
hefur m.a. komið upp riða í köttum
bæði á Bretlandi og í Noregi og
er talið að þeir hafí smitast af
gæludýrafóðri. Það er svo margt
sem er óljóst í sambandi við kúa-
riðu og hvernig hún smitast. Ég
held að besta ráðið til að fyrir-
byggja þennan innflutning sé að
skipulega sé unnið að því að fram-
leiða gott gæludýrafóður á íslandi
en hér er nú stærstur hluti lands-
ins laus við riðu í sauðfé og kúa-
riða hefur aldrei komið hér upp.
Við eigum vissulega nóg af góðu
hráefni t.d. sláturúrgangi og ég á
bágt með að trúa að ekki hljóti
að vera hægt að standast verð-
samanburð við hliðstæðar vörur
sem er t.d. verið að flytja hingað
alla leið frá Ástralíu. Með slíkri
framleiðslu gætum við vissulega
dregið úr þeirri áhættu sem inn-
flutningur á slíkum varningi í stór-
um stíl hefur í för með sér.
Höfundur er þingmadur
Alþýðubandalagsins og óháðra
HITABLÁSARAR
r\ ÞÓR HF
Reykjavík - Akurayri
Reykjavík: Ármula 11 -sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka -sími 461-1070
ER SKÖPUNARGÁFAN
VÆNLEGASTI
VIRKJUNARKOSTURINN?
Nýsköpunarþing Rannsóknarráðs íslands og Útflutningsráðs
íslands I samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
Haldið í Loftkastalanum, Seljavegi 2
28. febrúar 1997 kl. 13.00- 17.30
DAGSKRÁ
Ráðstefnustj.: Jón Ásbergsson, framkvæmdastj. Útflutningsráðs Islands
13.00 Skráning
13.15 Ávarp
Iðnaðarráðherra. Finnur Ingólfsson setur ráðstefnuna
13.25 Designing a National Support Structure for
Innovation in Ireland
Eugene Forde, aðstoðarforstjóri Visinda- og tækniskrifstofu
Atvinnumálaráðuneytisins I Irlandi
14.00 Innovation Strategies of Firms — Irish Experience
Dr. Sean McCarthy, framkvæmdastjóri Hyperion Energy Systems
Ltd
14.35 Hvað gerist milli funda? — Er stoðkerfið staðnað?
Vilhjálmur Lúðvlksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs
15.10 Afhending Nýsköpunarverðlauna Rannsóknarráðs
og Útflutningsráðs
Páll Sigurjónsson, formaður Útflutningsráðs afhendir verðlaunin
15.25 Kaffihlé
15.50 Útrás hugbúnaðarfyrirtækja - Veruleiki eða
sýn darveruleiki
Vilhjálmur Porsteinsson, próunarstjóri Coda ehf á Islandi
16.10 Að hasla sér völl — Ný vara og nýir markaðir
Geir A. Gunniaugsson, framkvæmdastjóri Marel hf
16.25 Parf að læra að bulla? - Vangaveltur um uppruna
hugmynda
Sigurður Pálsson, skáld
16.40 Panelumræður
Stjórnandi umræöna er Jóhann Hauksson. fréttamaður hjá
Rlkisútvarpinu
I panel:
1. Eugene Forde
2. Sean McCarthy
3. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastj. Vaka
4. Gunnlaugur Sigmundsson, alpingismaður
17.30 Niðurstöður ráðstefnu og ráðstefnulok
17.30 Móttaka í forsal Loftkastalans i boði iðnaðar- og
-18.30 viðskiptaráðherra
I forsal kynna eftirfarandi fyrirtæki afuröir slnar:
íslenskt franskt hf ■ Snakkfiskur
KP kjötvinnsla • Máki hf • Ostahúsið
SKRÁNING Á RÁÐSTEFNUNA ER HJÁ
RANNSÓKNARRÁÐI ÍSLANDS í SÍMA 56Z 1320 OG
HJÁ ÚTFLUTNINGSRÁÐI ÍSLANDS í SÍMA 511 4000
SKRÁNINGARGJALD KR. 1.500.-
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
RANIUÍS
IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
HNOTSKÓGUR 103-97