Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 60
MeWiiid -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVaNGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hugmyndir vinnuveitenda um launabreytingar í viðræðum við ASÍ 11 % hækkun og lægstu laun 70 þús. 1. jan. 1999 VINNUVEITENDUR hafa í við- ræðum við landssambönd og verka- lýðsfélög að undanförnu lýst sig reiðubúna að nálgast kröfur þeirra um hækkun dagvinnulauna, ef þau fallast á að samið verði um aukinn sveigjanleika á vinnutíma og breyt- ingar á álagsgreiðslum til hækkun- ar á dagvinnulaunum í aðalkjara- samningi. Vinnuveitendur gera ekki ráð fyrir að takist að semja um viðbótarlaunahækkanir með hag- ræðingu í fyrirtækjasamningum vegna andstöðu innan verkalýðs- hreyfingar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felst í tilboðum vinnuveit- enda að lægstu dagvinnutaxtar eft- ir eitt ár í starfí, hjá starfsmönnum sem eru eingöngu á taxtakaupi, verði komnir upp í 70.000 kr. á mánuði 1. janúar 1999, gegn því að samið verði um sveigjanlegan dagvinnutíma frá kl. 8 til 20 eða 7 til 19, þar sem það á við. Einnig leggja vinnuveitendur til að yfir- vinnuhlutfall lækki úr 1,0385 í 1% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sem færist inn í dagvinnutaxtana til hækkunar. Þetta hefði í för með sér að yfirvinna, sem víðast hvar greiðist með 80% álagi á dagvinnu- tímakaup myndi lækka í 70%. 3,5-3,85% árlegar hækkanir í hugmyndum vinnuveitenda felst að samið yrði um almennar launahækkanir í þremur áföngum. Reiknað í prósentum myndu laun hækka um 3,85% við undirritun samninga. 1. janúar 1998 hækki laun um 3,5% og 1. janúar 1999 hækki þau aftur um 3,5%. Vinnu- veitendur eru þannig reiðubúnir að fallast á tæplega 11% hækkun al- mennra launa á samningstímanum en lægstu dagvinnutaxtar myndu til viðbótar hækka um 2-3%. Vinnuveitendur leggja til að samn- ingar gildi til 1. október eða 1. nóvember árið 1999. Rætt um aðferð við færslu taxta að greiddu kaupi Vinnuveitendur lögðu í gær fram tillögur að reglum um hvernig færa megi taxtakaup að greiddu kaupi á fundi með _ formönnum landssam- banda ASÍ. Formenn landssam- bandanna ætla að svara tillögum vinnuveitenda á fundi sem hefst kl. 14 í dag. Samkomulag liggur fyrir um að- ferð við að færa bónus fiskvinnslu- fólks að greiddu kaupi en eftir stendur ágreiningur um önnur samningsbundin kaupaukakerfi og hvernig farið verður með álags- greiðslur sem samið hefur verið um í einstaklingsbundnum ráðningar- samningum. Einnig á að taka upp umræðu í dag milli vinnuveitenda og formanna landssambanda um breytingar á hvíldartímareglum. Vinnuveitendur óskuðu í gær eft- ir því við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur að það kæmi að þeim viðræðum sem standa yfir í hús- næði ríkissáttasemjara. Óvíst er hvort VR mun fallast á það en fé- lagið gerir kröfu um 17% launa- hækkun á þriggja ára samnings- tíma og að samið verði um kjara- bætur í starfsgreina- eða fyrir- tækjasamningum. ■ Hvika ekki/6 “ Johansen ræðir við Davíð DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra tók á móti Lars Emil Johansen formanni grænlensku landstjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli í gærdag, í tilefni opin- berrar heimsóknar, og átti fund í stjórnarráðinu með formann- inum síðdegis í gær. Forseti —* Islands, Olafur Ragnar Gríms- son, tekur á móti Johansen í dag á Bessastöðum og síðar um morguninn mun formaðurinn eiga fund með Davíð Oddssyni og Halldóri Asgrímssyni utan- ríkisráðherra í Ráðherrabú- staðnum. Heimsókninni lýkur síðdegis á morgun. ■ Opinber heimsókn/6 Morgunblaðið/Golli Hagnaður Eimskips 532 m.kr. EIMSKIPAFÉLAG íslands skilaði 532 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Afkoman var lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, einkum vegna harðrar samkeppni í flutning- um og kostnaðarhækkana eriendis, að því er segir í frétt frá félaginu. Hagnaður ársins svarar til 4% af veltu fyrirtækisins og er það 12% samdráttur frá árinu 1995 þegar hagnaður félagsins var 602 m.kr. eða 6% af veltu. Rekstrartekjur Eimskips og dótt- urfélaga námu alls 11.961 milljón króna á árinu 1996 og jukust um 26% milli ára. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að niðurstaðan væri ekki viðunandi. ■ Hagnaður dróst saman/16 ------»-♦-♦--- Tveggja leitað við Botnssúlur BJÖRGUNARSVEITIR hófu seint í gærkvöldi leit að tveimur ungum mönnum frá Akranesi sem orðið höfðu viðskila við félaga sína á göngu í Botnssúlum. Níu manna hópur hafði farið saman í skíðagöngu. Slæmt veður gerði um tíma í gær. Sjö úr hópnum komu nið- ur í Brynjudal en tveir skiluðu sér ekki. Að sögn lögreglu er um að ræða þaulvana og velbúna fjallamenn. Undanfarahópar og beltabifreið frá björgunarsveitum var farin á staðinn um klukkan hálftólf í gær- kvöldi en tvímenningarnir voru ekki fundnir. ♦ ♦ ♦---- Strokufangi handtekinn LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöldi 25 ára gamlan mann sem strauk úr gæslu í Dómhúsinu í Reykjavík fyrir um það bil 2 mán- uðum. Maðurinn var að afplána refsidóm en braut sér leið út úr fangaherbergi Dómhússins. Maður- inn var handtekinn í húsi við Vita- stíg í gærkvöldi þegar lögreglan gerði leit þar. Erfðabreytt matvæli óleyfileg hér á landi STARFSMAÐUR verður ráðinn til Hollustuverndar ríkisins á næstunni til þess að hafa um- sjón með framkvæmd laga um erfðabreyttar lífverur sem sam- þykkt voru á Alþingi í fyrra. Einnig verður skipuð níu manna ráðgjafarnefnd sem m.a. mun taka afstöðu til leyfisveitinga, rannsókna og starfsemi með erfðabreyttar lifverur. Með erfðatækni er unnt að fiytja erfðaeiginleika milli óskyldra lífvera; örvera, plantna og dýra. Matvörur framleiddar með slíkri tækni eru komnar á markað m.a. í Bandaríkjunum og Evrópu. Sala á erfðabreyttum mat- vælum hefur enn ekki verið leyfð hér á landi, að sögn Franklíns Georgssonar, for- stöðumanns á rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. „ís- lensk stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til markaðssetningar og innflutnings þar sem staðið hef- ur á ákvörðunartöku um fram- kvæmd slíks leyfis hjá löndum EFTA innan EES.“ Franklín telur þó ekki útilokað að hluti af hráefni í samsettum matvæl- um sem hér eru seld hafi verið fenginn frá erfðabreyttum líf- verum. Evrópusambandið sam- þykkti nýlega reglugerð er tek- ur meðal annars til merkinga á erfðabreyttum matvörum. Reglugerðin mun að fullu taka gildi í árslok 1998 en enn sem komið er hefur hún ekki verið tekin til meðferðar hjá EES. ■ Bölvun/B2 Kviðdómur í New York dæmir Flugleiðir skaðabótaskyldar Flugleiðir greiði 1.050 milljónir króna í bætur KVIÐDÓMUR í héraðsdómstóli í New York borg hefur dæmt Flug- leiðir til að greiða um 1.050 milljón- ir króna, 15 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. 10 milljónir dala, 700 m.kr., eiga að renna til Bandaríkja- manns að nafni Fred A. Pittman og 5 milljónir dala, 350 m.kr., til Eliza- beth Jane Pittmans, dóttur Freds A. Pittmans og fyrrverandi eigin- konu hans, Ernu Eyjólfsdóttur. „Við erum verulega undrandi á þessum upphæðum," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, við Morgunblaðið í gær. Niðurstaða kviðdómsins byggist á því að starfsmenn Flugleiða hafi vís- vitandi virt að vettugi farbannsúr- skurð dómstóls í Flórída-fylki og þrátt fyrir þann úrskurð tekið þátt í að flytja Ernu og dætur hennar frá Bandarikjunum til íslands þann 1. maí 1992. Mæðgurnar búa hérlendis og íslenskir dómstóiar hafa dæmt Ernu forræði dætra sinna. Þrátt fyr- ir að niðurstaða kviðdóms liggi fyrir á dómari málsins eftir að fara yfir hann og birta niðurstöður sínar. Þeirra er að vænta eftir 8-10 vikur. Mistök dómara „Við erum vissir í okkar sök um að dómarinn hafi gert mistök þegar hann ræddi við kviðdómendur um það til hvaða réttarreglna þeir þyrftu að taka afstöðu til að komast að niðurstöðu í málinu,“ sagði John F. Schutty lögmaður Flugleiða og tryggingafélags Flugleiða, sem kost- ar málsvörnina og er ábyrgt fyrir greiðslu skaðabótanna. Réttlát niðurstaða „Þetta var mjög réttlát og raunsæ niðurstaða hjá kviðdómnum og ég á fastlega von á að dómarinn stað- festi hana,“ sagði Robert Erlanger, lögmaður Freds A. Pittmans, við Morgunblaðið í gær. ■ Dómarinn gerði mistök/4 ■ Ekki endanleg niðurstaða/4 ■ Býst við staðfestingu/4 ■ Afdrifarík forræðisdeila/ll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.