Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 39
+ Sigurður Stef-
ánsson var
fæddur á Öndólfs-
stöðum í Reykjadal
S.-Þing. 29. apríl
1905. Hann lést á
Sjúkrahúsi Húsa-
víkur 24. febrúar
síðastliðinn. Eigin-
kona Sigurðar var
Sabína Árnadóttir
frá Bakka á Kópa-
skeri, f. 27. maí
1908, d. 18. febr-
úar 1993.
Sigurður Stef-
ánsson verður
jarðsunginn frá Einarsstaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Lífsklukkan hans Sigga hefur
stöðvast. Ég sit með gamla vasa-
úrið hans og trekki það varlega
upp. Tuttugu ár síðan hann gaf
mér það og sagði að það væri vís-
ast orðið ónýtt. Það gengur samt
enn. Ég sit og hlusta á tifið, heyri
minningarnar koma til mín. Stend
á hlaðinu heima á Öndólfsstöðum
þar sem Siggi átti heima alla sína
ævi, hátt í heila öld. Gamla fólkið
er allt gengið á braut og mér finnst
einsog nú hljóti litirnir að mást
og eyðast, tónar orgelsins að fjara
út.
Sigurður Stefánsson hét hann,
bóndi á Öndólfsstöðum. Siggi
hennar Bínu, sem sagði mér sög-
urnar og kynnti undir ímyndunar-
aflinu svo um munaði. Hún hét
Sabína Ámadóttir og manninn
sinn kallaði hún oftast Sigga
bónda. Þau voru samhent hjón og
um margt óvenjuleg.
Þótt þeim yrði ekki
bama auðið voru böm-
in ekki ófá sem hjá
þeim fengu að dveljast
og njóta sumardaga í
sveit. Ég fékk meira
en það, var heima-
gangur hjá þeim allan
ársins hring, elstur
bamanna í syðra húsi.
Þau urðu á sinn hátt
afi minn og amma,
ekki síður en afi og
Gunna á loftinu. I
gamla Öndólfsstaða-
húsinu var hægur
vandi að hverfa á vit liðins tíma,
gleyma amstri dægranna og
drekka í sig ótal ævintýri. Minn-
ingamar.
Eldhúsið í kjallaranum. Siggi í
horninu við eldhúsborðið. Bína að
sýsla við eldavélina. Ég sit á
bekknum undir glugganum og
horfi á Sigga raka sig. Hann strýk-
ur yfír vanga sér til að athuga
hvort skeggbroddarnir séu famir
og lítur út um gluggann, fylgist
með öllu. Kannski ber gest að
garði? Surgið í rafmagnsrakvélinni
svo notalegt og ég fæ að prófa á
eftir þegar hann er búinn. Ærbók-
in, klædd í brúnan umbúðapappír
til að hlífa kápunni, liggur í
gluggakistunni ásamt nýjasta
blaðinu af Hestinum okkar og spil-
unum hennar Bínu, ótrúlega snjáð-
um. Þau tala um heima og geima,
hlusta á útvarpið; fréttirnar, sög-
urnar og leikritin. Hlusta og
spjalla. Hafa skoðun á öllu og
áhuga, líka því sem ég hef gaman
af. Og tvisvar í viku kemur
Tíminn, þijú blöð í senn. Siggi les
framhaldssöguna upphátt. Hún
MINNGAR
heitir því undarlega nafni Ung
stúlka í rigningu. Hann hefur sett
upp gleraugun og les skýrt og
skilmerkilega, en með einkenni-
lega litlum blæbrigðum. Við Bína
hlustum og stundum verður að
staldra við til að átta sig betur á
þessari sögu. Svo er þriggja daga
hlé á lestrinum.
Siggi í fjárhúsunum sínum.
Aldrei að flýta sér. Sest á garða-
bandið og hvílir sig um stund.
Segir ekki margt, en leyfir mér
að láta vatnið renna í stokkana.
Tækniundur þegar vatnið flæðir
úr einum stokk í annan og æmar
í syðstukró og ystukró geta svalað
þorsta sínum. Svo er hlaðan þar
sem Siggi fann músarhreiðrið og
sýndi mér sex pínulitla, bleika
músaranga. Einhver hefði öragg-
lega viljað losna við slíkan ófögnuð
en ekki Siggi. Mýsnar fengu að
eiga sitt athvarf í hlöðunni eins
lengi og þær vildu.
I Siggafjárhúsi era básar fyrir
hesta einu horninu. Gæðingurinn
Vilji, hvítur draumfákur í rök-
krinu. Og áratugum seinna mynd-
ir og minningar um menn og hesta.
Gletta, Andvari, Hrafnhetta.
Hvort ég mum ekki eftir þessum
eða hinum? Áhuginn alltaf sá
sami.
Vor í lofti, búið að sleppa ánum
og kominn tími til að dytta að
girðingum. Siggi með hamar og
naglbít, ég með gaddavírshönk og
ryðgaðan bauk með nöglum og
sinklum. Við röltum tveir saman
meðfram túngirðingunni, ekkert
liggur á. Við girðingu verður ekki
gert á einum degi, líttá! Þú skilur
það, líttá! „Skrítið þetta líttá, sem
hann Siggi segir alltaf,“ segir ein-
hver krakkabjálfi. „Þú getur sjálf-
ur verið skrítinn," segi ég.
Siggi á sínum gráa Ferguson.
Hann er með derhúfu og situr tein-
réttur í sætinu á dráttarvélinni
sem nú er þarfasti þjónninn. Spori
gamli eltir hann. Rykið þyrlast upp
SIGURÐUR
STEFÁNSSON
á veginum og þeir hverfa á bak
við hólinn. Merkilegt að hann
skyldi aldrei eignast bíl.
Stóra orgelið í stofunni. Gamla
húsið ómar af söng. Kóræfingar
og raddæfingar, tilsögn í orgelleik.
Einn kemur þá annar fer. Einsöng-
ur, tvísöngur og kvartett við undir-
leik Sigga. Kaffi niðri og kaffi
uppi. Svo er sungið meira. Segul-
bandstæki karlakórsins stillt upp
úti á verkstæði og tekið upp. Óg
sungið.
Árin líða. Bína hamast með
tuskukústinn sinn á mjóum
ganginum. Siggi er inni í stofu
að spila gamlan vals. Stór nótna-
stafli við endann á dívaninum í
herberginu innaf stofunni. Hvaðan
komu allar þessar nótur? Þú manst
eftir þessu, líttá! Seinna, löngu
seinna, hljóma gömlu lögin ennþá
þótt fingurnir séu ekki alltaf jafn
fljótir og áður að finna réttu nót-
urnar. Móðir mín og Hallarfrúin,
— þreytt og angurvær.
Vasaúrið mitt tifar án afláts,
telur mínútur og klukkustundir,
eða ár og öld. Minningarnar halda
áfram að streyma fram og ef ég
hlusta vel heyri ég orgelið spila
hægan vals heima í grænmálaðri
stofunni hjá Sigga og Bínu á
Öndólfsstöðum.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Sigurðar Stefánssonar
eða Sigga bónda eins og hann var
oftast kallaður. Ég naut þess heið-
urs að vera síðasti vinnumaðurinn
hjá Bínu frænku og Sigga á Ön-
dólfsstöðum og vona að það hafi
ekki orðið til þess að þau hættu
að ráða slíka aðstoð! Siggi og Bína
vora einstök hjón, ólík en ótrúlega
samrýnd. Dvölin hjá þeim í nokkur
sumur er eitt af því besta sem ég
hef upplifað á minni stuttu ævi.
Öll störf voru unnin uppá gamla
mátann og var það ómetanleg
reynsla að taka þátt í heyskapnum
og hirðingu sauðfjár á þennan
hátt. Ég man vel hve það skipti
mig miklu að Siggi væri ánægður
með mín störf og þar sem hann
var nú ekki að hafa mörg orð um
hlutina var ég aldrei alveg viss
hvað hann var að hugsa. Eitt sinn
þegar búið var að stinga útúr fjár-
húsunum kom Bína að máli við
mig og sagði mér að Siggi hefði
talað um það hve rösk ég hefði
verið við þessa erfiðu vinnu, þá
aðeins 13-14 ára. Þetta hefði hann
aldrei sagt beint við mig, en svona
var Siggi og þetta hefur mér allt-
af fundist eitt mesta hrós sem ég
hef fengið um ævina. Eitt af þvi
sem Siggi kenndi mér, við fremur T
dræmar undirtektir móður minnar,
var að blóta hraustlega. Hann átti
það til að tvinna blótsyrði þannig
að minnti helst á Kolbein kaftein.
Þetta þótti mér mjög tilkomumikið
og tók upp þennan sið óafvitandi.
Dró þó nokkuð úr kraftinum eftir
að heim kom. Sá gamli gat verið
mjög stríðinn þó hann færi vel
með það. Hann hafði einstaklega
gaman af því að senda mig eina
að reka kindur úr túnunum. Það
var yfírleitt vita vonlaust verk, en
alltaf tókst mér að æsa mig ógur-
lega yfir þessum leiðindarollum
og átti það til að ijúka inní hús
með tilheyrandi hurðarskellum og ‘ '
blótsyrðum. Þá var oft hlegið í
eldhúsinu. Siggi var söngmaður
góður og spilaði gjarnan á orgelið
sitt. Það vora yndislegar stundir
og eftirminnilegar. Þegar ég heim-
sótti hann á Húsavík sumarið 1994
spilaði hann aftur fyrir mig og
spjallaði mikið um gömlu gæðing-
ana sína. Það voru góðir endur-
fundir. Nú vona ég að hann eigi
fóða endurfundi við Bíriu sína.
g þakka fyrir að hafa kynnst .
þessu góða fólki og átt þess kost'
að dvelja hjá þeim um tíma.
Ástfríður Sigurðardóttir.
Ólafur Hall-
dórsson var
fæddur í Vest-
mannaeyjum 4.
desember 1906.
Hann lést á sjúkra-
húsi í Flórída hinn
20. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Halldór
Gunnlaugsson, f.
25.8. 1875, d.
16.12. 1924, lækn-
ir í Vestmannaeyj-
um, og kona hans
Anna Gunnlaugs-
son, fædd Therp,
f. 16.2. 1885, d. 22.8. 1963,
verslunarsljóri í Vestmanna-
eyjum og Reykjavík. Systkini
Ólafs eru, Gunnlaugur, f. 6.8.
1909, d. 13.2. 1986, arkitekt í
ReyÉjavík, Axel, f. 11.6. 1911,
d. 1990, stórkaupmaður í
Reykjavík, Ella, f. 2.8. 1914,
fyrrverandi verslunarsljóri í
Reykjavík. Uppeldisbróðir
þeirra var Gunnar Þorláksson,
f. 10.6. 1919, d. 1957. Árið
1934 kvæntist Ólafur fyrri
konu sinni Ernu Maríu Sörens-
en frá Kaupmannahöfn, f. 13.4.
1909, d. 12.3. 1961. Þau áttu
tvö börn: 1) Halldór, f. 9.4.
1936, d. 1992, kvæntur Her-
borgu Friðjónsdóttur, þau
skildu. Þeirra börn eru: Ólaf-
ur, f. 1958, Anna María, f.
1963, og Erna María, f. 1964.
2) Ella Dóra, f. 17.1. 1944,
húsmóðir í Bolungarvík, gift
Nú þegar hinn aldni heiðurs-
maður, Ólafur Halldórsson læknir,
er látinn koma margar minningar
frá liðnum samvistardögum fram
Ólafi I. Ólafssyni
vinnuvélstjóra. Börn
þeirra eru: Erna
María, f. 1962, Ólaf-
ur Ingvi, f. 1967, og
Ólöf María, f. 1978.
Árið 1964 kvæntist
Ólafur Guðbjörgu
Guðlaugsdóttur, f.
24. 7. 1923, frá Bol-
ungarvík. Þau eign-
uðust eina dóttur,
Kristínu Björgu, f.
25.9. 1964, þjúkrun-
arfræðingur, búsett
í Flórída. Ólafur ólst
upp í Vestmannaeyj-
um en hélt til náms í Reykja-
vík og lauk stúdentsprófi frá
MR 1926. Síðan nam hann
læknisfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla um árabil en
lauk embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ árið 1935. Hann
starfaði á sjúkrahúsum í Dan-
mörku um árabil en flutti til
Vestmannaeyja 1938, og starf-
aði þar til ársins 1957. Ólafur
var héraðslæknir í Súðavík
1957-1960 og var jafnframt
skólastjóri barnaskólans í
Súðavík. Hann var héraðs-
læknir í Bolungarvík 1961-
1972 og starfrækti einnig apó-
tek staðarins. Árið 1972 flutti
Ólafur til Akureyrar og starf-
aði þar sem heimilislæknir til
ársins 1979, er hann lét af
störfum.
Útför Ólafs fór fram frá
Akureyrarkirkju 3. mars.
í hugann. Kynni okkar og fjöl-
skyldna okkar hófust þegar þau
Ólafur og Guðbjörg ásamt dóttur
sinni, Kristínu, fluttust til Akur-
eyrar árið 1972. Fjölskyldumar
bjuggu um skeið í sama stiga-
gangi á Víðilundi 14 og tókst þá
traust vinátta með þeim Guðrúnu
og Kristínu sem haldist hefur æ
síðan.
Okkur varð fljótlega ljóst að
Ólafur Halldórsson var sérstakur
persónuleiki. Hann var læknir af
gamla skólanum en hann staðnaði
aldrei. Hann lifði lífinu lifandi og
af brennandi áhuga. Hann lét sér
fátt mannlegt óviðkomandi. Þótt
hann væri orðinn roskinn þegar
við kynntumst var hann áberandi
léttur á fæti og andinn leiftrandi.
Áhugamálin fyrir utan starfíð vora
mörg og ólík og hann ástundaði
þau af kappi. Hann var t.d. snall
esperantisti og í þann mund þegar
eðlilegt hefði verið að setjast í
helgan stein tók hann sig upp og
fór til Noregs og lærði þar svæða-
meðferð. Hann var sífellt að koma
samtíð sinni á óvart. Þannig var
Ólafur.
En líf Ólafs Halldórssonar var
ekki alltaf dans á rósum. Hann
missti fyrri konu sína eftir erfið
veikindi. Það varð hins vegar gæfa
hans að finna lífsförunaut sem er
eftirlifandi eiginkona hans, Guð-
björg Guðlaugsdóttir. Hún er ein-
stök kona og elskulegri, einlægari
og hjartaprúðari manneskja er
vandfundin. Hún saknar nú vinar
í stað.
Nú við leiðarlok viljum við koma
á framfæri hlýrri þökk til fjöl-
skyldunnar fyrir kynnin góðu og
áralanga tryggð. Við minnumst
Ólafs Halldórssonar með virðingu
og þakklæti. Guðbjörgu Kristínu
og öðram aðstandendum sendum
við innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þeim guðsblessunar.
Óttar, Jóhanna, Steinunn,
Guðrún og Þuríður.
Seint _ í febrúarmánuði 1975
hringdi Ólafur Halldórsson læknir
til mín, kynnti sig, sagði mér frá
áformuðu heimsmóti esperantó-
hreyfingarinnar á íslandi að tveim
áram liðnum og spurði hvort ég
vildi taka þátt í að skapa jarðveg
fyrir þetta mót. Ég kannaðist ekki
við að hafa heyrt Ólaf nefndan,
enda var hann þá nýlega fluttur
til Akureyrar, en ég starfaði þar
sem menntaskólakennari. Ég var
raunar svolítið hissa á að hann
skyldi leita til mín, þar sem ég
hafði þá aldrei haft nein tengsl
við samtök esperantista, en hafði
að vísu áratug fyrr kynnt mér
þetta tungumál lítillega ásamt
bömum mínum þá komungum.
Þannig hófst löng og einlæg vin-
átta okkar Ólafs, en ég mat hann
því meir sem ég kynntist honum
betur. í kjölfar þessa fyrsta sam-
tals okkar Ólafs skráði ég mig á
námskeið, sem hann hélt og vann
að því að fá þangað fleiri þátttak-
endur. Ekki man ég hve margir
þátttakendumir urðu, en þeir vora
misjafnlega á vegi staddir og hlut-
verk kennarans því erfitt. Þátttak-
an varð ánægjuleg fyrir alla, enda
gat Ólafur verið manna skemmti-
legastur og húmorinn einstakur.
Námskeiðinu lauk með stofnun
félagsins, Norda Stelo, en Ólafur
tók að sér formennsku þess. Síðar
varð hann heiðursfélagi. Áhugi
Ólafs á esperanto hófst árið 1948
þegar hann var læknir í Vest-
mannaeyjum og sá í tímaritinu,
Æskunni, lexíu í málinu. Hann
náði sér strax í kennslubók, hóf
sjálfsnám og varð á skömmum
tíma talandi á málinu. Á þessum
tíma var Halldór Kolbeins sóknar-
prestur í Vestmannaeyjum, en
hann var einn af færustu esperant-
istum landsins. Presturinn og
læknirinn stofnuðu svo félagið,
Verda Insulo, sem dafnaði vel, og
skiptust þeir fyrst á að kenna
málið, en fengu síðar kennara er-
lendis frá (Scott og Wajzbluhm).
Á þessum árum dafnaði esperantó-
hreyfingin svo vel í Vestmannaeyj-
um, að segja mátti að starfsemin
í Reykjavík félli að sumu leyti í
skuggann af henni. Þá sótti Ólafur
esperantomót alloft til útlanda, og
síðast heimsmót esperantohreyf-
ingarinnar 1986, sem það ár var
haldið í Peking.
Ólafur Halldórsson var einstak-
lega fordómalaus maður, sem
lærði af hversdagslegum atvikum
ekki síður en fræðilegum bó-
kvísindum. Mannkostir hans gátu
ekki dulist neinum, sem kynntust^
honum að ráði og komu á heimili
hans. Ég tók m.a. eftir því að á
heimili hans átti athvarf fólk, sem
leitað hafði til hans sem læknis,
en þurfti ekki síður á félagslegri
umönnun að halda en læknishjálp.
Þannig mun Ólafur ekki svo sjald-
an hafa létt þeim störf, sem fjöll-
uðu um félagsmál í víðri merkingu
þess orðs, án þess að það væri á
margra vitorði. Þetta ber einnig
eiginkonu hans, Guðbjörgu Guð-
laugsdóttur, fagurt vitni, en hún
tók öllum, sem á heimili þeirra
komu, með einstakri gestrisni og
alúð. Heimili þeirra, á Háalundi
4, Akureyri, var fallegt og vistlegt<'
og þar var oft gestkvæmt.
Ég vil að lokum votta Guðbjörgu
og dóttur þeirra, Kristínu, hennar
fjölskyldu, svo og öðra skylduliði,
dýpstu hluttekningu mína og ann-
arra félaga íslenska esperanto-
sambandsins.
Jón Hafsteinn Jónsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-^
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl(ð>centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn ^
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÓLAFUR
HALLDÓRSSON