Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Vilja bann
við einræktun
Bonn, London. Reuter.
VÍSINDAMENNIRNIR, sem
einræktuðu ána Dolly, segja að
sömu aðferð megi beita til að
einrækta menn, og að setja eigi
alþjóðalög sem komi í veg fyrir
að slíkt verði gert. Jiirgen
Riittgers, rannsóknamálaráð-
herra Þýskalands, hefur einnig
hvatt til þess og segir röksemdir
sumra visindamanna, sem eru
hlynntir einræktun, minna á
málflutning nasista.
Skosku vísindamennirnir, sem
einræktuðu Dolly, stefna hins
vegar að því að „framleiða" kú
fyrir næstu áramót, sem sé ekki
aðeins einræktuð, heldur með
arfbera eins og vísindamennirnir
vilja hafa þá.
Þeir ætla nú að einrækta kýr
en breyta erfðaefninu áður,
fjarlægja gen eða bæta við, til
að kalla fram ákveðna eigin-
leika. Sem dæmi má nefna, að
þeir vilja framleiða mjólkurkýr
lausar við hvatann, sem veldur
mestu um mjólkurofnæmi hjá
sumu fólki.
Menn í varahluti
Riittgers sagði, að einræktun
manna væri nú þegar bönnuð í
Þýskalandi og hann kvaðst vona,
að Unesco, vísinda- og menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, beitti sér fyrir alþjóð-
legu banni við henni. „Við getum
ekki setið með hendur i skauti
og horft upp á, að menn verði
einræktaðir. Með því færum við
út yfir miklu alvarlegri siðferðis-
mörk en gert var með kjarnorku-
sprengjunni," sagði Riittgers.
Riittgers sagði, að það væri
„viðurstyggilegt" af sumum vís-
indamönnum i Bandaríkjunum
að styðja einræktun manna með
þeim rökum, að það auðveldaði
liffæraflutning. „Menn yrðu þá
framleiddir í varahluti og síðan
hent. Það er sama hugsunin og
ríkti hjá nasistum."
Óvissa um hvað Peking-stjórn aðhefst eftir yfirtöku Hong Kong
TAIWAN hefur öflugan her og mikinn viðbúnað vegna hugsanlegra átaka við Kínveija. Þessir
hermenn eru við æfingar á eynni Quemoy, sem er aðeins í tveggja km fjarlægð frá Kínaströnd.
Deilt um slátur-
húsaskýrslu
London. Reuter.
TALSMENN breska íhaldsflokksins
neituðu í gær fréttum um átök innan
ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu um
hreinlæti og hollustuhætti í slátur-
húsum landsins.
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum hefur Verkamannaflokkurinn
26 prósentustiga forskot á íhalds-
flokkinn en kosningar verða ekki síð-
ar en í maí. Gerir John Major forsæt-
isráðherra hvað hann getur til að svo
virðist sem einhugur ríki í íhalds-
flokknum en fjölmiðlar skýrðu frá
því í gær, að mikil átök hefðu orðið
innan ríkisstjórnarinnar um siátur-
húsaskýrsiuna.
Það var opinber nefnd, sem vann
skýrsluna, og þar segir, að ástandið
í sláturhúsunum sé afar slæmt. Talið
er hugsanlegt, að það hafí leitt til
matareitrunar en í Skotlandi hafa 20
manns látist vegna saurgerlamengun-
ar. Sagt er, að ráðamenn hafí sagt
skýrsluhöfundum að draga úr gagn-
rýni sinni en þeir neitað og þvi hafí
skýrslan aldrei verið birt opinberlega.
STEINAR WAAGE
/ SKÓVERSLUN \
Domus Medica - Kringlunni
Helsar
skórnir komnir aftur
Yerð kr: 9.900
Litur: Svartir
-Mjúkt leður
-Leðurfóðraðir
-Leðursóli
-Fótformaðir
Stærðir: 34-431/2
-Innlegg
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212 #“
Otti magnast
á Taiwan
Taiwanar telja sig hafa ástæðu til að óttast að
Kínverjar á meginlandinu beiti þá valdi og hrifsi
undir sig Taiwan eftir að Hong Kong komist undir
stjórn Kínverja, skrifar Jóhanna Kristj ónsdóttir.
Jiang Zemin, Lee Teng-hui,
forseti Kína. forseti Taiwans.
EKKI þarf að fjölyrða
að sú ákvörðun að
Kínveijar taki við
stjórn í Hong Kong
hefur valdið miklum
sveiflum, pólitískum
sem tilfinningalegum.
En ekki má heldur
gleyma að Taiwan er
ekki langt undan. Þar
búa rösklega 20
milljónir Kínverja sem
er sú tilhugsun óbæri-
legust allra að lenda
undir yfirráðum
stjórnarinnar í Peking.
Ekki er þar með
sagt að Taiwan og
Hong Kong séu hlið-
stæður þar sem Taiwan er í orði
kveðnu sjálfstætt ríki þótt Kínveij-
ar á meginlandinu kalli það hérað
í Kína. En Taiwanar gera sér grein
fyrir að staða þeirra gæti veikst
til muna gagnvart kínverskum
stjórnvöldum eftir að Hong Kong
hverfur inn á áhrifasvæði Kínveija.
Síðan kemur svo röðin að Macau
eftir tvö ár en þá afhenda Portú-
galar Kínveijum nýlenduna. Þar
búa á milli 400 og 500 þúsund
manns.
Misvísandi yfirlýsingar um
Taiwan frá Peking
Erfitt er að átta sig á því hvað
stjómendurnir í Peking eru að
bralla þessa dagana þegar Taiwan
og framtíð eyjarinnar er annars
vegar. Stundum eru gefnar digur-
barkalegar yfírlýsingar, næsta dag
er gefið í skyn að fullur vilji sé til
raunsærrar málamiðlunar. Stjórn-
málaskýrendur bijóta heilann um
það hvað af þessu sem gefið er til
kynna spegli í rauninni afstöðu
Peking-stjórnarinnar.
Sumir þeirra sem fylgjast með
málefnum í Kína eru á því að Pek-
ing stjórnin muni leggja sig fram
um að sýna fulla hörku í Hong
Kong-málinu en hins vegar rósemi
og skynsemd til að sefa valdamenn
á Taiwan næstu mánuðum áður
en teknar verða að nýju upp við-
ræður milli grannanna tveggja um
framtíðarskipan mála.
Þeir sérfræðingar sem halda
þessari skoðun fram segja að jafn-
skjótt og Hong Kong sé komin á
sinn stað, eins og Kínveijar á
meginlandinu kalla það, muni
stjórnin í Taipei vera í mun veik-
ari stöðu en áður til að gera kröf-
ur um sjálfstæði og það muni Pek-
ing-stjórn færa sér hiklaust í nyt.
Síðustu ár hafa Taiwanar orðið að
treysta mjög á Hong Kong varð-
andi aðgengi að Kína.
„Það sem þeir hafa að leiðarljósi
er að nota fjölmiðlana til að skapa
skelfingu og þá tilfinningu meðal
þorra manna að tíminn sé að renna
út, er haft eftir einum Kínasérfræð-
ingnum sem gegnir lykilstöðu á
vegum Taiwan-stjómarinnar. „En
sannleikurinn er sá að við teljum
að Kínveijar áformi að kjósa rétta
augnabiikið til að hefja viðræður á
ný. Þeir vilja velja stundina sem
þeir vita að hentar þeim.“
Búist við að nýr Kínaforseti
taki sér góðan tíma
En hvað sem þessu líður ríkir
ákveðið raunsæi líka hjá Peking-
stjórn því hún hefur til að mynda
ekki blandað sér í samninga um
vöruflutninga sjóleiðis sem gerðir
voru milli viðkomandi fyrirtækja í
Kína og á Taiwan. Sá samningur
hafði átt sér langan aðdraganda
og vakti vonir um vaxandi
sveigjanleika þegar sættir urðu
loks í málinu og samningur var
gerður.
Þeir sem fylgjast með málefnum
Taiwans og Kína verða einnig að
átta sig á að taka ber með varúð
stóryrtar yfirlýsingar einkum frá
stjórnvöldum í Peking. Ekki hvað
síst má reikna með að nýr forseti
Kína, Jiang Zemin, muni taka sér
góðan tíma til að íhuga hvaða skref
er best að stíga og þá hversu stór.
Það er ekki nema áratugur síðan
þíðuvottur hófst í samskiptum
þessara fornu fjenda eins og al-
kunna er. Það væri barnaskapur
að reikna með að málið yrði til
lykta leitt í einum vetfangi. Auk
þess má ætla að Kínveijar hafi
ærið að gera að komast að niður-
stöðu með Hong Kong til að byija
með og síðan Macau. Því finnst
mér sennilegt að þeir muni ekki
flana að neinu í sambandi við Taiw-
an því að tæknilega séð ráða þeir
varla við meira.
Það breytir því þó ekki að Taiw-
anar eru uggandi um sinn hag og
telja Peking-stjórnina til alls vísa
eins og fyrri daginn.
Menn skyldu einnig hafa í huga
að þeir sem haf a verið hvað herská-
astir í sambandi við hugsanlega
yfirtöku á Taiwan eru kannski
þeir sem síður hafa áhrif til nokk-
urra framkvæmda.
Þrátt fyrir harkalega gagnrýni
á á umbótastefnu forseta Taiwans,
Lee Ten-hui, m.a. í blöðum í Hong
Kong sem styðja Kínastjórn opin-
berlega, segja ýmsir að það beri
ekki að taka jafn alvarlega og
margir Taiwanar hyllast til að
gera. Menn skyldu ekki vanmeta
það að stjómendurnir í Peking
hafi nú hætt að beina eldflaugum
að Taiwan og það sé ekkert sem
sýni að þeir hyggist grípa til stríðs-
aðgerða. „Þeir hafa fengið nasa-
sjón af því sem næst fram með
friðsamlegum samningum," sagði
taiwanskur stjórnarerindreki í
samtali við mig nýlega. Hann bætti
við að það breytti því ekki að mik-
ill ótti ríkti meðal alþýðu manna á
Taiwan, „enda teldi hún sig varla
hafa ástæðu til að treysta stjórn-
völdum í Peking“.
I
)
I
>
i
i
\
I
\
i
i
L