Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSÆTISRÁÐHERRANN er beðinn afsökunar á smá mistökum. Doktorinn heldur að það hafi eitthvað orðið eftir í pípunum . . . Ný endurhæfingarmiðstöð við Hrafnistu „Uppspretta andlegrar og líkamlegrar vellíðunar“ Morgunblaðið/Ásdís NÝJA endurhæfíngarmiðstöðin við Hrafnistu var vígð við hátíðlega athöfn á miðvikudag að viðstöddu fjölmenni á sundlaugarbakkanum. NÝ ENDURHÆFINGARMIÐSTÖÐ með sundlaug var tekin í notkun við Hrafnistu á miðvikudag. Að byggingunni standa Sjómanna- dagsráð og Reykjavíkurborg. Áætl- aður kostnaður er um 206 milljónir króna. Framkvæmdin er að hluta til fjármögnuð með hagnaði af rekstri Happdrættis DAS. Framlag Reykjavíkurborgar var 89 milljónir og Álþjóða flutningaverkamanna- sambandsins 28 milljónir en auk þess komu til framlög frá fjölmörg- um einstaklingum. Byggingin er á tveimur hæðum, 1.500 fermetrar að grunnfleti. Þar er sjúkraþjálfun, leikfimisalur, bocc- iasalur þar sem einnig er sex holu púttvöllur og þar má líka leika krok- ket, pílukast og billjard. Þá er sund- laug, heitir pottar, eimbað og að- staða til hljóðbylgjulækninga. Þar er einnig aðstaða til félagsstarfs og ýmiss konar tómstundaiðkana og keppni í innanhússíþróttum. Sundlaugin er sérstaklega hönnuð með þarfir eldri borgara í huga. Hún er rúmlega sextán metrar að lengd og sjö metrar á breidd. Við laugina er lyfta sem auðveldar þeim sem eiga erfitt um gang að komast í og úr lauginni. Endurhæfingarmiðstöðin blessuð Endurhæfíngarmiðstöðin var vígð við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni á sundlaugarbakkanum. Séra Árni Bergur Sigurbjömsson, sóknarprestur í Ásprestakalli, bless- aði miðstöðina og starfið þar. Ávörp fluttu formaður Sjómannadagsráðs, borgarstjórinn í Reykjavík, heil- brigðisráðherra og talsmaður heimil- isfólks á Hrafnistu. Kór eldri borg- ara í Reykjavík söng nokkur lög undir stjóm Kristínar Pétursdóttur, við undirleik Hafliða Jónssonar píanóleikara, Braga Hlíðberg harm- onikkuleikara og Þorvaldar Stein- grímssonar fiðluleikara. Halldór Guðmundsson arkitekt hannaði bygginguna og hafði yfir- umsjón með framkvæmdum. Bygg- ingafélagið Byrgi hf. steypti húsið upp en starfsmenn byggingadeildar Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfírði unnu að innréttingum og frágangi hússins og sáu um pípu- lagnir og dúklagnir. Orkustýring hannaði og sá um allan rafbúnað, Blikkás sá um loftræstikerfi og Han- sen verktak um múrverk og flísa- lagnir. Fyrstu skóflustungu að gmnni hússins tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í júlí 1994. Aðalinngangur endurhæfingarm- iðstöðvarinnar snýr mót austri en innangengt er í hana frá G-álmu Hrafnistu, frá hjúkrunarheimilinu Skjóli og frá Norðurbrún 1. Stöðin mun nýtast heimilisfólki þessara bygginga og öðmm öldruðum sem vilja nýta sér þjónustu hennar. „Lát engan líta smáum augum á aldur þinn“ í ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra kom fram að í borgarráði hefði verið samþykkt að borgin kæmi að rekstri endurhæf- ingarstöðvarinnar fram að áramót- um að minnsta kosti. Samningurinn felur í sér að þeir eldri borgarar í Reykjavík sem ekki geta nýtt sér almenningssundlaugar fái gjald- fijálsan aðgang að lauginni við Hrafnistu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra færði Hrafnistu að gjöf fjárupphæð sem nýta á til sundþjálf- unar heimilisfólks. Sverrir G. Mey- vantsson, talsmaður heimilisfólks á Hrafnistu, ávarpaði samkomuna og sagði langþráðan draum loks orðinn að vemleika og þakkaði fyrir það. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, vitnaði til orða eins heimilismanna, sem hafði óskað þess að nýja endurhæf- ingarmiðstöðin mætti verða upp- spretta andlegrar og líkamlegrar vellíðunar eldri borgara um alla framtíð. Guðmundur vakti einnig athygli á áletrun sem komið hefur verið fyrir við innganginn að sund- lauginni, en þar stendur: „Lát engan líta smáum augum á aldur þinn.“ Evrópusamstarf hálshnykkssjúklinga Einkenni meiðslanna oft tortryggð Jóhannes Albert Sævarsson SAMTÖK sjúklinga með áverka eftir háls- og bakhnykk voru stofnuð 9. janúar árið 1995 og fengu þá heitið Stuðnings- og sjálfshjálparhópur háls- og bakhnykkssjúklinga. Til stendur að breyta nafninu í „Whiplash" - ísland en svokallaðir svipuólaráverkar em al- gengir í kjölfar umferðar- slysa. Félagsmenn eru all- ir þolendur „whiplash“ áverka og aðstandendur og fólk sem starfar að málefnum sjúklinganna. Á mánudagskvöld klukk- an 20 heldur Jóhannes A. Sævarsson lögfræðing- ur fyrirlestur um væntan- lega stofnun Evrópusamtaka háls- o g bakhnykkssjúklinga, EWA, „European Whiplash Association" í ÍSÍ hótelinu í Laugardal. „í félagsskapinn leita þeir sem hafa farið illa út úr slíkum slysum og hlotið alvarlegan áverka,“ segir Jóhannes. Hann bætir við að þótt fólk sé í öryggisbelti sé höfuðið laust og þeytist fram, til dæmis við aftaná- keyrslu. „Beltið heldur manni föst- um í sætinu en höfuðið sveiflast tilbaka og getur lent af miklu afli í hnakkapúðanum og jafnvel þeyst aftur fram. Þess vegna er talað um svipuólaráverka því höfuðið hreyfist eins og svipu sé smellt. Það getur leitt til tognunar á hluta hálsins og baksins, á bijóski og liðböndum og fínum vefjum, sem skilur eftir sig meinsemdina. Slík tognun getur valdið erfiðleikum svo mánuðum skiptir og í mörgum tilfellum verður um lítinn bata að ræða.“ - Hvers vegna er talin þörf á að stofna samtök háls- og bak- hnykkssjúklinga? „Fólk sem lent hefur í alvar- legri umferðarslysum hefur talið sig þurfa að miðla reynslu sinni og leita eftir stuðningi hjá öðrum sem hafa svipaða sögu að segja. Það sem fer verst með þetta fólk er að vera kippt út úr dagsins önn. Það getur ekki unnið sitt fyrra starf, tómstundir verða erf- iðari; lífið breytist gersamlega. Þetta gildir um alvarlegri tilfellin. Á almenna fundi hafa komið lækn- ar, sjúkraþjálfarar, lögfræðingar og flutt framsöguerindi um vanda- mál sem tengjast háls- og bak- hnykksáverkum. I erfiðum tilvikum hafa menn oft þurft að heyja stranga baráttu við kvillana sjálfa og auk þess hafa einkennin oft mætt mikilli tortryggni hjá samstarfsfólki, læknum og vátrygg- ingafélögum. Afleið- inganna gætir sjaldn- ast á yfirborði líkam- ans, þær eru fyrst og fremst bundnar við þessa fínu vefi í hálsi og niður í bijóstbak og sjást til dæmis ekki á röntgenmynd eða við venjulega skoðun. í slæmum tilvikum getur tekið mánuði að jafna sig og menn neyðast oft til að byija að vinna allt of snemma því áverkar af þessu tagi hafa ekki hlotið þá viðurkenningu sem þeim ber í tryggingakerfinu." - Hvers vegna Evrópusamtök? „Tilgangurinn er svipaður og með starfseminni héma heima en við teljum að slíkt samstarf geti gefið okkur aukinn slagkraft. Með þessu móti eru landsfélögin ekki að vinna hvert í sínu horni heldur ► Jóhannes Albert Sævarsson fæddist 8. október 1962. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1982 og lauk cand. jur. prófi frá Háskóla íslands árið 1988. Jóhannes starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum hluta ársins 1988 og þvínæst á lögmanns- stofu Gests Jónssonar og Hall- gríms B. Geirssonar 1988-1992 og ásamt Ragnari H. Hall til ársins 1994. Hann hefur rekið eigin lögmannsstofu frá árinu 1994 og er lögfræðingur félags háls- og bakhnykkssjúklinga á íslandi. Sambýliskona Jóhann- esar er Hildur Friðriksdóttir og eiga þau dótturina Hrund. sameina krafta sína til þess að fá alþjóðlega viðurkenningu á þess- um áverka í löndum Evrópu. Hugmyndin er að afla þekking- ar og viðurkenningar og stuðla þannig að réttmætum bótum til háls- og bakhnykkssjúklinga með tilliti til fjárhagslegs tjóns sem þeir verða fyrir og er oft gríðar- lega mikið.“ - Hvaða Ieiðir eru færar í því samhengi? „Félagið hér heima er fámennt saman borið við til dæmis hol- lensku samtökin sem hafa að geyma þúsundir félagsmanna þannig að Evrópusamstarf ætti að styrkja okkar baráttu. Við ætt- um að geta notið góðs af erlendum rannsóknum, sem til dæmis er verið að gera á Norðurlöndunum og í Austurríki, á raunverulegum afleiðingum slysa af þessu tagi, svo dæmi séu tekin. Hollensku samtökin hafa átt samstarf við tryggingafélög í sínu heimalandi og gert kynningar- myndir og forvamarauglýsingar fyrir sjónvarpsrásir til að vekja athygli á málefnum „whiplash" sjúklinga og afleiðingum þeirra áverka. Það er mjög erfitt að sækja rétt þessa fólks í mörgum löndum Evr- ópu og þótt afleiðingar háls- og bakhnykksslysa séu sem betur fer ekki alltaf alvarlegar verður að auka forvamir og stuðla að rétt- mætum bótum til þess sem verður fyrir tjóni. Vátryggingafélögin hafa ekki gefíð þessum tiltekna áverka nægjanlegan gaum. Mikið starf hefur farið í að vekja athygli á alvarlegri afleiðingum umferðar- slysa en afleiðingum háls- og bak- hnykksáverka hefur lítið verið sinnt. Það er sérkennilegt þegar horft er til þess hversu algeng meiðsli af þessu tagj eru. Félagið á íslandi og EWA vilja breyta því.“ Áverkarnir oft alvarlegir L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.