Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 08.03.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKURTINDUR VIÐ ÞJÓRSARÓS Reynaá að bjarga skípinu JOHN Noble er sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði sjóbjörgunar og kölluðu eigendur Vikartinds á hann til ráðgjafar um björgun skips- ins. Noble er staddur á strandstað og sagði í samtali við Morgunblað- ið, að hann hefði komið að um 60 skipströndum á sínum starfsferli. Hann sagði að enn væri verið að meta legu skipsins í þeim tilgangi að geta tekið ákvörðun um hvernig best verði mætt þeirri mengun- arógn sem vofir yfir og þeirri hættu sem steðjar að farmi skipsins. Margir hafa farmtrygg't eftir strandið LJÓST er að tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hefur tryggt vörur sem eru um borð í Vi- kartindi fyrir um 100 milljónir króna, að sögn Ólafs B. Thors framkvæmdastjóra. „Við gátum alveg eins átt von á að þessi upphæð væri tvöfalt hærri, en miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag og byggjast á þeim aðilum sem hafa haft samband við okkur, á ég von á upphæðin sé nær 100 milljónum en 200 milljónum," segir Ólafur. Vakið til umhugsunar „Við erum það stórir í tryggingum á innfluttri stykkjavöru, að við því var að búast.“ Hann segir öruggt að tals- vert af farmi skipsins sé ótryggt, auk þess sem minna af varningi hafi verið í skipinu en reiknað var með í upphafi vegna verkfalls í Kaupmanna- höfn. Ólafur kveðst ekki vilja slá neinu föstu varðandi endurkröfurétt, of snemmt sé að segja til um hvort fyrirtæk- ið geti gert slíkar kröfur á hendur útgerð skipsins eða Eimskipi. „Mjög margir hafa haft samband við okkur til að ganga frá farmtryggingum eftir að skipið strandaði, þann- ig að þetta hefur vakið menn til umhugsunar um að hafa tryggingar sínar í lagi. Það virðist vera nokkuð um að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir hættunni samfara flutningum, sem nú er orðin að raunveruleika, kannski vegna þess að vöru- meðferð hefur batnað mikið á seinustu árum og skapað mönnum falska öryggiskennd. Atburðir sem þessir ýta hins vegar við mönnum um að hafa allt sitt á þurru,“ segir hann. „Það er of snemmt að spá um lyktir þessa máls, veðrið verður sá þáttur sem mestu ræður í dag,“ sagði Noble þegar rætt var við hann í gær. Hann sagði að tvö hollensk björgunarfýrirtæki, verktakar á sviði sjóbjörgunar, hefðu sent full- trúa til landsins. Þeir munu meta ástandið á strandstað. Það ráðist síðan af þeim tillögum sem þeir setja fram um björgunarstarfið við hvom verði samið. Aðkomuleiðir lagaðar „Forgangsverkefni er að koma í veg fyrir menn stofni lífi og lim- um í hættu við björgunina. Við viljum ekki að fleiri bíði bana og það er okkur efst í huga. Með öryggi björgunarmanna efst í huga ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að veija umhverfið skaðlegum áhrif- um frá skipinu,“ sagði Noble. Aðspurður um hvort hann teldi unnt að ná skipinu af strandstað sagði hann að það yrði reynt en of snemmt væri að segja til um það. „Við höfum ekki enn fyllilega komist að því hvernig skipið hefur skorðað sig í fjörunni en við mun- um gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að losa skipið af strandstað. Við höfum ekki gert áætlun enn, til þess er of skamm- ur tími liðinn. Við erum enn að meta stöðuna,“ sagði Noble. Hann sagði að það væri einnig ofarlega í forgangsröðinni að laga aðkomuleiðir að strandstaðnum frá Þykkvabæ því vitað væri að þörf væri fýrir meiri búnað. „Við vinnum að því í samráði við sveit- arstjórnina að gera góða aðkomu- Ieið að skipinu svo allt að tíu flutn- ingabílar geti ekið þangað svo hægt sé að dæla úr skipinu án þess að tafir verði á því,“ sagði Noble. Grefur undan skipinu slj órnborðsmegin Noble var beðinn um að bera saman strand Vikartinds við önnur strönd sem hann hefur komið að. „Þetta er mjög alvarlegt, við orð- um það svo að staðan sé mjög ótrygg. Veðrið mun að stórum hluta stjórna framvindunni. Skipið virðist nokkuð stöðugt í augnablik- B ■ Morgunblaðið/Golli JOHN Naple, breskur ráðgjafi á sviði sjóbjörgunar, og Þjóðveijinn Vanselow, fulltrúi Peter Döhle, eiganda Vikartinds, við skipið þar sem það lá skorðað í fjörunni skammt frá Þjórsárósi. inu, það hreyfist ekki og ef ofsa- veður brestur ekki á ætti það ekki að hreyfast. Mesta vandamálið er að það grefur undan skipinu stjórnborðsmegin og það gæti end- að með því að það legðist á hlið- ina. Það gæti auðveldað losun olíu úr skipinu en um leið aukið erfið- leikana við að bjarga farminum." Margar hugmyndir hafa verið reifaðar á sandinum um björgun skipsins. Þar á meðal að losa gám- ana og láta þá fara í hafið til þess að létta skipið. Noble segir að það sé ekki fyrirhugað því ætlunin sé að bjarga farminum. „Eins og sakir standa er skipið skorðað í fjörunni af sandi en sjór- inn mun skola honum í burtu að lokum. Við ætlum ekki á þessu stigi að reyna að rétta skipið af,“ sagði Noble. Líðan stýrimanns- ins eftir atvikum góð LÍÐAN stýrimannsins sem fót- brotnaði um borð í varðskipinu Ægi þegar áhöfn þess reyndi að bjarga þýska flutningaskipinu Vikartindi á miðvikudagskvöld er eftir atvikum góð en hann gekkst undir aðgerð á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í fyrradag. Lærleggur mannsins brotnaði þegar mikið brot reið yfir skipið og félagi hans fór fyrir borð. Haukur Árnason, sérfræðingur á bæklunardeild, segir að sér hafí skilist á stýrimanninum að hann hafi verið njörvaður niður. „Samt fór hann svona. Hann vissi ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en það hefur örugg- lega komið í veg fyrir að verr færi að hann var bundinn nið- ur. Hann hélt því fram sjálfur að bolurinn hefði hreinlega hreyfst í aðra átt en fæturnir og þess vegna hafi komið svona feikilegt vogstangarafl á fæ- turna,“ sagði Haukur. BRIMIÐ skellur stöðugt á Vikartindi á strandstað í Háfsfjöru skammt frá Þjórsárósi. Brim- rótið náði upp í efstu gáma á þilfarinu en um borð eru enn nálægt 500 gámar. Á háflóðinu um klukkan 16.30, skömmu eftir að þessar myndir voru teknar, sviptust átta gámar af Morgunblaðið/Páll Stefánsson skipinu og skældust og brotnuðu á fáum mínútum. Skipið hvarf nánast sjónum manna þeg- ar ágjöfin var mest. Brakið úr gámunum hafði dreifst um alla fjöruna milli Þjórsár og Hólsár og lengst upp á land og var svæðið nánast eins og sorphaugur yfir að líta síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.