Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 42

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 42
' -42 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SV. GUÐMUNDSSON + Sigurður Sveins Guðmundsson fæddist í Hnífsdal 19. ágúst 1910. Hann lést á sjúkra- húsinu á Isafirði 2. mars síðastliðinn á áttugasta og sjö- unda aldursári. Foreldrar Sigurðar voru Guðmundur Einarsson fiskmats- maður í Hnífsdal og kona hans Bjarn- veig Magnúsdóttir frá Sæbóli í Aðal- vík. Guðmundur og Bjarnveig eignuðust einnig tvær dætur, en þær létust báðar á unga aldri. Hinn 21. mars 1935 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Tryggvadóttur, f. 13.2. 1911. Foreldrar hennar voru Tryggvi Pálsson bóndi á Kirkjubóli við Skutulsfjörð og kona hans Kristjana Sigurðar- dóttir. Sigurður og Aðalheiður eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Guðmundur Tryggvi, f. 28.10. 1935, kvæntur Kristínu R. Einarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Bjarnveigu Brynju, f. 28.9. 1957, og Aðalheiði Önnu, f. 8.2. 1962, og fimm barnabörn. 2) Kristján Birnir, f. 2.3. 1937, var kvæntur Gerði K. Kristinsdóttur. Kristján Birnir lést af slysförum 5.4. 1986. Kristján og Gerður eign- uðust sjö börn, Sigurð, f. 27.9. 1962, Sigurborgu, f. 23.10. 1963, Ástu, f. 21.12. 1964, d. -v 13.11. 1965, Heiðar Bimi, f. 31.3.1969, Víking, f. 26.3.1972, Hlyn, f. 10.4. 1974, og Júlíu Hrönn, f. 19.7.1976. Barnaböm þeirra em nú orðin sex. 3) Krisljana Sóley, f. 25.5. 1941, gift Jóni Halldórssyni. Böm þeirra em fjögur, Hildur Halla, f. 20.8. 1962, Sigurður Amar, f. 8.6. 1964, Aðalheiður Edda, f. 5.6. 1970, og Bjarki Þór, f. 21.6. 1976. Barnabörn Jóns og Sóleyjar em nú fjögur. 4) Sig- urður Heiðar, f. 1.4. 1945, kvæntur Einhildi Jónsdóttur og eiga þau þijú böra, Einar Pét- ur, f. 3.3. 1971, Hrefnu Sif, f. 15.6. 1972, og Elísabetu, f. 1.2. <Ur 1985. Einnig á Heiðar dótturina Aðalheiði Björk, f. 9.9. 1964. Baraaböm eru tvö. 5) Magnús Reynir, f. 17.10. 1948, kvæntur Hafdísi Brandsdóttur. Saman eiga þau soninn Sigurð Sveins, f. 9.7. 1986. Einnig á Magnús Einar Snorra, f. 27.6. 1971, og Bjarnveigu, f. 21.8. 1975. Stjúp- börn Magnúsar em Eva Björk, f. 13.11. 1970, Dagrún Ellen, f. 31.7. 1972, og Kristján Örn, f. 19.1. 1978. Barna- börn Magnúsar og Hafdísar era þijú. 6) Ólafur Gunnar, f. 7.11. 1950, í sam- búð með Ósk Gunn- arsdóttur. Ósk á dótturina Agnesi Björk, f. 17.3. 1981. Á yngri ámm sín- um stundaði Sig- urður ýmis störf á sjó og landi en fljót- lega eftir að hann stofnaði til fjöl- skyldu með Aðalheiði hóf hann vömbílaakstur á eigin bílum. Endir var skjótt bundinn á þessa starfsemi Sigurðar þegar hann missti sjónina á báðum augum í slysi í ágúst 1942. Þeg- ar Sigurður fór að ná heilsu eftir langvarandi sjúkrahúsvist í kjölfar þessa slyss hóf hann störf við ýmsa framleiðslu sem talin var henta blindu fólki, s.s. burstagerð, taumaáhnýtingar og linuuppsetningu fyrir báta í Hnifsdal. Upp úr 1945 fór Sig- urður smám saman að fást við verslun með ýmsan smávarning og veitingar í hluta af íbúðar- húsi fjölskyldunnar. Verslunin var flutt í eigið húsnæði og varð fjölbreyttari. Verslunarstörfin voru aðal- starf Sigurðar í mörg ár. Sig- urður stofnaði ásamt öðrum Rækjuverksmiðjuna hf. í Hnífsdal árið 1959. Hann stjórnaði þessu fyrirtæki sínu frá upphafi ásamt Guðmundi elsta syni sínum allt þar til rekstur þess var seldur árið 1987. Fyrirtækið rak þá rælgu- vinnslu og hafði með höndum bolfiskvinnslu og gerði út báta til rækjuveiða. Sigurður tók þátt í stofnun fjölda fyrirtækja á sviði verslunar, fiskvinnslu, heildsölu og útflutnings sjávar- afurða. Sigurður var umboðsmaður og fréttaritari Morgunblaðsins og var lengi formaður sjálf- stæðisfélags Eyrarhrepps. Hann sat í kjördæmisráði Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum. Þegar íbúðir fyrir aldraða voru teknar í notkun á ísafirði árið 1982 voru Sigurður og Aðalheiður meðal fyrstu íbúa á Hlíf. Sigurður tók virkan þátt í atvinnustarfsemi og stjórnmálastarfi allt þar til hann veiktist í desember sl. og heilsu hans hrakaði ört. Útför Sigurðar fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. t Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför HELGU ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Holtabraut 12, Blönduósi. Sigurður H. Þorsteinsson og börn. t Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og hlý- hug við andlát og útför GUÐNÝJAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Rauðaskriðu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð Sjúkrahúss Húsavíkur. Böm, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, pabbi minn. Þú varst allt í senn, faðir, vinur og samstarfsmaður, því þannig háttaði til að við störfuðum saman mjög náið í fjölskyldufyrirtækinu frá ár- inu 1959 til 1986. Þar áður hafði ég eins og önnur systkini mín starf- að með ykkur foreldrunum á Ár- bakka, því þar var unnið við hin ýmsu störf. Það gerðum við til að bjarga okkur saman eftir að þú misstir sjónina í sprengingu í frysti- húsinu í Hnífsdal er það var í bygg- ingu árið 1942. Það sýnir vel hvað þú varst framsýnn að önnur af tveimur yörubifreiðum sem komu nýjar til ísafjarðar árið 1942 voru á sex hjólum og með vélsturtur. Það var nýlunda þá því allir aðrir bílar voru þannig að það varð að losa af pallinum með því að lyfta honum með handafli. En þér auðn- aðist ekki að nota þennan bíl sjálfur því hann kom ekki fyrr en eftir að þú misstir sjónina í slysinu. Það sýndi kjark þinn og þá útsjónar- semi, sem þið mamma höfðuð til að bjarga ykkur og okkur öllum, að þá var sett í gang burstagerð frá Blindrafélaginu. Sátu þar allir við sem aldur höfðu og krafta til að hnýta bursta og aðrir við að setja upp lóðir. Síðan setjið þið upp verslun. Byrjunin var smá í sniðum og verslunarplássið ekki stórt. Þar var sælgætið undir dívan í stofunni og þeir sem komu til að kaupa komu í dymar og fengu þannig af- greiðslu. Síðan kom að því að versl- unin stækkaði og stóðst þú sjálfur við afgreiðslu en við krakkamir röðuðum í hillumar á þann hátt að þú vissir hvar allt var. Mamma saumaði á flesta Hnífsdælinga á þessum árum. Síðan stofnaðir þú rækjuverk- smiðjuna með Böðvari Sveinbjam- arsyni. Það samstarf varði í fjögur ár, en eftir það var hún í eigu fjöl- skyldu okkar. Þar stjómaðir þú alla tíð. Einnig stofnaðir þú Meleyri á Hvammstanga ásamt þremur öðr- um ísfirðingum og fimm Hvamms- tangabúum og varst þar stjórnar- formaður til fjölda ára. Ég vil, pabbi minn, þakka þér fyrir samstarfið og samveru öll þessi ár. Allir þeir sem hafa kynnst þér í gegnum árin hafa getað lært af þér og séð að það em bara hetjur sem taka áföllum eins og þú gerðir, maður á besta aldri aðeins þijátíu og tveggja ára gamall. Það var ekki margt sem þá veitti stuðning við þannig áföll og létti undir. Megi góður Guð styrkja þig, móðir mín, þú sem alla tíð hefur getað tekið öllu sem að höndum hefur borið með æðruleysi og léttu skapi. Við Didda viljum fá að þakka þeim Sóleyju og Heiðari fyrir þá umönnun og nærvem sem þau hafa sýnt foreldrum okkar á síðastliðn- um árum heima á ísafirði. Guðmundur Tryggvi (Muggur). Mikill heiðursmaður er horfmn af lífsins sviði. Okkur langar til að koma á blað nokkmm minningar- brotum um elskulegan tengdaföður okkar, Sigurð Sveins Guðmundsson, sem lést á sjúkrahúsi ísafjarðar eft- ir stutt en erfíð veikindi. Við undir- ritaðar tengdadætur Sigurðar, eða Sigga Sveins, eins og hann var jafn- an kallaður, emm búnar að þekkja hann lengi, eða allt upp í 40 ár. Emm við þakklátar fyrir þá dýr- mætu reynslu að hafa fengið að Sérfræðingar í blómaskrevtingum við öll tækifæri I blómaverkstæði I | IJlNNA | Skúlavöríiustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 000(1 kynnast honum og njóta umhyggju hans. Siggi varð fyrir því stóra áfalli 32 ára gamall að missa sjónina í slysi. Höfðu þau hjónin, Alla og hann, þá eignast þijú böm. Reyndi þá mjög á samheldni þeirra, því í kjölfar slyssins varð mikil röskun á heimilishögunum og Siggi þurfti að dvelja tvö ár á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Nærri má geta hvílíkt álag það var á hina ungu eiginkonu, og kom sér þá vel hve lífsglöð og jákvæð hún Alla hefur alla tíð verið. En fjöl- skyldan stækkaði, og eignuðust þau þijú böm í viðbót, og vom þá böm- in orðin sex. Aðdáunarverður er sá samtakamáttur sem bjó í þeim hjón- um og bömunum þeirra. Bömin vöndust snemma á að taka til hend- inni og létta undir með foreldrum sínum. Eftir að Siggi missti sjónina varð heimilið hans, Árbakki í Hnífsdal, hans aðalvinnustaður. Á heimili sínu hafði hann heildsölu og verslunar- rekstur. Einnig setti hann á stofn rækjuverksmiðju í Hnífsdal og stjómaði henni að mestu frá heimili sínu. Baráttuhugurinn fleytti honum áfram, og það var ekki til í hans orðabók að gefast upp. Siggi hafði það að keppikefli að vera sjálfs sín herra í atvinnumálum og tókst það á tiltölulega skömmum tíma eftir að hann missti sjónina. Heimilið var mannmargt, gestakomur tíðar og öllum tekið opnum örmum. Gefur það augaleið að mikið álag var á Óllu, en hún tók þvi öllu með jafnað- argeði. Skapbetri og bjartsýnni manneskju er vart hægt að hugsa sér. Hún hefur í gegnum tíðina ver- ið hjálparhella Sigga, og stutt hann í blíðu og stríðu. Siggi var mikill persónuleiki. Hann var fastur fyrir og ekki alltaf auðvelt að fá hann til að skipta um skoðun þegar hann var búinn að taka ákvörðun. Yfírborð hans gat virkað nokkuð hijúft en þeir sem til þekktu vissu að hann hafði mikla hlýju að gefa. Hann var mjög stað- fastur og ákveðinn, og þá jafnt við sjálfan sig og aðra. Dæmi um það er, að þegar þau hjónin fluttu á sjúkradeildina á sjúkrahúsi ísa- fjarðar fyrir rúmu ári, þar sem bannað var að reykja, gerði hann sér lítið fyrir og hætti, eftir að hafa reykt í 70 ár. Þetta lýsir Sigga vel, og má með sanni segja að hug- urinn bar hann hálfa leið. Sigga var mjög umhugað um fjölskyldu sína og vildi hag hennar sem bestan. Minni hans var mjög gott, og mundi hann öll símanúmer sem hann þurfti á að halda, einnig hringdu barna- börnin stundum í hann til að spyija hann um símanúmer í stað þess að fletta sjálf upp í símaskrá og kunni hann vel að meta það. Miklu áfalli urðu þau hjón fyrir, þegar Kristján Bimir sonur þeirra fórst í flugslysi fyrir ellefu árum, aðeins 49 ára gamall. Það er tákn- rænt að Siggi kvaddi þetta líf 2. mars sl. en þann sama dag hefði Kristján sonur hans orðið sextugur. Ómetanlegt hefur verið fyrir Sigga að hafa alla tíð haft á sínum heimaslóðum börnin sín, þau Sól- eyju og Heiðar. Varla hefur liðið sá dagur að þau hafí ekki litið í heimsókn, og aðstoðað á allan hátt. Viljum við þakka þeim umhyggju- semi þeirra sérstaklega. Biðjum við Guð að gefa Öllu styrk í sorg sinni. Hún hefur sýnt það í gegnum allt sitt líf að hún er mikil hetja. Siggi var kletturinn hennar og augun hennar voru augun hans, eins og hann sagði sjálfur. Saman voru þau styrk stoð stóru fjölskyld- unni sinni. Guð styrki okkur öll á þessum tímamótum. Minningin lifir, hana tekur enginn frá okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Tengdadæturnar, Kristín, Gerður, Einhildur, Hafdís og Ósk. Kæri afí, hér skiljast víst leiðir og með söknuði kveðjum við þig. Við vorum alltaf svo stoltar af því að eiga þig fyrir afa, „hann Siggi blindi var sko afí okkar“. Það var svo skemmtilegt hvað þú varst áhugasamur um nýja tækni og vild- ir skilja og snerta alla nýja hluti sem talað var um, þú varst vel inni í öllum málum og hlóst stundum að því hvað við unga fólkið vorum gleymin. Hjá ykkur Öllu ömmu átt- um við okkar annað heimili á Ár- bakka í Hnífsdal. Okkur langar að þakka þér fyrir góðar stundir og umhyggju hvort sem við vorum börn eða fullorðnar, til dæmis var slegið á þráðinn til að athuga hvort nagladekkin væru ekki örugglega komin undir á fyrstu hálkudögum eða hvort við hefðum kosið rétt f kosningum. Alltaf vildirðu fá að fylgjast með ef við vorum á ferða- lögum og varst ekki í rónni fyrr en allir voru komnir heim og búnir að láta vita um sig og svo mætti lengi telja. Allar minningar sem við eig- um um hann afa munum við varð- veita vel í hjarta okkar. Elsku amma, guð blessi þig og styrki í sorg þinni. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin min ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Anna og Brynja. Nú ert þú farinn elsku afí en ég veit að þú fylgist með mér þar sem þú ert núna. Alltaf var gaman að koma í heim- sókn til þín og ömmu. Þú varst með á öllum hlutum og vildir fylgjast vel með mér og öllu nýju sem var að gerast. Mér er það minnisstætt þegar ég fékk minn fyrsta geisla- disk, þá varðst þú að fá að koma við hann og fínna með höndunum hvernig tækninni hafði fleygt fram. Einnig þegar ég byijaði að vera á skellinöðrunni, þá vildir þú fínna hvort hjálmurinn væri nógu sterkur fyrir mig. í sumar þegar ég var á sjónum hafðir þú gaman af að fylgj- ast með aflabrögðunum og sagðir mér frá því hvernig var þegar þú varst ungur. Alltaf vildir þú halda í höndina á mér þegar ég kom og gefa mér góð ráð um lífíð og tilver- una. Sagðir mér svo margar sögur og frá því sem á daga þína hafði drifíð. Það er margt sem hægt er að læra af krafti þínum og dugnaði. Nú hefur þú vonandi endurheimt sjón þína á ný og ég veit að þú lít- ur eftir okkur og Öllu ömmu. Vertu sæll, afi minn. Þinn Guðmundur Tryggvi (Muggur yngri). Látinn er í hárri elli Sigurður Sveins Guðmundsson frá Hnífsdal. Með honum er fallinn frá maður, sem líður okkur samferðamönnum hans ekki úr minni. Um fyrri hluta æviskeiðs hans er ég ekki kunnug- ur, en veit þó af því mikla áfalli, sem hann ungur fjölskyldufaðir varð fyrir, er hann missti sjónina í sprengingu við vinnu sína. Slíkt áfall hefði trúlega bugað margan andlega, en Sigurður sagði sjálfur að þá hefðu orðið mikil straum- hvörf í lífi sínu. Hann sneri sér þá meðal annars að rækjuverkun í Hnífsdal og varð einnig umboðs- maður fyrir bandarískar rækjupill- unarvélar. Þannig tengist hann inn í atvinnusögu Hvammstanga. Sigurður Sveins varð þátttak- andi í uppbyggingu rækjuverk- smiðju á Hvammstanga árið 1972, eða fyrir 25 árum. Þá hafði verið handunnin rækja á staðnum í tvö til þrjú ár. Með honum og nokkrum heimamönnum á Hvammstanga komst á viðskiptasamband og margvísleg tengsl, sem hafa varað allt til dagsins í dag. Frá upphafi var hann stofnandi rækjuverk- smiðjunnar Meleyrar hf. með nokkrum félögum sínum að vestan og heimamönnum á Hvamms-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.