Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 60
MeWiiid -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVaNGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hugmyndir vinnuveitenda um launabreytingar í viðræðum við ASÍ 11 % hækkun og lægstu laun 70 þús. 1. jan. 1999 VINNUVEITENDUR hafa í við- ræðum við landssambönd og verka- lýðsfélög að undanförnu lýst sig reiðubúna að nálgast kröfur þeirra um hækkun dagvinnulauna, ef þau fallast á að samið verði um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og breyt- ingar á álagsgreiðslum til hækkun- ar á dagvinnulaunum í aðalkjara- samningi. Vinnuveitendur gera ekki ráð fyrir að takist að semja um viðbótarlaunahækkanir með hag- ræðingu í fyrirtækjasamningum vegna andstöðu innan verkalýðs- hreyfingar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felst í tilboðum vinnuveit- enda að lægstu dagvinnutaxtar eft- ir eitt ár í starfí, hjá starfsmönnum sem eru eingöngu á taxtakaupi, verði komnir upp í 70.000 kr. á mánuði 1. janúar 1999, gegn því að samið verði um sveigjanlegan dagvinnutíma frá kl. 8 til 20 eða 7 til 19, þar sem það á við. Einnig leggja vinnuveitendur til að yfir- vinnuhlutfall lækki úr 1,0385 í 1% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sem færist inn í dagvinnutaxtana til hækkunar. Þetta hefði í för með sér að yfirvinna, sem víðast hvar greiðist með 80% álagi á dagvinnu- tímakaup myndi lækka í 70%. 3,5-3,85% árlegar hækkanir í hugmyndum vinnuveitenda felst að samið yrði um almennar launahækkanir í þremur áföngum. Reiknað í prósentum myndu laun hækka um 3,85% við undirritun samninga. 1. janúar 1998 hækki laun um 3,5% og 1. janúar 1999 hækki þau aftur um 3,5%. Vinnu- veitendur eru þannig reiðubúnir að fallast á tæplega 11% hækkun al- mennra launa á samningstímanum en lægstu dagvinnutaxtar myndu til viðbótar hækka um 2-3%. Vinnuveitendur leggja til að samn- ingar gildi til 1. október eða 1. nóvember árið 1999. Rætt um aðferð við færslu taxta að greiddu kaupi Vinnuveitendur lögðu í gær fram tillögur að reglum um hvernig færa megi taxtakaup að greiddu kaupi á fundi með _ formönnum landssam- banda ASÍ. Formenn landssam- bandanna ætla að svara tillögum vinnuveitenda á fundi sem hefst kl. 14 í dag. Samkomulag liggur fyrir um að- ferð við að færa bónus fiskvinnslu- fólks að greiddu kaupi en eftir stendur ágreiningur um önnur samningsbundin kaupaukakerfi og hvernig farið verður með álags- greiðslur sem samið hefur verið um í einstaklingsbundnum ráðningar- samningum. Einnig á að taka upp umræðu í dag milli vinnuveitenda og formanna landssambanda um breytingar á hvíldartímareglum. Vinnuveitendur óskuðu í gær eft- ir því við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur að það kæmi að þeim viðræðum sem standa yfir í hús- næði ríkissáttasemjara. Óvíst er hvort VR mun fallast á það en fé- lagið gerir kröfu um 17% launa- hækkun á þriggja ára samnings- tíma og að samið verði um kjara- bætur í starfsgreina- eða fyrir- tækjasamningum. ■ Hvika ekki/6 “ Johansen ræðir við Davíð DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra tók á móti Lars Emil Johansen formanni grænlensku landstjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli í gærdag, í tilefni opin- berrar heimsóknar, og átti fund í stjórnarráðinu með formann- inum síðdegis í gær. Forseti —* Islands, Olafur Ragnar Gríms- son, tekur á móti Johansen í dag á Bessastöðum og síðar um morguninn mun formaðurinn eiga fund með Davíð Oddssyni og Halldóri Asgrímssyni utan- ríkisráðherra í Ráðherrabú- staðnum. Heimsókninni lýkur síðdegis á morgun. ■ Opinber heimsókn/6 Morgunblaðið/Golli Hagnaður Eimskips 532 m.kr. EIMSKIPAFÉLAG íslands skilaði 532 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Afkoman var lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, einkum vegna harðrar samkeppni í flutning- um og kostnaðarhækkana eriendis, að því er segir í frétt frá félaginu. Hagnaður ársins svarar til 4% af veltu fyrirtækisins og er það 12% samdráttur frá árinu 1995 þegar hagnaður félagsins var 602 m.kr. eða 6% af veltu. Rekstrartekjur Eimskips og dótt- urfélaga námu alls 11.961 milljón króna á árinu 1996 og jukust um 26% milli ára. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að niðurstaðan væri ekki viðunandi. ■ Hagnaður dróst saman/16 ------»-♦-♦--- Tveggja leitað við Botnssúlur BJÖRGUNARSVEITIR hófu seint í gærkvöldi leit að tveimur ungum mönnum frá Akranesi sem orðið höfðu viðskila við félaga sína á göngu í Botnssúlum. Níu manna hópur hafði farið saman í skíðagöngu. Slæmt veður gerði um tíma í gær. Sjö úr hópnum komu nið- ur í Brynjudal en tveir skiluðu sér ekki. Að sögn lögreglu er um að ræða þaulvana og velbúna fjallamenn. Undanfarahópar og beltabifreið frá björgunarsveitum var farin á staðinn um klukkan hálftólf í gær- kvöldi en tvímenningarnir voru ekki fundnir. ♦ ♦ ♦---- Strokufangi handtekinn LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöldi 25 ára gamlan mann sem strauk úr gæslu í Dómhúsinu í Reykjavík fyrir um það bil 2 mán- uðum. Maðurinn var að afplána refsidóm en braut sér leið út úr fangaherbergi Dómhússins. Maður- inn var handtekinn í húsi við Vita- stíg í gærkvöldi þegar lögreglan gerði leit þar. Erfðabreytt matvæli óleyfileg hér á landi STARFSMAÐUR verður ráðinn til Hollustuverndar ríkisins á næstunni til þess að hafa um- sjón með framkvæmd laga um erfðabreyttar lífverur sem sam- þykkt voru á Alþingi í fyrra. Einnig verður skipuð níu manna ráðgjafarnefnd sem m.a. mun taka afstöðu til leyfisveitinga, rannsókna og starfsemi með erfðabreyttar lifverur. Með erfðatækni er unnt að fiytja erfðaeiginleika milli óskyldra lífvera; örvera, plantna og dýra. Matvörur framleiddar með slíkri tækni eru komnar á markað m.a. í Bandaríkjunum og Evrópu. Sala á erfðabreyttum mat- vælum hefur enn ekki verið leyfð hér á landi, að sögn Franklíns Georgssonar, for- stöðumanns á rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. „ís- lensk stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til markaðssetningar og innflutnings þar sem staðið hef- ur á ákvörðunartöku um fram- kvæmd slíks leyfis hjá löndum EFTA innan EES.“ Franklín telur þó ekki útilokað að hluti af hráefni í samsettum matvæl- um sem hér eru seld hafi verið fenginn frá erfðabreyttum líf- verum. Evrópusambandið sam- þykkti nýlega reglugerð er tek- ur meðal annars til merkinga á erfðabreyttum matvörum. Reglugerðin mun að fullu taka gildi í árslok 1998 en enn sem komið er hefur hún ekki verið tekin til meðferðar hjá EES. ■ Bölvun/B2 Kviðdómur í New York dæmir Flugleiðir skaðabótaskyldar Flugleiðir greiði 1.050 milljónir króna í bætur KVIÐDÓMUR í héraðsdómstóli í New York borg hefur dæmt Flug- leiðir til að greiða um 1.050 milljón- ir króna, 15 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. 10 milljónir dala, 700 m.kr., eiga að renna til Bandaríkja- manns að nafni Fred A. Pittman og 5 milljónir dala, 350 m.kr., til Eliza- beth Jane Pittmans, dóttur Freds A. Pittmans og fyrrverandi eigin- konu hans, Ernu Eyjólfsdóttur. „Við erum verulega undrandi á þessum upphæðum," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, við Morgunblaðið í gær. Niðurstaða kviðdómsins byggist á því að starfsmenn Flugleiða hafi vís- vitandi virt að vettugi farbannsúr- skurð dómstóls í Flórída-fylki og þrátt fyrir þann úrskurð tekið þátt í að flytja Ernu og dætur hennar frá Bandarikjunum til íslands þann 1. maí 1992. Mæðgurnar búa hérlendis og íslenskir dómstóiar hafa dæmt Ernu forræði dætra sinna. Þrátt fyr- ir að niðurstaða kviðdóms liggi fyrir á dómari málsins eftir að fara yfir hann og birta niðurstöður sínar. Þeirra er að vænta eftir 8-10 vikur. Mistök dómara „Við erum vissir í okkar sök um að dómarinn hafi gert mistök þegar hann ræddi við kviðdómendur um það til hvaða réttarreglna þeir þyrftu að taka afstöðu til að komast að niðurstöðu í málinu,“ sagði John F. Schutty lögmaður Flugleiða og tryggingafélags Flugleiða, sem kost- ar málsvörnina og er ábyrgt fyrir greiðslu skaðabótanna. Réttlát niðurstaða „Þetta var mjög réttlát og raunsæ niðurstaða hjá kviðdómnum og ég á fastlega von á að dómarinn stað- festi hana,“ sagði Robert Erlanger, lögmaður Freds A. Pittmans, við Morgunblaðið í gær. ■ Dómarinn gerði mistök/4 ■ Ekki endanleg niðurstaða/4 ■ Býst við staðfestingu/4 ■ Afdrifarík forræðisdeila/ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.