Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 43
MINNINGAR
GEIR
FRIÐBERGSSON
+ Geir Friðbergs-
son fæddist á
Hellissandi 2. janúar
1932. Hann lést á
Landspitalanum 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. 23.11. 1906,
d. 15.8.1984, og Frið-
berg Kristjánsson,
sjómaður í Reykja-
vík, f. 1.2. 1905, d.
10.9. 1989. Geir var
eitt af fjórum börn-
um þeirra. Systkini
hans eru: Kristján, f.
5.6. 1930, Edda, f. 23.3. 1941, og
Guðni Gils, f. 1.7. 1945.
Geir giftist Hólmfríði G. Jóns-
dóttur, f. 29.4 1936, hjúkrunar-
fræðingi. Þeirra börn eru: Ossur,
f. 22.11. 1961, kvæntur Vilborgu
Jónsdóttur. Börn þeirra eru Saga
og Freyþór. 2) Bergur, f. 7.8.
1970. Sambýliskona hans er Björk
Guðjónsdóttir.
Útför Geirs fer fram frá Digra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Að kveðja bróður, vin og félaga,
sem ég talaði við um allt og ekkert
eins og okkar venja var. Hugsun um
skilnað eða dauða kom ekki inn í
samræðurnar. Þrem dögum seinna
er hann allur. Hvernig getur slíkt
skeð án þess að ég staldri við og
minningarnar hrannist upp. Að sjálf-
sögðu verða margar þessar minningar
mín eign og ekki öðrum ætlaðar. Við
vorum aldir upp í Vesturbænum á
svokölluðum kreppuárum. Mér skilst
að fátækt hafi verið mikil, en kom
ekki eins mikið að sök, því flestir
bjuggu við sömu kjör, þetta var bara
sjálfsagður hlutur.
Þó settu þessi ár sinn svip á skoð-
anir og viðhorf til lífsins. Geir var
ekki gefinn fyrir að trana sér eða
sínum skoðunum fram. Hann talaði
hreint og beint, gerði öllum ljóst hvar
hann stóð, en karpi eða rifrildi tók
hann sjaldan þátt í. Það lýsir Geir
vel að þeir vinir, sem hann eignaðist
í æsku eða á unglingsárum voru vin-
ir hans fram á síðustu stund. Ekki
þekkti ég nokkum mann, sem ekki
vildi greiða götu hans, hvort sem var
fyrir hann sjálfan eða hann var að
reyna að greiða götu annarra. Sam-
starfsmenn og aðrir,
sem umgengust hann,
lýstu honum sem góð-
um, áreiðanlegum og
samviskusömum. Baktal
eða illt umtal var ekki í
hans tali. Eitt átti ég þó
oft erfitt með að skilja:
Hvers vegna fylgdi hann
ekki tíðarandanum og
reyndi að trana sér fram.
Gáfur hans og alhliða
þekking voru öllum
kunnar, sem honum
kynntust náið. En svona
var hann. Eftir að hann
dó, hafa nokkrir kunn-
ingjar hans hringt í mig og hef ég
tekið eftir því að allir nota svipuð orð
um hann. Mikið var þetta góður mað-
ur.
Bamgóður var hann og átti auð-
velt með að vera vinur þeirra og und-
anfarin árin vom stundum stórhátíðir
hjá honum. Það var þegar litla sonar-
dóttir hans dvaldi hjá afa. Þá var lit-
að, málað, púslað, sagðar sögur og
farið út að borða. Þessar stundir vom
honum mjög dýrmætar.
Geir stundaði nám við Statens
Sindsygehospital í Nykobing í Dan-
mörku árin 1955 og ’56. Lauk hann
námi við Hjúkrunarskóla fslands 1959
og stundaði framhaldsnám við röntg-
endeild Landspítalans 1965-1966.
Hann var deildarstjóri við Kleppsspít-
alann frá 1959 til 1963, hjúkrunarfor-
stjóri við Sjúkrahús Hvammstanga
1963 til 1965, hjúkrunarfræðingur
við röntgendeild Borgarspítalans
1966-1969, deildarstjóri á sömu deild
frá 1969 til 1979 og hjúkranarfræð-
ingur á geðdeild Amarholts 1979-
1980. Hann varð deildarstjóri við eðl-
is- og tæknideild Landspítalans við
undirbúning sjúklinga fyrir geisla-
meðferðir frá 1. apríl 1980.
Geir var alla tíð mikill félags-
hyggjumaður og sat í heilbrigðisnefnd
Kópavogs tvö kjörtímabil sem ritari.
Við þessar aðstæður má ekki ætl-
ast til að ég komi orðum að því, sem
ég vil í raun og vera segja um minn
góða bróður. Læt ég því fylgja frá-
sögn, sem ég heyrði nýlega frá móð-
ur sem ég þekki ekki og man ekki
einu sinni hvað heitir: „Dóttir mín fór
fýrir nokkram áram í geislameðferð
við krabbameini. Hún var inniliggj-
andi á Landspítalanum þar til yfír
lauk. Á hveijum degi eftir vinnutíma
kom Geir að rúminu hennar og ræddi
við hana.“ Móðir litlu stúlkutinar not-
aði sama orð og dóttir hennar kallaði
Geir, þegar hún sagði mömmu sinni
frá honum: „Geislamaðurinn kom líka
í dag.“ Þessi saga segir mér meir um
bróður minn en mörg önnur falleg orð.
Ættingjum hans vottum við Unnur
innilegustu samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja þau og blessa.
Kristján Friðbergsson.
Með þessum orðum viljum við
kveðja góðan starfsfélaga, Geir Frið-
bergsson hjúkranardeildarstjóra, og
þakka þátt hans í meðferð, uppbygg-
ingu og þróun geislameðferðar
krabbameinssjúklinga á Landspítal-
anum.
Þegar Geir hóf störf við undirbún-
ing geislameðferðar flutti hann með
sér mikla og dýrmæta reynslu sem
hann öðlaðist við fyrri störf sín sem
hjúkranarfræðingur m.a. á röntgen-
og geðdeildum. Geir kom til starfa
við geislameðferðina á árinu 1980
rétt áður en veigamikill hátæknibún-
aður var keyptur til krabbameins-
lækningadeildar. Kom reynsla hans
sér vel þegar hlúa þurfti að krabba-
meinssjúklingum í flóknu umhverfí
tölvuvæddrar myndgerðar og há-
tæknilegrar nákvæmni. Hógvær og
samviskusamur gekk hann til dag-
legra starfa og reynsla hans og skiln-
ingur á mannlegum þáttum starfsins
áttu sinn þátt í að móta þróun á and-
legri aðhlynningu, hjúkran og tækni-
legri nákvæmni sem nauðsynleg er í
slíku starfí, til þess að góður árangur
náist. Fyrir nokkram áram fór Geir
á eftirlaun. Gat hann þá betur en
áður sinnt áhugamáli sínu er sneri
að ættfræði og þá ekki síst að ættum
Snæfellinga. Þrátt fyrir starfslok sín
kom Geir oft í heimsókn á deildina.
Vora þá rifjaðar upp góðar minningar
um ánægjulegar samverustundir bæði
á vinnustað svo og á samkomum og
ferðum starfsmanna. Frá þessum
samverastundum eigum við sam-
starfsfólk Geirs ljúfar minningar um
glaðværan en hógværan mann sem
kunni að gleðjast í vinahópi á góðri
stundu. Var hann þar sannkallaður
gleðigjafí. Fyrir þessar samvera-
stundir eram við þakklát og þá ekki
síður fyrir þátt Geirs í uppbyggingu
þeirrar aðstöðu sem deildin og
krabbameinssjúklingar búa við í dag.
Hólmfríði, sonum þeirra og öðram
aðstandendum sendum við hugheilar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
góðs drengs.
Samstarfsfólk á krabbameins-
og geislaeðlisfræðideild
Landspítalans.
ioKamaðurinn
Þér er boðið...
20%
stgr. afsláttur*
af öllum nýjum vetrarfatnaði til
10. mars í tilefni afmælisins.
Auk þess er enn tækifæri að gera
stórgóð kaup á LAGERSÖLUNNI
sem lýkur 10. mars.
VOLTAMAÐIMINN
LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599
* 15% afsláttur með kreditkorti. Póstsendum samdægurs.
0
N
t
IFALDAR
2Pi astfötur,
f: vatnsl
hevbrt
korkfeppar
sykurflotvog
opnunaRtímar:
mán.-fös.frá kl. 09.00-19.00
lau. frá kllO.00-14.00
NÓATÚNI 17 105 RE
HEIMIR /GRAFÍSK HÖNNUN FlT