Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP HELGARMYINiDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Þegar smátt er stærra en stórt RISAMYNDIR eru einatt furðu dverg- vaxnar. Bak við stórstimin í aðalhlut- verkunum og tæknilegar flugeldasýn- ingar sem kosta tugmilljónir dollara er oft ekki neitt; um þær gildir hið fomkveðna að þær em tröllauknar umbúðir utan um loft. Svo gerist það hins vegar að smámyndir era stærri í sniðum en þær sýnast utanfrá; í fá- tæklegum umbúðum leynist kannski lítil perla. Báðar tegundir af myndum era - sem betur fer - á helgardag- skránni núna en vel gæti verið að hnýsilegustu myndir helgarinnar séu Fjárhættuspilarinn i Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og Kreistu mig, kysstu mig á Stöð 2 á laugardag. Þær era ekki heimsfrægar risamyndir en gætu veitt óvænta ánægju. Gefið þeim tækifæri. Föstudagur Sjónvarpið ►23.05 Kvenhetjan (One Woman’s Courage, 1994)er kyndugur íslenskur titill á spennu- mynd fyrir bandarískt sjónvarp um konu sem verður vitni að morði. Um- sagnir fínnast ekki en leikararnir era góðir - Patty Duke, James Farentino, Margot Kidder og Dennis Farina. Leikstjórinn heitir Charles Robert Gamer. Stöð 2 ►"! 3.00 og 0.20 Ron Howard leikstjóri (Apollo 13 o.m.fl.) náði sér fyrst á strik með gamanmyndinni Gusugangur (Splash, 1984) um föngulega hafmeyju - Daryl Hannah - sem gengur á land og veldur usla og gusugangi í lífi þurrfætlinga, ekki síst Toms Hanks sem verður ástfang- inn af henni. Hugljúf og fyndin og vel leikin, ekki síst af Hannah. ★ ★ ★ Stöð 2 ►20.55 í þroskasögunni Sumarnótt (ThatNight, 1992) glímir 10 ára stelpa við löngunina til að vera eldri - eins og 16 ára skutla, leikin af Juliette Lewis, sem fellur fyrir flæktum töffara, sem C. Thomas How- ell leikur. Ekki slæm og nær allvel HELEN Broderick, Ginger Rogers og Fred Astaire í Pípuhattinum. Léttfetinn og lipurtáin sérflokki þessa helgina _______________________________|er, sem oftar, sunnudagsklassíker Sjón- varpsins. Eg er ekki sérstakur aðdáandi söngva- og dansmynda en fyrir þá sem það era finnst varla betri skemmtun en Pípuhatturinn (Top Hat, 1935, sunnudagur ►15.20). Söguþráðurinn er hefðbundinn róman- tískur farsi um misskilning og misgrip en í forgranni hans eru hvorki meira né minna en kóngur og drottning bandarískra söng-og dansmynda - Fred Astaire og Ginger Rogers. Tónlist Irvings Berlin er sígild - lög á borð við Cheek To Cheek og mörg fleiri - og dansatriðin era hin glæsi- legustu undir stjórn Marks Sandrich leikstjóra. Lucilie Ball er óborganleg í aukahlutverki. ★ ★ ★ 'A andrúmsloftinu kringum 1960 og sárs- auka bemsku sem er að kveðja. Vant- ar þó meira en herslumun. Leikstjóri Craig Bolotin. ★ ★ BLAÐSINS Fermingar IMntfHMHHWM| Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega biaðauka Fermingar, en um 4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði. Er þetta í áttunda sinn sem slíkur blaðauki er gefínn út með upplýsingum á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins. f blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarböm og foreldra um undirbúninginn og fermingardaginn. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn. Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra bama erlendis, tekin verða tali fermingarböm fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleim. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar ísíma 569 1171 eða með stmbréfí 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 3. mars. - kjarni málsins! Stöð 2 ►22.35 Sama lífsreynslan frá ólíkum sjónarhornum var viðfangsefni Rashomons, hinnar sögufrægu mynd- ar meistára Akira Kurosawa sem formuð var snilldarlega með aftur- hvörfum. Landi hans Hiroaki Yoshida hermir þetta form eftir í spennumynd- inniÁ villustigum (IronMaze, 1991) um árás á japanskan auðkýfing í Bandaríkjunum. Maltin segir þetta ruglingslega og tilgerðarlega eftir- hermu og gefur ★ 'h, Blockbuster Video gefur ★ og Martin og Potter era á sömu nótum og gefa ★ ★ (af fimm mögulegum). Aðalhlutverk Jeff Fahey, Bridget Fonda og Hiroaki Murakami. Sýn ^21.00 Hinn vörpulegi og ábúð- armikli Brian Dennehy þarf að velja á milli ástar á tveimur föngulegum konum, Jacqueline Bisset og Blythe Danner, í ástardramanu Milli tveggja elda (Leave OfAbsence, 1994). Um- sagnir finnast ei. Sýn ►23.20 Það er nokkuð gaman að erótísku spennumyndinni I upp- námi (Sensation, 1994), bæði vegna fléttunnar - nemandi beitir skyggni- gáfu til að kanna sekt prófessors í morðmáli - og vegna myndrænna til- þrifa og stundum tilgerðar Brians Grant leikstjóra. Kari Wuhrer og Eric Roberts eru í aðalhlutverkum en best er Claire Stansfield í safaríku auka- hlutverki. ★ ★ 'h Laugardagur Sjónvarpið ►22.00 Leikskólalögg- an (Kindergarten Cop, 1990) varönn- ur tilraun Amolds Schwartzenegger til að sýna gamanleik; sú fyrri var Tvíburar. Hvorki þessar tilraunir né þær síðari hafa borið tilætlaðan árang- ur. Hér leikur Arnold löggu í dular- gervi leikskólakennara sem er álíka ótrúverðugt og það hljómar. Myndin er sæmileg afþreying en hasarinn er ekki við hæfi ungra bama. Leikstjóri er Ivan Reitman. ★ ★ Sjónvarpið ►23.50 Ári áður en Wolfgang Petersen gerði spennu- myndina Outbreak eftir samnefndri sögu Robins Cook um banvænt veiru- fár í litlu samfélagi og yfirhylmingu á æðstu stöðum gerði B-myndaleik- stjórinn Armand Mastroianni myndina Dauðaveiran (Formula For Death, 1994) eftir sömu sögu. Engar fregnir liggja fyrir um útkomuna, en í aðal- hlutverkum eru Nicolette Sheridan og Wiliiam Devane, sem eru nú frekar slæm skipti við Rene Russo og Dustin Hoffman. Stöð2 ►lö .00 Þijúbíóið er tíma- flakksævintýri frá Walt Disney um dauðvona táning sem berst við ófreskj- ur á tveimur veruleikaplönum. Fjórir demantar (Four Diamonds, 1995) þykir vel heppnuð ijölskyldumynd með góðum leik Christine Lahti, Thomas Guiry og fleiri, en hún er byggð á sögu 14 ára drengs sem lést úr krabba- meini 1992. Leikstjóri Peter Werner. Maltin segir þessa sjónvarpsmynd yfir meðallagi. Stöð 2 ^21.45 Rómantíska gaman- myndin Franskur koss (French Kiss, 1995) er borin uppi af sjarmerandi leik Meg Ryan og Kevins Kline en þau leika ameríska konu og franskan þorp- ara sem lýstur saman í París við erfið- ar aðstæður í lífi beggja. Höfundurinn Lawrence Kasdan hefur oft átt snarp- ari dag; myndin er svolítið rassþung og löng, en manni líður bærilega í félagsskapnum. ★★'/2 Stöð 2 ^23 .40 Kostulegt persónu- gallerí og óvæntar uppákomur prýða bandarísku smámyndina Kreistu mig, kysstu mig (góð þýðing á Hold Me Thrill Me Kiss Me, 1992). Eins og tit- illinn gefur til kynna sækir höfundur- inn Joel Hershman, sem lofar góðu eftir þessa frumraun, töluvert í smiðju Almodóvars hins spænska (Tie Me Up Tie Me Down) án þess að ráða yfír stílvísi hans. En hér bjargar húm- orinn miklu og ójafn leikhópur státar m.a. af Sean Young í góðu formi og Diane Ladd galinni að vanda. Nokkuð gróf en öðravísi amerísk gamanmynd. Ranghverfan á Frönskum kossi. ★ ★ ★ Stöð2 ►1.15 Leikstjórinn Marc Rocco gerði athyglisverða athugun á glæpi og refsingu fyrir skömmu sem hét Murder In The First en þar áður sendi hann frá sér Hvað sem verður (Where The Day Takes You, 1992), lýsingu á lífi afbrotaunglings í Los Angeles. Áhugi leikstjórans á þessum viðfangsefnum er augljós en hér verð- ur ekki alveg kápa úr klæðinu. Pjöl- skipaður leikhópur stendur sig þó vel. ★ ★ Sýn ^21.00 Hinir góðlegu Dean Martin og James Stewart leika hættu- lega bófabræður, sem á flótta ræna gömlu almanaksgellunni Raquel Welch, og George Kennedy er löggan á hælum þeirra í vestranum Útlagarn- ir (Bandolerol, 1968). Lygilegur en lunkinn hasar. Leikstjóri Andrew McLaglen. ★ ★ 'h Sýn ►0.20 Tim Matheson, sérfræð- ingur okkar í mönnum sem missa fót- anna og lenda í klípum, yfirleitt vegna þess að þeir falla fyrir flögðum undir fögrum skinnum, sinnir sérgrein sinni í sannsögulegu spennumyndinni Ban- væn ást (Dying To Love You, 1994). Sætir hvorki tíðindum né leiðindum. ★ ★ Sunnudagur Sjónvarpið ►15.20 - Sjáumfjöllun í ramma. Sjónvarpið ►22.40 Bandaríski rit- höfundurinn Paul Auster hefur vakið verðskuldaða athygli seinni árin en i kvikmyndum höfum við kynnst skáld- skap hans í Reykur og Blár í framan sem sýndar hafa verið að undanförnu í Reykjavík. Fjárhættuspilarinn (The Music OfChance, 1993) er því forvitni- leg kvikmyndun á sögu Austers um mann sem flækist inn í furðulegt sam- félag fjárhættuspilara. Spurningar um tilvist mannanna eru fleiri en svörin, segir Maltin, en hann kveðurþetta samt grípandi frásögn með úrvalsleik James Spader, Mandy Patinkin, M. Emmet Walsh, Charles Durning o.fl. Heimildamyndaleikstjórinn Philip Ha- as þreytir hér frumraun í gerð leikinna mynda. Maltin gefur ★ ★ 'h og Mart- in og Potter ★ ★ ★ (af fimm). Stöð2 ►23.10 Jeríkóveikin (Jeric- hoFever, 1993) er, rétteinsog Outbreak og fleiri, veirufárstryllir en hér eru smitberarnir ekki dýr heldur hermdarverkamenn. Nokkuð vel sam- in kapalmynd en ekki til að missa svefn út af. Leikstjóri Sandor Stern og í aðalhlutverkum Stephanie Zimb- alist og Perry King. ★ ★ Sýn ►23.20 John Carpenter leik- stjóri býr til gamansamt hasarblað í kvikmyndaformi með Stórvandræði í Kínahverfinu (Big Trouble In Little China, 1986). Það sópar að Kurt Russ- ell í hetjuhlutverkinu en myndin býr ekki yfír nægilegum sprengikrafti. Hún er sumsé kínveiji frekar en stórbomba. ★ '/2 Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.