Morgunblaðið - 08.03.1997, Side 38
38 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Helförin er hafin
GREINARGERÐ Hagfræðistofn-
unar Háskóla íslands sem unnin var
fyrir menntamálaráðherra sýnir
með skýrum hætti að eftir því sem
þjóðir hafi meiri menntun sé vel-
megun þeirra meiri. Æskilegt væri
að fá álit þessarar stofnunar á
kjarakönnun arkitekta, sem fram-
kvæmd var í fyrra innan sama há-
skóla en af félagsvís-
indadeild; könnun er
sýndi þann blákalda
veruleika að háskóla-
menntun á sviði húsa-
gerðarlistar skilar
þessum sérfræðingum
mjög neikvæðri arð-
semi af kostnaðar-
samri menntun sinni
og gefur þeim ákaflega
takmarkað svigrúm til
að nýta víðfeðmt
starfssvið sitt þegar
þeir fara út á íslenskan
vinnumarkað. Aform
Háskóla íslands um að
hvetja fyrirtæki til að
gera auknar mennt-
unarkröfur til starfs-
fólks síns á sama tíma
og háskólamenntuðu fólki eins og
arkitektum er sífellt troðið um tær
í þjóðfélaginu er í sjálfu sér þver-
sögn í opinberri stefnu menntamála
á Islandi, sé tekið mark á greinar-
gerð Hagfræðistofnunar. Hérlendis
ber viðhorfið til háskólamenntunar
vott um heimaríki eða keim fordóma
og útilokunar gagnvart háskóla-
borgurum sem einungis hafa getað
sótt sérfræðimenntun sína erlendis
frá, þannig að viðkomandi líður oft
eins og útlendingum í eigin föður-
landi. Hin fögru hvatningarorð
ráðamanna til ungu kynslóðarinnar
taka sig vel út í ræðustól, en eru
fijót að fölna og missa fegurðargildi
'' sitt þegar nöturlegur raunveruleik-
inn að aflokinni menntun er borinn
á borð fyrir þá sömu, eins og t.d.
í formi lymskulegra lagabreytinga
sem umhverfisráðherra réttir nú til
þjóðarinnar, og sem ekki er hægt
að túlka öðru vísi en sem helför
gegn sérfræðimenntun og starfs-
möguleikum fjölda húsameistara í
landinu.
Ný byggingar- og
skipulagslög?
Á sama tíma og menntamálaráðu-
neytið hvetur ungt fólk til að ganga
menntaveginn og fer fram á að það
taki þátt í að auka mannauð þjóðar-
innar, liggur frumvarp fyrir Alþingi,
^sem felur í sér grófa aðför gegn
mörgum landsmönnum sem einmitt
hafa hlýtt menntunarkallinu og lagt
á sig 6-8 ára sérfræðinám í húsa-
gerðarlist. Nefnd sú sem fjallar um
frumvarpið er skipuð 6 aðilum með
Ólaf Öm Haraldsson landfræðing í
fararbroddi; aðilum sem ekki hafa
nokkra innsýn í starfsumhverfið sem
frumvarpið gengur út á eða persónu-
lega reynslu af því hvernig það hef-
ur virkað hingað til. Samt virðast
þessir aðilar hafa ófeimnir lagt út á
þá varasömu braut að tefla refskák
með lifibrauð íslenskra húsameistara
og kollvarpa sérfræðiréttindum
þeirra þannig að ekki stendur lengur
steinn yfir steini. Ætla mætti að
mefndin hefði verulegra hagsmuna
að gæta fyrir hönd byggingartækni
og -verkfræðinga, sem og innan-
húss- og landslagshönnuða, svo
miklu sem í dag telst réttmætt verk-
svið húsameistara er ýtt yfir til þess-
ara stétta í breytingartillögunum.
Þá er fordæmisgildi frumvarps af
þessu tagi ákaflega varhugavert og
býður yfírvöldum uppá skriðu stétta
sem gjarnan vildu vaða inn á starfs-
svið annarra með aðstoð löggjafar-
valdsins.
Vargur í fuglahjörð
Að lesa yfir hið nýja fmmvarp til
byggingar- og skipulagslaga er eins
og að hafa orðið vitni að því að ref-
ur hafí gengið laus í hænsnahúsi!
Ennþá alvarlegri er sú staðreynd að
fagfélag fórnarlamba þessa frum-
varps - FAÍ - hefur brugðist svo
upplýsingaskyldu sinni í þessu máli,
að fjöldi arkitekta á landinu hafði
ekki hugmynd hvað verið væri að
bralla á Alþingi fyrr en þeir lásu
grein um það eftir kollega sinn í
Morgunblaðinu! Hver er svo tilgang-
ur umhverfisráðuneytisins með
breytingafrumvarpinu? Að gefa alla
hönnun í landinu fijálsa og byggja
upp eftirlitsstofnun eins og er við
lýði í Bretlandi, sem sprengi alla
kostnaðarramma utan af sér miðað
við núverandi kerfi? Að
styrkja stöðu einstakra
stétta innan byggingar-
iðnaðarins á kostnað
einnar stéttar? Að
breyta lögunum af því
svona er það í útlönd-
um? Hversu margar
milljónir eru búsettar í
Bretlandi, Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð eða
Þýskalandi? Hversu
mörg þúsund hér
heima? Hversu stórtæk-
ar eftirlitsstofnanir eða
margar byggingar og
umhverfisskipulög er að
finna í þessum löndum
miðað við á íslandi? Það
segir sig sjálft að hér
er um allt annan mark-
að að ræða og þar með allt aðra
starfsmöguleika, og arkitektar hér-
lendis eiga nú þegar undir högg að
sækja - svo mjög hefur verið þrengt
að starfssviði þeirra undanfarin ár.
Þá er ekkert annað en ofurgildismat
efnishyggjunnar á ferðinni í frum-
varpinu, að ætla ríkisvaldinu að geta
Arkitektar hérlendis,
segir Páll Björgvins-
son, eiga nú þegar und-
ir högg að sækja.
skikkað stéttir byggingariðnaðarins
fram yfir aðrar stéttir þjóðfélagins
til þess að kaupa sér starfstrygging-
ar og samlíkja þeim stéttum við
stéttir bíla-, fasteigna- og verð-
bréfasala.
Að styðja menntun
Ef Háskóla íslands og mennta-
málaráðuneytinu er einhver alvara í
því að hvetja ungu kynslóðina til að
afla sér menntunar væri kannski
ekki úr vegi að sömu aðilar upplýstu
um leið hvaða atvinnumöguleikar og
starfsumhverfi bíða unga fólksins
hér heima að námi loknu, og bentu
jafnvel á bankastofnanir sem vinnu-
staði með greiða leið til ofurtekna
án sérstakra menntunarafreka. Þar
sem skortur íslenskra húsameistara
á tengslum við háskóla í sínu heima-
landi hefur háð stéttinni mikið, og
beinlínis staðið henni fyrir þrifum í
gegnum árin hvað varðar starfs-
möguleika, væri ekki nema eðlilegt
að Háskóli íslands og menntamála-
ráðuneytið tækju höndum saman um
að bæta þar úr, og ryddu brautina
til þess að húsameistarar nytu sama
stuðnings og viðurkenningar og aðr-
ar háskólastéttir landsins.
Eins og fram hefur komið hefur
núverandi starfsumhverfi húsa-
meistara á bygginga- og skipulags-
sviðinu verið skellt í gegnum papp-
írstætara í umhverfisráðuneytinu -
þannig að eftir standa tveir mögu-
leikar; að húsameistarar gerist skó-
sveinar heimamenntaðra tækni-
manna eða gerist starfsmenn hins
opinbera sem hafi eftirlit með því
að teikningar tæknimanna séu í lagi!
Þá hlýtur það að teljast einsdæmi í
heiminum að löggjafarvaldið leggi
að líkum 6-8 ára háskólamenntun
og 5 ára starfsreynslu til að öðlast
sömu hönnunarréttindi eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir. Nú er því lag
fyrir HI og menntamálaráðherra að
sýna húsameisturum stuðning í
verki. Þetta er ekki fyrsta helförin
í heiminum sem skipulögð hefur
verið við fundarborðið og eflaust
ekki sú síðasta. En þetta frumvarp
um umhverfisslys verður að stöðva
nú þegar: Svælum því refinn út úr
greninu áður en hann gerir meiri
skaðá!
Páll
Björgvinsson
BRÁÐEFNILEG ETS-7000 falin úti í horni. Uósmynd/Björg Sveinsdóttir
Skyggnst til framtíðar
TÓNLIST
Tónabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Fyrsta tilraunakvöld Músíktilrauna
Tónabæjar, haldið 6. mars. Þátt
tóku Ebeneser, The Outrage, She-
male, Semi in Suits, Spitsign, ETS-
7000 og Plasma.
MÚ SÍKTILRAUNIR, árleg
hljómsveitarkeppni Tónabæjar,
hófust í Tónabæ fimmtudagskvöld
og bar fyrir eyru óvenju fjölbreytta
tónlist. Mest var reyndar um rokk,
líkt og svo oft áður, en einnig
mættu til leiks tölvuvæddar sveit-
ir, þar á meðal fyrsta tilraunasveit-
in sem leikur drum ’n bass, eða
jungle. Fyrsta hljómsveit á svið var
þó klár rokksveit með miklum gít-
arspuna og hamagangi. Sú heitir
Ebeneser og leið einna helst fyrir
það hve lög hennar voru keimlík;
öll eftir formúlunni hægt-hratt-
hægt-hratt-hratt. Gítarleikari Ebe-
nesers sýndi mikil tilþrif, en sumir
einleikskaflar hans voru eins og
ágræddir, til að mynda í síðasta
og sísta laginu þegar hann lagði
upp í geimferð og náði ekki til
jarðar aftur.
Á eftir gamaldags rokki kom
hljómsveit sem lék framtíðar-
tónlist, jungle-sveitin The Outrage.
Sú fór vel af stað, en fyrsta lagið
var kannski fullþétt og náði fyrir
vikið ekki flugi. I því var þó margt
skemmtilegt að gerast, eins konar
jungle-pönk, en á köflum var
hljómasúpan of þykk. Annað lag
sveitarinnar var aftur á móti tært
og fínt, besta lag kvöldsins, og
framvindan í því góð, fyrir utan
feilspor í lokin. Lokalag Outrage
að sinni byggðist á léttsteyputil-
raunum.
Rokkið var í hávegum hjá She-
male þó nokkuð væri það popp-
skotið. Lögin voru stefnulaus, text-
ar þunnir, söngur upp fullur með
sérkennilega skræki og gítarleik-
arar Shemale náðu ekki vel sam-
an. Það var helst þegar liðsmenn
settu á fullt að eitthvað var í sveit-
ina spunnið og síðasta mínútan af
Shemale var sú besta.
Sæmi in Suits kom frá Selfossi
og tók reyndar einnig þátt í síð-
ustu Músíktilraunum, þá undir
nafninu Peg. Framfarirnar voru
miklar í hljóðfæraleik og keyrslu
og greinilegt að sveitin er á réttri
leið. Sérstaklega var keyrslan í
lokalaginu góðs viti, en söngvari
Sæma þyrfti að taka sér tak og
leggja mætti meiri rækt við text-
ana.
Eftir stutt hlé tróð upp hljóm-
sveitin Spitsign, sem leikur kraft-
mikið rokk í anda Rage Against
the Machine og Korn. Ekki vant-
aði einlægni og kraft, en á köflum
heyrðist nánast ekkert í gítarleik-
ara og ekki líklegt að það sé hljóð-
SEMI in Suits á réttri leið.
SHEMALE náði ekki vel saman.
PLASMA úti á þekju.
kerfi að kenna. Hann þyrfti að
skerpa á hljóðum og láta meira á
sér bera, því án gítarleiks duttu
lögin niður í flatneskju.
ETS-7000 heitir tölvusveit úr
Hafnarfirði, en ekki ST-7000 eins
og misritað var hér í blaðinu á
fimmtudag. Liðsmenn þeirra sveit-
ar voru óheppnir í upphafslagi sínu;
náðu ekki réttum hljómum úr tækj-
unum og góðar hugmyndir
skiluðu sér ekki; þannig
sást að leikið var á gítar en
ekkert heyrðist. Einnig voru
það mistök ETS-7000 fé-
laga að kúldrast úti í horni
þar sem enginn sá til þerra.
Annað lag sveitarinnar var
bráðvel heppnað og ljóst að
sveitin á framtíðina fyrir
sér.
Annað á við um hljóm-
sveitina Plasma sem rak
lestina í fleiri en einum
skilningi þetta kvöld.
Plasma er skipuð tveimur
hljómborðsleikurum, söngv-
ara og gestatrommuleikara.
Söngvari sveitarinnar var
átakanlega laglaus og
þannig byrjaði hann annað
lagið úti á þekju og renndi
sér fótskriðu um tónstigann
allt lagið. Lögin voru og
ekkert til að hrópa húrra
fyrir, þó lokalagið, án
söngs, hafi verið dægileg stemma,
en í því gerði annar hljómborðsleik-
arinn fátt annað en spilla fyrir
þegar hann kom inn.
Kvöldinu lyktaði svo að Spitsign
sigraði og Ebeneser varð í öðru
sæti, báðar á atkvæðum úr sal.
Dómnefnd ákvað síðan að ástæða
væri til að The Oútrage fengi að
spreyta sig í úrslitum.
Árni Matthíasson
Höfundur er arkitekt.