Morgunblaðið - 08.03.1997, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Austurlandsvirkj-
anir - Sæstrengur?
MEGINAUÐLIND íslands er hin
gjöfulu fiskimið umhverfis landið
sem nú eru nær fullnýtt. íslending-
um er því nauðsyn, til að viðhalda
og auka velmegun í landinu, að
efla aðra þætti atvinnulífsins.
Margir kostir eru nefndir í þessu
sambandi, svo sem efling almenns
iðnaðar og ferðamannaþjónustu,
nýsköpun í landbúnaði, hátækniiðn-
aði og hugbúnaðargerð, útflutning-
ur tækniþekkingar og nýting jarð-
hita og vatnsorku til stóriðju. Það
hlýtur að vera farsælast að efla og
þróa þessar atvinnugreinar sam-
hliða eftir því sem aðstæður leyfa
til að auka fjölbreytni atvinnulífsins
til hagsældar fyrir þjóðina á kom-
andi árum.
Þrátt fyrir mikla viðleitni ís-
lenskra stjórnvalda og fyrirtækja
undanfama tvo áratugi hefur
reynst örðugt að fá erlend fyrirtæki
til aukinna fjárfestinga í stóriðju-
veram á íslandi. Það er fyrst nú
að breytingar era I sjónmáli í þessu
efni. Stækkun álversins í Straums-
vík um 60.000 t lýkur á þessu ári
og verður þá umframorka í raforku-
kerfi Landsvirkjunar fullnýtt. Þá
era einnig góðar horfur á að byijað
verði að reisa hér nýtt 60.000 t
álver á árinu og jámblendiverk-
smiðjan á Grandartanga jafnvel
stækkuð. Vonandi næst sátt í um-
hverfismálum vegna þessara fram-
kvæmda. Landsvirkjun verður að
ráðast í nýjar virkjunarfram-
kvæmdir til að mæta aukinni orku-
þörf og era áætlaðar fjárfestingar
um 17 milljarðar króna, sem að
mestu verður að fjármagna með
erlendu lánsfé. Það hlýtur að vera
umhugsunarefni í þessu sambandi
að hvaða marki er rétt að skuld-
setja þjóðina í framtíðinni til að
reisa orkuver fyrir áhættusama
stóriðju. Aðrar þjóðir hafa staðið
frammi fyrir svipuðum vandamál-
um og nú er farið að velja aðrar
leiðir til að fjármagna framkvæmd-
ir af þessu tagi.
Fyrir nær tveimur áratugum
hófu Malasíumenn undirbúning að
Bakunvirkjun í Sarawan á norður-
hluta eyjarinnar Borneo, sem er
aðskilinn frá meginlandi Malasíu
með 600 km breiðu sundi. Bakun-
virkjun er 2400 MW og var hug-
myndin að flytja raforkuna um
sæstreng til meginlandsins þar sem
iðnaður var í hraðri uppbyggingu.
Það voru ríkisrafveitur Malasiu
sem stóðu að undirbúningnum sem
kominn var á lokastig, en þá
strandaði á fjármögnun. Alþjóða-
bankinn áleit verkið of umfangs-
mikið og kostnaðarsamt og fékkst
ekki til að lána til framkvæmdanna
og þá héldu aðrir fjárfestar að sér
höndunum og ekkert varð úr fram-
kvæmdum. Malasíustjórn reyndi
ítrekað að þoka verkefninu áfram
og ýmis erlend ráðgjafafyrirtæki
voru fengin til að endurskoða virkj-
unaráformin og gera þau hag-
kvæmari, en það dugði ekki til.
Það er ekki fyrr en að malasískt
fjárfestingarfyrirtæki, Ekran,
kemur til skjalanna árið 1994 að
skriður kemst á málið. Ekran fékk
einkaumboð malasískra stjórn-
valda til að kanna á eigin kostnað
hvort grandvöllur væri fyrir því
að reisa og reka virkjunina og
dreifikerfið af einkaaðilum. Ekran
skilaði niðurstöðum af athugunum
sínum síðar á árinu 1994 og lagði
til að reynt yrði að bjóða verkið út
á BOT-grundvelli, þ.e. að einkaað-
ilum væri heimilað að byggja og
reka virkjunina og sæstrenginn á
eigin kostnað og afhenda síðan
stjórnvöldum mannvirkin til eignar
að ákveðnum tíma liðnum. Stjórn-
völd í Malasíu, undir forustu dr.
Mahthirs Mohamad, forsætisráð-
herra, gátu fallist á þessa hug-
mynd. Gerðar voru nauðsynlegar
Þegar fyrirhuguðum
virkj unarframkvæmd-
um lýkur haustið 1999,
------------^----------
segir Páll Olafsson,
væri tímabært að fyrir
lægju áætlanir um
næstu stórhuga
framkvæmdir.
breytingar á löggjöf landsins til
að heimila einkarekstur á virkjun-
inni og það tókst að gera drög að
bindandi orkukaupasamningi við
ríkisrafveiturnar, sem var forsenda
þess að hægt væri að ýta hug-
myndinni í framkvæmd. Ekran
fékk síðan einkaleyfi til að stofna
þróunarfélag til að annast útboð á
BOT-grundvelli og var þá fjár-
mögnun framkvæmdanna og orku-
kaupasamningurinn hluti af útboð-
inu og allt var þetta stjórnvöldum
að kostnaðarlausu. Tilboð bárust
frá níu alþjóðlegum verktakafyrir-
tækjum, véla- og rafbúnaðarfram-
leiðendum í samvinnu við fjárfest-
ingaraðila. Þessi mikli áhugi er-
lendra fjárfesta kom á óvart en
margt kemur til, m.a. er hagvöxtur
í Malasíu mjög mikill,
um 8,5% á ári, nokkuð
stöðugt efnahags-
ástand er nú í heimin-
um og framleiðslugeta
véla-, rafbúnaðar- og
sæstrengsframleið-
enda er vannýtt um
þessar mundir. í fram-
haldi af hagstæðum
tilboðum stofnaði Ekr-
an síðan eignar-
haldsfélag til að reisa
og reka Bakunvirkj-
unina. í október s.l.
undirrituðu stjórnvöld
í Malasíu og Ekran
BOT-samning við
samsteypuna
Odebrecht (Brasilíu), ABB (Sviss)
og Kværner (Noregi), um að taka
að sér framkvæmdirnar, en tilboð
þeirra hafði reynst hagstæðast.
Samningsupphæðin hljóðar upp á
um 5 milljarða bandaríkjadala (350
milljarða ísl. króna) og felur í sér
fjármögnun, lokahönnun og bygg-
ingu Bakunvirkjunarinnar, að reisa
600 km háspennulínu í Sarawan
frá virkjuninni til sjávar og leggja
600 km sæstreng yfir til Malasíu.
Samsteypan hefur síðan falið
Harza Engineering Company í
Chicago að annast ásamt fleirum
lokahönnun byggingarmannvirkja.
Athyglisvert er að í nær tvo ára-
tugi reyndu stjórnvöld í Malasíu,
með hefðbundum leiðum við gerð
útboðsgagna og útboðum eins og
tíðkast hér á landi og eigin fjár-
mögnun, að ýta virkjunarfram-
kvæmdum við Bakun úr vör, en án
árangurs. Einkaaðilinn Ekran náði
þessu markmiði eftir nýjum leiðum
á aðeins um tveimur árum, eins og
stuttlega hefur verið lýst hér að
framan.
Á undanförnum árum hefur mik-
ið verið rætt og ritað um sæstreng
frá íslandi til meginlands Evrópu.
ítarlegar kannanir og rannsóknir
hafa verið gerðar af íslenskum aðil-
um í samvinnu við evrópsk orkufyr-
irtæki á hagkvæmni sæstreng-
slagnar og orkusölu til Evrópu.
Sæstrengur frá Austurlandi væri
950 km að lengd til
Skotlands og um 1300
km tii Hollands og
mesta sjávardýpi á
leiðinni er um 900 m.
Þetta er umfangsmesta
sæstrengslögn sem enn
hefur verið könnuð í
heiminum, en allar at-,
huganir benda til þess
að verkið sé tæknilega
framkvæmanlegt og
miðað við síhækkandi
orkuverð og eftirspum
eftir vistvænni orku í
Evrópu sé það einnig
fjárhagslega hag-
kvæmt. Landsvirkjun
hefur síðastliðinn ára-
tug rannsakað virkjunarkosti á A-
og NA-landi og áætlað er að auð-
nýtanlegt vatnsafl sé 3-4000 MW.
Nú þegar liggja fyrir frumdrög að
nokkram álitlegum og hagkvæmum
virkjunum í jökulfljótum á Austur-
landi. Eins og við er að búast era
skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar
á slíkri risaframkvæmd sem sæ-
strengur samhliða stórfelldum
virkjunum er, en virkja þyrfti í ein-
um áfanga 500-1000 MW til að
verkið yrði fjárhagslega hagkvæmt.
Höfundur þessarar greinar er einn
þeirra sem frekar hefur verið
hlynntur nýtingu vatnsorkunnar til
atvinnuuppbyggingar innanlands,
en breytilegt viðskiptaumhverfí í
heiminum kallar á breytt viðhorf
og verklag, ef við ætlum ekki að
verða afskiptir í alþjóðlegri sam-
keppni.
Á Norðurlöndunum era Svíar og
Norðmenn að keppast við að leggja
sæstrengi til Danmerkur og Þýska-
lands. Raunar hefur farið svo, að
vegna harðinda og lélegs vatnsbú-
skapar í Noregi undanfarin tvö ár
hafa Norðmenn flutt inn raforku
frá Evrópu um sæstrengina í meira
mæli en þeir hafa getað flutt út.
Þetta minnir okkur á að ísland ligg-
ur að heimskautsbaug og hafís,
harðindi og eldgos hafa oft leikið
þjóðina grátt. Síðasta harðindaskeið
var hafísárin 1965-1969, en það
var áður en stórvirkjanir Lands-
Páll
Ólafsson
Dimmir dagar í orustunni við ellina
NÚ ÞEGAR ég get
talið mánuðina á fíngr-
um annarrar handar
sem ég á ólifaða að 90
áram, þá horfi ég á
versnandi kjör ellilíf-
eyrisþega og vaxandi
byr hjá einkavæðing-
unni í landinu því nú
hefur Pósti og síma
verið breytt í hlutafé-
lag og háværar raddir
era uppi um að ÁTVR
hljóti sömu örlög. Allt
skal einkavæðast. Ekki
fara útvarp og sjón-
varp varhluta af því
að vera milli tannanna
á fólki um að þeim
beri að breyta í hlutafélög, og allt
er þetta gert í skugga af óðum nið-
urskurði. Þetta era allt stofnanir
sem ríkið hefur rekið í áratugi og
um þær hafa skapast hefðir sem
öryrkjar og aldrað fólk hafa notið
góðs af um langt skeið.
Það er ekki mikill persónuleiki á
bak við þá er hafa séð sér vinning
í því að ráðast á það, sem öryrkjar
og aldraðir hafa haft sér til afþrey-
ingar um langan aldur, vegna þess
að getan er brostin til að fara út
af heimilinu og verða sér úti um
eitthvað, sem styttir tímann og
gleður hugann. Þá sjá þessir menn
sér leik á borði, að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur án þess
að gera sér grein fyrir því hvort
þetta fólk er í stakk búið til að
greiða fyrir afnotin þegar reikning-
urinn kemur, ekki lækkar upphæðin
á honum, hún hækkar, því mikið
vill alltaf meira.
Það er staðreynd að Pósti og síma
hefur verið breytt í hlutafélag.
Einkavæðingin á því miklu láni að
fagna hjá núverandi ráðamönnum
þjóðarinnar. Það er því ráð að
spyrna við fótum og
spyija: Af hverju er
Tryggingastofnuninni
ekki breytt í hlutafé-
lag? Er það ekki nógu
arðvænlegt? Er saga
aldarinnar ekki full af
atvikum sem sýna að
ríkið hefur orðið að
hlaupa undir bagga
með fyrirtækjum þegar
illa hefur árað, en ein-
staklingamir hirt
ágóðann þegar betur
hefur árað. Um þetta
era skiptar skoðanir
meðal þjóðarinnar. Ég
svara þessu fyrir hönd
láglaunafólksins, ör-
yrkjanna og ellilífeyrisþeganna, á
eftirfarandi hátt.
Enginn veit hvernig þessi mál
varðandi öryrkja og ellilífeyrisþega
koma til með að verka, hvort það
verður til ills eða góðs. Björtustu
vonir um að laun okkar hækki era
aðeins loforð, í mínum huga, af
fenginni reynslu, svikin loforð.
Aldraðir og öryrkjar! Þegar þessir
ágætu menn þurfa á atkvæði ykkar
að halda koma þeir og segja ykkur
að þið séuð fólkið sem skapaði
þjóðarauðinn með miklu erfiði, þeg-
ar þið breyttuð moldarflaginu í
græna jörð. Þegar þeir segja þetta
þá skulið þið minnast loforðanna
sem þeir hafa gefíð og ekki staðið
við, hafa þau geymd en ekki
gleymd.
Þessar vanhugsuðu árásir á ve-
salinga eins og okkur verka eins
og óþokkaverk. En það sem verra
er, Alþingi horfír ráðþrota á þessi
sviknu loforð og Alþingi er naum-
ast annað en það sem við höfum
kallað yfír okkur, með því að ganga
sundruð að kjörborðinu. Yfírsjón
okkar felst í því að við höfum veitt
of mörgum kjörgengi sem bára
vanhugsuð loforð fyrir okkur á silf-
urfati. Það er meinið.
Vegna þess hvað Alþingi er illa
skipað mönnum hliðhollum okkur
megum við horfa ráðþrota á menn
í háum stöðum hjá ríkinu keppast
við að brjóta niður það sem aldrað-
ir og öryrkjar hafa haft til afþrey-
ingar í ára raðir, því nú beina þeir
spjótum sínum að sjónvarpi og út-
varpi. Þessir máttarstólpar þjóðfé-
lagsins vilja láta okkur halda að
Alþingi, segir Bjarni
G. Tómasson, horfír
ráðþrota á þessi
sviknu loforð.
þeir séu talsmenn okkar, en líta á
okkur sem einfeldinga og vilja láta
okkur halda að þeir séu að vinna
okkur í hag, þó allir viti að þeir era
að vinna að pólitískum áhugamálum
sínum, sem felast meðal annars í
því að fjármagnið streymir inn á
fárra manna hendur, sem þýðir að
velmegun er víðsfjarri öllu almúga-
fólki. Fólk á lágum launum, öryrkj-
ar og ellilífeyrisþegar hafa verið
sviknir, kjör þeirra batna ekki, þau
versna. Kaldrifjaðastir allra kald-
rifjaðra manna eru þeir sem not-
færa sér vesaldóm til að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
Fyrir það má þessum launaflokkum
blæða.
Válegir tímar eru framundan,
fólk vill að sultarlaun sín verði
bætt. Það sem atvinnurekendur
bjóða kalla viðsemjendur þeirra skít
á priki og öðram Ijótum nöfnum.
Það er urgur í fólki og allt virðist
stefna í verkföll, sem er vondur
kostur fyrir okkur 35 þúsund ör-
yrkja og ellilífeyrisþega, sem köllum
á það sem af okkur hefur verið
tekið og auðvitað viljum við fá
hækkun á launin okkar, sem er
sambærilegt við það sem aðrir
launaflokkar fá. Við biðjum einnig
um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands-
menn og vonum að stöðugt verðlag
verði uppi á borðinu þegar friður
er fenginn. Fyrir okkur er það ekk-
ert mál hvað krónumar eru margar
í umslaginu, heldur hvað við fáum
fyrir þær. Yrðu samningar sam-
þykktir á þessum nótum, væra þeir
hagstæðir fyrir okkur og engin
ástæða til að halda annað en þeim
verði vel tekið af stjórnvöldum.
Ég skora á alla öryrkja og ellilíf-
eyrisþega að halda fast um budduna
sína, hún er ólygnust um það hvern-
ig fjárhagur okkar stendur og verð-
um við óánægð með stöðuna að
samningum loknum ber okkur að
standa saman sem einn maður við
kjörborðið næst og beita okkar
skæðasta vopni, samtakamættin-
um, við kjörborðið, það er aflið sem
allir stjórnmálaflokkar hræðast.
Þegar aldurinn hækkar er pólitík
ekki það sem við erum neydd til
að bera virðingu fyrir. Ellilífeyris-
þegar og 75% öryrkjar era samtals
34.500 talsins. Inn í þessa tölu vant-
ar þá sem eru undir 75% og þá sem
era 100% öryrkjar. Það væri ekki
skotið hátt yfír hleinina þó sagt sé
að hér sé um að ræða 36-37 þús-
und atkvæði. Þetta er gott vopn og
góð summa sem setti veralega
slagsíðu á þá flokka, sem ekki
heimtu atkvæði sín úr henni á kjör-
degi. Er ástæða til að örvænta?
Vonandi verður tekið vel á okkar
málum um það lýkur og sverðin
verða slíðrað.
Þegar Almannatryggingar vora
til umræðu á Alþingi árið 1947, er
mér minnisstætt að þeir sem börð-
Bjarni G.
Tómasson
ust fyrir þeim ætluðust ekki til þess
að þær yrðu jafnt til afnota fyrir
fátæka sem ríka. En til að öðlast
lagalegt gildi þurfti meirihluta at-
kvæða fyrir þeim á þinginu. Þá
buðu sjálfstæðismenn að veita
framvarpinu brautargengi, ef ský-
laust væri tekið fram í frumvarp-
inu, að allir landsmenn væra gerðir
jafnréttháir varðandi lögin. Illu
heilli var gengið að þessu tilboði
sjálfstæðismanna.
Bjarni Benediktsson var fyrstur
manna til að leggja drög að stað-
greiðslukerfí skatta og skattalög-
reglu að þýskri fyrirmynd hér á
landi. Ég kynntist þessari skatt- j
heimtu seinna hjá Þjóðveijum. Þeg-
ar ég kom heim skrifaði ég í Alþýðu-
blaðið grein, hún hét: „Hreyfing er
líf - kyrrstaða dauði“. Þar rakti
ég alla skatta- og fátækrafram-
færslu mannsins, allt frá Grágás
til okkar daga á Islandi. í greininni
lofaði ég staðgreiðslukerfið mikið
og lagði ríka áherslu á öfluga
skattalögreglu til að innheimta
skatta og stjórna kerfinu og láta
ríkissjóð blómstra. Ég dvaldi við
þessi lög til að sýna að það má
gera ýmislegt annað en skera niður
í óða önn. Það væri hægt að auka
aflið hjá skattheimtunni og uppræta
skattsvikin. Öflug skattalögregla
er það sem við þurfum.
Sama máli gegnir varðandi heil-
brigðismálin. Þjóðin hefur ekki haft
efni á að reka þau á velsæmandi
hátt. Það mætti skipta þjóðinni í
flokka innan kerfisins þannig, að
þeir sem era verst settir fengju allt
frítt, þeir sem eru í meðallagi vel
settir, greiddu að einhveiju leyti
fyrir sig og þeir sem eru vel settir
greiddu allan brúsann.
Það hefur enginn gott af því að
liggja á peningum eins og ormur á
gulli, það tekur þá enginn með sér
í gröfina, því síðasta skyrtan hefur
engan vasa.
Höfundur er málarameistari.