Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 17 VIÐSKIPTI Hlutabréf Fóðurblöndunnar seldust á svipstundu ÚRVERINU Eftírspum fór langt fram úr væntíngum ÖLL hlutabréf í útboði Fóðurblönd- unnar seldust upp á um einum klukkutíma í gærmorgun eftir að það hófst hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Hér var um að ræða bréf að nafnvirði 27 milljónir króna sem voru seld á um 70 milljónir og svarar það til um 10% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Hver og einn mátti kaupa bréf fyr- ir 140 þúsund krónur að hámarki þannig að alls voru seldir 500 skammtar. Að sögn Halldórs Friðriks Þor- steinssonar, viðskiptafræðings hjá Kaupþingi, voru bréf bæði seld sím- leiðis og í afgreiðslum fyrirtækj- anna. Tókst hvorki að anna eftir- spurn gegnum síma né frá því fólki sem kom í afgreiðslur fyrirtækj- anna og beðið hafði í biðröð frá því snemma um morguninn. Hann seg- ir að margir hafi verið með umboð frá fjölda manns eða allt upp í þriðja tug. Þetta sé svipað fyrirkomulag og í fyrri útboðum sem Kaupþing hafí haft umsjón með. „Eftirspumin fór langt fram úr væntingum og við hefðum getað selt a.m.k. sexfalt meira eða 3 þús- und skammta. Þessi mikla eftir- spurn er merkilegt fyrirbæri og segir mikið um stöðu markaðarins um þessar mundir,“ sagði hann. Um það hvað búi að baki þessari miklu eftirspurn segir Halldór Frið- rik að Fóðurblandan sé traust fyrir- tæki og hafí góðan orðstír. „Það er einnig talsvert síðan traust fyrir- tæki af þessari stærð hefur komið inn á hlutabréfamarkaðinn. Þetta gefur góð fyrirheit um frekari sölu bréfa.“ Fóðurblandan hf. hefur sótt um skráningu á Verðbréfaþingi íslands og á næstu mánuðum er gert ráð fyrir að núverandi eigendur selji viðbótarhluti í félaginu. Morgunblaðið/Halldór Á ANNAÐ hundrað manns biðu í biðröð fyrir utan Kaupþing í gærmorgun þegar sala hlutabréfa í Fóðurblöndunni hófst í gærmorgun. Árnes hf. jók veltuna um 20% milli ára Morgunblaðið/Muggur LOÐNUSKIPIN að veiðum undir Jökli Haugabræla og fá skíp eru á sjónum LÍTIL sjósókn hefur verið að undanförnu enda vetrarveðrið heldur betur sýnt á sér klærnar. Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni voru aðeins um 130 skip á sjó í gær. Loðnu- skipin voru þó að týnast á miðin { gærmorgun en höfðu ekki orðið vör við loðnu. „Það er haugabræla. Við erum rétt byijaðir að vinna og höfum haldið sjó í alla nótt,“ sagði Magn- ús Traustason, stýrimaður á línu- skipinu Kristrúnu RE, í samtali við Morgunblaðið í gær en skipið var þá að veiðum í Skeiðarárdýpi. Hann segir aflabrögð hinsvegar hafa verið góð og ævintýri líkust síðasta mánuðinn þó að rólega hafi gengið síðustu dagana. „Það hefur gengið rólega að draga því veðrið hefur verið nánast kolvit- laust síðustu þijá dagana. Línan hefur slitnað hvað eftir annað en við höfum þó ekki misst neitt nið- ur ennþá. Það þarf ýmslegt að ganga á til að línuvélabátarnir fari í land,“ sagði Magnús. Sleit nótina vegna of mikillar Ioðnu Loðnuskipin voru að tínast á miðin í Breiðafirði í gær en höfðu ekki fundið loðnu að gagni um hádegisbilið. Guðmundur Ólafur ÓF kastaði hinsvegar á stóra torfu undan Rifi í fyrradag en sleit nót- ina vegna þess hve mikið var í. „Loðnan hefur síðan dreift sér í nótt og við höfum ekki fundið neitt,“ sagði Reynir Jóhannsson, skipstjóri á Víkurbergi GK, í spjalli við Morgunblaðið í gær. „Loðnan lætur oft svona á þessum árstíma, safnast í torfur og dreifir sér á víxl. Við erum alltaf að sjá það betur og betur að loðnan drepst ekki nærri því öll eftir hrygningu. Undanfarin ár höfum við veitt töluvert mikið eftir hrygninguna en þá virðist karlinn skilja sig frá kerlingunni,“ sagði Reynir. Tapið nam 27 milljónum króna á síðasta ári A, ÁRNES HF. Úr ársreikningum 1996 Rekstrarreikningur Miiijónír króna 1996 1995 Breyt. | Rekstrartekjur 1.548 1.285 +20.5% Hagnaður án fjármagnsgj. 42 43 ■2,3% Fjármagnsgjöld 69 83 ■16,9% Aðrar tekjur og gjöld 0 7 Tap ársins <27} <47), i Efnahagsreikningur 1996 1995 Breyt.\ | Eígnir: | Milljónir króna Veltufjármunir 313 301 +4,0% Fastafjármunir 878 843 +4,2% Eignir samtals 1.191 1.144 +4,1% I Skuldir on eigið fð: \ Milliónir króna Skammtímaskuldir 453 533 ■15,0% Langtímaskuldir 549 557 -1,4% Eigið fé 189 54 +250.0% Skuldir og eigið fé samtals 1.191 1.144 +4,1% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhíutfall 15,9% 4.7% Veltufjárhluffall 0,69 0,56 23,2% Nettóskuldir 689 789 ■12,7% Veftufé frá rekstri Milljónir króna 56 45 24,4% Ráðstefna um vatnsbúskap í fiski TAP Árness hf. í Þorlákshöfn var um 27 milljónir króna á síðasta ári, en var 47 milljónir árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Ársreikningurinn er sam- stæðureikningur Árness hf. og dótt- urfélaga þess sem eru sölu- og markaðsfyrirtækið Ámes-Evrópa bv. í Hollandi og útgerðarfélagið Jóhannes ehf. Rekstrartekjur ársins 1996 voru 1.548 milljónir og höfðu aukist um 263 milljónir eða um 20% milli ára. Aukningin er komin vegna tekna fiskvinnslu einkum vegna aukinnar humar- og loðnufrystingar. Afkoma útgerðar félagsins versnaði mjög á árinu enda dróst aflaverðmæti á sóknareiningu bátanna saman. Gengisþróun gjaldmiðla hefði einn- ig slæm áhrif á afkomuna en félag- ið selur stóran hlut framleiðslu sinn- ar í hollenskum gyllinum sem lækk- aði um 5,5% gagnvart íslensku krónunni á árinu og í japönskum jenum sem lækkaði um 7,9% á ár- inu, segir í frétt frá Árnesi. Hagnaður áætlaður 40 milljónir á þessu ári Fjármagnsgjöld voru 69 milljónir en 83 milljónir árið áður. í ársreikn- ingnum eru verðbreytingar miðaðar við vísitölu neysluverðs en hafa áður verið miðaðar við vísitölu byggingarkostnaðar. Ef eldri við- miðun hefði verið notuð væru fjár- magnsgjöld 29 milljónum lægri en fram kemur í ársreikningnum, seg- ir í ennfremur. Eigið fé var 189 milljónir og hafði hækkað um 135 milljónir en hlutafé félagsins var aukið um 130 milljónir að nafnverði á árinu. Rekstraráætlun ársins 1997 ger- ir ráð fyrir um 40 milljóna hagnaði. Ámes hf. gerir út fímm báta og rekur frystihús á Dalvík, Stokks- eyri og í Þorlákshöfn og rekur sölu- og markaðsfyrirtæki í HoHandi. Aðalfundur Árness hf. verður haldinn laugardaginn 15. mars nk. kl. 11 á Stokkseyri. VATNSBÚSKAPUR í físki og físk- afurðum er yfirskrift ráðstefnu á vegum WEFTA, sem eru samtök fiskiðnaðarstofnana i 15 Evrópu- löndum. Ráðstefnan verður haldin í Brussel 14.-15. apríl nk. og er opin öllum þeim sem starfa að fram- leiðslu, sölu eða dreifíngu fiskaf- urða í Evrópu. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, sem staðið hefur fyrir undirbún- ingnum, segir ráðstefnuna í ár vera nokkurs konar tilraun en væntan- lega verði hún árlegur viðburður takist vel til. Rannsóknastofnanim- ar hafa sl. 26 ár haft með sér margvíslegt samstarf og m.a. ár- lega haldið ráðstefnur um niður- stöður rannsókna sinna. Ósk kom frá nokkmm evrópskum fiskiðnað- arfyrirtækjum um að WEFTA héldi sérstök málþing um afmörkuð mál- efni þar sem sérfræðingar stofnan- anna og tæknimenn í fiskiðnaði kæmu saman. „í fyrra var þess vegna skipuð nefnd frá fulltrúum WEFTA og fiskframleiðendum i Evrópu, meðal annars frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Unilever, Nestlé og Nordsee í Þýskalandi. Þessi nefnd setti fram tillögur um það hverning þetta yrði best gert og niðurstaðan er ráðstefnan í Brussel. Við vonumst til að fá á ráðstefnuna sem flest tæknifólk úr evrópskum fískiðnaði m.a. til að fá þeirra sjónarmið fram,“ segir Grim- ur. Gríðarlegt hagsmunamál Grímur segir vatnsbúskap i fiski og fiskafurðum gríðarlega mikið hagsmunamál í öllum matvælaiðn- aði. „Fiskur og kjöt eru um það bil 80% vatn. Það er mjög auðvelt að tapa vatni úr hráefninu sem hefur síðan bein áhrif á nýtinguna. Ýms- um aðferðum er beitt til þess að minnka vatnstapið. Auk almennt góðrar meðferðar, má t.d. geyma físk í ískrapa í stað venjulegrar ís- unar, víða eru svokölluð polyfosföt notuð til þess að fískur og rækja haldi meira vatni. Munurinn getur verið verulegur og skipt mörgum prósentum í nýtingu . Þetta er því spurning um mikla fjármuni,“ segir Grímur. „Þetta kemur einnig mjög inn á frystingu, því frystiaðferðir og geymsluaðstæður fyrir þíðingu geta haft mikið að segja um nýtinguna og jgæðin," segir Grímur. A ráðstefnunni verða meðal ann- ars kynntar rannsóknir sem gerðar hafa verið í þessum efnum, m.a. því hve miklu vatni fískur tapi við mismunandi aðstæður og hvaða aðferðir menn nota til að halda vatni í físki. Ennfremur verða rædd ýmis lagaleg atriði varðandi vatns- innihald í físki. „í sumum löndum er notkun vatnsbindandi efna bönn- uð en annars staðar leyfð upp að vissu marki. Þetta kemur mjög inn á neytendamál, því enginn vill láta selja sér vatn á háu verði. Auk þess verða ræddar á ráðstefnunni nýjar aðferðir sem farið er að nota til að binda vatn, svo sem notkun jurta- og fiskpróteina," segir Grím- ur. Upplýsingar um þátttöku eru veittar á Rannsóknastofnun fískiðn- aðarins en þátttöku skal tilkynna fyrir 15. mars nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.