Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
56. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sókn gegn uppreisnarmönnum stöðvuð
Hafna friðar-
boði Berisha
Tirana. Reuter.
VOPNAÐIR uppreisnarmenn í borg-
unum Sarande og Vlore höfnuðu í
gær friðarboði Sali Berisha forseta
og sögðust ekki myndu leggja niður
vopn fyrr en hann færi frá.
Berisha stöðvaði í gær sókn her-
sveita gegn uppreisnarmönnum og
bauð öllum andstæðingum sínum
sakaruppgjöf legðu þeir niður vopn
fyrir klukkan sex að staðartíma í
fyrramálið.
„Við leggjum ekki frá okkur
vopnin fyrr en Berisha segir af sér,“
sagði Fuat Karali, fyrrverandi lög-
regluforingi og einn af leiðtogum
uppreisnarmanna í Sarande, á úti-
fundi í borginni.
Fulltrúar Evrópusambandsins
(ESB) og Evrópuráðsins fögnuðu
vopnahléi Berisha og hvöttu hann
til þess að takmarka það ekki við
tvo sólarhringa. Báðar stofnanirnar
hertu á friðarumleitunum sínum í
gær. Hans Van Mierlo, fulltrúi
ESB, átti þriggja stunda fund með
Berisha í gær og hvatti hann ítrek-
að til þess að gera ESB kleift að
hjálpa landinu út úr þeim ógöngum
sem það væri komið í.
Van Mierlo sagðist hafa skýrt
fyrir Berisha þá afstöðu ESB, að
efna bæri til nýrra þingkosninga
og landinu yrði sett ný stjórnar-
skrá. Sagði hann Berisha hafa tek-
Reuter
NOKKRAR albanskar fjölskyldur, 24 karlar, 11 konur og 11
börn, komu á báti til borgarinnar Otranto á Ítalíu í gær eftir
flótta frá heimalandinu. Olíklegt var talið að hópurinn, sem er
nátengdur, fengi ítalska landvist.
ið sér frest til að íhuga þann valkost. undir forystu Franz Vranitzky fyrr-
Von er á sendisveit Öryggis- og verandi kanslara Austurríkis til Tir-
samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) ana í dag.
Reuter
Alþjóða-
dagur
kvenna
ALÞJÓÐADAGUR kvenna er í
dag og i ávarpi Kofi Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), í tilefni dagsins er
vakin athygli á, að konur séu að
jafnaði ekki hafðar með þegar
þess er freistað að leysa alþjóða-
deilur og átök með samningum.
Vísbendingar sýni þó, að sögn
Annans, að framlag kvenna í
friðarumleitunum einkennist af
jákvæðni og lipurð. Samkvæmt
skýrslum SÞ eru Norðurlöndin
lengst komin á sviði jafnréttis
kynjanna. í Rússlandi eykst áhugi
kvenna á herþjónustu og var
myndin tekin á morgunmars-
éringu í herskóla í Novotsjer-
kassk. Námið þar tekur fimm ár
og skuldbinda stúlkur sig við inn-
töku að ganga ekki í hjónaband
næstu þrjú árin.
Tsjúbaís
fengin
mikil völd
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skip-
aði í gær Anatolí Tsjúbaís, skrifstofu-
stjóra sinn, í starf fyrsta varaforsæt-
isráðherra ríkisstjómarinnar.
Hermt er, að Tsjúbaís yrði fengin
yfírstjórn efnahagsmála í hendur og
þrír ráðherrar, sem bera sama titil,
yrðu annað hvort lækkaðir í tign eða
settir af. Að sögn /nterfax-fréttastof-
unnar hefur Jeltsín ákveðið að gefa
Víktor Tsjemomýrdín forsætisráð-
herra og Tsjúbaís fijálsar hendur til
að stokka upp í ríkisstjóminni.
Stjómmálaskýrendur spáðu því í
gær, að Tsjemomýrdín yrði losaður
undan daglegri stjóm efnahagsmála.
Tsjúbaís er 41 árs annálaður umbóta-
sinni sem nýtur álits á Vesturlöndum.
Hann er hins vegar óvinsæll heima
fyrir, ekki síst meðal kommúnista.
Hrifning þeirra var lítil. „Þessi út-
nefning á einungis eftir að leiða
meiri harmleik yfír rússnesku þjóð-
ina,“ sagði Gennadí Zjúganov, leið-
togi kommúnista.
------»-■»'<-----
Fylgishrun
danska Ihalds-
flokksins
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
FYLGI danska íhaldsflokksins hefur
hrapað og er aðeins 10,7% sam-
kvæmt könnun Politiken, en var 14,7
prósent áður en formannsskiptin
urðu í flokknum.
Eftir að Hans Engell sagði af sér
formennsku vegna ölvunaraksturs
fór fylgið úr 14,7 prósentum niður í
13,1 prósent. Eftir að 30 ára ölvun-
ardómur Per Stig Mollers, eftir-
manns Engells, kom upp og Moller
afneitaði honum fór fylgið niður í
10,7 prósent.
Fylgistapið er ekki aðeins álitið
stafa af viðbrögðum Mollers, heldur
af því að flokksforystan virtist klofin
og villuráfandi eftir fréttirnar.
mm mm
Sprengjutil-
ræði í Peking
Peking. Reuter.
SPRENGJA sem sprakk í strætis-
vagni í Peking í gær varð að
minnsta kosti tveimur farþegum að
bana og særði a.m.k. 30 manns,
marga þeirra lífshættulega.
Sprengingin varð í Xidan-verzl-
unarhverfinu á mesta annatíma,
klukkan 6.30 síðdegis. Tilgangur-
inn með tilræðinu var óljós og ekki
hafði frétzt af neinum handtökum.
Skriður kominn á við-
ræður NATO og Rússa
Brussel. Reuter.
WILLIAM Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, kom í gær
til Brussel þar sem hann átti fundi
með framkvæmdastjóra og sendi-
herrum aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) um tilraunir
bandalagsins til að ná samkomu-
lagi við Rússa í tengslum við fyrir-
hugaða stækkun þess. Á sunnudag
heldur Javier Solana, fram-
kvæmdastjóri NATO, til Moskvu
þar sem hann mun eiga fund með
Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússa, um málið.
Aukinn kraftur hefur færst í
tilraunir NATO og Rússa til að
ná samkomulagi um formleg
tengsl Rússlands við bandalagið,
en þau verða efalítið aðalumræðu-
efni Bill Clintons Bandaríkjafor-
Nást drög aö sam-
komulagi með
fjölmörgum ófrá-
gengnum endum
um helgina?
seta og Borísar Jeltsíns Rúss-
landsforseta á leiðtogafundi
þeirra sem haldinn verður í Hels-
inki 20.-21. mars.
Áfram um að ná samningum
Á fimmtudag átti Strobe Tal-
bott, aðalsamningamaður Banda-
ríkjamanna við Rússa, fund með
fulltrúum NATO áður en hann
hélt til Moskvu til fundar við Prím-
akov. Sá síðarnefndi mun fljúga
til Washington til frekari funda-
halda eftir að hafa rætt við Solana
í Moskvu.
Ekki er búist við miklum tíðind-
um af fundi Solanas og Prímakovs
í Moskvu á sunnudag en þó er
talið mögulegt að niðurstaðan
verði drög að samkomulagi, með
fjölmörgum ófrágengnum endum.
Hann sé hins vegar mikilvægur
undirbúningur leiðtogafundarins í
Helsinki. Sjálfur er Solana von-
góður, sagðist í vikunni ekki vilja
gera lítið úr þeim erfiðleikum sem
samningamenn glímdu við, en
hann teldi Rússa mjög áfram um
að ná samningum um formleg
tengsl við bandalagið og að það
myndi nást.
Flókin
fjölskyldu-
tengsl
Róm. Reuter.
HÁLFFERTUG kona hefur
vakíð mikla hneykslan á
Italíu en hún hefur tekið að
sér að ganga með tvo
drengi, sem ekki eru þó
bræður.
Fyrir þremur mánuðum
var komið fyrir í legi kon-
unnar tveimur eggjum frá
tveimur konum og höfðu
þau áður verið fijóvguð með
sæði úr eiginmönnum
þeirra. Að getnaði drengj-
anna og meðgöngu standa
þvi fimm manns.
Allt fólkið er ítalskt en
aðgerðin var hins vegar
gerð í Sviss vegna þess, að
ítölsku Iæknasamtökin
banna félagsmönnum sínum
að aðstoða við barnsburð af
þessu tagi þótt ekki sé hann
bannaður i landslögum.
Rosy Bindi, heilbrigðis-
ráðherra Ítalíu, fordæmdi
leigumóðurina og foreldra
drengjanna.
í blaðinu La Stampa
sagði, að drengirnir myndu
eiga tvo feður og þijár
mæður og með því væri ver-
ið að kollvarpa hugmyndum
manna um fjölskylduna.