Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 41,
MINNINGAR
KRISTIN
ÓLAFSDÓTTIR
+ Kristín Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27. októ-
ber 1924. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 19. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Eyvindsson,
f. 30.1. 1878, d. 15.1.
1947, og Elín Jóns-
dóttir, f. 6.7. 1891,
d. 9.12. 1983. Systk-
ini hennar voru:
Gunnar, f. 28.3.
1912, d. 28.9. 1930;
Jóhanna, f. 25.9.
1915, d. 25.2. 1988;
Fríða Karen, f. 9.11. 1918, Jón,
f. 9.1. 1923, Eyvindur, f. 1.4.
1926, d. 25.4. 1996; Sigríður, f.
9.12. 1927; Hallveig, f. 19.7.
1929.
Hinn 21. október 1944 giftist
Kristín eftirlifandi
manni sínum Guð-
mundi Gíslasyni bók-
bindara, f. í Reykja-
vík 27. júní 1921.
Áttu þau því 52 ára
hjónaband að baki.
Foreldrar hans voru
Gísli Guðmundsson
og Sigríður Lofts-
dóttir. Þau eignuðust
fjögur börn: 1) Sig-
ríði, f. 5.5. 1946,
maki Arnar _ Guð-
mundsson. 2) Ólaf, f.
8.10. 1948, d. 19.7.
1960. 3) Elínu Fann-
eyju, f. 17.10. 1952,
maki Ásgeir Haildórsson. 4) Ól-
öfu Svövu, f. 2.9.1960, sambýlis-
maður Hlöðver S. Guðnason.
Útför Kristinar fer fram frá
Fossvogskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Vinkona mín, sterk kona og stór-
brotin, er látin. Kristín með sín fal-
legu augu, fágaða útlit og reisn sem
fáum er gefin. Við vorum mestu
mátar allt frá þeim degi er hún sam-
þykkti mig á sinn hljóða hátt _sem
vinkonu yngstu dóttur sinnar, Ólaf-
ar, og eftir það stóð hún alltaf með
mér, fylgdist með og lét sig hlutina
varða. Fátt kom henni á óvart og
aldrei mótmælti hún ákvörðunum,
yflrlýsingum eða stefnubreytingum
heldur bara spurði og skoðaði. Krist-
ín var fróðleiksfús og næm kona og
afar listræn. í mínum huga var hún
alltaf „aristókrat", glæsileg smekk-
kona upp á gamla móðinn. Kunni
allt sem góð húsmóðir þurfti að
kunna og gerði það óaðfinnanlega á
meðan hún hélt heilsu. Kristín var
sannkölluð Reykjavíkurmær, alin
upp í gamla Landsbankahúsinu,
kynnist ung myndarlegum bókbind-
ara og vann í blúndubúð á Skóla-
vörðustígnum á sínum sokkabandsá-
rum. Einhver hvíslaði því að mér að
Kristín og Guðmundur hefðu verið
fallegasta parið í bænum - og því
trúði ég vel.
Heimili þeirra hjóna var ævintýri
líkast í augum ungra skólastelpna.
Perluljósakróna glitraði í stássstof-
unni, bækur, listaverk og fallegir
munir prýddu hol og herbergi og síð-
ustu áratugina bættust í safnið lista-
lega vel unnin veggteppi sem Kristín
saumaði út. Allt sem Kristín tók sér
fyrir hendur var gert af heilum hug,
af lffi og sál og oft engin miilileið
til. Ég held að vilji hennar til að
gera allt eins og best var á kosið og
án nokkurra hnökra hafí stundum
komið henni í koll og lamað þrek
hennar um stundarsakir. En alltaf
birti til að nýju og Kristín kom fram
á sjónarsviðið einbeitt, skörp, með
hlýjan skilning á lífínu og fólkinu,
góður hlustandi og nístandi glettin.
Kristfn og Guðmundur gerðu okk-
ur Ólöfu það kleift að reyna flug-
fjaðrirnar þegar við vorum við nám
og eftirlétu okkur fbúð sína í kjallara
hússins. Flugþol okkar var þó ekki
upp á marga físka þvf oft drifum við
ekki hærra en upp á næstu hæð til
að fá okkur eitthvað í gogginn. Krist-
ín sat þá gjaman við eldhúsborðið
og hafði þá góðan tfma til að spjalla.
Henni fannst við sambýlingarnir á
neðri hæðinni oft heldur druslulegar
og lítt húslegar og stakk því eitt sinn
upp á því að senda okkur á húsmæð-
raskóla að prófum loknum. Viðbrögð
okkar voru lítil önnur en krampa-
kenndur hlátur og gól en Kristín sat
af sér háðsglósurnar og brosti bara
að ungæðishætti okkar og meining-
um. Eflaust hefur hún vitað að á
endanum yrðum við kattþrifnar enda
var hún búin að leggja sitt af mörk-
um við að halda okkur hreinum og
greiddum og hafði oft þurft að draga
okkur inn, sveittar og sandstorknar
úr einhverjum útileiknum til að dífa
hausunum í almennilegt baðvatn.
Vinkonan hlaut jafnan sömu meðferð
og dóttirin því þær voru hvort sem
er saman öllum stundum, nokkuð
útsjónarsamir heimalningar sem áttu
innangengt á tvö heimili.
Kristín var vitur kona og gat í
krafti reynslu sinnar og persónulegs
missis séð undir yfírborðið og skilið.
Kannski var það þess vegna sem hún
hafði svona góða nærveru og fór
svona fljótt á djúpmiðin í öllum sam-
ræðum. En hún gagnrýndi sjaldan
ef henni mislíkaði heldur kinkaði
bara kolli og varð íbyggin á svip sem
gerði mann stundum dálítið óörugg-
an. En ef henni líkaði það sem fólk
var að gera og fannst það standa
fyrir sínu og nýta hæfíleika sína, þá
var hún manna fyrst til að fagna og
það á veglegan hátt.
Þá dró hún fram dúka sína og
fannst komið tilefni til að gera sér
giaðan dag og láta alla njóta - og
þar naut hún sín. Ein slík stund er
mér ofarlega í huga - þegar hún
fagnaði heimkomu okkar Ólafar frá
útlöndum. Hún setti okkur til borðs
og bauð svo upp á margra áratuga
gamalt koníak og eðalkaffi með og
svo reyktum við frá henni Kent.
Reykurinn liðaðist um og okkur leið
vel í púinu, í værukæru spjallinu og
samverunni. Undir svona kringum-
stæðum gæti ég vel hugsað mér að
hitta Kristínu aftur, hitta fyrir íhug-
ult augnaráð hennar og hefja talið.
Merk kona er fallin frá og móðir
vinkonu minnar. Ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til Guð-
mundar, Óiafar, Ellu og Sirrýjar og
allra annarra aðstandenda.
Guð blessi minningu Kristínar Ól-
afsdóttur.
Hulda Arnljótsdóttir.
Það er með söknuði sem ég kveð
hana ömmu mína og þakka henni
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman. Þegar ég hugsa til
þín, amma, renna margar góðar
minningar gegnum hugann. Þegar
ég fékk að fara í fyrsta skipti ein í
strætó þá var það til ömmu og afa
í Hlíðunum. Ég fór heilan hring með
vagninum áður en ég þorði að fara
út. En þetta átti eftir að lagast fljótt,
því ferðir mínar til ömmu og afa
urðu tíðar. Ég hafði sérstaklega
gaman af þvf að hlusta á ömmu,
enda var hún fróð um marga hluti.
Ég bað hana oft um að segja mér
frá tímanum þegar hún var ung. Hún
hafði einstaka hæfileika til að gæða
minninguna lífí og maður fékk góða
tilfinningu fyrir tíðarandanum. Hún
var sérlega fróð um Reykjavík og
sögu hennar enda þar fædd og uppal-
in, og því sannur Reykvíkingur eins
og hún sjálf komst að orði. Hún sagði
mér oft frá kvöldunum með afa á
Hótel Borg og leikhúsferðunum sem
hún unni svo mjög. Oftast fylgdi
sögunni hvaða lög voru spiluð og
hvemig hún var klædd, en hún var
kona smekkleg. Amma var lagin í
höndunum, hún saumaði út, bróder-
aði, og smyrnaði en margt af því sem
hún gerði er hreinasta listaverk.
Ég minnist svo margra hluta á
þessari kveðjustund. Allir litlu hlut-
imir eins og mjólkurglasið og köku-
bitinn sem amma bauð mér alltaf
þegar ég kom í heimsókn. Setningar
sem hún margsagði eins og: „Þú
verður að standa þig í skólanum."
Spennan og gleðin sem fylgdi því
þegar amma gaf mér pening til að
hlaupa út í bókabúðina á horninu og
kaupa mér Andrésblað. Skrýtið
hvernig svo venjulegir hlutir verða
að ógleymanlegum og dýrmætum
minningum.
Alveg frá því ég man eftir mér
hefur amma átt við veikindi að stríða.
Stundum var hún á fótum og gerði
alla skapaða hiuti en stundum lá hún
lengi fyrir. Hún lét okkur krakkana
ætíð lítið fínna fyrir sínum veikind-
um. Mér hefur alla tíð liðið sérstak-
lega vel í húsinu hjá ömmu og afa
enda mikið sótt þangað bæði sem
barn og fullorðin. Fyrir tveimur árum
flutti ég svo í kjallarann til þeirra.
Þá var ég barnshafandi og mikið
heima við. Ég fór á hveijum degi
upp til ömmu og lá á dívaninum við
hliðina á rúminu hennar. Þar áttum
við yndislegar stundir saman. Þá
komst ég að þvi hversu trúuð amma
var og þá talaði hún stundum um
Óla sinn, drenginn sem hún missti
af slysförum ellefu ára gamian. Ég
skynjaði svo sterkt að það sár sem
hún hafði orðið fyrir hafði aldrei
gróið. Mér finnst við hæfí að enda
þessa minningargrein á ljóðinu sem
Óli söng svo oft fyrir mömmu sína.
Ljóðið sem þau syngja saman núna.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú bama þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðar faðm mig tak.
Anda þinn lát æ mér stjóma,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Stgr. Thorst.)
Hanna Ingibjörg.
+
Ástkær mófiir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTHILDUR FORBERG,
Nönnugötu 16,
Reykjavík,
lést laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu.
Börn, barnabörn, tengdabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA SÓLBJARTSDÓTTIR
(Lóa),
lést á heimili sínu, Barmahlíð 4,
26. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir, Jón Guðmundsson,
Hulda Sigurbjörnsdóttir, Orwell Utley,
Margrét Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGVELDURLÁRA
KRISTJÁNSDÓTTIR,
sem lést 23. febrúar sl., verður jarð-
sungin frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 1. mars nk. kl. 14.00.
Erla Guðný Sigurðardóttir, Þórólfur Danfelsson,
Gyða Sigurðardóttir, Jóhannes Þórðarson,
Jóhanna Kristin Sigurðardóttir, Sigurberg Árnason,
Gerður Ruth Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg systir okkar, mágkona og
frænka,
MAGNEA ÁRNADÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavik,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Svava Árnadóttir,
Halldóra Árnadóttir,
Guðrún Árnadóttir,
Páll Árnason, Dóróthea Friðriksdóttir,
Þuríður Halldórsdóttir
og systkinabörn.
t
Öllum þeim fjölmörgu, sem heiðruðu
minningu móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Borgareyrum,
Vestur-Eyjafjöllum,
við minningarathöfn í Langholtskirkju
og við útför hennar frá Stóra-Dalskirkju
22. febrúar sl., þökkum við af alhug.
Einnig viljum við þakka hlýjar kveðjur
og samúð okkur sýnda.
Hrefna Markúsdóttir,
Eygló Markúsdóttir,
Erla Markúsdóttir,
Ester Markúsdóttir,
Erna Markúsdóttir,
Grfmur Bjarni Markússon,
Þorsteinn Ólafur Markússon,
Sveinbjörn Ingimundarson,
Haraldur Hannesson,
Árni Ólafsson,
Trausti Árnason,
Sofffa Einarsdóttir,
Þóra Gissurardóttir,
ömmu- og langömmubörn.
t
Ástkær bróðir okkar og mágur,
HERMANN HERMANNSSON,
Garði,
Hellissandi,
sem lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms
laugardaginn 22. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Ingjaldshólskirkju laugar-
daginn 1. mars kl. 14.00.
Ferð verður frá BSÍ að morgni sama
dags kl. 8.00.
Veronika Hermannsdóttir,
Arnbjörg Hermannsdóttir,
Kristbjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Bæringsson,
Kristín Hermannsdóttir, Sæmundur Bæringsson,
Helga Hermannsdóttir, Sævar Friðþjófsson
og fjölskyldur þeirra.
.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og bróður,
dr. BJÖRNS MAGNÚSSONAR
fyrrv. prófessors,
Bergstaðastræti 56.
9
Dóróthea Björnsdóttir,
Jón K. Björnsson,
Ingi R.B. Björnsson,
Jóhann E. Björnsson,
Björn Björnsson,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Oddur B. Björnsson,
Valgerður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birgir Ólafsson,
Margrét Dannheim,
Jóna A. Sæmundsdóttir,
Inger Bjarkan Ragnarsdóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir,
Ólafur H. Óskarsson,
Ásta Magnúsdóttir,
Ragnheiður I. Magnúsdóttir,