Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 21
Siiman
falið að
mynda
stjórn
LENNART Meri, forseti Eist-
lands, veitti í gær Mart Siiman
umboð til að mynda nýja ríkis-
stjórn eftir afsögn Tiits Vahis,
fráfarandi forsætisráðherra.
Siiman fær hálfan mánuð til
að mynda stjórnina og telur
sig geta fengið stuðning
tveggja af hveijum þremur
þingmönnum landsins. Hann
er sjónvarpsstjóri og hefur
verið þingflokksformaður
Samsteypuflokksins, sem hef-
ur verið völd. Stjórn Váhis var
með minnihluta á þinginu og
ekki er ljóst hvort Siiman
hyggst fá aðra flokka til að
ganga í stjórnina.
Endurvekja
viðræður um
Kasmír
NAWAZ Sharif, nýr forsætis-
ráðherra Pakistans, hefur fall-
izt á að endurvekja friðar-
samningaviðræður við Indland
um Kasmír-hérað og fleiri
deilumál, en nágrannaríkin tvö
hafa lengi eldað grátt silfur
vegna héraðsins fjöllótta.
Viðræður um
mannréttindi
áKúbu
EMBÆTTISMENN frá
Kanada og Kúbu hafa lokið
tveggja daga viðræðum um
mannréttindamál í Havana
eins og samið var um i Kúbu-
ferð Lloyds Axworthys, utan-
ríkisráðherra Kanada, í liðnum
mánuði. Kanadíski sendiherr-
ann í Havana sagði það mjög
óvenjulegt að Kúbumenn
ræddu mannréttindamál við
vestræna embættismenn og
kvað viðræðurnar „mjög
áhugaverða reynslu“. Hann
kvaðst þó ekki búast við að
viðræðurnar bæru skjótan
árangur en bætti við að þeim
yrði haldið áfram á næstu
mánuðum.
Aftaka í
Virginíu
39 ÁRA maður, Coleman
Wayne Gray, var tekinn af lífi
með banvænni sprautu í Virg-
iníu í Bandaríkjunum á mið-
vikudag. Hann var dæmdur til
dauða fyrir morð á verslunar-
stjóra fyrir tólf árum og mál
hans hafði velkst i dómskerf-
inu í ellefu ár, með ótalmörg-
um yfirheyrslum og áfrýjunum
til dómstóla Virginíu og alrík-
isins.
Landsnúmer-
um breytt
ALÞJÓÐA símamálasamband-
ið (ITU) hefur ákveðið að
landsnúmer Tékklands verði
420 og Slóvakíu 421 frá og
með 1. mars. Löndin hafa haft
sama landsnúmer, 42, þrátt
fyrir aðskilnað þeirra árið
1993.
Israeli hugðist reisa íbúðahverfi á umdeildri hæð við Austur-Jerúsalem
Reuter
ISRAELINN David Myr sýnir kort af íbúðahverfi og golfvelli,
sem hann hugðist reisa á landi sínu við jaðar Austur-Jerúsalem.
ísraelsstjóm tók landið eignarnámi til að reisa ibúðir fyrir gyð-
inga þrátt fyrir harða andstöðu Palestínumanna.
irnar og sú ákvörðun sætti mik-
illi gagnrýni á Vesturlöndum og
í arabaheiminum.
„Ekki spurning um peninga"
Abu Zayyad kvaðst vona að
hæstiréttur ísraels dæmdi Myr í
vil og hnekkti eignarnáminu.
Hann sagðist þó ekki telja að það
væri efst í huga Myrs að stuðla
að friði í Miðausturlöndum.
„Hann vill græða peninga," sagði
hann.
Myr hefur skipulagt íbúða-
hverfi á landinu sínu síðustu 25
árin og lokið við ýmis konar lík-
ön í réttum stærðarhlutföllum,
m.a. tölvulíkön. Hann vildi ekki
skýra frá kostnaðinum af skipu-
lagningunni en áætlaði að sölu-
verð íbúðanna myndi nema sem
svarar 105 milljörðum króna.
Hann kvaðst fús til að leggja
hagnaðinn í „mannúðarsjóð“.
„Þetta er ekki spurning um pen-
inga. Þetta snýst um ævistarf,"
sagði Myr. „Þessi hæð er mér
ákaflega kær.“
Höfðar mál gegn
ísraelsstjórn
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELINN David Myr átti
helming þess lands sem stjórn
ísraels hefur tekið eignarnámi
til að reisa hverfi fyrir gyðinga
við jaðar Austur-Jerúsalem.
Hann hefur höfðað mál vegna
eignarnámsins og hugðist sjálfur
reisa íbúðir fyrir gyðinga á landi
sínu. Hann telur að palestínsk
yfirvöld hefðu ekki lagst gegn
áformum hans og þau hefðu því
ekki stefnt friðarumleitunum í
Miðausturlöndum í hættu.
„Þeir þekkja mig, ég hef rætt
við þá og þeir sögðu: „við vitum
að þú ert enginn vandræðasegg-
ur og við erum þér sammála,"
sagði Myr um embættismenn
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO). „Vandamálið í þessu máli
eins og öðrum er að fólk ruglar
saman tveimur hlutum: eignar-
réttinum og því hveijir muni
stjórna svæðinu."
Ziad Abu Zayyad, talsmaður
PLO í málefnum Jerúsalem,
kvaðst óska Myr velfarnaðar í
málaferlunum gegn ísraelsstjórn
og sagði að palestínsk yfirvöld
myndu ræða við hann ef hann
færi með sigur af hólmi. „En ég
segi ekkert um hver niðurstaðan
verður,“ bætti hann þó við.
Keypti landið af aröbum
Myr hugðist reisa íbúðirnar á
hæð, sem Iraelar kalla Har Homa
og Palestínumenn Jabal Abu
Ghneim. ísraelar náðu henni á
sitt vald í stríðinu við araba 1967
og Myr keypti landið af aröbum
þremur árum síðar.
Myr hefur höfðað mál gegn
stjórninni vegna eignarnámsins
og hæstiréttur ísraels krafðist
þess á miðvikudag að æðsti lög-
fræðilegi embættismaður ríkis-
valdsins útskýrði innan tíu daga
hvers vegna hann hefði ekki sett
lögbann á áform stjórnarinnar
eins og Myr hafði óskað eftir.
Myr sagði að það skipti sig
engu máli hveijir stjórnuðu Aust-
ur-Jerúsalem, hann vildi aðeins
reisa Iúxusíbúðahverfi með golf-
velli á landi sínu. „ísraelsstjórn
er að koma sér í vandræði meðal
þjóða heims að óþörfu," sagði
hann. „Arabar geta byggt á sínu
landi og gyðingar á okkar landi
ánnokkurra vandamála."
ísraelar tóku 192 hektara á
hæðinni eignarnámi árið 1992,
þegar Verkamannaflokkurinn
var við völd. Helmingur hæðar-
innar var í eigu Myrs, fjórðung-
inn áttu arabar og ísrael afgang-
inn. Verkamannaflokkurinn lét
þó aldrei verða af byggingar-
framkvæmdum á hæðinni vegna
andstöðu PLO. Stjórn Benjamins
Netanyahus, forsætisráðherra
ísraels, ákvað hins vegar á mið-
vikudag að heimila framkvæmd-
Undirbúa
jarðveginn
fyrir bann
við barna-
þrælkun
Amsterdam. Reuter.
FULLTRÚAR á alþjóðlegri ráð-
stefnu um barnaþrælkun sögðust í
gær ekki alltof bjartsýnir á að
tækist að uppræta þann ósóma og
leysa þannig um 250 milljónir
barna um heim allan úr ánauð.
„Mörgum finnst það ef til vili
hljóma undarlega er ég segi að
stríðið gegn barnaþrælkuninni sé
að vinnast," sagði Ássefa Bequele,
framkvæmdastjóri deildar Alþjóða-
vinnustofnunarinnar (ILO), sem
fæst við aðbúnað á vinnustöðum.
Ráðstefnan í Amsterdam, sem
lauk í gær, fjallaði um þrælkun,
nauðungarvinnu og misnotkun
barna vegna vændis, klámfram-
leiðslu og fíkniefnaverslunar. Sóttu
hana um 200 ráðherrar, verkalýðs-
leiðtogar og barnaverndarfulltrúar.
Báru þeir saman bækur sínar um
hvernig auka mætti alþjóðlegt og
svæðisbundið samstarf gegn
barnaþrælkun og drög að nýjum
ILO-sáttmála er hefði það að
markmiði að uppræta verstu teg-
undir þrælkunar fyrir aldamót.
í lokasamþykkt ráðstefnunnar í
Amsterdam var krafist tafarlausra
aðgerða gegn barnaþrælkun á
heimsvísu og voru vonir við það
bundnar, að með ráðstefnunni væri
hafinn undirbúningur jarðvegs
undir allsheijarbann við barna-
vinnu. Verður ráðstefnunni fylgt
eftir með nýrri ráðstefnu í Ósló í
október en þar er ætlunin að semja
drög að alþjóðasáttmála er skuld-
bindi ríki til aðgerða af því tagi.