Morgunblaðið - 08.03.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 43
HERMANN
GUÐLA UGSSON
tanga. Fyrirtækið hefur á þessum
25 árum gengið í gegn um marg-
víslega erfiðleika, en Sigurður stóð
við bak þess og víðtækar en flestir
vissu af. Þá má geta þess, að þrír
synir hans hafa verið í framvarðar-
sveit Meleyrar hf., þeir Magnús,
Ólafur og Guðmundur Tryggvi,
sem nú er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Það var þegar í upphafi sam-
starfs okkar, sem Sigurður sýndi
hve vel hann hafði ræktað með sér
hæfileikana til að láta blinduna
ekki hamla sér í samskiptum við
aðra. Svo ótrúlegt sem það var að
sjá hann rétta okkur, honum ann-
ars ókunnugum mönnum, eigin-
handarstimpil sinn og fela okkur
að setja þannig nafn sitt undir
ýmis skjöl, sem þó vörðuðu hann
miklu. Slíkt var traust það sem
hann byggði á eigin mati, þótt
kynnin væru ekki þá orðin löng.
Svona var hann í öllum þessum
samskiptum. Þá má ekki gleyma
henni Ollu, þessari elskulegu konu,
sem vildi helst vera amma þessara
stráka. Þau hjónin veru sannarlega
samstiga í lífi, starfi og leik. Einu
sinni á ári hittist hópurinn að vest-
an og héðan og var þá glaðst yfir
samfundunum, þótt einnig væri
setið yfir ráðagerðum um eflingu
fyrirtækisins. Góðir og farsælir
tímar, sem þakka ber af alhug.
Við ævilok Sigurðar Sveins
skulu honum þökkuð góð kynni og
beðið blessunar Guðs um ókomna
tíð. Fjölskyldu og ættingjum öllum
vottum við samúð og hluttekningu.
Megi minning góðs félaga lifa með
okkur öllum.
Þess biðja samstarfsfélagar á
Hvammstanga.
Karl Sigurgeirsson.
Komið er að kveðjustund - góð-
ur vinur hefur kvatt.
Sigurður Sv. Guðmundsson, eða
Siggi Sveins eins og ég heyrði
hann ætíð kallaðan, var eftirminni-
legur maður. Ég kynntist honum
fyrst árið 1981 er ég fluttist hing-
að vestur og hóf störf á skrifstof-
unni hjá Rækjuverksmiðjunni hf. í
Hnífsdal.
Hann var „grand old man“ fyrir-
tækisins.
Synir hans Kristján og Muggur
sáu þá um reksturinn en hann
hafði allt á hreinu um stöðu mála.
Þá hafði hann verðið blindur í
mörg ár en í okkar samskiptum
gleymdist það, því oftar en ekki
var sagt: „Sjáumst síðar“ eða „við
lítum á þetta“.
Hann notaði símann óspart ef
hann þurfti eitthvað að fá að vita
og var oft ótrúlegt hversu nálægt
hann fór um stöðuna hvort heldur
voru birgðir í frysti eða ógreiddar
afurðir og bankareikninga hafði
hann á hreinu. Eitt sinn sagði end-
urskoðandi fyrirtækisins við mig
að Siggi vissi betur um stöðu fyrir-
tækisins en margur yngri og sjá-
andi stjórnandinn. Hann var með
hugann við reksturinn og bátana
í Djúpinu - því talstöðin var hans
og hefur eflaust mörgum rækjusjó-
manninum þótt öryggi í því að vita
af Sigga.
Hann hafði mikinn áhuga á því
sem fram fór í kringum hann og
hafði sínar skoðanir á mönnum og
málefnum hvort heldur var á bæj-
ar- eða landsmálum en Alla og fjöl-
skyldan voru honum allt.
Alla og Siggi bjuggu á Árbakka
í Hnífsdal og getur maður séð
Hnífsdal fyrir sér á árum áður
þegar þar bjó hver athafnamaður-
inn af öðrum.
Fyrir nokkrum árum íhugaði ég
kaup á gömlu húsi í Hnífsdal og
langaði að fá að vita hvenær það
hefði verið byggt. Það stóð ekki á
svari hjá Sigga því hann sagði mér
að árið 1910 hefði hann fæðst í
þessu húsi og þá var það u.þ.b.
nýtt.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast Sigurði Sv. Guðmunds-
syni. Ég votta Öllu og fjölskyldu
samúð mína og bið Guð að blessa
þau.
Sigrún.
+ Hermann Guðlaugsson
fæddist í Reykjavík 30. jan-
úar 1910. Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Isafirði
28. janúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 6. febrúar.
Þegar andlátsfregn berst fram-
kallast minningar og þakklæti frá
liðnum tímum. Frá unglingsárum
mínum á ég Ijúfar minningar um
fjölskyiduna á Njálsgötu 27. Það
var mikil gæfa að kynnast þeim,
ekkert kynslóðabil, afinn á heimil-
inu, foreldrar, synir tveir og Sessa
vinkona mín. Þetta menningar-
heimili sem falleg málverk prýddu,
húsgögn, bækur að ógleymdu
píanóinu ásamt umræðu um þjóð-
félagsmál var áhrifaríkt. Þau áhrif
urðu til dæmis til þess að við Sessa
gengum Keflavíkurgöngu frá
Hafnarfirði niður í miðbæ Reykja-
víkur, í nýjum strigaskóm frá „Ola
Jó“ kaupmanni á hominu með 25
kr. í nesti, en áttum eiginlega að
vera að lesa fyrir vorpróf. Guðrún
og Hermann vissu sem var, það
voru sárir fætur og lúin bein, sem
þau sóttu á bíl niður í bæ, og sögðu
að nú yrðu „elsku telpurnar að
hvíla sig“. Ógleymanlegt er hve
fallega og vel þau töluðu við alla
og um alla, sama hvort um menn
eða dýr var að ræða. Kisur voru
stundum á heimilinu, og man ég
eftir einni sem fylgdi Hermanni
eftir og sat við búðardymar meðan
hann verslaði.
Minnisstæðir eru bílarnir þeirra,
oft stórir og kraftmiklir. Þegar
Sessa fékk bílpróf naut hún
trausts og hvatningar að vera
ökumaður. Var gaman að fara út
að aka á R-871.
Þegar systkini mín vom að
koma í heimsókn í bæinn var sjálf-
sagt að gleðja þau með góðgæti.
Ógleymanleg er gleðin þegar
„Gunna Maja“ elsta barnabamið
+ Böðvar Jónsson, fyrrver-
andi verksmiðjustjóri,
fæddist í Holti í Álftaveri í
V-Skaftafellssýslu 8. desem-
ber 1911. Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 18. febrúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Háteigskirkju 26.
febrúar.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast míns ágæta tengdaföður
Böðvars Jónssonar, sem er látinn
eftir stutta sjúkdómslegu. Þó að
Böðvar hafi kvænst tengdamóður
minni, Betsý Ágústsdóttur, tveim-
ur árum eftir að ég giftist syni
hennar, Kristmanni Karlssyni, þá
leit ég alltaf á Böðvar sem tengda-
föður minn. Og betri tengdaföður
hefði ég ekki getað fengið. Böðvar
var glæsilegur maður og bar ald-
urinn óvenju vel. Hann var alltaf
mjög smekklega klæddur. Það var
alltf eftir honum tekið hvar sem
hann fór. Hann var gáfumaður og
þó skólagangan hafi ekki verið
löng var Böðvar mjög fróður og
var alveg sama hvað um var rætt,
það var ekki komið að tómum
kofunum hjá honum. Hann var
dætrum mínum mjög góður afi.
Fannst þeim ótrúlegt hvað afi í
Reykjó vissi mikið, og vildu þær
endilega að hann tæki þátt í spum-
ingakeppni. Efuðust þær þá ekki
um hver myndi vinna. En það var
ekki hans stíll. Böðvar var óspar
á að miðla okkur af reynslu sinni
og þekkingu. Hann sagði okkur
oft að hann hefði átt sjö bræður
og sjö systur. Og hann var sannur
fæddist, og kom heim á Njálsgöt-
una umvafin öllum. Ólst hún upp
í faðmi ömmu og afa, naut hvatn-
ingar og trausts til þess frama sem
hún hefur unnið á listabraut. Frá-
sögn Hermanns frá brúðkaupsdegi
hennar er ein sú fegursta sem ég
hef heyrt, rómantískur ævintýra-
ljómi og gleði, ásamt stolti, og
eiga þau hjón nú lítinn Hermann.
Margt væri hægt að segja í
minningu Hermanns. Það var allt-
af gaman og gott að vera með
þeim hjónum, náttúran heillaði og
sveitin. Þau höfðu gaman af veiði-
skap og fórum við Sessa oft með
þeim í veiðiferðir upp að Elliða-
vatni. Eins voru ræktaðar kartöfl-
ur á Ártúnsholti. Þau komu sér
upp sumarbústað við Meðalfells-
vatn. Var gaman að vera með
þeim þar og voru þau í essinu sínu
þegar ijúka fór úr strompnum og
hugað að veiðiskap.
Hermann var húsgagnasmiður
og vann við það um árabil. Um
tíma voru þau hjón með fornsölu
í bílskúrnum. Ekki veit ég um
arðsemi, en ósjaldan kom fyrir að
sótt voru inn í stofu húsgögn ef
vantaði, að ég tali nú ekki um ef
ungt og efnalítið fólk átti í hlut.
Var gjaman sagt er að uppgjöri
kom: „Þið borgið bara þegar þið
sjáið ykkur fært.“
Ungur missti Hermann móður
sína, fór þá til vandalausra. Hefur
það haft djúp áhrif á barnssálina
og stóð hann vörð um lítilmagnann
alla tíð. Það veganesti, sem Her-
mann lagði samferðafólki og
samfélaginu til, er auður sem ekki
verður frá okkur tekinn. Allt sem
fjölskyldan á Njálsgötu 27 hefur
fært mér er ómetanlegt og
ógleymanlegt. Minningin um fjöl-
skylduföður yljar um ókomna
tíma. Guðsblessun fylgi ástvinum
öllum og framtíð þeirra.
Guðrún Jónsdóttir.
bróðir, því mikið hjálpaði hann
systkinum sínum og hélt saman
hópnum.
Hann reyndist aldraðri tengda-
móður sinni afar vel, en hún lést
fyrir rúmlega tveimur árum, tæp-
lega 98 ára gömul. Ég og fjöl-
skylda mín höfum verið svo hepp-
in að hafa farið í nokkur ferðalög
með þeim hjónum, bæði innan-
lands og utan. Voru það mjög
skemmtilegar ferðir, og var Böð-
var þá auðvitað leiðsögumaður og
miðlaði okkur af þekkingu sinni.
Oft höfum við gist á heimili þeirra,
og notið þeirra frábæru gestrisni.
Ófáar eru ferðirnar sem afi í
Reykjó fór með dætur mínar til
og frá Reykjavíkurflugvelli þegar
þær voru í sínum tannréttinga-
ferðum. Lítillega höfum við getað
endurgoldið gestrisni þeirra, því
þegar þau komu til Eyja gistu þau
oftast hjá okkur. Þá var gaman,
þá var hátíð í bæ.
Böðvar og Betsý voru gift í tæp
30 ár. Þau ferðuðust mikið og
áttu hamingjuríka daga. Það var
mjög ánægjulegt að vera með
þeim, sjá þá ást og virðingu sem
þau báru hvort til annars, og hvað
þau töluðu alltaf fallega hvort við
annað. Að hafa átt samleið með
slíkum heiðursmanni sem Böðvar
Jónsson var, það gerir mann rík-
an. Elsku tengdamamma, ég og
fjölskylda mín sendum þér okkar
innilegustu samúðarkveðjur, einn-
ig börnum Böðvars og fjölskyldum
þeirra. Blessuð sé minning hans.
Kristín Bergsdóttir.
BOÐVAR
JÓNSSON
+
Eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁRNI ÞORSTEINSSON,
Fljótstungu,
sem lést mánudaginn 3. mars sl., verður
jarðsettur í dag 8. mars, kl.14.00.
Athöfnin fer fram í Reykholtskirkju, en jarðsett
verður á Gilsbakka.
Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 10.30 sama dag
og Hyrnunni, Borgarnesi, kl. 13.00.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Hjörtur Bergþór Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir,
Jónína Marta Árnadóttir, Guðbjöm Sigvaldason,
Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og am-
ma,
RÓSA BJÖRNSDÓTTIR,
Sunnubraut 12,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda vinsemd og samúð.
Guðni Jóhannsson,
Grétar Guðnason, Heiðbjört Kristjánsdóttir
og synir.
+
Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
ÁGÚSTAR VALMUNDSSONAR,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn.
Sérstakar þakkir til allra er réttu honum hjálp-
arhönd eftir að hann átti við líkamlega fötlun
að stríða.
Guð biessi ykkur öll.
Sigríður Guðjónsdóttir,
Sigrún Ágústsdóttir, Magnús Flosi Jónsson,
Jóhann Grétarsson, Heiðrún Þorsteinsdóttir,
Ágúst Örn Grétarsson, Ragnheiður María Hannesdóttir,
Davíð Arnar Ágústsson.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vin-
semd sem við höfum notið við andlát og útför
móður okkar, ömmu og langömmu,
CECILÍU CAMILLU HELGASON,
Lindarhvoli
í Þverárhlíð,
og auðsýnda virðingu við minningu hennar.
Jón Guðbjöm Guðbjörnsson, Guðrún Ása Þorsteinsdóttir,
Sigurbjörg Guðrún Jóhannesd., Þröstur Leifsson,
barnabörn og barnbarnaböm.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur,
tengdadóttur, móður okkar, systur, mágkonu
og ömmu,
VALGERÐAR INGÓLFSDÓTTUR,
Baðsvöllum 8,
Grindavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru
starfsfólki á deild 11E Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Ólafur Sigurpálsson,
Vigdís Magnúsdóttir,
Sigurpáll Aðalgeirsson,
Ingólfur Guðjónsson,
Erla Hjördis Ólafsdóttir,
Vigdís Guðrún Ólafsdóttir,
Magnús Ingólfsson,
Guðrún Bára Ingólfsdóttir,
Ágúst Þór Ingólfsson,
Guðbjörg Þórisdóttir,
Jón Þór Helgason,
Bergljót S. Steinarsdóttir,
David C. Bustion,
Kristín E. Pálsdóttir,
og barnabörn.